Pressan - 12.12.1991, Page 30
30
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991
ækur &
’akkelsi
Stefán Sandholt er bakara-
meistari í Sandholtsbakaríi.
Stefán Sandholt
Snati og Óli
„Fyrst það er þessi tími árs
dettur mér helst í hug kvæðið
um Snata og Óla eftir t>or-
stein Erlingsson. Þarna er
það sem helst skiptir máli
núna, jólin og jólakakan. Svo
á ég líka hund.“
Heyrðu snöggvast, Snati minn,
snjalli vinur kæri,
heldurðu ekki hringinn þinn
ég hermannlega bæri?
Lof mér nú að leika að
látúnshálsgjörð þinni;
ég skal seinna jafna það
með jólaköku minni.
Jæja þá, í þetta sinn
þér er heimil ólin.
En hvenær koma, kæri minn,
kakan þín og jólin?
Einar Már Guðmundsson og
Tolli gefa í sameiningu út
myndskreytta Ijoðabók nú fyr-
ir jólin. Hún heitir Klettur í hafi.
Þekktar og lífsreyndar
konur tryggja bóksölu
— íslenskar metsölubækur seljast yfirleitt í um 8 þúsund
eintökum, meiri sala þykir í hæsta máta óvenjuleg
Ef marka má metsölubóka-
lista síðustu ára eiga þekktar,
lífsreyndar og óljúgfróðar
konur sem komnar eru yfir
miðjan aldur mjög upp á pall-
borðið hjá íslendingum.
Helst þær konur sem þekktar
eru að góðu einu. Það mætti
ef til vill segja að þetta væri
gulluppskrift íslenska bóka-
markaðarins; ef ungur og
metnaðarfullur bókaútgef-
andi vill auðgast fljótt á starfi
sínu ætti hann að leggja allt í
sölurnar til að finna slíka
konu. Þær eru hins vegar
ekki á hverju strái. Hann ætti
þó að átta sig á því að íslensk
skáldverk búa sjaldan til gull.
Það er svo sannarlega ekki
hlaupið að því að búa til met-
sölulista allra tíma á íslandi.
Útgefendur virðast telja það
þjóna hagsmunum sínum
best að gefa sem minnstar og
ógleggstar upplýsingar um
bóksölu — og bóksalarnir,
þeir hafa tamið sér sama
háttalag.
Þannig höfum við ekki við
annað að styðjast í meðfylgj-
andi metsölulista en saman-
tekt DV yfir mest seldu bæk-
urnar hver jól og slitur sem
fengust úr samtölum við
nokkra útgefendur og bók-
sala. En reynum samt að gera
okkur grein fyrir því hvaða
bækur hafa notið mestrar
hylli síðustu ár.
Bókamönnum sem PRESS-
AN ræddi við bar saman um
að sala á góðri metsölubók
næmi yfirleitt um 8.000 ein-
tökum, markaðurinn tæki
einfaidlega sjaldnast við
meiru. Allt þar fyrir ofan væri
óvenjulegt á einni jólavertíð;
í þeim flokki eru bækur á
borð við Á Gljúfrasteini, Ein á
forsetavakt og Uppgjör konu.
Semsagt hinar miklu met-
sölubækur.
Einn útgefandi benti á að
bækur sem gefnar eru út
undir nafni Alistairs MacLean
væru í rauninni ágætis við-
miðun, væru eins konar bar-
ómeter bókamarkaðarins.
Þær hefðu lengi selst í um
það bil 7.000 eintökum. Bæk-
ur sem væru fyrir ofan þær á
listanum hefðu því selst
meira en það, en bækur fyrir
neðan minna.
Þótt sumir settu spurning-
armerki við sölulista DV var
þó enginn sem treysti sér til
að rengja þá beinlínis. í meg-
inatriðum væru þeir mark-
tækir. Listar sem aðrir hafa
reynt að taka saman hafa
heldur ekki verið svo frá-
brugðnir lista DV. Þó hafa
menn nefnt að röð bóka á
þeim sé ekki einhlít og einnig
hefur það verið talinn galli á
listanum að hann er byggður
á sölu í smærri bókabúðum,
sumum úti á landi eða í út-
hverfum, en ekki reiknað
með sölu í stóru bókabúðun-
um í miðborg Reykjavíkur.
Það hefur DV talið óráðlegt
vegna þess að þær eru í eigu
bókaforlaga. Þetta gæti
kannski valdið því að hlutur
,,menningarlegra“ bóka er
rýrari en ella.
I meðfylgjandi listum er
semsagt að mestu leyti stuðst
við metsölulista DV. Þó er á
stöku stað hnikað til, eftir
ráðleggingum og áliti óvil-
hallra manna úr stétt útgef-
enda og bókaútgefenda. Síð-
an notum við þessar upplýs-
ingar til að reyna að finna
metsölubækur síðustu ára. Sá
fyrirvari er á að allar tölur
eru ágiskanir, þó ekki út í loft-
ið.
Einhver niðurstaða, túlk-
un?
Alltént sú að íslensk skáld-
verk virðast seint ætla að
verða verulegar metsölu-
bækur.
Ævisögur
1984: AUÐUR LAXNESS
1. Á Gljufrasteiní......Edda Andrésdóttir/Auður Laxness
2. Fimmtán ára á föstu..................Eðvarð Ingólfsson
3. Dyr dauðans...........................Alistair MacLean
4. Guðmundur Kjærnested..............Sveinn Sæmundsson
5. Jón G. Sólnes......................Halldór Halldórsson
A Gljúfrasteini var langsöluhæsta bókin og hefur líklega selst í rúmum
10 þúsund eintökum. Eðvarð Ingólfsson í tæpum 8 þúsund. Aðrar
minna.
1985: SEXTÁN ÁRA í SAMBÚÐ
I.Sextán ára í sambúð..................Eðvarð Ingólfsson
2. Lífssaga baráttukonu..........Inga Huld Hákonardóttir
3. Guðmundur Kjærnested.............Sveinn Sæmundsson
4. Njósnir á hafinu.....................Alistair MacLean
5. Löglegt en siðlaust............Jón Ormur Halldórsson
Engin afgerandi metsölubók. Sextán ára í sambúð, liklega um 8 þúsund.
Þrjár næstu á bilinu 7—8 þúsund.
1986: ÞURÍÐUR PÁLS
1. Líf mitt og gleði .... Jónína Michaelsdóttir/
Þuríður Pálsdóttir
2. Grámosinn glóir . . . . Thor Vilhjálmsson
3. Svarti riddarinn .... Alistair MacLean
4. Tímaþjófurinn Steinunn Sigurðardóttir
5. Saman í hring Guðrún Helgadóttir
Þuríður Pálsdóttir, 8 þúsund eintök. Grámosinn varla minna.
1987: HALLA LINKER
1. Uppgjör konu.....
2. Perestrojka.......
3. Helsprengjan......
4. Sænginni yfir minni
5. Ásta grasaiæknir . . .
......Halla Linker
Mikhael Gorbatsjof
. . Alistair MacLean
Guðrún Helgadóttir
.. . Atli Magnússon
Uppgjör konu, ein af stóru metsölubókunum, hefur líklega farið í næst-
um 10 þúsund eintökum. Aðrar seldust miklu minna.
1988: VIGDÍS OG STEINUNN
1. Ein á forsetavakt.............Steinunn Sigurðardóttir
Vigdís Finnbogadóttir
2. Býr íslendingur hér? . . . Garðar Sverrisson/Leifur Muller
3. Forsetavélinni rænt......John Denis/Alistair MacLean
4. íslenskir nasistar.........Illugi og Hrafn Jökulssynir
5. Markaðstorg guðanna...........Olafur Jóhann Ólafsson
Stóra metsölubókin, Ein á forsetavakt; líklega ein 12 þúsund eintök, en
fólk fékk svo mörg eintök að henni var mikið skilað. Leifur Muller seldist
líka vel, rúm 8 þúsund eintök.
1989: BJÖRN SV. BJÖRNSSON
I.Sagan sem ekki mátti segja .. Nanna Rögnvaldardóttir/
Björn Sv. Björnsson
2. Dauðalestin........Alastair MacNeill/Alistair MacLean
3. Ég og lífið..................Inga Huld Hákonardóttir/
Guðrún Ásmundsdóttir
4. Með fiðring í tánum..............Þorgrímur Þráinsson
5. Sendiherrafrúin segir frá............Heba Jónsdóttir
Með allra daufustu bókajólum. Efsta bókin, kannski hefur hún náð tæpra
8 þúsund eintaka sölu. Aðrar minna.
Einar Már Guðmundsson
Nafnlaus
smákaka
„Eg er að vísu fremur
kokkur en bakari og áhugi á
kökum tilheyrir meira æsku-
árunum. Með aldrinum er ég
orðinn meira náttúraður fyrir
brauðmeti. Eigi að síður kann
ég eina uppskrift að fyrirtaks
smákökum sem eru ágætar
um jólin. Og uppskriftir eru
reyndar svolítið póetískar."
2 bollar af haframjöli
2‘/2 bolli af hveiti
2 bollar af sykri
1 bolli af smjörlíki
1 tsk. natrón
'h tsk. salt
1 bolli af brytjuðu súkkulaði
2 egg
Haframjöli, hveiti, sykri og natróni
er blandað saman. Súkkulaðið lát-
ið út í. Smjörlíki blandað við. Eggj-
um hrært út í og hnoðað. Búnar
eru til lengjur, skornar í bita, þeim
rúllað í kúlur og þær pressaðar
milli handanna, settar á plötu og
bakaðar þar til þær eru orðnar
Ijósbrúnar.
Ævisögu- og æviminninga-
flóðið er slíkt fyrir þessi jól að
margir vildu sennilega kalla
það fargan. Þar ber langmest
á tiltölulega hraðunnum bók-
um sem unnar eru í samstarfi
blaðamanns við einhverja
þjóðkunna persónu, væntan-
lega bæði óljúgfróða og
merka. Allmiklu sjaldgæfara
virðist núorðið að merkisfólk
taki sjálft fram ritfæri og færi
endurminningar sínar í letur.
Náttúrlega er þetta í fullu
samræmi við það sem hefur
gerst meðal stærri og vold-
ugri nágrannaþjóða. Við
þessu er lítið að segja, útgef-
endum og höfundum fénast
ágætlega, lesendur fá tiltölu-
lega auðmelt lesefni sem
svalar forvitni þeirra, en
óneitanlega vill brenna við
að stíllinn á slíkum bókum
verði ógnar keimlíkur og lítið
um skemmtileg eða persónu-
leg tilþrif. Það vekur eftirtekt
hversu lítið gamlir stjórn-
málamenn eru talandi eða
skrifandi fyrir þessi jól, en
hins vegar hafa tveir stórfor-
stjórar látið skrá minningar
sínar: Kjartan Stefánsson
skrifar upp eftir Erlendi Ein-
arssyni, fyrrum Sambands-
forstjóra, og Steinar 1 Lúd-
víksson eftir Sigurdi Helga-
syni, fyrrum Flugleiðafor-
stjóra. Umtalað fólk er líka
með, kannski sumpart til að
það gleymist ekki svo hæg-
lega, kannski sumpart til að
leiðrétta ýmiss konar sögu-
burð og umtal, en auðvitað
líka vegna þess að það hefur
frá einhverju bitastæðu að
segja: Svanhildur Konráds-
dóttir skrifar um lífsháska
Jónasar Jónassonar útvarps-
manns, Þráinn Bertelsson um
grínfuglinn Ladda og Nanna
Rögnvaldardóttir setur sam-
an tvær bækur; um Heidar
Jónsson snyrti og Maríu Þor-
steinsdóttur, sem löngum
þótti einhver vinstrisinnuð-
ust kona á Islandi og ákaflega
höll undir Sovétríkin. Ragn-
heidur Davídsdóttir skráir
sögu Siguröar Ólafssonar,
hestamanns og söngvara, en
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
fer í smiðju til Sigurveigar
Guömundsdóttur, kennara í
Hafnarfirði. Og varla hefur
það farið framhjá neinum að
Ingólfur Margeirsson hefur
sökkt sér djúpt ofan í líf Árna
Tryggvasonar leikara. Af
þeim sem hafa sjálfir haft
nennu til að rita æviminning-
ar sínar er varla hægt að
nefna nema tvo: Vilhjálm
Hjálmarsson, fyrrum
menntamálaráðherra, og
Ómar Ragnarsson sjónvarps-
mann — það er ábyggilega
ekki nema fyrsta bindi. Loks
er svo að nefna fáeinar bæk-
ur sem eru ævisögur í eigin-
legri merkingu, byggja á ítar-
legum rannsóknum og
slímusetum á skjalasöfnum:
Ævisögu Kristjáns Eldjárns
eftir Gylfa Gröndal, lífssögu
Errós eftir Adalstein Ingólfs-
son og ævisögu Jónasar
Jónssonar frá Hriflu eftir
Gudjón Fridriksson, en hún
er líklega sú eina af ofantöld-
um bókum sem verðskuldar
þá nafnbót að vera sagn-
fræðirit...
1990: ÞORGRÍMUR Á TAKKASKÓNUM
1-Tár, bros og takkaskór........Þorgrímur Þráinsson
2. Bubbi......Silja Aöalsteinsdóttir og Bubbi Morthens
3. Ég hef lifað mér til gamans.......Gylfi Gröndal/
Björn á Löngumýri
4. Næturverðirnir.................Alistair MacLean
5. Margrét Þórhildur Danadrottning...Anne Woden-
__________________________________________Ræthinge
Barnabók í efsta sæti, poppstjarna í því næsta. Þorgrímur: Hátt i 10 þús-
und eintök. Bubbi: Ein 9 þúsund.
METSÖLUBÆKUR 1984—1990
1. Ein á forsetavakt.............Steinunn Sigurðardóttir
Vigdís Finnbogadóttir
2. Á Gljúfrasteini.....Edda Andrésdóttir/Auður Laxness
3. Uppgjör konu..............................Halla Linker
4. Tár, bros og takkaskór...........Þorgrímur Þráinsson
5. Bubbi.........Silja Aðalsteinsdóttir/Bubbi Morthens
6. Sextán ára í sambúð.................Eðvarð Ingólfsson
7. Býr íslendingur hér?...............Garðar Sverrisson/
Leifur Muller
8. Lif mitt og gleöi..............Jónína Michaelsdóttir/
Þuríður Pálsdóttir
9. Grámosinn glóir....................Thor Vilhjalmsson
10. Fimmtán ára á föstu................Eðvarð Ingólfsson.
Lauslega áætlað: Ein á forsetavakt; 12 þúsund. Á Gljúfrasteini; rúmlega
10 þúsund. Uppgjör konu; tæp 10 þúsund. Tár, bros og takkaskór; hátt
í 10 þúsund. Bubbi; um 9 þúsund. Aðrar á bilinu 8—9 þúsund.