Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 25

Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991 25 Kristján Róbert Kristjánsson HEFUR SAFNAÐ YFIR TVÖ ÞÚSUND PLÖTUM Á 25 ÁRUM Margir hafa sankad aö sér dágóöu plötusafni gegnum árin. Fljótt á litid mœtti œtla ad þeir sœtu uppi med stórfé í úreltum hljómplötum þar geisladiskurinn hefur tekid vid hlutverki plötunnar. Einn af þeim sem hafa lengi safn- ad ad sér plötum er Kristján Róbert Kristjánsson útvarps- þulur. Hann hefur fengid gód tilbod í safnid en neitar ad selja. „Þetta er nú ekki neitt geysimikið safn. Ætli ég eigi ekki eitthvað um tvö þúsund plötur og það eru til menn sem eiga stærri söfn. Ég er búinn að safna plötum í nær 25 ár eða síðan 1967,“ sagði Kristján Róbert. — Er það einhver sérstök tegund tónlistar sem þú safn- ar? „Það er mest rokk- og popptónlist en ég hlusta nán- ast á allt. Ég er með djass, blús, klassík, þjóðlög og göm- ul dægurlög svo eitthvað sé nefnt. Ég hef ekki lagt mig eftir að eignast frumútgáfur nema í einstaka tilvikum, en lagt mest upp úr að eiga rjómann úr því sem var að gerast í rokkinu frá um 1963 til 1970. Núna eyði ég ekki eins miklum tíma í að hlusta á lög af plötunum og áður, en þó hlusta ég að jafnaði tvo tíma á dag yfir árið.“ Það er sjálfsagt út í hött að spyrja mann sem á plötur með mörg þúsund lögum hvort hann eigi sér uppá- ser. Kristján Róbert er ekki á þeim haldsplötu, en við létum slag standa. „Það er kannski ein plata sem ég hef hlustað mest á gegnum tíðina, sem er Begg- ar’s Banquet með Rolling Stones. Það er síðasta platan sem Brian Jones spilaði form- lega inn á.“ BOÐINN VOLVO FYRIR SAFNIÐ Eins og við má búast hafa ýmsir rennt hýru auga til plötusafns Kristjáns. Hvað er hæft í þeirri sögu að honum hafi verið boðinn Volvo í skiptum fyrir plöturnar? „Já, það er sönn saga. Það buxunum að láta plötusafnið frá var maður sem bauð mér Vol- vo sem útborgun fyrir safnið en ekki sem fullnaðar- greiðslu. Það er nokkuð síð- an þetta var en ætli bíllinn hafi ekki verið að verðmæti um ein milljón króna að nú- virði.” — En situr þú ekki uppi með óseljanlegt safn þar sem nú er farið að gefa mikið af gömlu efni út á geisladiskum? „Nei, það geri ég ekki og það er í raun og veru aldrei hægt að meta músík í pening- um. Ég væri kannski tilbúinn að láta hluta af þessu safni því það er margt sem ég hlusta nánast ekkert á, en um þriðj- ungur safnsins er slíkar perl- ur að ég mundi aldrei láta þær af hendi. Ég veit að margt af þessu sem ég á verð- ur aldrei endurútgefið. Þetta eru lítt eða óþekktar hljóm- sveitir og listamenn sem gáfu ef til vill ekki út nema eina plötu sem seldist sáralítið, en vantaði ekki nema herslu- muninn til að öðlast heims- frægðina. Minnst af þessu verður endurútgefið á disk- um.“ — Fengust þessar plötur hér? „Margar þeirra komu aldr- ei í verslanir og þá er ég að tala um ýmsar bandarískar hljómsveitir rokksögunnar. Ásmundur í Gramminu, góð- vinur minn, útvegaði mér margt af þessu og á miklar þakkir skildar fyrir. Sumar plötur hef ég ekki náð í nýjar heldur orðið að kaupa notað- ar og þá misvel farnar. Orðið að hlusta á þær gegnum tals- verða skruðninga, en það er mikið atriði að fara vel með hljómplötur og nánast lykil- atriði til að geta notið tónlist- arinnar." — Ertu með geislaspilara? „Ég hef aðgang að spilara og er á dagskrá að eignast einn slíkan, en plötuspilarinn mun þjóna sínu hlutverki áfram.” Hljómplötur úrelt þing * TUGÞUSUND TITLAR A GEISLADISKUM ,, Vid erum eingöngu með geisladiska til sölu hér. Þetta er allt að fœrast yfir á diska og bara einhverjar leifar sem menn eru med á plötum í ödr- um búdum og svo íslenskt efni sem kemur út á plötum fyrir þessi jól," sagdi Birgir Skaftason í versluninni Japis sem hefur gengið grimmt fram í að markadssetja geisladiska hérlendis. Þad virdist raunar hafa gengid bœrUega því salan hefur tvö- faldast á þessu ári miöad vid í fyrra og Birgir sagdi Japis nú bjóda upp á 10 þúsund titla svo það er úr nokkru að moða. Lengi vel eftir að geisla- diskar komu í verslanir hér var verðið hátt og mun hærra en tíðkaðist í verslunum er- lendis, til dæmis í Englandi. Enda keyptu ferðalangar mikið af diskum erlendis og sala var fremur dræm hér heima. Geisladiskar á „eðli- legu” verði voru raunar ekki boðnir til sölu hér fyrr en í fyrra. Þá auglýsti Japis diska á stórlækkuðu verði og síðan hafa aðrar verslanir fylgt í kjölfarið. „Við breyttum alveg um stefnu í verðlagningu á geisladiskum og naðum mjög stórri hlutdeild á þessum markaði bara út á það að bjóða sanngjarna prísa,” sagði Birgir. GAMALT EFNI Á DISKUM Þeir sem eiga gamlar plöt- ur í stöflum sem hafa að geyma uppáhaldslögin gegn- um tíðina þurfa þó engu að kvíða um að þetta dagi uppi. Birgir í Japis sagði að nú væri komið út á diskum geysimik- ið af efni sem ekki hefði verið á almennum markaði í áravís eða jafnvel ekki áratugum saman. Þetta væru allar teg- undir tónlistar. klassík, djass, blús og almenn dægurtónlist. Nú gæti fólk hlustað á þessa gömlu tónlist með miklu meiri gæðum en áður fyrr. Það væri nauðsynlegt að vera með fjölbreytt úrval svo fólk gæti valið sjálft í stað þess að láta mata sig. Því byði Japis um 10 þúsund titla. Sala á tónlist fór minnkandi síðustu ár og menn reyndu að finna ýmsar skýringar á því. Bentu á að fólk hefði svo mik- ið annað að gera við tímann en hlusta á tónlist. Sumir eyddu mestum frítíma við sjónvarp og myndbönd, aðrir væru á kafi í heilsurækt eða tölvum og tölvuleikjum. Birg- ir í Japis sagði að þennan sölusamdrátt mætti hins veg- ar rekja til þess að fólk hefði ekki látið bjóða sér þá verð- lagningu á tónlist sem við- gekkst. Það leyndi sér ekki núna þegar úrvalið væri orð- ið gott og verðið nálægt því sem fólk sætti sig við, þá keypti það tónlist og hlustaði á tónlist. Hann sagði að með- alverð diska í Japis væri inn- an við eitt þúsund krónur. Það væru allt upp í 20 lög á diski þegar um væri að ræða eldra efni og safndiska sem þýddi eina klukkustund í spil- un. Birgir sagði að mikil aukn- ing hefði orðið í sölu geisla- spilara jafnhliða stóraukinni sölu á diskum. Japis selur mikið af innlendri tónlist bæði frá Steinum og Skífunni og vildi Birgir þakka íslenska tónlistarsumrinu aukna sölu á innlendri tónlist. ALLT í GRÍNI... Spéspegill er úrval grín- söngva og gamanefnis af nokkrum grínplötum sem voru löngu uppseldar. JÓLASNÆR... Safn eldri hljóðritana af þekktum jólasöngvum frá ýmsum tímum í flutningi landskunnra söngvara og sönghópa. LITLU JOLIN ... Fjöldi jólasöngva fyrir börn á ýmsum aldri. ROKK OG JÓL... Hressandi jólalög eins og nafnið gefur til kynna. PERLUR... íslenskar söngperlur hafa að geyma hljóðritanir með nokkrum af ástsœlustu óperusöngvurum þjóðarinn■ ar á sönglögum eftir ís- lenska höfunda. HVÍT JÓL... Um áttatíu mínútur meö mörgum af okkar þekktustu jólalögum. CANTABILE... Útgáfa með 15 verkum í flutningi Sigrúnar Eövalds- dóttur fiðlusnillings. LJÓÐASÖNGUR... Gunnar Guðbjörnsson söngvari og Jónas Ingi- mundarson píanóleikari flytja ,,Malarastúlkuna fögru" eftir Schubert.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.