Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 36
36
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991
— ( |)á tirfur |)iii>
íícrsl í-íiui sinni fim Allt-
iif |)i‘ijiir r.íiMifri.ir ih'ViV
iisl lil ii<A svikja lyrirlieit
(•(Vi iiliiH’iiiil lierii fitl-
IivíiA scin |>ciin cr þvcrl
iiin yo’i |).i cr siikiiini
(lcinl)t á lyrri rikissljiirnir
n|! sctl <i lii)!KÍriiiir c.k.
..riiAKjiifiiiicfnd". I’íi cr
liit‘Kl íiA friii sík iiK bcndii
á ncfiidiiriiiciiii. scrfwiV
iiiKiiiiii
— Ingi Björn Albertsson
er sem kunnugt er foxill-
ur út i Davið Oddsson
forsætisráðherra út af
þyrlukaupaumræðunni.
Hann fékk enga afsökun
frá Davið. Gárungarnir
segja að Ingi Björn verði
að segja sig úr Sjálfstæö-
isflokknum. Hann geti
hæglega dustað rykið af
Frjálslynda hægriflokkn-
um . ..
— Alls eru 730 jarðir í
eigu rikisins. Af þeim eru
516 nýttar af bændum, 45
af embættismönnum rik-
isins en 171 í eyði. ..
— í aöalstöðvum KFTA,
bandalagi milljúnaþjúða í
Kvrúpu, starfa alls 90
manns. Hjá Seðlabanka
Islands starfa hins vegar
um 180 manns. Franska
menntamálaráðuneytiö
hefur 11 þúsund starfs-
menn og breska innanrik-
isráðuneytið 10 þús-
und . ..
RÁÐHERRAR
OG ÞINGMAÐUR
FLENGDIR AF
BISKUPI MEÐ
LEYFI FORSETA
Frammíköll eru ekki óal-
geng á þingfundum og meðal
duglegustu gjammaranna
eru Olafur Þ. Pórðarson,
Svavar Gestsson og Friðrik
Sophusson.
Um daginn var Svavar að
halda ræðu um fjárlög næsta
árs og sagði: „Það er vissara
fyrir þá sem eru í stjórnar-
andstöðu í dag að vera ábyrg-
ir strax svo fari ekki fyrir
þeim eins og núverandi
kirkjumálaráðherra sem
biskupinn tók á kné sér í dag
og flengdi, með leyfi forseta."
Greip þá einhver fram í og
sagði: „Leyfði forsetinn
það?“ Svavar sagði þá: „Ja,
forseti sagði ekki orð um það.
Þess vegna er það þann-
ig ..Áður en Svavari tókst
að klára setninguna kallaði
Friðrik fjármálaráðherra: „Er
þetta ekki sami maðurinn og
var sóknarprestur ræðu-
manns?" Svaraði þá Svavar:
„Þetta (Ólafur Skúlason bisk-
up) er fyrrverandi sóknar-
prestur minn, það er rétt hjá
hæstvirtum fjármálaráð-
herra." Enn gall í Friðrik:
„Tók hann ekki einhvern tím-
ann sóknarbarnið á kné?" Og
þessu svaraði Svavar: „Nei,
hann náði því aldrei, en
kannski hæstvirtur núver-
andi fjármálaráðherra, af því
að hann mætti í kirkju hjá
honum einu sinni en ég aldr-
ei.“
Ekki kirkjuræknir menn,
Svavar og Friðrik, samkvæmt
þessu.
ELLEFU ALDA MARTRÖÐIN Á MELAVELLINUM
Þjóðarbókhlaðan er rauð,
grá og guggin bygging sem
rís með hraða snigilsins þar
sem Bjarni Fel, Ellert Schram
og fleiri léku fótbolta í gamla
daga.
Við rifjum hér til fróðleiks
upp nokkra minnisverða at-
burði í byggingarharmsögu
hlöðunnar. Fyrir 25 árum
mælti sérskipuð nefnd með
því að reist yrði bókasafnshús
í næsta nágrenni við Háskól-
ann. Síðla árs 1967 var stofn-
aður Byggingarsjóður Þjóð-
arbókhlöðu. Arið 1968
greindi Gylfi Þ. Gíslason frá
því að staðurinn hefði verið
ákveðinn. Vorið 1970 sam-
þykkti þingið tillögu með 50
atkvæðum gegn einu að Bók-
hlaðan skyldi reist í tilefni ell-
efu alda afmælisins 1974. Vil-
hjálmur Hjálmarsson tók
fyrstu skóflustunguna 28.
janúar 1978, nær átta árum
eftir tillögu þingsins. Kjallari
hússins varsteyptur 1980. Ári
síðar komst sá skriður á mál-
in að allar fjórar hæðir húss-
ins voru steyptar í einni lotu.
Vigdís Finnbogadóttir forseti
lagöi hornstein að hlöðunni
23. september 1981 eða fyrir
nær sléttum áratug.
Tveimur árum síðar var bú-
ið að verja um 380 milljónum
í húsið, að núvirði. Nú er von-
ast til aö byggingin verði loks
tilbúin 1994 — á ellefu hundr-
uð og tuttugu ára afmæli ís-
landsbyggðar.
KONURNARí
FJÁLLAGRASA-
TÍNSLU OG
MINJAGRIPA-
GERÐ
Á þessu ári hafa 13,6 millj-
ónir króna runnið úr ríkis-
sjóði til „atvinnumála
kvenna á landsbyggðinni".
Athyglisvert er að skoða í
hvað hluti þessara fjármuna
fór.
Ein milljón fór til Akraness
vegna markaðsátaks í sauma-
og prjónaiðnaði og stofnunar
fjarvinnslustofu. Hálf milljón
fór til Austur-Húnvetninga í
átaksverkefni, svo sem
minjagripagerð og nýtingu
villigróðurs. Til sama svæðis
fóru 300 þúsund krónur
vegna minjagripafram-
leiðslu. 150 þúsund til viðbót-
ar fóru þangað í fjallagrasa-
tínslu og kortagerð. Til Oxar-
fjarðar- og Kelduneshreppa
runnu 100 þúsund vegna
saumastofu og minjagripa-
gerðar.
í þessu sambandi má bæta
við að Byggðastofnun veitti
1,5 milljarða á síðasta ári í
svokölluð almenn lán. í flest-
um tilfellum fara lánin til fyr-
irtækja, en þó voru um 70 lán
brennimerkt ákveðnum ein-
staklingum. Af þeim voru að-
eins 4 merkt konum. Linda
Sigurvinsdóttir í Neshreppi
fékk eina milljón vegna veit-
ingarekstrar, Ólöf Anna Ól-
afsdóttir á Flateyri fékk 800
þúsund til hlutafjárkaupa í
Önfirðingi hf„ Ólöf Þórhalls-
dóttir á Narfastöðum í Við-
víkurhreppi fékk fjórar millj-
ónir vegna kanínubús og Elín
Erlingsdóttir á Selfossi fékk
800 þúsund til hlutafjárkaupa
í Landkostum hf.
KYNLÍF
Afneitun alnæmisvandans
Hvað eiga eftirfarandi
sögur sameiginlegt? Tveir
Svíar, stelpa og strákur, hitt-
ust í Suður-Ameríku. Bæði
voru ein á ferð og á hnatt-
ferðalagi. Þeim fannst gam-
an að hitta samlanda,
kynni þeirra urðu innilegri
með degi hverjum og að
lokum það náin að þau
ákváðu að sofa saman.
Hvort um sig hélt að óhætt
væri að sleppa smokknum
því þau voru jú bæði Svíar
og alnæmi ekki eins út-
breitt í Svíþjóð og í útland-
inu. Síðar kom í Ijós að
hann hafði smitað hana af
alnæmisveirunni. — Strák-
ar selja kynlífsþjónustu
sína á sumum járnbrautar-
stöðvum í Evrópu. Strákar
sem hafa lengi stundað
vændi þar eru núna farnir
að kvarta undan því að
strákar frá Austur-Evrópu
taki viðskiptin frá þeim í æ
ríkara mæli. Viðskiptavin-
irnir halda nefnilega að
strákar frá austantjalds-
löndunum séu lausir við al-
næmisveiruna. — Útlend-
ingar sem sækjast eftir
vændiskonum í Thaílandi
vilja frekar þjónustu yngri
stelpna því þeir halda að
SJONA
INGIBJORG
JONSDOTTIR
þær séu síður með alnæmi.
Það sem þessar sögur
eiga sameiginlegt er eitt;
fólkið í þeim er haldið
falskri öryggiskennd. Al-
næmisvandinn er ógnvæn-
legur í augum margra. Þeg-
ar einstaklingar standa
frammi fyrir erfiðum hlut-
um megna þeir kannski
ekki að takast á við hann.
Við slíkar aðstæður afneit-
ar viðkomandi vandanum.
Afneitunin er varnarvið-
brögð og sem slík stundum
nauðsynleg — að minnsta
kosti um tíma. Ég hygg að
margir íslendingar þekki af
eigin raun afneitun alkó-
hólistans, annarra fíkla og
aðstandenda. Afneitunin
getur veitt falska öryggis-
kennd um að allt sé í lagi og
að í rauninni sé ekkert til að
hafa áhyggjur af. Sömuleið-
is veitti það falska öryggis-
kennd að forðast ákveðna
einstaklinga, til dæmis
homma, og hugsa sem svo
að það væru bara þeir sem
smituðust af alnæmisveir-
unni. Sama sjálfsblekking-
in er líka nálæg þegar uppi
eru hugmyndir um að mót-
efnamæla vissa aðila, eins
og erlent vinnuafl eða
nema, hér á landi. Slíkt
veitir þeim sem standa fyrir
utan hópinn einungis
ímyndað öryggi og tilefni
til færdæmingar. Það er
ekki að ástæðulausu að síð-
ustu ár hefur þróunin verið
sú að hætta að tala um
áhættuhópa í sambandi við
alnæmi heldur einblína
miklu frekar á áhættuhegð-
un.
Samfarir, hvort sem er í
endaþarm eða leggöng,
eru aðalsmitleið alnæmis-
veirunnar alls staðar í
heiminum. Þetta á hvert
einasta mannsbarn á ís-
landi að þekkja mætavel.
Hins vegar getur verið stór
gjá á milli þess að vita þetta
og haga sér svo samkvæmt
því — nýta sér þessar upp-
lýsingar svo þær komi að
gagni. Það má segja að
mannfólkið sé einn tilfinn-
ingahrærigrautur í skyn-
semispotti. Síðan er það trú
margra að ef kynhvötinni
er blandað saman við sjóði
rækilega upp úr.
Þrátt fyrir nauðsyn
mannskepnunnar að verja
sig gegn áföllum með af-
neitun verður ekki hjá því
komist að opna augun fyrir
því sem er að gerast og
mun gerast í æ ríkara mæli
ef hver og einn gætir ekki
að sér. Skýjaborgir geta
verið ljúfar og þægilegar
en er ekki betra að þurfa
ekki að vakna upp við
vondan draum? Raunveru-
leikinn er þessi: Líkurnar á
að smitast af alnæmi við
samfarir fer eftir fjórum
þáttum: í fyrsta lagi hvort
rekkjunauturinn getur ver-
ið smitaður. í öðru lagi
hvers konar kynmökum þú
tekur þátt i. í þriðja lagi
hvað mikið er af alnæmis-
veirunni í blóði eða öðrum
líkamsvökvum smitaðs ein-
staklings. Að lokum skiptir
máli hvort elskendurnir
eru sýktir af öðrum kyn-
sjúkdómi eða hafa sár á
kynfærunum (til dæmis
herpes) en það eykur líkur
á smiti. Til að fólk geti met-
ið áhættuna sem það tekur
er sjálfsagt að veita upplýs-
ingar um þau atriði sem
skipta máli. Þeir sem eru
líklegastir til að meðtaka
fræðsluna eru vafalaust
þeir sem hafa fæturna niðri
á jörðinni og eru reiðubún-
ir að gera það sem gera
þarf til að kynlífið verði
sem ánægjulegast og
hættuminnst. Meira um
þessi fjögur atriði næst.
Nuddum stírurnar úr aug-
unum!
.. afneitun
getur veitt faiska
öryggiskennd um
að allt sé í lagi og
að í rauninni sé
ekkert til að hafa
áhyggjur af.“
Spyrjió Jónu um kynlífiö. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík