Pressan - 12.12.1991, Side 20

Pressan - 12.12.1991, Side 20
20, FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991 ækur & 'akkelsi Gœtiröu nefnt verk eftir þig sem þú beinlínis sérb eftir aö hafa gefid út? — Skáldsagan Næturgestir sem var ungæðisleg og mest- anpart misheppnuð frum- raun í þeirri grein. Verk eftir þig eda kafla úr verki eftir þig sem þér líkar sérstaklega vel viö? — Möskvar morgundags- ins, sem fjallar um ógeðfelld- an strákling í uppreisn gegn umhverfi sínu og viðteknum reglum samfélagsins. Fyrir vikið varð sagan ekki nándar nærri eins vinsæl og Undir kalstjörnu, en hún ristir að mínum dómi dýpra. Ertu med eitthvad í skúff- unni sem þú hefur ekki lagt í ad birta? — í skúffunni er ég með stórt safn þýddra Ijóða eftir mörg helstu skáld síðustu 150 ára sem reynst hefur erfitt að fá útgefið, sömuleiðis stórt rit- gerðasafn sem ég hef ekki enn reynt að koma á fram- færi, og loks tvö ófullburða leikrit sem sennilega eru ekki sýningarhæf. Er einhver greiri skáldskap- arins sem þú vilt ekki eda tel- ur þig ekki geta stundad? — Eg hef reynt þær allar og veit satt að segja ekki hver þeirra hentar mér best. Gœtiröu nefnt viöurkennt skáldverk, bók, sem þér finnst í rauninni lirein tímasó- un ad lesa? — Öll skáldverk færa manni eitthvað nýtt, ferska innsýn eða óvænt sjónar- horn, en ætli Norðan við stríð eftir Indriða G. Þorsteinsson sé ekki það viðurkennda skáldverk sem minnstu miðl- aði. Bók sem þér finnst einna ánœgjulegast ad hafa lesid? — Heimsljós og Brekku- kotsannáll. Bók sem einu sinni vakti — Urðargaldur (Þorsteinn frá Hamri) og Hliðin á slétt- unni (Stefán Hörður Gríms- son). Sögupersóna sem fer hvaö mest í taugarnar á þér? — Páll Jónsson blaðamað- ur í þriggja binda skáldverki Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Sögupersóna sem vekur hjá þér hvaö mesta aödáun? — Ódysseifur, Zorbas, Leo- pold Bloom og Ólafur Ijósvik- ingur. Vanmetinn rithöfundur? — Ragnheiður Jónsdóttir, Steinar Sigurjónsson. Ofmetinn rithöfundur? — Gervimennska er aðals- mark íslendinga og ekki vinnandi vegur að tína til of- metna höfunda, en flestir eru þeir virkir í fjölmiðlaheimin- um. STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR Rétt nýkomin er út Ijóða- bók Steinunnar Sigurðardótt- ir, Kúaskítur og norðurljós. Gœtirdu nefnt verk eftir þig sem þú beinlínis sérd eftir ad hafa gefid út? — Nei. Hins vegar þótti mér á vissu tímabili að fyrstu tvær ljóðabækurnar mínar (1969 og 1971) væru bernsku- brek. Mér finnst það ekki lengur (gengin í barndóm). Verk eftir þig eda kafla úr verki eftir þig sem þér líkar sérstaklega vel við? — Ég er grunsamlega ánægð með nýju Ijóðabókina mína. Ég veit hver af fyrri bókunum mínum er best, en þú skalt ekki halda að ég fari eitthvað að gefa það upp. Ertu með eitthvað í skúff- unni sem þú hefur ekki lagt í að birta? — Já. Sviðsleikrit. Kann ekki að skrifa svoleiðis. Hvað vildirðu fást við ef þú vœrir ekki rithöfundur? — Það blundar í mér land- eyða sem hefur ekki fengið að njóta sín sem skyldi. Geturðu nefnt viðurkennt skáldverk, bók, sem þér finnst í rauninni hrein tímasó- un að lesa? — Ýmsar frægar bækur hef ég ekki getað lesið, en ég gleymi jafnóðum hverjar þær eru. Aðeins eitt dæmi kemur upp í hugann eftir mikla leit, það er Nafn rósarinnar, sem ég reyndi við á þremur tungu- máium. Bók sem þér finnst einnu ánœgjulegast að hafa lesið? — Islandsklukkan, Kar- hjá þér hrifningu, en gerir það ekki lengur? — Morgunn lífsins eftir Kristmann Guðmundsson. Bókartitill sem þér þykir af- spyrnu slœmur? — Silkikjólar og vaðmáls- buxur (skáldsaga eftir Sigur- jón Jónsson). Bókartitill sem þér þykir af- spyrnu góður? amazov-bræður. Bókartitdl sern þér þykir af- spyrnu góður? — Light in August (Faulkn- er). Un Barrage contre le Pacifique (Duras). Sögupersóna sem fer Iwað mest í taugarnar á þér? — Sögupersónur fara aldrei í taugarnar á mér, nema þær séu illa gerðar frá höfundar- ins hálfu. Það getur líka verið pirrandi ef þær eiga sér of augljósa fyrirmynd í raun- veruleikanum, ég tala nú ekki um horrorinn þegar höf- undar fara út í það að skopast að öðrum núlifandi höfund- um. Sögupersóna sem vekur hjá þér hvað mesta aðdáun? — Kannski Snæfríður sjálf. Hins vegar er það Litla stúlk- an með eldspýturnar sem hefur haft mest áhrif á mig, því ég get ekki hlustað ógrát- andi á þá sögu. Ég kann þeim Iitlar þakkir sem gaf dóttur minni hana á snældu hér um árið, með þeim afleiðingum að ég var í felum bak við hurð bróðurpartinn úr jólahátíð- inni. Vanmetinn rithöfundur? — Ég hef áhyggjur af að við munum ekki nógu vel eftir Málfríði Einarsdóttur. Bæk- urnar hennar mega ekki dofna í vitundinni, því þær eru fjársjóður og alveg ein- stakar í bókmenntasögunni okkar. Ofmetinn rithöfundur? — Þú hankar mig ekki á þessu. GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Guðmundur Andri Thors- son sendir frá sér aðra skáld- sögu sína fyrir þessi jól, Is- lenska drauminn. Gœtirðu nefnt verk eftir þig sem þú beinltnis sérð eftir að hafa gefið út? — Nei. Þetta eru bara tvær bækur og þær eru báðar fín- ar. Og þótt þær væru lélegar væri það líka fínt. Verk eftir þig eöa kafla úr verki eftir þig sem þér líkar sérstaklega vel við? — 5. kaflinn í Minka Tan- gest — hann er fínn. Og líka Form sem ég orti með Gunn- ari Helga. Ertu með eitthvað í skúff- unni sem þú hefur ekki lagt í uð birta? — Já, nokkur ljóð; þau eru ekki bara óskiljanleg heldur líka einhvern veginn lélega óskiljanleg. Geturðu nefnt viðurkennt skáldverk, bók, sem þér finnst í rauninni hrein tímasó- un að lesa? — Nei, það er aldrei tíma- sóun að lesa. Auk þess skil ég ekki hugtakið — liggur okkur eitthvað á? Bók sem þér finnst einna ánœgjulegast að hafa lesið? — Grettla. Óli Alexander Fílíbomm bomm bomm. Kvæði Jónasar. Bók sem vakti einu sinni hjá þér hrifningu. en gerir það ekki lengur? — Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi. Bókartitill sem þér þykir af- spyrnu slœmur? —- Ber allt árið eftir Helgu Sig. Svo gaf hún út aðra sem hét Lærið af Helgu. Bókartitill sem þér þykir af- spyrnu góður? — Ég man ekki eitthvað um skýin. Sögupersóna sem fer hvað mest í taugarnar á þér? — Hjatti litli. Sögupersóna sem vekur hjá þér hvað mesta aðdáun? — Grettir sterki. Vanmetinn rithöfundur? — Allir. Ofmetinn rithöfundur? — Enginn. Þetta er ekki þannig. Við vanmetum öll skáldskapinn, lesum of lítið; horfum, sofum, étum of mik- ið. VIGDÍS GRÍMSDÓTTIR Vigdís Grímsdóttir er nýbú- in að gefa út Ijóðabók. Lend- ar elskhugans heitir hún. Gœtirðu nefnt verk eftir þig sem þú beinlínis sérð eftir að hafa gefið út? — Sex sinnum hef ég feng- ið bækur í hendurnar sem ég efast um og efast og efast. Verk eða kafla úr verki eftir þig sem þér líkar sérstaklega vel við? — Nú fyllist ég hæversku, nísku, tortryggni, fælni og gleymsku. Ertu með eitthvað í skúff- unni sem þú hefur ekki lagt í að birta? — Já, ráðgjafi minn segir að laun heimsins séu van- þakklæti. Er einhver grein skáldskap- arins sem þú vilt ekki eða tel- ur þig ekki geta stundað? — Ég mun ævinlega forð- ast óperutexta eins og heitan eldinn. Geturðu nefnt viöurkennt skáldverk, bók, sem þér finnst í rauninni hrein tímasó- un að lesa? — Ég elska pískinn, þess vegna finnst mér aldrei tíma- sóun að lesa bækur. Bók sem þér finnst einna ómœgjulegast að hafa lesið? — Vörður blómanna eftir Tagore. Bók sem vakti einu sinni hjá þér hrifningu en gerir það ekki lengur? — Lagtertusveiflan. Sögupersóna sem fer hvað mest í taugarnar á þér? — Mörður Valgarðsson og Ólafur Kárason. Sögupersóna sem vekur hjá þér hvað mesta aðdáun? — Ólafur Kárason — Mörð- ur Valgarðsson. Vanmetinn rithöfundur? — Drífa Viðar. Ofmetinn rithöfundur? — Æ æ. SVEINBJÖRN I. BALDVINSSON Sveinbjörn I. Baldvinsson er höfundur nýrrar ljóðabók- ar. Hún heitir Felustaður tím- ans. Gœtirðu nefnt verk eftir þig sem þú beinlínis sérð eftir að hafa gefið út? — Nei. En kannski væri rétt að spyrja útgefandann. Verk eftir þig eða kafla úr verki eftir þig sem þér líkar sérstaklega vel við? — Já. Það er ljóðabók sem heitir Felustaður tímans. Svo er kápumyndin hans Ásgeirs Smára svo falleg. Ertu með eitthvað í skúff- unni sem þú hefur ekki lagt í að birta? — Ekkert sem er tilbúið, en einu sinni var smásögu eftir mig hafnað af virðulegu tímariti af því hún hneykslaði „konurnar á skrifstofunni", eins og ritstjórinn sagði. Tímaritið er ekki lengur til. Er einhver grein skáldskap- arins sem þú vilt ekki eða tel- ur þig ekki geta stundað? — Eitt af fáu sem ég væri líklega ekki til í að prófa að skrifa er handrit að hryllings- mynd. Bók sem þér finnst einna ánœgjulegast að hafa lesið? — Svona síðustu árin er það til dæmis Steinsteypu- garðurinn eftir lan McEwan. Hins vegar hefur engin hinna bókanna hans heillað mig neitt viðlíka. Bók sem vakti einu sinni hjá þér hrifningu, en gerir það ekki lengur? — Ég hef ekki lesið Fimm á smyglarahæð nýlega. Bókartitill sem þér þykir af- spyrnu slœmur? — Einkunn Jórunnar, 400 stafsetningaræfingar, enda veit ég ekki til að hann hafi verið notaður. Bókartitill sem þér þykir af- spyrnu góður? — Ég hef lengi verið hrifinn af tveimur ónotuðum titlum sem Sigurður vinur minn Val- geirsson hefur á skrá hjá sér yfir hugsanlegar minninga- bækur: Faðir minn hesturinn og Beðið eftir beygjuljósi, minningar leigubílstjóra. Sögupersóna sem fer hvað mest i taugarnar á þér? — Þær gleymast jafnharð- an, svo mildast maður líka með árunum. Mig rámar í að liafa verið mjög í nöp við Richelieu kardínála í Skytt- unum. Sögupersóna sem vekur hjá þér hvaö mesta aðdáun? — Fyrir tuttugu árum var ég ekki í vafa. Það var Kári Sölmundarson, af þvi hann var nógu klár og flinkur til að drepast ekki, heldur lifa til að hefna sín á þessum andskot- um. Vanmetinn rithöfundur? — Hér heima dettur mér helst í hug Jóhann Hjálmars- son skáld og róttækar og vel- heppnaðar tilraunir hans með opna ljóðið, til dæmis í bókinni Frá Umsvölum. Um útlönd er erfitt að segja. Við þekkjum nefnilega ekki þá vanmetnu. Ofmetinn rithöfundur? — Shane Black. Hann fékk nýlega milljón dollara fyrir handrit í Hollywood. Það er svona hálf íslensk milljón á síðuna. EINAR KÁRASON Einar Kárason lætur það ógert að gefa út bók þessi jól- in. Hann færðist undan því að svara nokkrum spurning- anna. Gœtirðu nefnt verk eftir þig sem þú beinlínis sérð eftir að hafa í’efið út? — I gegnum móðu gleymskunnar grillir í verk sem birtust í menntaskóla- blöðum, en hefðu vel afborið eilífan frið öskuhauganna. Verk eftir þig eða kafla úr verki eftir þig sem þér líkar sérstaklega vel við? — Fyrsta setningin í fyrstu skáldsögunni. Ertu með eitthvað í skúff- unni sem þú hefur ekki lagt í að birta? — Nei. Er einhver grein skáldskap- arins sem þú vilt ekki eða tel- ur þig ekki geta stundað? — Já, til dæmis sálmakveð- skapur. Hvað vildirðu fást við ef þú vœrir ekki rithöfundur? — Keyra kókbíl. Geturðu nefnt viðurkennt skáldverk, bók, sem þér finnst í rauninni algjör tíma- sóun að lesa? — Óbærilegur léttleiki til- verunnar. Bók sem þér finnst einna ánœgjulegast að hafa lesið? — Niflungakviða. Bókartitill sem þér þykir af- spyrnu slœmur? — Draumur um veruleika Bókartitill sem þér þykir af- spyrnu góður? — Haldið þér kjafji frú Sig- ríður.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.