Pressan - 05.12.1991, Qupperneq 20
20
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991
ROKKÆÐIÐ
NÆR TIL ÍSLANDS
„Rokkið kemur til íslands
1956 þegar farið er að spila
það í Kanaútvarpinu og ís-
lensku hljómsveitirnar sem
spiluðu á Vellinum fara þá að
spila rokk fyrir Kanana. Jafn-
framt er farið að spila þetta
hér í bænum því það kom í
Ijós að unglingarnir sem til
dæmis sóttu Þórskaffi, en þar
var bara 16 ára aldurstak-
mark, kveiktu strax á þessu.
Þeir höfðu sumir hlustað á
þetta í Kanaútvarpinu og svo
kom ein og ein rokkplata í
búðir, en eiginlegur innflutn-
ingur á rokkplötum byrjar
ekki fyrr en í árslok 1956. Þá
voru hljómsveitir sem ungl-
ingarnir hlustuðu á farnar að
spila rokk, svo sem KK sex-
tett og hljómsveit Gunnars
Ormslev," segir Gestur. Það
var svo árið 1957 sem rokk-
æðið náði til íslands.
„Það má segja að þá hafi
gerst margt á stuttum tíma.
Það komu hingað þrjár rokk-
bíómyndir á tímabilinu janú-
ar til mars. Síðan kom bresk
„rokkhljómsveit" — en það
voru djassarar sem voru að
spila rokk — í maí þetta ár og
plötur fóru að koma hingað
fyrir alvöru. Þá fer rokkæði
yfir landið. En það var 1956
sem lagið „Shake, rattle and
roll" var flutt á sviði í Austur-
bæjarbíói af söngkonunni
Steinunni Hönnu og ætli það
hafi ekki verið í fyrsta sinn
sem rokk var flutt hér á sviði.
En 1957 er rokkið búið að
taka völdin á unglingastöð-
unum. Það er hins vegar ekki
fyrr en 1959 sem fyrstu ís-
lensku rokkhljómsveitirnar
sem fara að spila á alvöru-
markaði eru stofnaðar. Þaö
eru Lúdó og Fimm í fullu fjöri
sem seinna breyttist í
Diskó-sextett en í þessari
hljómsveit voru um lengri
eða skemmri tíma söngvarar
eins og Berti Möller, Sigurður
Johnnie, Harald G. Haralds
og Guðbergur Auðunsson,"
segir Gestur.
HIÐ FAGAÐA
POPPROKK
Hérlendis
nær rokkæðið
hápunkti um
1960 og þá eru
margar
unglinga
hljómsveitir
Hljómsveitin Pelican á fullu.
starfandi sem spila rokk. En á
þessum tíma er komin lægð í
bandaríska rokkið.
„Þetta hráa rokk nær
hverfur í Bandaríkjunum og
þetta fer meira út í fágað
popprokk. Sama þróun á sér
síðan stað hér og hljómsveit-
irnar fara að spila alhliða
dægurtónlist og sumar þeirra
taka The Shadows sér til fyr-
irmyndar. Það er sú tónlist
sem er mjög áberandi fram
að bítlaárunum við hliðina á
þessari eldri sem KK, Raggi
Bjarna og Svavar Gests voru
með. En rokkplöturnar sem
komu út á þessum árum voru
fyrst og fremst með eldri
dægurlagasöngvurum svo
sem Hauki Morthens, Ragga
Bjarna og Skafta Ólafs. Þó
komu þarna söngvarar eins
og Guðbergur Auðunsson og
Stebbi í Lúdó, sem söng með
SAS-trióinu áður en Lúdó var
stofnað."
— Var rokkið þá ekki alls
ráðandi á þessum tíma?
„Nei, það var það ekki.
Þessi gamla dægurtónlist var
miklu fyrirferðarmeiri, en
rokkið var sérstök unglinga-
tónlist og síðan bítlatónlistin
sem byggðist líka á rokkinu.
Það var litið á rokkið sem
stundarfyrirbrigði sem næði
bara til unglinganna. Eldri
dægurlagatónlist
sem átti rætur að
rekja til stríðsár-
anna og byggðist
á djassi var
fyrirferðarmikil
allt til
197»
og höfðaði til breiðs aldurs-
hóps. Það er svo um 1975
sem tónlist byggð á rokki
verður ráðandi dægurtónlist
með hljómsveitum eins og
Lonlí Blú Bojs, Brimkló og
Mannakornum. Um svipað
leyti eru hljómsveitir Ingi-
mars Eydal, Ragga Bjarna,
Ólafs Gauks og Magnúsar
Ingimars að hætta og þessar
taka við og verða líka ráðandi
á plötumarkaðinum."
— Verður rokkið þá ráð-
andi í öllum aldurshópum?
„Já, eða popprokk öllu
heldur. Eg vil greina þarna á
milli því rokk er alltaf tónlist
sem er tengd æskunni og lif-
andi tónlistarflutningi fyrir
menningarheim æskunnar.
En hitt er meira dægurrokk
byggt á uppsuðu úr eldra
rokki."
DÆGURROKKIÐ HEFUR
HALDIÐ VELLI
Þaö hafa komið fram ýms-
ar útgáfur af rokktónlist
gegnum tíðina, en Gestur er
spurður hvort dægurrokkið
sé enn alls ráðandi.
„Já, en tengslin á milli
rokks og dægurrokks hafa
verið skapandi. Á köflum hef-
ur þetta þó veriö alveg aðskil-
ið eins og kannski á pönktím-
anum, þegar pönkið sem
höfðaði til minnihluta æsk-
unnar var mjög sterk tónlist-
arstefna, og svo dægurrokkið
sem höfðaði til miklu breiðari
aldurshópa. Þá gengu líka ill-
yrðin á milli og talað var um
skallapopp og löggilta hálf-
vita og annað í þeim dúr. Síð-
an þegar pönkskeiðið er búið
verða skilin þarna á milli
óljósari og hafa veriö það síð-
an. Hljómsveitir eins og Sálin
hans Jóns míns og
Síðan skein sól eru
svona hvort tveggja.
Þungarokkarar
gera
hins vegar mikið í því að
reyna að aðgreina sig frá öðr-
um og vera sérstakur heimur.
Menn stíga niður af sviði í
þungarokksgallanum en fara
svo heim og klæðast flauels-
fötum og fara að kenna börn-
um eins og Eiríkur Hauksson.
Menn eru því ekki „fúlltæm"
þungarokkararar. Þungarokk
er svona sérheimur við hlið-
ina á hinum rokkheiminum."
— Hvað er það sem veldur
því að mörg síðustu ár hefur
rokkið verið einna vinsæl-
asta tónlistin og er enn?
„Stór hluti af því er kannski
það að fólkið sem hreifst af
rokkinu á sínum tíma er kom-
ið með rúm fjárráð og er að
reyna að endurlifa æskuna.
Það vill fyrst og fremst heyra
þá tónlist sem það heyrði
þegar það var unglingar og
svo er líka gífurlegur áhugi
hjá unglingum i dag á þessari
tónlist og á því eru ýmsar
skýringar. Unglingar í dag
eru að leita að sjálfsímynd og
fara þá aftur til fortíðar en
fyrir þeim er rokkið ekki
endilega tákn uppreisnar
gegn þeim eldri."
STETT
ROKKFRÆÐINGA
þetta þetta væri fjölmenn
stétt.
„Ætlunin er að halda svona
fundi árlega en þarna kom
fólk úr ýmsum fræðigreinum.
Fólk úr tónlistarfræði hefur
alltaf átt erfitt með að segja
eitthvað um rokkið. Akadem-
ísk umfjöllun um rokk hlýtur
að taka til margra fræði-
greina. Sérstaklega þó mann-
félagsfræði, tónlistarfræði og
félagsfræði sem og bók-
menntafræði. Við vorum um
20 talsins sem sátum fundinn,
en það er til alþjóðasam-
skiptanefnd rokkfræðinga
sem heldur þing á þriggja ára
fresti. Þeir eru með um tvö
þúsund félaga. Það eru til
nokkrar stórar miðstöðvar í
þessum fræðum og sú stærsta
er að sjálfsögðu í Liverpool."
— Hefur rokkið haft víð-
tæk áhrif á þjóðfélagsbreyt-
ingar?
„Við getum að minnsta
kosti notað rokkið sem merki
um þjóðfélagsbreytingar en
það getur verið erfitt að rekja
orsakasamhengið. En ef við
lítum á bókmenntirnar hér á
íslandi þá má sjá það mjög
skýrt hjá yngri kynslóðinni
bæði í Ijóðlist og
skáldsagna-
gerð að hún hefur
orðið fyrir miklum
áhrifum af rokki.
Nefna má
Einar Má Guð-
mundsson,
Einar
Kárason og
Sjón," sagði
doktor Gestur
Guðmundsson.
Gestur
Guðmundsson
er nýkominn
heim
af fyrstu
ráðstefnu
norrænna
rokkfræð-
inga og var
spurður hvort
Gestur: Öll
dægurtónlist er nú
byggð á rokkinu
(S)HITS ...
Sverrir Stormsker med sín
bestu lög og kallar því út-
gáfuna Greatest (S)Hits.
JÓHANN G....
Út er komin nótnabók fyrir
píanó og gítar med bestu
lögum Jóhanns G. Geisla-
diskur med 19 lögum fylgir.
KARAOKE...
Undirleikur þekktra ís-
lenskra dœgurlaga og svo
syngur bara hver med stnu
nefi.
DAUÐAROKK...
Þad er hljómsveitin Sororici-
de sem stendur á bak vid
Daudarokkid.
HEIMUR GÍSLA ...
,,Heimur handa þér" er út-
gáfa vísnasöngvarans
kunna GísIq Helgasonar.
ÞAÐ ER SVO ...
Rokklingar syngja fjögur lög
úr Grease og ýmis önnur
lög á útgáfunni ,,Það er svo
undarlegt".
LOG ODDGEIRS ...
,Undurfagra œvintýr'' er út-
gáfa á mörgum þekktum
lögum eftir Oddgeir Krist-
jánsson, flutt af ýmsum
listamönnum.
ALVEG KLIKKAÐ ...
Sídan skein sól med útgáf-
una ,,Klikkad “ þar sem
helmingur efnisins er tekinn
upp á tónleikum.