Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 9

Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 9
r— ~ -i ... .»»-*•. Fimmtudagur 5. apríl 1990 9 Ríkisrekið fésýsluapparat stofnad þegjandi og hljóðalaust: Nýtt fésýsluapparat hefur verid stofn- að þegjandi og hljóðalaust af fjármála- ráðuneytinu og Seðlabankanum — utan við lög og reglur. Þetta er Þjónustumið- stöð rikisverðbréfa á Hverfisgötu 6. For- stjóri miðstöðvarinnar er Pétur Kristins- son. Samkvæmt heimildum PRESSUNN- AR var hann ráðinn samkvæmt kjörum og hlunnindum aðstoðarbankastjóra og hefur fengið glæsilegan Pajero-jeppa til umráða. Kerfið hefur eignast nýjan kóng. EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON — MYND EINAR ÓLASON Þjónustumiðstöð ríkisverð- bréfa hefur verið sett á lagg- irnar utan við lög og reglur. Ríkisendurskoðun hefur gert athugasemd við að kostnaður vegna miðstöðvarinnar hafi verið ,,falinn" sem vaxta- kostnaður ríkisins. Forstjóri þjónustumiðstöð varinnar ráðinn samkvæmt kjörum að- stoðarbankastjóra og með ríkisbifreið til afnota. Ríkisendurskoöun hefur gert at- hugasemd viö fjármálaráðuneytið um stofnun þjónustumiöstöðvarinn- ar án stoðar í lögum, en þó fyrst og fremst um að kostnaður vegna und- irbúnings á uppsetningu miðstöðv- arinnar á síðasta ári, um 10 milljónir króna, hafi veriö „falinn" meö því aö hann var færður undir fjárlaga- liðinn vaxtagjöld ríkisins. Sölukostnaður ,#falinn" sem vaxtakostnaður Ríkisendurskoðun gerði nánar til- tekið munnlega athugasemd og vakti sérstaklega athygli ráðuneytis- ins á því að kostnaður upp á 150 milljónir króna hefði verið færður undir vaxtakostnað ríkisins án þess að um vaxtakostnað væri að ræða. Inni í þeirri tölu er meðal annars rekstur þessarar skrifstofu þjónustu- miðstöövarinnar upp á 10 milljónir, prentun á spariskírteinum, þóknan- ir til söluaðila og fleira þess háttar. Ríkisendurskoðun færði ráðu- neytinu þau tilmæli að kostnaður þessi yrði tilgreindur sem sölukostn- aður spariskírteina hjá ráðuneytinu. Samkvæmt heimildum PRESSUNN- AR fannst mönnum hjá ríkisendur- skoðun að þarna væri verið að „fela kostnað inni í vaxtatölunni", en heildarkostnaður ríkisins vegna vaxta nam 8,6 milljörðum króna á síðasta ári. Sala spariskírteina og annarra rík- isverðbréfa var fyrst í höndum Seðlabankans, en síðustu þrjú árin hefur salan færst æ meir á hendur fjármálaráöuneytisins. í maí í fyrra var ráöinn sérstakur maður til að sjá um þessi mál fyrir ráðuneytið, fyrr- nefndur Pétur Kristinsson, sem áður var starfsmaöur verðbréfasjóðs Fjárfestingarfélagsins. Með honum tóku til starfa tveir aðrir nýir skrif- stofustarfsmenn, viðskiptafræðing- Pétur Kristinsson, forstjóri Þjónustumiöstöðvar ríkisverðbréfa. Síðar verður miðstööin deild í „Lánasýslu ríkisins" — nýju ríkisapparati með Seðlabankaígildi. ur og ritari. Kostnaður vegna þessa þáttar í starfsemi fjármálaráðuneyt- isins nam sem áður segir um 10 milljónum króna í fyrra og hann færður undir vaxtakostnað en ekki sölukostnað. Seðlabankamenn afneita miðstöðinni Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR er nálægt helmingi þessar- ar upphæðar launakostnaður. Nú hefur þjónustumiðstööin öölast sjálfstæða skrifstofu á Hverfisgötu 6, framkvæmdastjóra, tvo starfs- menn og ríkisbifreið til afnota. Heimildir blaðsins greina frá því að Pétur hafi veriö ráðinn samkvæmt kjörum og hlunnindum aöstoöar- bankastjóra. Hlunnindin eru mis- jöfn eftir bönkum, en gera má ráð fyrir þvi að laun Péturs séu vart und- ir 800 þúsund krónum á mánuöi. Viðmælendum PRESSUNNAR bar ekki saman um hvort líta bæri frekar á þjónustumiðstööina sem deild í fjármálaráðuneytinu eða Seðlabankanum. Starfsemin mun vera afurð samstarfssamnings þess- ara aðila og eftir munnlegar athuga- semdir ríkisendurskoðunar var tek- in ákvörðun um að þjónustumiö- stöðin skyldi „heyra undir fjármála- ráðuneytiö, en vera sérstök deild í ríkisábyrgöasjóði, sem Seðlabank- inn rekur" — og þangað var bók- hald miðstöðvarinnar sent. Tals- maður ríkisábyrgðasjóðs sagöi að vissulega væri „þetta oröað svo", en miðstöðin kæmi ekkert inn í dagleg- an rekstur ríkisábyrgðasjóðs og vís- aði á fjármálaráðuneytiö um allar upplýsingar. Mun Seðlabankinn í fyrstu hafa endursent reikninga þjónustumiðstöövarinnar til ráðu- neytisins, en síðar var gert bráða- birgðasamkomulag, sem fól í sér að bankinn borgaði brúsann þar til endanleg lausn fengist eftir laga- setningu í vor. Lægri söluþóknanlr til óskyldra I fjármálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að ekki hefði verið litið svo á að setja þyrfti sérstök lög eða reglugerö um miöstöðina „enda væri aðallega um nafn á húsnæði að ræða", ákveönir starfsmenn ráðu- neytisins hefðu fengið sérstaka skrifstofu og hún kölluö þessu nafni. Pess ber að geta að viðmælendur PRESSUNNAR voru almennt sam- mála um að stofnun þessarar þjón- ustumiðstöðvar fæli ekki í sér upp- setningu á nýju „bákni" og ef eitt- hvað væri myndi kostnaöur ríkis- sjóðs minnka, þar sem söluþóknun til óskyldra umboösaðila drægist saman. Þetta breytir hins vegar ekki því, að kostnaðurinn var að mati rikisendurskoöunar „falinn" sem vaxtakostnaöur ríkisins, en hefði átt að flokkast sem sölukostnaður. Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa er ekki hugsuð sem sjálfstæð deild til langframa. Á allra næstu dögum stendur til að leggja fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um „Lánasýslu ríkisins", stofnun sem á teikniborö- inu hefur hingað til veriö kölluð Lána- og ábyrgðarstofnun ríkisins — af gárungum kölluð „Lára". Hug- myndin er að þjónustumiðstöðin, eöa sú starfsemi sem þar er rekin, verði í umsjá sérstakrar deildar lánasýslunnar. Nýtt bókn í uppsiglingu? Lánasýslan á að sjá um allar opin- berar skuldir og ríkisábyrgðir, sem í dag hljóða upp á 120—130 milljarða króna. Meðal þess sem knýr á um stofnun lánasýslunnar er þörfin á að samræma alla lántöku opinberra aöila, fjárfestingarlánasjóða og að- ila sem fá ríkisábyrgð. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR nýtur Ríkissjóöur íslands um þessar mundir mjög góðra lánskjara er- lendis og mun betri en ýmsir opin- berir og hálfopinberir sjóðir. Nokk- ur ótti hefur verið uppi um að lán- taka þessara sjóða gæti bitnað á lánskjörum ríkissjóðs og því taliö nauösynlegt að íyrir hendi sé sam- ræmingaraðili sem fari yfir og sam- þykki allar lántökur. Mun vera nokkuð breið pólitísk samstaða um stofnun lánasýslunnar og er frum- varpið um hana meðal forgangs- verkefna ríkisstjórnarinnar á þessu þingi. Sumir þingmenn bera þó þann u0g í brjósti aö með „Láru" sé í upp- siglingu bákn sem með tíð og tíma veröi fyllilega sambærilegt við sjálf- an Seðlabankann.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.