Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 25

Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 5. apríl 1990 25 Æ r KÖLSKA Sumt fólk trúir því að talan 666 sé tala djöfulsins og hræðist hana þess vegna mjög. Aðrir kalla þetta hjá- trú, vitleysu eða eitthvað það- an af verra. En ríkisfyrirtæk- ið, sem sér um allar bifreiða- skráningar á Bretlandi, tek- ur málið alvarlega. Þar hefur nefnilega verið tekin ákvörð- un um að hætta algjörlega að framleiða bíinúmer með töl- unni 666! Og þeir, sem eiga bíla með slíku númeri, mega fá þeim breytt, þó annars gildi sömu lög um bifreiða- skráningar á Bretlandi og hér. Þ.e.a.s. bíllinn heldur sama númeri frá því hann kemur fyrst á götuna og þar til hann er afskrifaður og settur í brotajárn. Það eru til óteljandi sögur um fólk, sem orðið hefur fyr- ir einhverjum óhöppum og rekur þau til tölunnar 666. En svo eru aðrir, sem hafa gaman af svona Iöguðu og finnst eftirsóknarvert að fá skráningarnúmer með þess- ari tölu. Einn þeirra hefur lát- ið hafa það eftir sér að þetta sé frábær leið til að fá frið fyrir fólki, sem gengur hús úr húsi að boða trú. Það þori hreinlega ekki að nálgast íbúðarhús með 666-bíl fyrir utan! Islendingar eru aö vakna til vitundar um aukna feröaþjónustu innanlands. ferðamáta okkar og Islendingar skipuleggja ferðir sínar um eigið land miklu betur nú en þeir gerðu almennt áður. Ég held það megi segja að við höfum flutt inn ákveðna reynslu, þe. það fólk sem ferðast hefur á eigin vegum er- lendis nýtir þá reynslu sem það hefur öðlast þar á ferðalögum sín- um hérlendis. Mér finnst sérlega ánægjulegt að sjá íslendinga, unga og gamla, á ferð um ísland og njóta íslenskr- ar náttúru. Það er mjög gaman að sjá þessi auknu tengsl okkar við náttúruna, því (ró þau hafi í sjálfu sér alltaf verið mikil þá held ég að fólk sé í auknum mæli að upp- götva þörfina fyrir þessi tengsl. Þetta fólk er ýmist í tjöldum, gistir í skálum ferðafélaga eða á Hótel Eddu og í raun er mjög þægilegt að blanda þessu saman. íslenskir ferðalangar eru Iíka að vakna til lífsins hvað varðar þjón- ustu ferðaskrifstofa með tilliti til ferðalaga innanlands. Til þessa er engu líkara 'en fólki hafi fundist það gjörsamlega óþarft að leita eftir slíkri þjónustu en það er rétt að ítreka að hingað getur fólk snú- ið sér, til dæmis til að fá ýmsa bækl- inga, upplýsingar um þjónustu á ýmsurri stöðum um allt iand, verð og fleira. Ég segi að það sé góð byrjun á góðu ferðalagi að leita til sérfræðinga á því sviði og tryggja þannig að ferðin verði eins góð og kostur er. Það kostar nefnilega ekkert að kíkja inn." VEÐURSTOFA ÍSLANDS kynnir NÝJA SÍMSVARA œtlaöa landsmönnum öllum Frá o_g meö 5. apríl veröa á vegum Veöur- stofu íslanás og Pósts og síma teknir í notkun nýir símsvarar, þar sem lanásmönnum öll- um er í sömu símanúmerum og fyrir sama gjald boöiö upp á eftirfarandi upplýsing- ar: s. 990600: KYNNING 0G ALLIR VALKOSTIR. s. 990601 Veöur og veöurhorfur fyrir landiö i heild. s. 990602 Veðurspá fyrir einstök spásvœöi á landi og miöum. s. 990603 Veöur og veöurhorfur á höfuöborgarsvœöinu. s. 990604 Veöurlýsing fyrir valdar erlendar veöurstöövar. s. 990605 Flugveöurskilyröi yfir islandi aö degi til. Símsvarinn s. 17000 veröur tekinn úr notkun. PYRIT GULLSMIOJA ÖNNU MARIU VESTURGATA 3 - 101 REVKJAVIK SIMI 20376 OPIÐ PRÓFKJÖR Á NÝJUM VETTVANGI Við undirrituð lýsum ánægju okkar með framboð Ólínu Þorvarðardóttur í sameigínlegu prófkjöri A Iþýðuflokks, Samtaka um nýjan vettvang og annarra félagasamtaka. Alfreð Gíslason — íiandknaUleiksmaður Atli Heimir Sveinsson - tónskáld Árni G. Stefánsson - kennari Baldur Jónasson - markaðsstjóri Birna Kristín Baldursdóttir - háskólanemi Dagbjört Óskarsdóttir — snyrtifrœðingur Elínborg Óladóttir — verslunarmaður Elísabet Jökulsdóttir - rithófundur Gísli Helgason — tónlistarmaður Guðmunda Elíasdóttir - söngkona Gunnar Eyjólfsson - leikari Hannibal Valdimarsson - Fv ráðherra Haukur Haraldsson - deildarstjóri Haukur Morthens - söngvari Helga María Ástvaldsdóttir — hjúkrunarfrœðingur Helgi Björnsson — tónlistarmaður og leikari Hermann Sigurðsson - deildarstjóri Ingi Bæringsson - verkamaður Jakob Frímann Magnússon - tónlistarmaður Jóhannes Guðmundsson — framkvæmdastjóri Próf. Jón Bragi Bjarnason - lifeðlisfrœðingur Jónas V. Magnússon - rafiðnfræðingur Jónas Sveinsson - hifreiðastjóri Margrét Einarsdóttir — borgarstarfsmaður Margrét Haraldsdóttir — menntaskólaketwari Margrét Jódís Sigurðardóttir - verkakona Oddur Malmberg — guðfræðinemi Pálmi Gestsson - leikari Skúli Johnsen - borgarlœknir Vilborg Halldórsdóttir - leikkona Vilhelm Ingimundarson - fulltrúi Opinn fundur með Ólínu í Múlakaffi laugardag 7. apríl kl. 10.00 MUNIÐ PRÓFKJÖRIÐ UM HELGINA STUÐNINGSMENN

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.