Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 19

Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991 19 UMSJÓN MEÐ BÓKABLAÐI EGILL HELGASON ækur & 'akkelsi Þetta er árstíð þegar mæðir mikið á þeim sem yrkja í orð og þeim sem yrkja í deig, skáldum og Vanmetnir rithöfundar og ofmetnar bækur átta rithöfundar ansa spurningum bökurum. Af því tilefni, eða kannski af engu til- efni, fengum við skáld til að reiða fram kökuupp- skrift sem þau hafa dálæti á, uppáhaldskökuupp- skriftina; en líka bakara til að reiða fram ljóð sem þeir hafa dáiæti á, uppáhalds- ljóðið. Niðurstaðan: Skáld kunna að baka kökur, að minnsta kosti sum, og bak- arar eru náttúraðir fyrir mikilfenglegri skáldskap en Piparkökusönginn og Kanntu brauð að baka ... Nokkrir rithöfundar, valdir næstum af handahófi, svara nokkrum spurningum. í aug- um þeirra eru sumar góðar, sumar skítsæmilegar, sumar ekki svaraverðar, sumar kannski blöskranlegar. Allar snerta þær skáldskap, þeirra eigin eða annarra. Athugum svörin. ÞÓRARINN ELDJÁRN Þórarinn Eldjárn gefur út þrjár bækur þetta misserið: barnabókina Óðfluga og ljóðabækurnar Ort og Hin háfleyga moldvarpa. Gœtiröu nefnt verk eftir þig sem þú beinlínis sérd eftir aö hafa gefið út? — Nei. Verk eftir þig eda kafla úr verki eftir þig sem þér líkar sérstaklega vel vid? — Sturtukaflinn í Skugga- boxi, af því hann er svo þurr, en þó svo blautur. Hvad vildirdu fást vid efþú vœrir ekki rithöfundur? — Eg vildi vera lögga á mótorhjóli. Geturöu nefnt viðurkennt skáldverk, bók, sem þér finnst írauninni hrein tímasó- un aö lesa? — Finnegan’s Wake (það nægir að skoða hana). Bók sem þér finnst einna ánœgjulegast aö hafa lesiö? — Glæpur og refsing. Bók sem vakti einu sinni hjá þér hrifningu, en gerir þaö ekki lengur? — Allar bækur J.P. Donle- avys. Bókartitill sem þér þykir af- spyrnu slœmur? — Aldnir hafa orðið. Bókartitill sem þér þykir af- spyrnu góöur? — Ský í buxum. Sögupersóna sem fer hvaö mest í taugarnar á þér? — Ignatius J. Reilly. Sögupersóna sem vekur hjá þér hvaö mesta aðdáun? — Ignatius J. Reilly. Vanmetinn rithöfundur, of- metinn rithöfundur? — Ég treysti mér ekki til að svara þessu, en vísa þess í stað beint á Matthías Viðar Sæmundsson, sem er stjórn- arformaður hjá Jöfnunarsjóði ofmetinna og vanmetinna. KRISTÍN ÓMARSDÓTTIR Kristín Ómarsdóttir er í þá mund að gefa út safn af stutt- um ævintýrum og sögum, Einu sinni sögur. Gœtiröu nefnt verk eftir þig sem þú beinlínis sérð eftir að hafa gefiö út? —- Nei. Ég sé ekki eftir neinu. Verk eftir þig eöa kafla úr verki eftir þig sem þér líkar sérstaklega vel viö? — Leikgerðin af Lísu í Undralandi sem ég skrifaði fyrir þriðja ár Leiklistarskóla íslands, ég sakna hennar allt- af. Ertu meö eitthvaö í skúff- unni sem þú hefur ekki lagt í aö birta? — Já. Of brjálað fyrir minn smekk. Er einhver grein skáldskap- arins sem þú vilt ekki eöa tel- ur þig ekki geta stundaö? — Sonnettur. Geturöu nefnt skáldverk, bók, sem þér finnst í rauninni hrein tímasóun að lesa? — Andi fuglanna eftir Sim- onne Céret. Bók sem þér finnst einna ánœgjulegast aö hafa lesiö? —- A hverfanda hveli. Bók sem vakti einu sinni hjá þér hrifningu, en gerir þaö ekki lengur? — Andi fuglanna eftir Sim- onne Céret. Bókartitill sem þérþykir af- spyrnu slœmur? — Hamingjutrogið. Bókartitill sem þér þykir af- spyrnu góöur? — Lendar elskhugans. Þel. 1000 & 1 nótt. Svefnhjólið. Sögur frá Noregi. O.s.frv. Ég hef mjög breiðan smekk. Sögupersóna sem fer hvaö mest í taugarnar á þér? — Maria Angelica í Anda fuglanna. Sögupersóna sem vekur hjá þér hvaö mesta aödáun? — Ég er búin að elska marga í bókum. T.d. elskaði ég einu sinni manninn í Fávit- anum og stelpuna í Ég græt að morgni. Núna elska ég tígrisdýrið í Janoschar-bók- unum. Vanmetinn rithöfundur? — Kristján Jóhann Jóns- son. SIGURÐUR A. MAGNÚS- SON Sigurður A. Magnússon sendir ekki frá sér bók á þess- ari vertíð. Hann er þó viðrið- inn útgáfu bókar um Grikk- land fyrr og nú. Sigurður starfar nú við að þýða Ulysses eftir James Joyce. NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ EARMRA , (Sartland Ást að láni Barbara Cartland ÁSTAÐ LÁNI Gilda neyðist til að leika hlutverk hinnar vinsœlu systur sinnar, Heloise, í samkvœmislífi Lundúna. En fljótlega dregst hún inn í njósnamál og fleiri atburðir gerast, sem hún hafði ekki fyrirséð. Eva Steen ÍLEITAÐ ÖRYGGI Flestar ungar stúlkur líta björtum augum fram á veginn, en það gerir húnekki. Húnhorfirtil baka — til hinnar glötuðu bernsku sinnar, þegar hún áttifélaga.sem hún hafði samskipti við, og þegar foreldrar hennar höfðu tíma fyrir hana. Erik Nerlöe SIRKUSBLÓÐ Hún elskaði lif sitt sem listamaður og var dáð sem sirkusprinsessa. En dag einn dróst hún inn annars konar heim og varð að velja á milli þess að vera sirkus- stjarna áfram eða gerast barónessa á stóru herrasetri. Theresa Charles ÖNNUR BRÚÐKA UPSFERÐ Maura hafði þráð þennan dag, þegar ungi maður- inn, sem hún hafði gifst með svo litlum fyrirvara, kœmi heim eftir sex ára fangavist í erlendu fangelsi. En sá Aubrey, sem nú vildi endi- iega fara með hana í „aðra brúðkaupsferð" til fiskiþorps, þar sem þau höfðu fyrst hitst, virtist gersamlega breyttur maður. Else-Marie Nohr AÐEINS SÁ SEM ELSKAR ER RÍKUR Þegar Anita var fimmtá.n ára gömul samdi Lennart Ijóð handa henni, sem hann nefndi „Aðeins sá semelskar errikur". Mörgum árum seinna fékk Lennart tcekifœri tii að minna Anitu á þessi orð. SKUGGSJÁ Bókabúð Olivers Steins sf NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJA - NYJAR BÆKUR - SKUGGSJA

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.