Pressan - 05.12.1991, Page 4

Pressan - 05.12.1991, Page 4
'UR PRESSAN 5. DESEMBER 1991 David Jensen eöa „The Kid“ eins og hann er kallaður átti tuttugu og fimm ára afmæli í útvarps- og show-bransanum: Kid er ein aðalstjarnan á Capital- út- varpsstöðinni í London; kampavínið flóði og poppstjörnur og plötuþeytarar mættu í stór- _______________um hópum til að heiðra „The Kid“. Okkur íslendingum finnst við alltaf eiga eitthvað pfnulítið í honum ;|;.j vegna Guðrúnar, konu hans, sem 11 _ hann hefur verið kvæntur síðan ájólum 1974 er þau ^am^liittust í Lúxemborg. ÍEX Hér á myndinni j|k að til vinstri er ■ty:. Guðrún r asamt wÍæ * mf' (~>nnu Lisu Jón Baldvin, Rúnar Marvins og Helgi sendiherra fyrír utan Gulbenkian-gallerilð f Kensington. Magnús Magnússon nÞað er með ólíkindum hvað íslendingar þykjast alltaf vita allt best og betur en þeir ■ WM sem voru á staðnum minnir helst á tauga- veiklaðar kerlingar á túr. Nú, en ég var svo heppin að verða þess að- njótandi að fylgjast með fyrrihluta menningar- Iviku íslendinga í London og skemmti mér kon- unglega. ^ ~ Ljósmyndasýningin „Islensk fegurð“ var opn- Ráðherrann umvatlnn fallegu kvenlðlkl að vanda. Hér uQ í Oriel- gallerínU á Sloane Square 30. nÓV- er hann ásamt Svanhlldl Konráðs og Evu. ember og komust færri að en vildu; þarna voru myndir eftir Bonna, Sissu og nokkra aðra ljósmyndara. í Gulbenkian-gallerínu í Kensington, sem er nú engin smásmíði, opnuðu listamenn- irnir Guðrún Einarsdóttir og Guðjón Bjarnason sýningu, Rúnar Marvinsson var með kynningu á íslenskum mat eins og honum einum er lagið og Magnús Magnússon flutti góða ræðu og kom einmitt inn á það að Jakob hefði náð að kynna og koma íslandi í fjölmiðla á þremur mánuðum sem honum sjálfum hefði ekki tekist á tugum ára! Fór hinn virti sjónvarpsmaður fögrum orðum um það kynningarstarf. Landslagsmyndir Páls Stefánssonar voru sýndar á risastóru breiðtjaldi og hefði mátt heyra saumnál detta er á annað þúsund manns fylgdust með. Einnig var mynd af frú Vigdísi Finnbogadóttur á skjánum og rödd hennar flutti okkur stutta ræðu, en það kemur engin mynd af forsetanum okkar í hennar stað. Of langt mál væri að fjalla um alla dagskrána og kynninguna er fram fór á íslensku vatni, bjór, osti, fiski og öðru góðmeti. Hljómsveitin Todmobile kom fram og vakti mikla hrifningu og Sverrir Guðjónsson söng með sinni sérstöku kontratenór-rödd. Ekki má svo gleyma nokkurra mín- útna atriði sem flutt var af Sverri, Ragnhildi og Didda fiðlu; eru ekki allar kerlingar að fara yfirum í skammdeginu út af þessu litla og skemmtilega atriði? Það var þó vegna þessa einstæða atriðis að við komumst í mjög vinsælan sjónvarps- þátt með ekki minni manni en James Brown og fengum hina bestu umfjöll- un: Er ekki kominn tími til, góðir landar, að við horfum og sjáum með eigin augum áður en við köstum fyrsta steininum? Skór fyrir stráka Strákar eru oft að vandræðast með hvan þeir fái skó; venjulega eða óvenjulega, litlar stærðir og stór ar stærðir, töff eöa vísitölulega: Farið í 17 á Laugavegi! Todmobile Aflakló ISfIRDINGyR og ævintýri hans í Reykjavík Allir þurfa einhvern til að halla sér að. Rótarinn í hljómsveitinni grpbbar sig af að vera besti vinur söngvar- ans. Sendiherrafrúin er sendiherrafrú út á sendi- herrann sinn. Ég er feginn að ég skuli hafa haft Reimar til að klifra upp eftir í tilver- unni. Annars væri ég ekki neitt. Ekki nokkur skapaður lilutur. Það var komið vor. Við Reimar vorum á leiðinni til Þingvalla að redda okkur aur. Ætlunin var að skafa upp peningagjá með frá- bæru apparati sem Reimar hafði smíðað og hvíldi nú í skottinu reiðubúið til þjón- ustu. Reimar gaf drossíunni inn þegar í Mosfellsdalinn kom svo dráttarvél var nærri lent úti í skurði. Undir venjulegum kringumstæð- um hefði hann sagt: Gott á sveitavarginn. En nú var liann svo gírugur í framan með allan fjársjóöinn fyrir stafni að hann grjóthélt kjafti. — En ef nú löggan kemur? Ef nú löggan grípur okkur? sagði ég. — Hvaö þá? Þá er það grjótið maður. — Við hefðum átt að taka hann Skúla rothögg meö okkur, sagði Reimar og átti við æskufélaga sinn sem sat langdvölum á Hrauninu. Hann hefði ekki tvínónað við að kafa í gjána vinurinn og sópa upp skæsinu. Ég kinkaöi kolli en var feg- inn aö Skúli var ekki með. Ég hafði hitt hann tvívegis og það var eins og að sitja á tímasprengju. Skúli rothögg kom mér til að hugsa um glæpamál og þar næst föður minn frá Kansas. Reimar hafði svarið að hafa uppi á pabba og ég hafði lúmskan grun um að hann væri þegar búinn að leysa málið. Ég var að velta þvi fyrir mér hvort ég ætti að þora að brydda á þessu og afréð að láta vaða: Reimar sagöi ég. Segðu mér nú í sannleika sagt: Hvað varö um hann pabba minn? Reimar herptist allur í framan. — Út með það! — Nasi, sumir hlutir eru þannig að best er að vita sem minnst um þá. — Nú hvaö er þetta maöur. Er þetta svona hræðilegt? — Ég vil ekki tala um þetta. — Hvernig helduröu að mér liði þá maður? — Jæja, þá, sagði Reimar heldur mildari. — Nasi, ég lofa þér einu; ef þú gefur þessu líf núna þá skal ég upplýsa allt málið áður en við komum aftur í bæinn. Ég brann í skinninu en þar sem ég nú hafði beðið meö öndina í hálsinum mánuð- um saman þá afréð ég að þegja því Reimar var vanur að standa við það sem hann lofaði og frekara jag gat þaggað gjörsamlega niður i honum. Við drundum til Þingvalla. Ég tók gleði mína þótt hún væri kvíðablandin. Brátt yrði hulinni svipt af leyndardómnum. Þjóðgarðurinn var bjartur og fagur þegar Pontíakkinn skreið eftir veginum um vell- ina. Þar var enginn á ferli, til allrar hamingju. Við fundum peningagjá eins og skot og Reimar reif upp hentugan hraunstein til aö binda í stutta spottann í sköfunni og svo henti hann herlegheit- unum fyrir borð. Við stóðum upp á brúnni hvor með sinn vírinn. Skúffan sökk til botns eins og skot í blátæru vatn- inu, sem var svo gegnsætt að maður gat næstum lesið á fimmeyringana. Reimar hafði veriö forsjáll og haft vírana æði langa og það var fyrir bestu því ég hélt að skúffan ætlaði aldrei aö ná botni. — Úr þessari stöðu er engin leið að draga hana eft- ir botninum, sagði ég. Við stóðum báðir á brúnni. — Við verðum að vera báðum megin við gjána, sagði Reimar. Það er eini sjensinn. Við lá að hann slef- aði að sjá gullið svona skammt frá sér. Við fleygðum út í nokkuð langt frá brúnni, skúffan sökk og við byrjuðum að draga. Botnleðja og annað því líkt rauk upp. Ekki hefði ég viljað vera brunnklukka þennan dag. — Nasi. þegar ég segi þrír, þá kippum við í. Þegar hann galaði þrír rykktum við skúffunni upp. hún var níðþung, full af leðju og fé. Við færðum okkur út á brúna og tosuðum, loks náði ég taki á skúffunni og við færðum hana upp fyrir handrið og hvolfdum úr öllu saman á brúna. Við höfðum á þriðja hundrað krónur upp úr krafsinu. — Ef við nudd- um við þetta fram eftir degi þá getum við náð í þrjú þús- und, sagði Reimar. Tuttugu ferðir gera sex þúsund. Fjörutíu höl tólf þúsund kall. — Við erum snillingar. — Nei. vinur sagði Reimar snúðugt. — Það er ég sem er séní. Við töldum aurana upp í stóra Mackintoshdollu sem við höfðum haft með í ferð- ina einmitt í þeim tilgangi. — Heldurðu að blessuðum aurunum finnist ekki gott að koma upp úr köldu vatninu og byrja aftur að þjóna mannfólkinu? spurði Reimar væminn. Svo var kastað út í annað sinn. Ólafur Gunnarsson

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.