Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 27

Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 5. apríl 1990 27 Þeim gekk illa að komast inn í vina- hópa og sum þeirra, því miður, urðu verulega útundan. Við hjónin ákváðum því að annaðhvort mynd- um við láta Magnús Inga alast alveg upp í öðru skólakerfi eða því ís- lenska. Það barn sem elst upp í er- lendu skólakerfi er raunverulega uppalið til að takast á við störf í því þjóðfélagi en ekki á íslandi." Uppsögn og nýtfr sfrarf Ákvörðunina um heimkomuna segir hann hafa verið auðvelda: „Við erum ákaflega miklir íslend- ingar í okkur og það er alveg sama hvar við höfum búið eða verið, „heima" er á íslandi. Svo er aftur spurning um tilviljanir eða forlaga- trú. í lok janúar var öllu starfsfólki Arnarflugs sagt upp störfum og dag- inn eftir var mér sagt frá því að til stæði að auglýsa stöðu markaðs- stjóra Ferðamálaráðs íslands og reiknað með að sá aðili tæki við starfinu í vor. Samhliða því myndi hann gegna stöðu ferðamálastjóra í eitt ár í leyfi ferðamálastjóra. Nú, — þegar maður fær svona fréttir dag- inn eftir að maður fær uppsagnar- bréf og maður hefur líka verið í ferðamálaráði í sex ár og stjórn þess í fimm ár, ýmsum nefndum og hóp- um — þá auðvitað veltir maður þessu fyrir sér!" Hann bað um að fá auglýsinguna senda þegar hún birtist og sendi inn umsókn. 1. mars var honum til- kynnt af samgönguráðuneytinu að honum stæði staðan til boða: „Umsækjendur höfðu verið 46 og það sem hafði úrslitaþýðingu í mín- um augum var þegar mér var sagt að ég hefði fengið einróma umsögn frá stjórn ferðamálaráðs, en í henni sitja fulltrúar stærstu aðila í ferða- þjónustunni á Islandi. Það er mín skoðun að það sé ákaflega erfitt fyr- ir aðila að fara inn í starf hafi verið deilur eða vangaveltur vegna stöðu- veitingarinnar. En þar sem þarna var um að ræða einhuga umsögn fannst mér það mesta traustsyfirlýs- ing sem ég gat fengið og tók starfið að mér." Þegar ég spyr hvernig honum þyki að yfirgefa Arnarflug á þessari stundu, þegar allt virðist stefna á verri veg, svarar hann að bragði: „Umræða um Arnarflug hefur mjög oft verið á þann veg að fyrirtækið eigi sér ekki viðreisnar von. Eg get að sjálfsögðu ekkert annað sagt en það að ég-vona að þetta fyrirtæki — eins og önnur í ferðageiranum — lifi." ísland er ekki ómengaðasta land í heimi Magnús var settur ferðamálastjóri íslands frá 1. apríl í ár, en markaðs- stjórastarfið, sem hann mun gegna jafnframt, segir hann fyrst og fremst miða að því að vinna að landkynn- ingu, innanlands og utan: „Það hef- ur stundum verið sagt að þeir sem vinna við að markaðssetja land hafi draumavöruna að selja. Þeir hafa f vetur voru gerðar skoðanakann- anir meðal ellefu ára barna í Bret- landi og Sviss um það hvað það væri sem börnum staeði mest ógn af í framtíðinni. Fyrir nokkrum árum var það kjarnorkusprengjan en núna kom í Ijós að þau óttast mest að við séum að eyðileggja umhverfi okkar og lífríki með mengun. Þessir ellefu ára krakkar eru ferðamenn morgundagsins og við verðum að sjá til þess að ísland taki forystu í umhverfis- og mengunarmálum. Ef okkur tekst það þá er það alveg Ijóst að þessi kynslóð sem nú hefur mest- ar áhyggjurnar mun líta til íslands sem fyrirmyndarlandsins. Þá fyrst fáum við jákvæða kynningu og siá- um vopnin úr höndum þeirra sem segja að við séum á móti umhverfis- vernd. Vonandi tekst okkur að gera þetta að verulegum þætti í þeim margbreytilegu aðferðum sem beitt er við kynningu lands og fram- leiðslu." Sveipaður handklæðum frammi fyrir Grace og Rainier Það er farið að líða að fundinum sem Magnús Oddsson átti að mæta á. Hann fer þó ekki fyrr en hann hef- ur sagt mér söguna af því þegar hann hitti furstafjölskylduna frá Mónakó og getið er um í upphafi viðtalsins: „Það var, held ég, eitthvað það dæmalausasta sem ég lenti í á þess- um árum mínum hjá Arnarflugi. Þannig var að ég hitti mann í Frakk- landi, sem sá um að skipuleggja frí- stundir furstafjölskyldunnar af Món- akó. Á þessum tíma var hann að velta fyrir sér ferð til Islands og Grænlands og niðurstaðan varð sú að fjölskyldan sigldi með skemmti- ferðaskipinu Mermoz til íslands og við hjá Arnarflugi myndum fljúga með hana til Grænlands. Þetta var gríðarlegur undirbúningur og allt tímasett í smáatriðum. Þau máttu ekki fara í sömu vélinni svo við höfðum þrjár vélar til taks. Ferðina átti að fara í ágúst 1982 og ég var þá búsettur í Hollandi en kom heim tveim dögum áður til að annast framkvæmdina á þessu. Fjölskyld- an átti að koma hingað á föstudags- kvöldi og flugferðin til Grænlands skyldi vera á laugardagsmorgni. Skipið lenti hins vegar í seinkun og allur undirbúningur við það að fara í vaskinn. Þessi maður hringdi til mín af skipinu og bað mig að koma til móts við skipið ásamt flugstjóra Arnarflugs. Klukkan fjögur um nótt- ina hringdi hann aftur og segir að nú sé skipið statt úti á flóa og biður okkur að koma með hafnsögubátn- um, hitta fjölskylduna og leggja á ráðin með henni. Ég hafði velt þvi fyrir mér hvernig maður ætti að vera klæddur frammi fyrir svona háttsettu fólki og ákvað að skarta mínu fínasta. Ég, þessi litli heimilis- maður, hafði verið að basla við að pressa fötin og þóttist heldur fínn. Þegar lóðsinn leggur upp að skipinu úti á fióa áttum við að stökkva inn um hliðardyr. Fyrstur stökk flug- stjórinn en þegar ég ætlaði af stað kom alda þannig að það var ekki þurr þráður á mér þegar ég kom um borð. Það var eins og ég hefði lent í sturtu, pressunin farin fyrir ekki neitt og skipstjórinn dró mig inn í klefann sinn. Þar var ég rifinn úr föt- unum, hent yfir mig tveimur stórum handklæðum og einu yfir höfuðið. Þannig var ég leiddur fyrir fursta- fjölskylduna. Þetta voru þeirra fyrstu kynni af íslendingi — en sem betur fer höfðu þau húmor fyrir þessu! Það er skemmst frá því að segja að undirbúningurinn fór fyrir bí, þau fóru aldrei til Grænlands og þetta var eitthvað það ömurlegasta sem ég lenti í á þessum tíu árum mínum hjá Arnarflugi!" Hvað íramtíðin ber i skauti sér veit hann ekki, enda forlagatrúar eins og hann hefur sagt og fullviss um að öllu sé stjórnað: „Nú er ég kominn heim og úti í bilskúr á ég skíðaútbúnaðinn, golfsettið og veiðistöngina. Það er kominn tími til að kynnast landinu sínu enn bet- ur. Markmiðið í dag er að reyna að standa sig í nýju starfi, jafnframt því sem við ætlum að njóta íslands og útiverunnar í orðsins fyllstu merk- ingu." vöru sem hægt er að selja aftur og aftur en hún er alltaf kyrr. En sölu- mennirnir verða að gæta þess að af- henda vöruna óskemmda og í um- búðum sem ekki eru orðnar óhrein- ar. Það er því spurning hvort við er- um tilbúin að endurnýja vöruna og gæta þess að fara vel með hana, því annars er ekki endalaust hægt að selja hana. Ef við íslendingar ætlum að trúa því að ísland sé ómengað- asta land í heimi, hvað sem við ger- um, þá á ísland ekki mikla framtíð fyrir sér sem ferðamannaland. Það er langt frá því að ísland sé ómeng- aðasta land í heimi. Við höfum ekki farið vel með landið okkar, göngum ekki nógu vel um það og verðum að taka okkur verulega á i því að taka til hjá okkur sjálfum. Á heimilunum tökum við til áður en gesti ber að garði. Við höfum átt undir högg að sækja á meginlandi Evrópu út af hvalamálinu og grænfriðungar hafa virkilega getað náð sér niðri á okk- ur þar og gefið okkur þann stimpil að við séum á móti umhverfisvernd. Hann er forlagatrúar og prakkari í sér. Segist hafa verið ofdekraður og kannski orðið þekktur * knattspyrnumaður hefði , hann ekki verið sendur í sveit. Magnús Oddsson hefur yfirgefið Arríarflug og verið ráðinn markaðsstjóri ! Ferðamálaráðs Islands.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.