Pressan - 07.11.1991, Page 26

Pressan - 07.11.1991, Page 26
PÓSTUR OG SÍMI Söludeildir í Kirkjustræti, Kringlunni, Ármúla 27 og á póst- og sfmstöðvum um land allt Storno Nýja línan af þýsku Storno farsímunum er fullkomnari en áður, samt er hann á gamla lága verðinu. Storno farsíminn er bæði bíla- og burðartæki tilbúinn til ísetningar og honum fylgja allir nauðsynlegustu fylgihlutir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér þennan vandaða en ódýra farsíma strax í dag. Haföu samband við söludeildir Pósts og síma og fáðu þér Storno farsíma, einn vinsælasta farsimann á íslandi. ' BÍLASÍMI kr. 83.788 stgr. m/vsk. BURÐAR- OG BÍLASÍMI kr. 99.748 stgr. m/vsk. NÝ GERÐ DUiiaoinn F JL olk dregur ekki í efa að Davíð Oddsson hafi einna helst átt við Suðureyri þegar hann sagði að hjálpa ætti fólki að flytja frá þeim stöð- um sem væru óhag- kvæmir. Orð forsæt- isráðherra og vand- ræðagangurinn með Fiskiðjuna Freyju og allt sem því hefur fylgt hafa haldið Suðureyri í fréttum síðustu vikur og mánuði. Það er margt einkennilegt á Suður- eyri. í blaðinu Bæjarins besta á Vest- fjörðum mátti lesa frétt þar sem sagði að brotist hefði verið inn í fisk- verslun Fiskiðjunnar Freyju. Það voru nokkrir drengir sem brutust inn í fiskbúðina og stálu þaðan bjór, já stálu bjór í fiskbúð. Foreldrar drengjanna hafa lofað að endur- greiða bjórinn og viðgerð á skemmdunum sem drengirnir ollu . . . ^JIjaldheimtan í Reykjavík er að ..rukka" talsverðan fjölda einstak- linga, félaga og fyrirtækja um greiðslu skulda með því að hóta nauðungaruppboði á fasteignum skuldaranna. Meðal þeirra fyrir- tækja sem dregið hafa að greiða yfir milljón króna eru Stálsmiðjan, BM Vallá og Sólning. Meðal fyrirtækja sem skulda Gjaldheimtunni frá hálfri upp í heila milljón eru Ópal, Mál og menning, Kristján Ó. Skag- fjörð og Hvíta húsið (sem á sama tíma vill stofna nýtt dagblað). Meðal félaga sem skulda yfir tvö hundruð þúsund eru Félag starfsfólks í hús- gagnaiðnaði, karlakórinn Fóst- bræður og Samhjálp hvítasunnu- manna . .. Betra er að fara seinna yfirakbraut en of snemma. «|3E™“ Leigjum út sal fyrir einkasamkvæmi á 3. hæð gamla „klúbbsins“. Sjáum um allt - mat, diskótek, hljómsveit - gerum tilboð. Hafið samband KLUBBURINN Borgartúni 32 KLÚBBURINN / BORGART Ú Nl \ Símar624588 624533 ^BORGAHTÚNI^

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.