Pressan - 12.12.1991, Side 18

Pressan - 12.12.1991, Side 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991 .gNDIR OXINNI Ásgeir Guðbjartsson skipstjóri á Guðbjörgu ÍS-46 — Verða ekki sjó- menrt bara að leggja sitt af mörkum eins og aðrir? „Þeir þola það nú ákaflega illa að verið sé að skerða tekjur þeirra — það er alltaf verið að taka af þeim karlagreyjunum. Þeir einir og sér verða að leggja meira af mörk- um en aðrir." — En er lifsnauö- syn fyrir sjómenn að halda þessu? „Já, ég mundi segja það. Það er allt- af leiðinlegt að taka laun af mönnum sem þeir eru einu sinni búnir að fá. Annars er nú verst allt þetta drullusukk sem er í kringum þessa ráða- menn. Menn sem hafa stjórnað lána- sjóðum, bankaráð og annað slíkt hafa ausið út milljörðum og allt eru þetta pólitískt skipaðir menn. Ef ég fengi að ráða fengju þeir bara matador- peninga til að leika sér með. Það vaari nær að stöðva það en að ráðast á þessi grey, sjómennina, enda eru þessar 200 til 300 milljónir eins og dropi í hafið." — Mundir þú sigla i land ef afslátturinn væri tekinn? „Nei, ég mun ekki • sigla í land, enda eru þeir ekkert að taka af mér. Ég hef aldrei fengið þetta og þó er ég búinn að fara i gegnum þetta helviti ótal sinnum með endurskoðanda og hef talað við skatt- stjóra. Ég hef aldrei fengið annan afslátt en skráða daga. Þeir eru því ekkert að taka af mér." — En eru sjómenn ekki það miklir há- tekjumenn að þeir geta vel þolað þetta? „Fá ekki allir ein- hverjar aukasposlur fyrir að vera fjarri heimilum sínum? Annars þurfum við ekki að kvarta á þessu skipi. Við höf- um þénað vel. Þetta hittir auðvitað helst beitingamennina, sem mega síst við því." Rikisstjórnin hefur ákveöiö að skeröa skattafslátt sjómanna þannig að þeir fá aðeins afslátt fyrir þá daga sem þeir eru á sjó. Ríkisendurskoðun vill afskrifa 35 milljónir vegna íslenska gagnagrunnsins, sem Ólafur Ragnar keypti af Svörtu á hvítu RIKIfi REYNIR Afl SELJA Fljótlega verður gerð til- raun til að bjóða eigur ís- lenska gagnagrunnsins hf. upp á nauðungaruppboði, en fyrirtækið er nú í gjaldþrota- meðferð. Það var úrskurðað gjaldþrota fyrir ári. Fullkom- lega óvíst er hvort nokkuð fæst fyrir eigur fyrirtækisins en áhöld eru um raunveruleg verðmæti þrotabúsins. íslenski gagnagrunnurinn hf. var dótturfyrirtæki út- gáfufyrirtækisins Svarts á hvítu hf. Var fyrirtækið stofn- að utan um ákveðið verkefni sem hófst innan Svarts á hvítu. Nokkur ársverk voru sett í að útbúa tvo gagna- grunna; íslandsgrunninn og Lagagrunninn. Þarna er um að ræða upplýsingabanka og hugbúnaðarkerfi sem fyrir- hugað var að selja aðgang að. Telur Ríkisendurskoðun að kerfið sé á algeru frumstigi og „allsendis óljóst" hvort lokið verði við það. í desember 1988 heimilaði þáverandi fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, að Svart á hvítu greiddi sölu- skattsskuld sína með veð- skuldabréfi frá íslenska gagnagrunninum. Greiddi Svart á hvítu með þessu sölu- skattsskuldir sínar vegna ár- anna 1987 og 1988. Skulda- bréfið var útgefið 10. des- ember 1988 og verðtryggt samkvæmt lánskjaravísitölu. Átti bréfið að endurgreiðast á 8 árum og var upphaflegt andvirði þess 24,4 milljónir. Það virðist dálítið á reiki hver mat veðhæfni gagna- grunnsins á sínum tíma, en samkvæmt heimildum PRESSUNNAR mun Ríkis- endurskoðun mjög fljótlega hafa gert athugasemdir við veðið bak við skuldabréfið. Eftir því sem næst verður komist kom ákvörðunin um að taka við bréfinu frá fjár- málaráðherranum sjálfum, sem þá var Ólafur Ragnar Grímsson. Það er reyndar ekki bara Ríkisábyrgðarsjóður sem ger- ir kröfur í þrotabúið, því Rík- isábyrgð launa er með kröfu vegna lífeyrisskuldbindinga upp á 194.000 krónur, Gjald- heimtan er með 1.013.000 króna kröfu og Tollstjóra- embættið um 100.000 krón- ur. GAGNAGRUNNI Ólafur Ragnar. Tók veð í nokkrum disk- ettum fyrir tveggja ára söluskattsskuld. Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fisk. Allt bendir tii að hann og aðrir landeigendur á Vatnsleysu verði krafðir um 15 milljóna króna greiðslu vegna ógreidds hlutafjár í Lindalaxi. Þorvaldur í Síld og fisk og Sæmundur á Vatnsleysu Þurfa að borga 15 millj- ónir vegna Lindalax Búið er að meta framlag þeirra Þorvaldar Gudmunds- sonar í Síld og fisk og Sœ- mundar Þórðarsonar á Vatnsleysu vegna hlutafjár- greiðslna þeirra til Lindalax, sem er til gjaldþrotaskipta. Þeir voru eignaraðilar að Lindalaxi. Hlutur þeirra, sem var metinn á 47 milljónir króna, var greiddur með leigusamningi til 25 ára. Sam- kvæmt samningnum tók Lindalax á leigu land og rétt til vatnsöflunar á landi þeirra á Stóru- og Minni-Vatnsleysu. Kröfuhafar í þrotabú Linda- lax gerðu athugasemdir um hversu hatt leigusamningur- inn var metinn. Það varð til þess að tveir dómkvaddir matsmenn, Gudmundur Magnússon prófessor og Stef- án Ingólfsson verkfræðingur, mátu leigusamninginn. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið metinn of hátt, sem nemur rétt um 15 milljónum króna. Næsti skiptafundur í þrota- búinu verður snemma á næsta ári. Á fundinum verð- ur tekin ákvörðun um hvort mismunurinn, þ.e.a.s. þessar fimmtán milljónir, verði sótt- ur með málsókn. PRESSAN greindi frá ágreiningi um verðmæti leigusamningsins 8. nóvemb- er 1990. Nú hefur sem sagt farið fram mat á samingnum og í Ijós komið að hann var of hátt metinn. Kröfur í þrotabú Lindalax eru á annan milljarð króna. Hlutaféð var um 190 milljónir króna, þar af var innan við helmingur greiddur með peningum. Meirihluti hluta- fjárins var greiddur með leigusamningnum og ráðgjaf- arreikningum. DEBET „Helsti kostur Einars er að hann er afskaplega góður vinur vina sinna og hann hefur mikinn áhuga á og er vel lesinn í pólítík," segir Ólafur Helgi Kjartansson, bæjarfógeti á ísafirði. „Hann er heiðarlegur og drengur góður, yfir- vegaður og hefur góða stjórn á skapi sínu en er samt fastur fyrir þegar á þarf að halda. Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á atvinnumálum og landsmálum. Hefur góða kímnigáfu og er hress í góðra vina hópi,“ segir Einar Jónatans- son, framkvæmdastjóri hjá Einari Guð- finnssyni. „Hann á létt með að greina aðalat- riðin frá aukaatriðunum, sem ekki er hægt að segja um alla stjórnmálamenn. Hann hefur fengið tækifæri til að kynnast lífi og störfum fólks til sjávar og sveita og af jafnungum manni að vera tel ég að hann hafi öðlast óvenjulega þekkingu á atvinnumálum þjóðarinnar, sem gerir hann að liðtækum stjórnmálamanni," seg- ir Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Norðurtangans á Isafirði. „Einar er mjög traustur og góður félagi. Hann hefur aflað sér mikillar þekkingar og víðtækrar, sem er nauð- synleg alvöruþingmönnum," segir Árni Sig- fússon borgarfulltrúi. Einar Kr. Guðfinnsson alþingismaður KREDIT „Það hvarflar stundum að mér að Einar sé stundum of fræðilegur við úrlausn pólit- ískra verkefna,“ segir Ólafur Helgi Kjartans- son. „Eins og þessi harði heimur er orðinn í dag þá geturef mikil góðvild komið mönn- um í koll og það finnst mér stundum eiga við um Einar. Og hann er lítill íþróttamað- ur,“ segir Einar Jónatansson. „Enginn er gallalaus og það sem fellur kannski hans megin og er ókostur hans sem stjórnmála- manns er spurningin um hvernig hann bregst við ósanngjarnri gagnrýni og ódrengskap, sem því miður fylgir oft þátt- töku í stjórnmálum. Ég held Einar gæti aldrei tileinkað sér það viðhorf ýmissa stjórnmálamanna að betra sé illt umtal en ekkert,“ segir Jón Páll Halldórsson. „Honum hættir til þröngsýni til varnar hagsmunum eigin kjördæmis þegar hann þyrfti að huga að heildarhagsmunum. Þetta fer þó batn- andi, ég verð að segja það,“ segir Árni Sigfús- son. EinarKr. Guðfinnssoner alþingismadur fyrirSjálfstæðisflokkinn og er úr Vestfjarðakjördæmi. Hann hefurgagnrýnt tillögurrikisstjórnarinnar um seinkun framkvæmda við Vestfjarðagóng og lækkun sjómanna- afsláttar og lýst þvi yfir að hann muni berjast gegn þeim.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.