Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 7

Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 5. apríl 1990 7 PRESSU I hefur gerst i landkynning- arátaki stjórnvalda og er þar fjár- skorti um að kenna. Hefur samstarf við Forum Communication í London því orðið minna en til stóð í sambandi við heimsókn Breta- drottningar til íslands í sumar. Nú hefur nýr hópur verið settur á lagg- irnar og á að vinna sérstaka land- kynningarstefnu til fimm ára og ber að skila af sér fyrir árslok. Jafnframt er hópnum ætlað sérstakt tilrauna- átak á Bretlandi í sumar ef fjárveit- ing fæst. í hópnum sitja Baldvin Jónsson, Pétur Eiríksson, Karl Sigurhjartarson, Júlíus Hafstein og Ingjaldur Hannibalsson. Með- al þess sem landkynningarnefnd þessi hugar að í áætlunum sínum, af litlum efnum, er þátttaka íslands í Heimssýningu á Spáni árið 1992 . . . I auglýsingu í Morgunblaðinu í vikunni býður Hótei Loftleiðir Reykvíkinga velkomna í hóp hótel- gesta og lýsir yfir að HL sé fyrst hót- ela í Reykjavík til að veita borgarbú- um aðgang að gistingu. Þetta mun þó ekki vera alls kostar rétt. Hótel Saga braut upp á því fyrir nokkrum árum að opna hótelið fyrir Reykvik- ingum. Þetta var gert með ákv. skil- yröum. Menn urðu að panta gist- ingu með nokkrum fyrirvara en auk þess var prófuð sú leiö að bjóöa gestum Súlnasalar gistingu aö málsveröi og skemmtun afloknum. Gátu menn keypt allt í pakka; að- gang að dansstaðnum. máltíð -og gistingu. Hugmyndin var sú aö borgarbúar ættu kost á að fara á skemmtun á eigin bíl, skreppa upp á hótelherbergi og gera sig klára fyrir kvöldið, leggja sig svo að balli loknu og aka heim að morgni, algáðir. Eitt- hvaö munu menn þó hafa tekið til- boðinu tregiega og lítt viljað bendla hótelgistingar við ballferðir en Hót- el Saga mun enn í dag vera borgar- búum opin til gistingar . . . ■11 ólga og óánægja er nú í Reykhólaskóla vegna deilna íor- eldra og stjórnenda skólans og aga- vandamála nemenda. Nýr skóla- stjóri tók við um siðustu áramót og vilja foreldrar meina að mikið vand- ræðaástand hafi skapast af hans völdum. Fræðslustjóri Vestfjarða hefur blandað sér í málið og var sál- fræðingur sendur til skólans til að kynna sér ástandiö og reyna að jafna deilur. Dvaldi hann í vikutíma á staönum. Þá hefur hreppsnefnd einnig látið málið til sín taka. Sl. þriðjudagskvöld var haldinn fjöl- mennur fundur með foreldrum, kennurum o.fl. þar sem óánægjan blossaði upp. Þjófnaðarmál kom upp innan skólans fyrir skömmu þegar hurfu peningar úr sjóði sem nemendur höfðu safnað í. Það er óupplýst en mun hafa fyllt mælinn og skólastjóri og einhverjir kennar- ar vilja beita nemendur hörðum refsingum. Foreldrar ásaka skóla- stjórann um óþarfa hörku og slakan • árangur og telja að nám þeirra u.þ.b. 60 nemenda sem eru við skólann sé í rúst. Engin niðurstaða fékkst á fundinum á þriðjudagskvöldið en þeim mun harðar var deilt . . VILTU SPARA á vinnustaðnum eða á heimilinu? RV-Markaður er sérhæfður markaður með rekstrar- og hreinlætisvörur fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili. Á RV-Markaði eru allar vörur strikamerktar sem hraðar afgreiðslu og lækkar rekstrarkostnað, því við viljum líka spara. RV-Markaður minnir á að virðisaukaskattur af almennum rekstrar- og hreinlætisvörum fæst frádregin sem innskattur sé reikningur stílaður á nafn rekstraraðila. ÞEKKING — ÚRVAL — ÞJÓNUSTA 5% staögreiðsluafsláttur. Kreditkorta þiónusta m jj'v k® JJ ÍK jarnrum Tilvalin fermingargjöf Verð frá kr. 22.350,- stgr. Teg. 508- Br. 90-120 Teg. 596-Br. 90-120 Teg 661 - Br. 90-100 Opið laugardaga 10—16. HÚSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 54100. Afmælisdagabókin é>tiátda er sígild og góð fermingargjöf Verðkr. 3.112 SÍMAR13510 - 17059, PÓSTHÓLF147.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.