Pressan - 12.12.1991, Qupperneq 33

Pressan - 12.12.1991, Qupperneq 33
Kristján og skáldskapurinn Kristján Eldjárn var hæfileika- maður, fornleifafræðingur ágætur, forseti vinsæll og þótt segi um ræðu- skrif í dagbók:.ég get ekki gert þetta vel“, — þá blandast engum hugur um að Kristján var afbragðs stílisti og ræðumaður. Það er líka vandi að sjá annað en Kristján hefði getað orðið prýðisskáld. Eftir hann liggur afbragðsþýðing á Norður- landstrómet eftir norska skáldið og klerkinn Peter Dass, miklum kvæðabálki sem telur tæp sex- hundruð erindi. Eðli sínu sam- kvæmur virðist Kristján hins vegar hafa verið fullur lítillætis andspænis skáldskapargyðjunni. Til marks um það er þessi ágæta vísa sem Gylfi Gröndal birtir í nýrri ævisögu Krist- jáns: Öll min kvœdi eru fikt, eintóm skrípalœti. Adeins reykur eda lykt af því sem ég gœti. Orð með vængi Er Hannes Pétursson málsnjallast- ur íslendinga? Og Halldór Laxness næstum því jafnmálhagur og hann? Og Pétur Gunnarsson svolítið lélegri að fara með orð en Halldór, en samt ferlega góður? Og þeir líka afburða- snjallir Jónas Hallgrímsson, Þor- steinn frá Hamri, Sigurdur Pálsson og Dagur Sigurdarsoríí Andartak. Það er varla hægt að keppa í mál- snilld; og auðvitað eru þeir mál- snjallastir þrír höfuðsnillingar ís- lenskra bókmennta — Halldór, Jón- as og Snorri Sturluson, virðist ekki allt annað Iággróður í samanburði við þá? En fyrsttaldir höfundar eru semsagt þeir sem flest snjallyrði eiga í íslenskri málsnilld, safni fleygra orða sem Þórarinn Eldjárn tekur saman fyrir Mál og menningu. Hefði þetta verið sundkeppni, þá hefði Hannes semsagt komið fyrst- ur í mark, Halldór næstur, og svo koll af kolli: Pétur, Jónas, Þorsteinn, Sigurður, Dagur, Thor Vilhjálmsson, Steinn Steinarr, Steinunn Sigurðar- dóttir og Benedikt Gröndal. Annars getur maður ekki varist þeirri til- hugsun við lestur bóka af þessu tagi að Islendingum sé margt betur gef- ið, til dæmis frásagnaríþróttin, en list hinnar meitluðu stuttu setning- ar, þess sem heitir á alþjóðamáli „bons mots“ en á gömlu heimsveld- ismáli „bevingede ord“. En þá und- anskiljum við auðvitað höfunda ís- lendingasagna ... \ JEPPA HJÓLBARÐ- ARNIR VINSÆLU »HANK00K Jeppahjólbarðar frá Suður-Kóreu: 215/75 R15 kr. 6.550 235/75 R15 kr. 7.460 MANNGERÐIR SHELLAR Á ÍSLANDI Árni Hjartarson, Guðmundur J. Guðmundsson, Hallgerður Gísladóttir Rannsóknir á nær 200 hellum, elstu og sér- stæðustu húsakynnum á landinu. Fjöldi mynda og uppdrátta. Jón Sigurðsson °S Geirungar JÓN SIGURÐSSON 0G GEIRUNGAR Lúðvík Kristjánsson Neistar úr sögu þjóðhá- tíðaráratugar. Um Jón forseta og leynifélag ungra stuðningsmanna hans í Kaupmannahöfn. 30- 9,5 R15 kr. 7.950 31- 10,5 R15 kr. 8.950 31-11,5 R15 kr. 9.950 33-12,5 R15 kr. 11.600 Hröð og örugg þjónusta BARÐINN hf. ALMANAK ÞJÓÐVINAFÉ- LAGSINS Almanak um árið 1992, reiknað af Þorsteini Sæmundssyni, Ph.D., og Árbók fslands 1990 eftir Heimi Þorleifsson. ■1-30601 06 01-04044 ÍSLEN SK LEIKLÍST I ÍSLENSK LEIKLIST I Sveinn Einarsson Brautryðjendaverk um íslenska leiklistarsögu fram undir síðustu alda- mót. Upphaf leikstarf- semi hérlendis og leikrit- unar. RAFTÆKNI ORÐASAFN RAFTÆKNI- ORÐASAFN IV. Orðanefnd rafmagns- verkfræðinga. Orð og hugtök á sviði rafeinda- lampa og aflrafeinda- tækni. STUDIAISLANDICA 49 THE ANGLO MAN toiuni wt, raLOLocv and NmmiNmcxNniBY Mn*w © THE ANGLO MAN- ÞORLEIFUR REPP Andrew Wawn Rit á ensku um málfræð- inginn Þorleif Repp og störf hans í Bretlandi. Studia Islandica 49. ANDVARÍ ANDVAR11991 Tímarit Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Hins íslenska þjóðvinafélags. Ritstjóri: Gunnar Stef- ánsson. Aðalgrein: Ævi- þáttur um Björn Sigurðs- son, lækni, eftir Halldór Þormar. NÝLENDUNNI OG FLEIRI SÖGUR Franz Kafka 42 sögur eftir einstæð- an rithöfund. Þýðendur: Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson. JÓNS SIGURÐSSONAR ðíVAl « HÆC mntpnnujsm 'ióww'Mdnw BRÉF TIL JÓNS SIGURÐS- SONAR Úrval. 3. bindi. Þrír bréfritarar. Nafnaskrá yfir öll bindin. Umsjón: Jóhannes Halldórsson. UNDIR PARÍSAR- HIMNI Jón Óskar Nýjar þýðingar á Ijóðum eftir 23 frönsk skáld, ásamt sögu Ijóðbylting- arinnar í Frakklandi á 19. og 20. öld. (SLENSK TOGARA- ÚTGERÐ 1945- 1970 Þorleifur Óskarsson Saga mikilli umskipta í íslenskum sjávarútvegi. Útgáfa ( samvinnu við Sagnfræðistofnun Há- skólans. SÓLARLJÓÐ Umsjón: Njörður P. Njarðvík Kaþólskt helgikvæði. Eitt stórjkostlegasta trú- arljóð, ort á íslensku. Út- gáfa í samvinnu við Bókmenntafræðistofnun Háskólans. ISLAM. SAGA PÓLITÍSKRA TRÚARBRAGÐA Jón Ormur Halldórsson Saga Múhameðstrúar og samfélags múslima í heiminum. Rit um hita- mál í samtímanum. Bókaútgðfa nFa^/VIENNINGvlRSJÓÐS SKÁLHOLTSSTlG 7 • REYKJAVÍK SÍMI 6218 22

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.