Pressan - 05.12.1991, Síða 50

Pressan - 05.12.1991, Síða 50
Hagnaðurinn af sölunni mun renna i ferðasjóð þing- og starfsmanna, — segir Friðrik Ólafsson um jóla- útgáfu Alþingis. Útgáfa Alþingistíðinda BJÓÐA UPP Á UMRÆÐUR UM ÞINGSKÖP Á ÞREMUR MYND- BANDSSPÓLUM í PAKKA — tvímælalaust jólagjöfin í ár, — segir Friörik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis STÖÐ2 OG BYLGJAN HÆTTA MEÐ 17:17 OG 19:19 — þaö var ekki orðinn neinn vinnufriöur fyrir fólki sem vildi versla í matinn hjá okk- ur, — segir Páll Magnússon sjónvarpsstjóri Að sögn Páls Magnússonar hafa verslanir með nöfnum á borð við 10:10, 11:11 og 11:10 gert ómögulegt að reka 17:17 og 19:19. Arðsemisútreikningar Þjóðhagsstofnunar MESTUR HAGNAÐUR AF REKSTRI KIRKJUNNAR — sóknargjöldin tryggja ótrú- lega framleiöni á hvern kirkjugest Ólafur Skúlason. Undir hans stjórn hefuF framleiðni kirkjunnar aukist stórkostlega. Fáir gestir og miklar tekjur. 49. TÖLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR FIMMTUDAGURINN 5. DESEMBER 1991 STOFNAÐ 1990 HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HLJÓMAR Viljum halda fjörinu í þinginu, — segir Orri Baldursson, áhugamaður um lífleg þing- störf. Ahugamenn um Alþingi KREFJAST FLEIRI UTAN- DAGSKRÁR- UMRÆÐNA Reykjavík, 4. desember ---j ------ „Eg held að hann Davíð sé klikkaður að láta sér detta þetta í hug. Ef ekki væru þessar utandag- skrárumræður og umræð- ur um þingsköp þá mundi ekki nokkur maður láta sjá sig í Alþingishúsinu sagði Orri Baldursson, ný- kjörinn formaður Áhuga- manna um Alþingi — sam- taka um líflegri þingstörf. „Það getur hver sem er séð þetta sjálfur. Þegar verið er að ræða einhver lagafrum- vörp eða slíkt þá sést ekki nokkur maður í húsinu. En um leið og einhver kveður sér hljóðs utan dagskrár — sérstaklega ef það er fyrrver- andi ráðherra — þá fyllast þingpallarnir," sagði Orri. Á stofnfundi samtakanna voru samþykkt harðorð mót- mæli við framgöngu Davíðs Oddssonar á undanförnum dögum. „Það er nú ekki svo mikið um ókeypis skemmtun á þessum krepputímum. Ég verð að segja að mig hryllir við því ef Davíð tækist að hrifsa þetta frá okkur," sagði Orri. FOLK VERÐUR GETULAUST AF LESTRI MORGUNBLAÐSINS — segir Hjörtur Jónsson félagsírœdingur, sem hefur gert könnun á getuleysi og bladalestri Reykjavík, 5. desember Að sögn Hjartar Jóns- sonar félagsfræðings leið- ir lokaverkefni hans við Háskóla Islands það í ljós að lesendum Morgun- blaðsins er hættara við getuleysi en lesendum annarra blaða. Hins vegar lásu fæstir hinna getu- lausu Alþýðublaðið. „Ég kannaði lestrarvenjur 150 manna sem þjást af getu- leysi," -segir Hjörtur. „Lang- flestir þeirra, eða 92, lásu Morgunblaöið, 54 lásu DV, 8 voru áskrifendur að Tíman- um, 5 keyptu Þjóðviljann en aðeins einn las Alþýðublaðið og aðeins endrum og sinn- Hjörtur Jónsson telur sig hafa sannaö aö lestur Morgun- blaösins leiöi til getuleysis. um. Mér þykir því ljóst að ef menn vilja nota fyrirbyggj- andi aðferðir til að koma í veg fyrir getuleysi eigi þeir að lesa Alþýðublaðið. Menn skyldu hins vegar varast Moggann og lesa hann ein- ungis til að takmarka barn- eignir" Aðspurður um hvort niður- stöður um lestrarvenjur getu- leysingjanna endurspegluðu ekki lestrarvenjur almenn- ings sagðist Hjörtur ekki til- búinn til að draga neinar ályktanir þar að lútandi. „Könnun mín snerist um lestrarvenjur manna sem þjást af getuleysi. Ég kannaði ekki lestur annarra hópa. Ef þú ert tilbúinn til að hætta á að lesa Moggann skaltu gera það," sagði Hjörtur. Medferdarheimili fyrir ríkisforstjóra BRUÐLIÐ 0« SUKKIÐ VAR ORÐIÐ SJÚKLEGT — segir Guðmundur Einarsson, forstjóri Ríkisskips Suðureyri, 5. desember „Eg veit að þetta á eftir að verða erfitt. En okkur er sagt að við getum öðlast nýtt líf og það gefur okkur von og trú á framtíðina,“ sagði Guðmundur Einars- son, forstjóri Ríkisskips, en hann er einn af fyrstu forstjórum ríkisfyrirtækja sem leggjast inn á nýja meðferðarstofnun sem á að draga úr bruðli og sóun í ríkisrekstri. „Það er lagt fyrir okkur að taka aðeins einn dag í einu," segir Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar. „Um leið og viö vöknum för- um viö með bæn og lofum sjálfum okkur að bruðla ekk- ert í dag. Það er auðvelt hérna á Súganda þar sem viö erum á slopp og höfum ekk- ert hefti. Þaö mun fyrst reyna á árangurinn þegar við hverf- um aftur til starfa fyrir sunn- an." „Það halda margir að bruðliö í ríkisrekstrinum komi verst við skattgreiðend- ur, en það er ekki svo," sagði Guðmundur Einarsson. „Það hefur líka farið illa með okk- ur forstjórana. Smátt og smátt heíur það heltekið okk- ur og við höfum ekki fundið frið fyrr en okkur hefur tekist að bruðla hér og sóa þar. Við erum ekki vondir menn. Þetta ástand er sjúklegt og bruðlið er sjúkdómur." Meðferð forstjóranna tekur um fimm vikur og að henni lokinni munu þeir hverfa aft- ur til starfa. „Þó að þeir skáni ekkert í meðferðinni hefur okkur að minnsta kosti tekist að spara fimm vikna bruðl þessara manna," sagði Friðrik Soph- usson fjármálaráðherra, en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Steingrímur Hermannsson hlustar á tilkynningar í útvarpinu á meöan Árni Johnsen er í ræöustól. Alþingi KAUPIR 63 VASADISKÓ MEÐ ÚTVARPI — vonumst til þess ad þingmenn geti heyrt í for- sœtisráðherra med þessu móti, — segir Salome Þorkelsdóttir Reykjavík, 5. desember „Þetta er hentug lausn og ódýr,“ sagði Salome Þorkelsdóttir, forseti Al- þingis, aðspurð um kaup Alþingis á 63 vasadisk- óum með útvarpi. Að hennar sögn verður tækjunum dreift á meðal þingmanna og er ætlast til að þeir séu með þau á þingfundum. „Ég kunni ekki önnur ráð til þess að þingmenn gætu tekið þátt í þingstörfum og jafnframt fylgst með um- mælum forsætisráðherra í útvarpi," sagði Salome. „Ég hef átt í vandræðum með að fá þá inn á þing- fundi. Þeir hafa vanalega hangið niðri á kaffistofu að hlusta á Rás 2, Bylgjuna eða aðrar útvarpsstöðvar sem hafa birt viðtöl við ráð- herrann." „Mér líst helvíti vel á þetta," sagði Jón Helgason, þingmaður Suðurlands. „Ég var að hlusta á nýju spóluna með Michael Jack- son áðan á meðan Ólafur Þ. Þórðarson var í ræðustól. Það var geðveikislega fyndið. Það var alveg eins og Óli væri að syngja." Nokkuð hefur borið á há- reysti í þingsalnum eftir að tækjunum var dreift. Nokkrir þingmenn eiga það til að reka upp hljóð annað slagið þegar þeir syngja með viðlaginu. coidata IO qíq Qfmœli/tilboð 80386-16 örgjörvi IMbminni 42Mb diskur 1.44Mb 3.5" drif VGA litaskjár 101 hnappa lyklaborð Genius mús Windows 3.0 MS-DOS 4.01 kr. 99.900 sta&greitt Sumum finnst 10 ára afmælistilboðið okkar lyginni iíkust, enda jafn ótrúlegt og annað á þessari síðu. Þú getur komist að hinu sanna í þessu dularfulla tilboðsmáli. Notaðu tækifærið, líttu við eða hringdu! •• MICROTOLVAN Suðurlandsbraut 12 - sími 688944 - fax 679976

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.