Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 20

Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 5. apríl 1990 í næsta mánuði kemur út bók um hinn heimsþekkta og vinsæla söngvara Tom Jones, sem heldur tónleika á Rslandi i byrjjun maimánaðar. Höfundar bókar- innar halda þvi fram að söngvarinn sé með kvenfólk á heilanum og fullyrða að hann hafi átt mök við þúsundir aðdá- enda sinna. EFTIR JÓNI'NU LEÓSDÓTTUR Konur eru adaláhugamál hins kunna söngvara Toms Jones sem kemur í tónleikaferd til Islands í maí Það kemur oft fyrir úti í heimi að skrifaðar eru bækur um frægt fólk, án þess að það kæri sig nokkurn hlut um það. Þetta er einfaldlega einn af fylgifiskum frægðarinnar. í næsta mánuði verður t.d. gefin út bók um líf og ástir söngvaransToms Jones, sem íslendingar fá brátt að berja augum í fyrsta sinn, því hann heldur tónleika á Hótel Islandi í maí. Bókin er rituð af Stafford Hildred og David Gritten og heitir einfaldlega TOM JONES. Fyrir skemmstu gerði breska sunnudagsblaðið SUNDAY MIRR- OR nokkra grein fyrir því, sem Tom og væntanlegir lesendur bókarinn- ar eiga von á að sjá á prenti í apríl. Og af því að dæma verður söngvar- inn að öllum líkindum lítt hrifinn af „ævisögunni". Honum er nefnilega lýst sem óforbetranlegum kvenna- bósa, sem hoppi upp í rúm með flestum konum sem hann kemst í tæri við — algjörlega burtséð frá því hvort þær eru ungar eða gamlar, fal- legar eða Ijótar, grannar eða feitar. Byrjaði snemma Flestir þekkja einhver af þeim lög- um, sem Tom Jones hefur sungið í gegnum tíðina. Mörg þeirra hafa náð gífurlegum vinsældum, svo ekki sé meira sagt. Sem dæmi má nefna lög eins og Green green grass of home, Delilah, I who ha- ve nothing, It’s not unusual, What’s new Pussycat?, Daughter of darkness, She’s a lady, Help yourself og Thunderball, sem á sinum tíma var flutt í kvikmynd um James Bond. En Tom karlinn hefur greinilega ekki eytt allri orku sinni í sönginn, ef marka má heimildir höfunda fyrr- nefndrar ævisögu. Þeir grafa upp gamla vini hans og fjölda ættingja, sem hafa upp til hópa sömu sögu að segja: Tom Jones er með kvenfólk á heilanum. Þetta áhugamál söngvarans kom snemma í Ijós. Þegar hann var 14 eða 15 ára var hann rúmliggjandi vegna einhverra veikinda og jafn- aldra frænka hans hjálpaði til við að líta eftir honum. Hann var þó ekki veikari en svo að hann lét það eftir sér að stíga í vænginn við frænk- una. Svo segir a.m.k. núverandi eig- inmaður umræddrar frænku í bók- inni. Tvenns konar konur Árið 1956 barnaði Tom líka þáver- andi kærustu sína, sem var einungis 15 ára gömul. Hún heitir Melinda (kölluð Linda!) og það leið ekki nema eitt ár þar til Tom Jones, sem þá hét raunar Woodward að eftir- nafni, gekk að eiga hana. Haft hefur verið eftir söngvaran- um að á meðan hann á kynmök sé viðkomandi kona honum allt. Kon- ur skiptist hins vegar í tvo hópa, þegar hann hafi komist yfir þær. Þ.e.a.s. konur, sem hann vilji hafa hjá sér áfram, og konur, sem hann langi að skríða sem fyrst í burtu frá. Linda virðist því tilheyra fyrri hópn- um, því þau Tom eru enn gift, þrátt fyrir alla kvensemina. Þau eru a.m.k. enn gift „á pappírunum", eins og sagt er. Tom Jones býr nefnilega í húsi í Kaliforníu, sem hann keypti af Dean Martin kollega sínum, en Linda býr í glæsilegu húsi skammt frá heimabæ þeirra í Wales á Bret- landi. Hágrátandi í sgálfsmorös- hugieiðingum Tom Jones hóf feril sinn sem söngvari hljómsveitar, sem kallaðist Senatorarnir (The Senators). Þeir störfuðu á heimaslóðum í Wales fram til ársins 1964, en þá tóku pilt- ■ : «1811 . mmms mmm n‘ uePPn'n°a ■aroVW*V ° KVENNABÓSI arnir sig til og fóru til Lundúna í leit að frægð og frama. Gítarleikari hljómsveitarinnar, Mickey Gee, segir í bókinni frá þessu tímabili á ferli þeirra: „Við vorum bara villingar frá Wa- les. Okkur langaði einfaldlega til að fara á fyllerí og krækja okkur í stelp- ur. Enda gerðum við það líka! Tom var svakalegur villingur og með mikla karlastæía, eins og algengt er í Wales. Honum fannst gaman að detta í það og ná sér í skvísu — og sá var ekki vandlátur. Hann svaf sko hjá hvaða kvenmanni sem var.“ En þó kvennafarið sé köppunum minnisstætt frá þessum upphafsár- um ferilsins var lífið þó alls enginn dans á rósum. Einn hljómsveitar- meðlimurinn segir t.d. í bókinni að hann hafi eitt sinn komið að Tom há- grátandi í íbúðinni, sem hljómsveit- in hafði yfir að ráða. Þá á hann að hafa trúað vininum fyrir því að hann væri kominn út á ystu nöf, þreyttur á líferninu í London og bið- inni eftir heimsfrægð. Vinurinn seg- ir m.a.s. að söngvarinn hafi sagst hafa farið á járnbrautarstöð og ætl- að að fleygja sér fyrir næstu lest, en þegar til kom hafi hann ekki getað framkvæmt þá fyrirætlun stna. Hann I Rolls Royce, hinir í rútu En frægðin var á næsta leiti, þeg- ar söngvarinn var þarna sem sorg- mæddastur, og sem betur fór lét hann hvorki verða af því að fremja sjálfsmorð né flytja aftur til Wales. Dægurtónlistin hefði þá orðið af klassískum „ellismellum" eins og Green green grass of home, Del- ilah og fleirum slíkum. Það var lagið It’s not unusual, sem skaut Tom Jones upp á stjörnu- himininn í marsmánuði árið 1965. Og hafi hljómsveitarmeðlimirnir stundað hið Ijúfa líf af krafti fyrir þennan tíma voru það þó smámunir í samanburði við það, sem átti eftir að verða. Þeir höfðu áður orðið að lifa á einu sterlingspundi á dag og hírast í lélegu húsnæði, en nú var öldin skyndilega önnur — a.m.k. hjá Tom. í bókinni halda félagar hans því fram að hann hafi bráðlega keypt sér Rolls Royce-bifreið. Þeir hafi hins vegar ferðast um í rútu og eyðsluféð hafi einungis hækkað í tuttugu pund, þrátt fyrir velgengn- ina. Hljómlistarmennirnir, sem störf- uðu með Tom Jones þessi fyrstu frægðarár, kunna margar sögur af honum frá þeim tíma. Segir einn þeirra, að þegar söngvarinn var að ná sér í stelpur hafi það verið eins og að fylgjast með steinaldarmanni draga kvenmann inn í helli sinn á hárinu. Ævintýri í þoku Ein sagan í bókinni er höfð eftir Vic Cooper hljómborðsleikara, sem var einnig í hlutverki einkabíl- stjóra fyrir Tom. Hún hljóðar svo: „Eitt sinn vorum við í Stock- ton-on-Tees. Við vorum búnir að leika í einum klúbbnum og vorum á leið í þann næsta. Það var afar mikil þoka og ég ók Rollsinum, en aftur í var Tom kominn vel áleiðis með 16 ára stelpu. Ég fylgdist svo spenntur með hinum æsandi leik í aftursætinu að ég tók ekki eftir því að framundan var hringtorg. Þegar ég uppgötvaði það loksins var orðið of seint fyrir mig að beygja og ég varð bara að keyra beint yfir hring- torgið. Rútan með strákunum fylgdi fast á eftir og fór því líka beinustu leið yf- ir hringtorgið með braki og brest- um, en þá varð Tom alveg trylltur. Hann heimtaði að ég stöðvaði bílinn og skipaði mér að fara út og koma ekki aftur fyrr en hann kallaði í mig. Rútan stansaði náttúrulega líka og öll hljómsveitin varð að bíða þarna í þokunni eftir því að Tom lyki sér af með stelpunni." Bara ein af mörgum Tom varð yfir sig hrifinn af Mary Wilson, söngkonu í tríóinu Supr- emes. Þau áttu í ástarsambandi um hríð og minnist Mary á hann í ævi- sögu sinni. Þar segir að hann hafi bæði reynst henni frábær vinur og elskhugi. Hann heillaðist líka af alheimsfeg- urðardrottningunni árið 1973, sem heitir Marjorie Wallace. Þau komu bæði fram í skemmtiþætti og eftir að Tom hafði sungið lagið I want to make it with you kysstust þau mjög innilega á sviðinu fyrir framan myndatökuvélarnar. Sagt er að Jul- ia Morley, fulltrúi fegurðarsam- keppninnar, hafi orðið alveg æf yfir þessari framkomu og dómgreindar- leysi Marjorie. Og seinna var stúlk- an raunar svipt titlinum. En Tom Jones hefur ekki bara haft áhuga á frægum konum. Þeir, sem til þekkja, segja í bókinni að hann sofi hreinlega hjá hvaða konu sem er. Hann hefur ávallt verið um- kringdur aðdáendum á öllum aldri og verið duglegur við að sinna þeim — jafnt ungum sem gömlum — og virðist útlit þeirra ekki hafa skipt hann meginmáli. Þegar hann var með eigin sjónvarpsþátt hafði hann Tom Jones er enn kvæntur æskuvinkonunni, Lindu, en hún býr í Wales og hann í Kaliforníu, svo það virðist ekki sérlega mik- ið á milli þeirra — nema fjarlægð- in! hjólhýsi á svæðinu og þangað mátti enginn ryðjast inn nema banka fyrst, því áhangendur stjörnunnar voru þar iðulega „í heimsókn". En haldi einhver að Tom sé farinn að stillast upp á síðkastið er greini- legt að það er mesti misskilningur. Fyrir tveimur árum eignaðist kona í New York t.d. son, sem Tom Jones greiðir meðlag með eftir að sannað var að hann væri faðirinn. Sú bandaríska ku hins vegar vera af- skaplega miður sín eftir þessa reynslu. í margumræddri ævisögu er a.m.k. haft eftír henni: „Ég sé núna að ég var honum einskis virði. Ég var bara ein af mörgum, sem hann hafði í takinu."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.