Pressan - 12.12.1991, Qupperneq 31

Pressan - 12.12.1991, Qupperneq 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991 31 ækur & 'akkelsi Sonur bílaviðgerðamannsins aristókratinn og kolkrabbinn — Eimskip fœr þungar ádrepur í bókaflóöinu Hús Halldórs H. Jónssonar viö Ægisíðu; þar eru haldnar fínustu veislur í bænum. Ef einhver aðili er áberandi í jólabókaflóðinu, án þess þó að gefa út neina bók, hlýtur það að vera Eimskipafélag ís- lands. i bókinni Á slóð kol- krabbans fjallar Örnólfur Árnason um ættarveldið á ís- landi og telur að allir þræðir þess renni saman í húsi Eim- skipafélagsins við Pósthús- stræti. í endurminningabók telur Sigurður Helgason, fyrrum forstjóri Flugleiða, að ásókn í völd sé það sem knýi Eimskipafélagsmenn áfram tjl síaukinna umsvifa. Og Jón Óttar Ragnarsson skrifar lyk- Halldór H. Jónsson; fágaður aristókrati sem þó er ekki yfir þaö hafinn aö maka krókinn. ilróman um snillimenni sem á í baráttu upp á líf og dauða við ægivald peninga og ætta. Pað koma ótal nöfn við sögu í bók Örnólfs Arnason- ar um veldi kolkrabbans margumtalaða í íslensku við- skipta- og stjórnmálalífi. Tveir menn eru þó svo títt- nefndir að þeir hljóta að geta gert tilkall til þess að teljast aðalpersónur bókarinnar. Pað eru þeir Halldór H. Jóns- son, stjórnarformaður Islands svokallaður, og Hördur Sigur- gestsson, forstjóri Eimskipa- félagsins. Þetta er svosem engin furða, víða teygja þessir menn anga sína. Við getum af handahófi getið nokkurra fyrirtækja þar sem Halldór H. Jónsson hefur verið stjórnar- formaður, fyrrum stjórnarfor- maður eða stjórnarmaður: Sameinaðir verktakar, Eim- skipafélag íslands, Burðarás, Skipaafgreiðsla Jes Ziemsen, Garðar Gíslason, Skeljungur, Bændahöllin, íslenskir aðal- verktakar, Flugleiðir og Is- lenska álfélagið. Og þá er að- eins fátt eitt nefnt. Og Hörður, þótt vita ætt- laus sé, hálfgert fósturbarn títtnefndra fjórtán fjöl- skyldna; hann trónir eins og kóngur yfir íslenskum sam- göngu- og flutningaiðnaði — forstjóri Eimskips, stjórnar- formaður Flugleiða. Og þeg- ar Hörður talar leggja menn við hlustir. FÍNASTA FÓLK Á ÍSLANDI Halldór H. Jónsson fær þá einkunn hjá Örnólfi að hann sé mjúkmáll yaristókrati, sið- fágaður maður með góðan smekk, en slyngur og fylginn sér, kannski útsmoginn. Þótt hann gegni virðingaremb- ættum sé hann ekki yfir það hafinn að maka krókinn, eins og til dæmis þegar hann seldi einhver reiðinnar býsn af veggfóðri í stórhýsi sem hann átti þátt í að reisa — og var rekinn úr Arkitektafélagi ís- lands fyrir vikið. Það eru þó veislurnar í húsi Halldórs við Ægisíðu 88, flottræfilshátturinn og ,,há- stéttarlífið" á Halldóri og kumpánum hans sem virðist Örnólfi einna hugstæðast; „Þetta er alveg sérstakt ,,sósæétí“ hér í landinu. Þetta er fólkið sem kaupir dýru málverkin. Ekki á uppboðun- um, heldur svona prívat. Þetta er fólkið sem byggir þessar fínu og risastóru „vill- ur“, býður hvert öðru í lokað- ar smóking- og síðkjólaveisl- ur á einkaheimilum, heldur þessa gríðarlegu höfðingja- sumarbústaði. Svona býr það sér til sérstakan heim, sem þetta áhrifafólk lifir í. Á sumr- in er riðið á úrvalsgæðingum milli laxveiðiánna og rætt um málverkakaupin. En þetta er lokaður selskapur og mottóið er að láta ekki mikið á sér bera út á við. Þegar yfirlits- sýningar eru á verkum meist- ara íslenskrar myndlistar og við myndir stendur „í einka- eign", þá eru eigendurnir yfir- leitt úr þessum hópi.“ Og ennfremur: „A heimili hans við Ægisíð- una, gegnt Bessastöðum, eru til dæmis einatt brúkaðir undirdiskar úr gulli þegar góða gesti ber að garði. Og þegar stjórn Eimskips heldur mannfagnað á Hótel Sögu þykir formanninum ekki sæmandi að bjóða einungis upp á þann borðbúnað, sem þar er notaður í veislum fyrir þjóðhöfðingja ý opinberum heimsóknum til íslands, held- ur er náð í almennilega kerta- stjaka og annað þvíumlíkt heim til Halldórs. Og þegar haldið var upp á 75 ára af- mæli Eimskips árið 1989 með Sigurður Helgason; baröist viö Eimskipafélagiö, vann orr- ustu en tapaði stríöinu. 200 manna veislu á Hótel Sögu hlaut hver hofróða skartgrip úr skíragulli í borð- gjöf. Þarna svífur andi Hall- dórs yfir öllu og nokkur ár í návist hans geta vegið upp á móti hversu sáru ættleysi sem er.“ MOGGINN SEGIR STOPP Ólíkt Halldóri og aðals- mannstilburðum hans er Hörður Sigurgestsson svolítill töffari, harður nagli sem hófst af eigin rammleik, son- ur bílaviðgerðamanns sem reis til hæstu metorða, bis- nessmaður fram í fingur- góma, sem veit mæta vel af þeim völdum sem hann hefur og nýtur þeirra. Örnólfur hef- ur líka spurnir af því að hann þyki ekki hafa ýkja mikla kímnigáfu, en hins vegar sé hann smátt og smátt að læra hina aristókratísku fram- komu í skóla Halldórs H. Jónssonar. Örnólfi Árnasyni verður tíðrætt um samskipti Harðar við Morgunblaðið, einkum þó Styrmi Gunnarsson ritstjóra. Lengstum hafa verið marg- rómaðir kærleikar með Mogganum og Eimskipafé- laginu. Það gjörbreyttist þeg- ar Styrmir skrifaði frægt Reykjavíkurbréf 10. mars 1990. Þar leiddi Styrmir að því getum að Eimskip væri að breytast í „fjölskyldufyrir- tæki“ og spurði áleitinna spurninga um þá samþjöpp- un sem orðið hefði í eignar- aðild að fyrirtækinu. Að nafn- inu til væru eigendur um 13 þúsund, en í raun ættu um 15 aðilar um 40 prósent í fyrir- tækinu. Og Styrmir segir orð- rétt: „Af þessum sökum er ekki ólíklegt, að samþjöppun á eignaraðild að Eimskipafé- laginu hafi orðið með þeim hætti á löngum tíma, að eig- endur hlutabréfa hafa komið á skrifstofu félagsins og óskað eftir því að félagið keypti bréfin, sem hafa svo verið seld aftur ýmsum af nú- verandi forráðamönnum fyr- irtækisins." Og Styrmir bætir við að slík viðskipti séu bönnuð með lögum í flestum öðrum vest- rænum ríkjum, þar séu í gildi ákvæði sem banni stjórnend- um fyrirtækja sem jafnframt eru hluthafar að notfæra sér vitneskju um innri málefni fyrirtækjanna til að hagnast á viðskiptum með hlutabréf í þeim sömu fyrirtækjum! HLUTABRÉFÁ HLÆGILEGU VERÐI Örnólfur leggur út af þess- um viðskiptum, hvernig gengu þau fyrir sig? Jú, hann segir að áður en hlutabréfamarkaðir hófu störf hafi verið stöðugur straumur af fólki inn á skrif- stofu Eimskips; þetta hafi ver- ið venjulegt fólk með lítið viðskiptavit sem vildi losna við hlutabréf í fyrirtækinu. Það hafi verið auðsótt mál og félagið hafi borgað þessu fólki smánaraura fyrir bréfin, nafnverð þeirra, sem var hlægilega lágt. Ekki hafi ver- ið til nein opinber skráning á verðmæti þeirra til að styðj- ast við. Afdrif þessara bréfa hafi verið dálítið einkennileg. Þau hafi keypt sjálfur forstjórinn, Hörður, stjórnarformaður- inn, Halldór H. Jónsson, og varaformaðurinn, Indridi Ftílsson í Skeljungi. Með þessu móti hafi hluta- fjáreign þeirra aukist til muna og Hörður, sem kominn er af alþýðufólki, eignast hlutabréf fyrir hátt í hundrað milljónir. Það er ekki furða þótt Matt- híasi og Styrmi hafi blöskrað skrifar Örnólfur. Vinátta hefur náttúrlega orðið að engu út af minna til- efni og Örnólfur hefur heyrt á skotspónum að Hörður sé svo hatrammur út í Styrmi að hann nefni þennan fyrrum vin sinn ekki lengur með nafni, heldur heiti hann nú einfaldlega „Morgunblaðið". En þegar mikið liggi við að greina á milli Styrmis og Matthíasar, þá sé hann í munni Harðar „tengdasonur Finnboga Rúts“. Morgunblað- ið sjálft sé hins vegar hætt að heita Morgunblaðið í máli Harðar; það heiti núorðið „blað alþýðunnar". OFMETNAÐIST HÖRÐUR? Eimskipafélag íslands hlýt- ur þungar ákúrur í jólabóka- flóðinu fyrir útþenslu og valdabrölt, ekki bara í bók- inni Á slóð kolkrabbans eftir Örnólf Árnason, heldur líka í æviminningum Sigurdar Helgasonar, fyrrum forstjóra og stjórnarformanns Flug- leiðaj sem birtast undir heit- inu / sviptivindum. Sigurður skýrir frá þvi, og þarf engum að koma á óvart, að lengi hafi andað köldu milli hans og Eimskipafélagsmanna, sem hafa átt mikinn og vaxandi hlut í Flugleiðum. Fyrsti ásteytingarsteinninn sem Sig- urður nefnir er þegar Eim- skipafélagsmenn reyndu að koma Sigurgeir Jónssyni, þeim er síðar varð ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneyti, í stól forstjóra Flugleiða. Til þess segir Sigurður að þeir hafi notið stuðnings sterkra aðila í Sjálfstæðisflokki, til dæmis Alberts Gudmunds- sonar og Þorsteins Pálssonar. Þarna hafði Sigurður Helga- son þó betur og fékk því framgengt að Siguröur Helgason yngri, nafni hans, tók við forstjórastólnum. Þetta eru náttúrlega gaml- ar ávirðingar. Miklu nýlegri og stórvægilegri eru átökin sem urðu vegna vaxandi eignarhlutar Eimskipafélags- ins í Flugleiðum og urðu ekki síst merkjanleg fyrir aðal- fund 1990 þegar Eimskipafé- lagsmenn vildu koma Sigurði úr stjórnarformannsembætti, „kasta mér út“, eins og hann orðar það sjálfur. Sú tilraun mistókst og telur Sigurður að það hafi meðal annars verið vegna þess að Morgunblaðið varaði sterklega við útþenslu Eimskips. Það er svo auðvitað al- kunna að á síðasta aðalfundi höfðu Eimskipafélagsmenn sitt fram í skjóli hlutabréfa- eignar og atkvæðamagns; Hörður Sigurgestsson, for- stjóri Eimskips, varð stjórnar- formaður Flugleiða, Sigurður Helgason fór á eftirlaun. Sigurður fer ekki dult með þá skoðun sína að þar hafi ásókn í völd ekki síður ráðið gerðum Eimskipafélags- manna en hagsmunir. Annars minnist Sigurður þess og þykir dálítið kyndugt að Hörður Sigurgestsson skuli einmitt vera gamall starfsmaður Flugleiða. Hann var framkvæmdastjóri fjár- málasviðs félagsins frá 1974 tll 1979, þegar hann réðst til Eimskipafélagsins. Sigurð virðist hins vegar gruna að Hörður hafi af fremsta megni reynt að gleyma þessum hluta starfsævi sinnar. Og hann telur líka að Hörður sé nokkuð annar maður en þeg- ar hann vann hjá Flugleiðum: „Stundum hvarflar að mér hvort það kunni ekki að vera að Hörður hafi hreinlega of- metnast af því að klifra svo hratt upp metorðastigann sem raun ber vitni.“ ÆTTARVELDIÐ í DALLAS-BÚNINGI Jón Óttar Ragnarsson er líka heltekinn af ættarveld- inu í lykilskáldsögu sinni „Fimmtánda fjölskyldan". Þar er aðalpersóna Óskar, ná- ungi sem getur varla talist svo giska ólíkur Jóni Óttari sjálfum; ungur snillingur, rétt- sýnn og frjór. Hann á í eilífri baráttu við fjölskyldurnar fjórtán, og þær eru skipaðar mörgum persónum sem flest- ar bera keim af Herði Sigur- gestssyni (meira að segja sumar konurnar). Aðalátökin eru þó á milli snillingsins Óskars og ómennisins Ragn- ars. Ragnar minnir meira en lítið á persónu Jóns Ólafsson- ar í Skífunni, að minnsta kosti eins og hún lítur út í mýmörg- um kjallaragreinum Jóns Ótt- ars. Ragnar er ekkert annað en fé- og valdagráðugur þrjótur, undirförull, snobbað- ur, ófyrirleitinn og vandar ekki meðulin. Þannig notar Jón Óttar skáldsöguformið til að færa íslenska ættarveldið í eins konar Dallas-búning. At- burðarásin verður smátt og smátt lygileg, melódramat- ísk: Aðalskúrkurinn fremur morð til að komast yfir arf og kennir öðrum um. Snillingur- inn Óskar sviðsetur sjálfs- morð en birtist síðan sprelllif- andi á grískri eyju. Og náttúr- lega er það eiginkonan sem finnur hann, hver önnur? Hörður Sigurgestsson; sonur bílaviðgeröamannsins sem hófst af eigin rammleik til mikillar hlutafjáreignar. Þau hittast, þetta eru end- urfundir við eiginmann sem hún taldi dáinn, grafinn. Bak- sviðið er Eyjahafið, sólarlag- ið þar, veðurbarin andlit, djúpsæ augu. Samt líða ekki nema svona átján línur frá því þau hittast á nýjan leik og þangað til snillingurinn Ósk- ar tekur að messa yfir kon- unni um kolkrabbann heima á íslandi, samþjöppun auðs og valda. Jón Óttar er semsagt með kolkrabbann á heilanum, rétt eins og þeir Örnólfur og Sig- urður Helgason. Við látum aðra dæma um hvort hann er heilaspuni eða hættulegur óvinur... HÖRÐUR GEGN ALMENNINGSÁLITI Þess er svo að geta, svona í lokin, að Hörður Sigurgests- son svarar á vissan hátt fyrir sig í ritinu Lífsviðhorf mitt, viðtalsbók við átta nafn- kunna íslendinga sem Iðunn gefur út. Athugum hvernig Hörður svarar þessum klögumálum: „Völd? Ég hugsa ekki í völd- um. Ég bý ekki til samsæri og spinn valdavef mér til fram- dráttar. Slíkt er mjög fjarri mér. Það fer hins vegar ekki hjá því í þessu þjóðfélagi, eins og öðrum, að einhverjir fái völd. Spurningin er hvernig með þau er farið. Auðvitað hefur forstjóri Eimskips völd. Þau eru tæki til að ná ákveðnum markmið- um út á við og stjórna fyrir- tækinu inn á við. Fyrir mig persónulega hafa völd þýð- ingu sem tæki til að ná ár- angri og skila málum þannig áfram að ástandið sé betra en það var þegar ég kom að því. Ég held að umhverfi eins og hér á íslandi, þar sem menn eru undir margföldu eftirliti, gefi ekki tilefni til að hræðast misnotkun eða sam- þjöppun valds ... Aftur á móti má segja að fjölmiðlar hafi mikil völd, því þar er ákveðið hvað telst mik- ilvægt og hvað ekki. Það sem er kallað almenningsálit er ekki til sem mikill vísdómur að mínu mati og almenning- ur á kannski minnstan þátt í að búa það til þótt hann beri það áfram. Ég tek umtal ekki nærri mér nú orðið og hef kannski aldrei verið eins til- búinn til þess og núna að ganga gegn því sem kallað er almenningsálit."

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.