Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 21

Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 21
p&ó/sIa Fimmtudagur 5. apríl 1990 21 í bændahöllinni, ödru nafni Hótei Sögu, er Ferdaþjónusta bænda til húsa. Eins og nafnið bendir til er þetta miðstöð þeirrar þjónustu sem íslenskir bændur hafa í auknum mæli verid að snúa sér að, nefnilega þjónustu við ferðamenn, íslenska sem erlenda. Á skrifstofunni verður Þórdís Eiríksdóttir fyrir svörum en auk þess iagði Margrét Jóhannsdóttir til upplýsingar um þessa starfsemi sem birtist á öðrumstað í blaðinu. Biaðamaður spurði fyrst hvort það væri einhver ákveðin tegund ferðamanna sem viidi kynnast landi og þjóð á þennan hátt, þ.e. með gistingu á íslenskum sveita- heimilum? „Nei, alls ekki. Til okkar leita all- ar manngerðir en því er þó ekki að neita að fjölskyldufólk er þar í miklum meirihluta. Þetta eru hvorki ríkir ferðamenn né blankir, þ.e.a.s. í einhverjum meirihluta, heidur ósköp venjuiegt fólk. Þeir útlendingar sem vilja kom- ast í þá aðstöðu sem við bjóðum eru yfirleitt mun fyrirhyggjusam- ari en íslendingar en þó er eins og landar okkar séu í auknum mæli að átta sig á því að það er alls ekki víst að þeir geti fengið það sem þeir vilja með mjög stuttum fyrir- vara. Við erum alltaf að bíða eftir „góðá' veðrinu og viljum helst ekki ákveða neitt varðandi frí okkar fyrr en við höfum séð veð- urspána. Þetta er hægt ef fólki er sama á hvaða stöðum það gistir hverju sinni, en hafi það í hyggju að dvelja á ákveðnum stöðum verður að hafa meiri fyrirvara á. Til dæmis eru sumir af þeim stöð- um sem eru innan okkar vébanda nú þegar að verða fullbókaðir í sumar!" Nú gefur það augaleið að að- staöa á bæjum iandsins hlýtur að verða ákaflega misjöfn. Eru ein- hverjir staðlar á ykkar vegum sem fólk getur miðað við þegar það leitar eftir þjónustu bænda? „Því miður er slíkur staðall ekki fullbúinn en við höfum í vetur og síðastliðið sumar verið að vinna að honum og sú vinna er nú að taka á sig nokkuð Ijósa mynd. Við komum til með að byrja á staðli sem tekur til uppbúinna rúma, þ.e. þau tilfelli þar sem gist er inni á heimilunum í uppbúnum rúmum. Gæðaflokkarnir verða fjórir og þó það sé ekki hægt að fara nánar út í það í viðtali sem þessu þá mun- um við í fyrsta lagi gera ákveðnar lágmarkskröfur og síðan bæta við ákveðnum atriðum i hverjum flokki þar fyrir ofan. Við leggjum mikla áherslu á gæði rúmanna í þessari flokkun, hreinlætisaðstöðu og fleira slikt. Með þessu erum viö alls ekki að steypa alla bæina í sama form, heldur vonumst við til þess að þetta geti orðið til þess að við- skiptavinir viti nokkurn veginn að hverju þeir ganga á hverjum bæ fyrir sig hvað varðar lágmarksað- stöðu. Þaö er svo þeirra aö veija hversu góðan aðbúnað þeir kjósa." Fjöldi sumarhúsa „Auk þess sem bændur bjóða upp á gistingu inni á heimilum er mikið um sumarhús á þeirra veg- um. Það er í bígerð að flokka þau á svipaðan hátt og bæina sem er bráðnauðsynlegt því þau eru jafn- misjöfn og þau eru mörg. Þessi gæðaflokkun er ekki síst tilkomin vegna þess að allir eru bessir staðir kvnntir undir sama merki, þ.e. Ferðaþjónustu bænda, og því brýnt að fóík geti haft ein- hverja hugmynd um að hverju það gengur. Við þekkjum dæmi um það að fólk hefur gist á einhverj- um þeirra bæja sem við kynnum og orðið {yrir vonbrigðum. Það hefur síöan dæmt alla aðra bæi á sama hátt og prófar þá ekki. Við höfum líka séð fólk gista í fyrsta sinn á einhverjum þeirra bæja sem skara langt fram úr öðrum og verða síðan alltaf fyrir vonbrigð- framh. 12% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR ■ npRÍL - T% AUKAAFSLATTUR FYRIR ELLItÍFEYRISÞEGA Léttur aö morgni eftir svefn í Regumatic REGUMATIC er rúmbotn sem hver og einn REGUMATIC stillir eftir sínum þörfum og dýna sem gefur ingu notandans. hæfilega eftir. REGUMATIC MIÐAST VIÐ ÞÍNAR ÞARFIR. aðlagast þunga og líkamsbygg- Pétur Snæland, Skeifunni 8, sími 685588

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.