Pressan - 07.11.1991, Page 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. NÓVEMBER 1991
15
ARETTING
Að gefnu tilefni skal áréttað að
fasteignasalan Austurströnd hf.,
sem Runölfur Gunnlaugsson og
Kristján V. Kristjánsson reka, er í
engum tengslum við lögfræði- og
rekstrarráðgjafarstofuna Austur-
strönd sf., sem bræðurnir Sigfinn-
ur og Skúli Sigurðssynir reka.
í síðasta blaði var greint frá kær-
um á hendur þeim Sigfinni og Skúla.
Frétt PRKSUNNAR stendur óhögg-
uð, en Runólfur og Kristján hafa orð-
ið varir við að fólk rugli þessum fyr-
irtækjum saman. Par eru, sem fyrr
segir, engin tengsl á milli.
Ritstj.
Gjaldþrot
Adidas-umboðsins
Vegna smáfréttar PRESSUNNAR í
síðustu viku skal það tekið fram að
Björgvin Schram seldi Heildsölu
Björgvins Schram fyrir þremur ár-
um syni sínum, Ólafi Schram. Heild-
salan er nú til gjaldþrotaskipta, eins
og kom fram í PRESSUNNI. Þrátt
fyrir að hún beri nafn Björgvins skal
áréttað, að það gjaldþrot tengist
Björgvini ekki sjálfum.
PRESSUNNI þykir miður ef hún
hefur sært Björgvin með því að birta
mynd af honum til hliðar við frétt-
ina. Eins og lesa má í greininni erui
ástæður gjaldþrotsins ekki raktar til
þeirra mörgu áratuga sem Björgvin
rak heildsöluna.
Ritstj.
LAUSN Á KROSSGÁTU Á BLS. 40
\Þ\£\K\K\U\Mm&\£
\A\F
K\K\J
UAmt
PI0H wmrnu öEH
rihs fi
munmm musmjm
mi fimm mam m
SJAMPO
jOG
NÆRING
lins og áður hefur komið fram í
PRESSUNNI eru deildar meiningar
um hvort Framkvæmdasjóður á
ógreiddar 30 milljónir króna í þrota-
bú Álafoss. Ef sú er raunin verður
ríkissjóður, fyrir hönd Fram-
kvæmdasjóðs, að greiða peningana.
Þá kæmu þessir peningar á móti því
sem ríkið hefur greitt vegna ríkis-
ábyrgða á launum. Sem sagt, ríkið
greiddi og ríkið fengi. Eins er talið
líklegt að einhver hluti peninganna
færi í skiptakostnað ...
flokksráðsfundi sjálfstæðis-
manna um daginn mismælti Davíð
Oddsson sig. Eftir mismælin þagn-
aði Davíð og sagði
svo: Það mætti
halda að ég væri
staddur í Leifsstöð,
— og hélt síðan ræð-
unni áfram . . .
I
nýjasta tölublaði Bílasölublaðs-
ins er viðtal við Davíð Geir Gunn-
arsson á Bílasölunni Bílum í Skeif-
unni. í viðtalinu fer
Davíð ófögrum orð-
um um suma koll-
ega sína og segir að
því miður sé talsvert
um óheiðarlega
menn, menn sem
hugsi mest um að ná
sölulaunum, og þeim sé nánast
sama með hvaða hætti það er gert.
Þá fer Davíð nokkrum orðum um
bílaumboðin og gerir lítið úr útsöl-
um þeirra. Hann segir að það tíðkist
að verð bílanna sé hækkað fyrir út-
sölurnar og lækkað aftur til að sýna
afslátt. Hann segir í viðtalinu að
hann hafi farið með söluskrá sinnar
bílasölu á útsölur hjá umboðunum
og þá hafi komið fram að verðið sé
á engan hátt öðruvísi en hægt er að
fá á flestum ef ekki öllum bílasöl-
um ...
lin þeirra bóka sem eru að
koma út er skáldsagan „Ofurefli"
eftir Leó E. Löve lögfræðing. Þetta
er þriðja bók hans. Ofurefli er byggð
á samtölum höfundar við félags-
mann í IRA, írska lýðveldishernum,
en viðmælandi Leós hefur verið
dæmdur í tuttugu ára fangelsi vegna
starfa sinna fyrir IRA. Það er ísafold
sem gefur bókina út, en Leó er aðal-
eigandi ísafoldar...
Þú átt það
skilið...
Það hefur alltaf verið okkur kappsmal að geta boðið viðskiptavinum okkar fyrsta flokks vörur
á sem lægsta verði, og það hefur okkur tekist.
Við þökkum það öllum þeim fjölda viðskiptavina sem verslað hafa við Japis i gegnum árin
og þeirri viðurkenningu sem vörur okkar hafa fengið.
Með beinum innflutningi frá Japan höfum við stuðlað að enn lægra vöruverði.
Stöndum saman í baráttunni fyrir lægra vöruverði - við eigum það öll skilið.
Panasonic VHS MOVIE
Nýja Panasonic NV-Gl videotökuvélin færir þig nær raunveruleikanum hvad vardar myndgæði og verd.
Hún er einföld í notkun, með fullkomnum sjálfvirkum fókus, vegur aðeins 900 grömm og er aðeins 3 lux.
Komið og kynnist þessari nýju og frábæru vél því sjón er jú sögu rikari.
JAPIS
BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI
SÍMI 62 52 00