Pressan - 12.12.1991, Page 15

Pressan - 12.12.1991, Page 15
F A yrrum forstjori Flugleiða, Sig- urður Helgason, segjr frá því í end- urminningabókinni í sviptivind- um að í kringum 1980 hafi hann verið beðinn að sækjast eftir sæti á fram- boðslista Sjálfstæð- isflokks í Alþingis- kosningum. Hann segist hafa neitað, meðal annars vegna þess að honum þyki stjórnmál á Islandi á lágu plani. Stjórnmálamennirnir fá heldur ekki háa einkunn hjá Sigurði. Hann seg- ist þess fullviss að ef fyrirtæki á Is- landi rækju sömu stefnu og hið op- inbera færu þau fljótt á hausinn. Það virðist heldur engin furða, Sigurður álítur nefnilega að af þeim sextíu einstaklingum sem sitja á þingi gætu ekki nema svona fjórir fimm gert sér vonir um að fá ábyrgðar- stöður í atvinnulífinu. Hvað eru ráð- herrarnir aftur margir?... N- X ^yverið kom út á myndbandi sakamálamyndin Soda Cracker. Að- alhlutverkin leika Fred Williams- son, Maud Adams (Octopussy) og Bo Svenson. Þetta er alls ekki merkilegri hasarmynd en geng- ur og gerist en ætti þó að kitla þjóðar- stolt okkar íslend- inga, því tónlistin í myndinni er eftir Arna Egilsson bassaleikara sem býr og starfar í Bandaríkjunum ... MMhúsið LAUGAVEGI 178, SÍMI 686780 TÖKUM SJÁLF TIL HENDI! EIMSKIP KYNNIR STEFNU í UMHVERFISMÁLUM. EIMSKIP hefur mótað stefnu í umhverfismálum með form- legum og augljósum hætti, þannig að starfsmönnum EIM- SKIPS, viðskiptamönnum fé- lagsins, opinberum aðilum og almenningi sé fullkunnugt um markmið EIMSKIPS í þessum mikilvæga málaflokki. Við stjórnun og rekstur EIM- SKIPS skal vistverndun ætíð höfð í huga. Þetta markmið næst m.a. með því að: • Halda mengun í lágmarki. • Spara hráefni og orku sem endurnýjast ekki. • Endurvinna úrgangsefni eins og frekast er unnt. • Nota hráefni og tækni sem valda minnstri mengun. EIMSKIP hefur gefið út kynn- ingarrit um stefnu félagsins í umhverfismálum. Þar eru leið- beiningar til starfsmanna og upplýsingar til viðskiptavina og stjórnvalda. Þetta kynningarrit liggur frammi á skrifstofu fé- lagsins og öllum afgreiðslu- stöðum fyrir þá sem vilja kynna sér nánar stefnu EIMSKIPS í umhverfismálum. EIMSKIP VIÐ GREIÐUM PÉR LEIÐ

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.