Pressan - 12.12.1991, Page 44

Pressan - 12.12.1991, Page 44
44 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991 Hvernig heilsast okkur á sálinni á þessum umbrota- og krepputímum? Er þjóðin að leggjast í ótta og örvæntingu? Og hvaðan kemur þessi kreppa? Er hún kannski afleiðing af Áföllin dynja á þjóðinni um þessar mundir. Samdráttur á flestum sviðum vegna efna- hagsörðugleika vekur ugg í brjósti þjóðarsálarinnar. En á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem bregða sér utan í versl- unar- og skemmtiferðir aldrei verið meiri, innflutningur bíla stóraukist og fleira mætti nefna sem dæmi um ytri vel- megun. En hvernig líður þjóðarsálinni þegar að er gáð? Við leituðum svara við þessari spurningu. „Ef þú ert að tala um „Þjóð- arsálina" eins og hún kemur fram í útvarpsþættinum hjá Steingrímur: Mest sjarmerandi hvað þjóðin lætur illa að stjórn. önnur vísindi á fslandi. Mað- ur gefur nú ekki allt of mikið fyrir þessa vísindamenn. Stundum eru þessi vísindi saklaus og gera engum neitt, en í þessu tilfelli eru þau að skammta fólki lífsviðurværið. Ég held að Hafrannsókna- stofnun geri sér ekki grein fyrir því að hún er í aðstöðu til að setja hér allt á hausinn og er á góðri leið með það og það segir enginn neitt við því af því það eru vísindi. Þannig eru íslendingar alteknir alls konar bábiljum og segja ekki orð þó að það sé kannski ver- ið að höggva undan þeim fæt- urna ef það er vísindamaður með exina," sagði indriði G. Þorsteinsson. Stefáni Jóni Hafstein þá sést bara að fólk er sífrandi og þrasandi um alla skapaða hluti. Þetta er orðin lenska að finnast allt voðafega vont og erfitt en þó virðast allir lifa sæmilega enn sem komið er. Hins vegar heldur fólk ekki áfram ferðum til Newcastle nema peningar verði prent- aðir á himnum eða Jóhanna verði dugleg í húsbréfamál- inu,“ sagði Iridridi G. Þor- steinsson ritstjóri. ÞJÓÐIN ER KOLRUGLUÐ „Annars líður þjóðarsálinni aðan hlut, en trúirsvona svo- lítið frá degi til dags, eins og skoðanakannanir bera með sér. Þær eru mjög lýsandi um þetta. Einn dag eru 60—70% með einhverjum stjórnmála- flokki og annan dag er hann kolfallinn. Það er varla að Sjálfstæðisflokkurinn kæmist inn á Alþingi núna. Ef það hefur ekki orðið rug! ein- hvers staðar á leiðinni þá veit ég ekki hvað á að kalla þetta. Svo er eitt sem ég býsnast oft yfir, og mér finnst bæði ríkisvald og þjóðin sjálf slegin Helga: Okkur skolar á land eftir flippið. að skilja karlana eftir með úr- lausnir sínar í efnahags- og at- vinnumálum. Nú verða kon- ur að horfast í augu við þær staðreyndir að það stendur upp á þær að skapa sér vinnu, fara að skipta sér af efnahagslífinu og leggja til at- lögu við þann geira sem þær hafa ekki gert fyrr. í Hlað- varpanum eru 200 konur með varning til sölu og þar er mikil söluaukning sem sýnir að fólk er meira að hverfa frá fjöldaframleiðslu og fer yfir í persónulegri og vandaðri hluti,“ hélt Helga áfram. „Nei, ég er ekki hrædd um þjóðarsálina. Eftir svona bruðl, vitleysu og flipp sem þjóðin er búin að vera á þá skolar fólki að landi og vakn- ar upp. Það er bara hollt fyrir okkur að takast á við hlutina og þá verða hin sönnu gæði áþreifanlegri," sagði Helga. MARGIR EKKI í JAFNVÆGI „Ég vil nú byrja á að segja að þjóðarsálin sé sennilega ekki til. Að vísu hafa þjóðir samkenni og menn finna að andrúmsloftið breytist þegar þeir fara yfir landamærin frá Þýskalandi til Frakklands eða frá íslandi til Bandaríkjanna. En þjóðarsálin er sál 255 þús- und Islendinga og sumum líð- ur vel og öðrum illa,“ sagði Hannes Hólmsteinn Gissurar- son lektor. „Ég held hins vegar að mörgum líði ekkert verr en þeim þyrfti að líða því þrátt fyrir allt eru hér betri lífskjör og meira öryggi en víðast annars staðar. Jafnvel þótt fiskaflinn dragist saman um 10% þá þarf það ekki að þýða tekjumissi um 10% ef verðlag á fiski hækkar. Álverið var skrýtilega. Ég held að hún sé dálítið rugluð og hafi verið það nokkuð lengi. Ég held að hún sé eiginlega kolrugluð," sagði Indriði ennfremur. En af hverju er þjóðin orðin kol- rugluð, Indriði? „Ástæður þess eru þær að hún hefur í raun engar leið- beiningar og vill engar leið- beiningar. Hún er orðin svo vön því að það sé verið með refskap við hana að hún er hætt að trúa á nokkurn skap- 'undarlegri blindu yfir, og það er Hafrannsóknastofnun. Ég skil hvorki upp né niður í þeirri stofnun. Hún er búin að vera að vernda fiskinn i ára- tugi og hann er aldrei minni en núna og heldur áreiðan- lega áfram að minnka og endar í núlli. Það verður eng- inn þorskur eftir reiknings- lega í sjónum innan skamms tíma ef þetta heldur svona áfram. Menn bara taka þetta gott og gilt og segja að þetta séu vísindi. Ætli það sé ekki tómt helvitis rugl eins og GOÐUR TIMI FYRIR KONUR „Þaö eru vissulega þreng- ingar en ég held að upp úr þeim komi bara gæði. Það er að vísu myrkt framundan í ýmsum greinum og þá ekki síst í atvinnu- og efnahagslífi. En ég held að þegar fólk fer að sortera hlutina þá séu það frekar gæði sem standa eftir," sagði Helga Thorberg leik- kona. „Þessi tími er góður fyrir okkur konurnar. Konur sjá það sjálfar að það þýðir ekki bara væntanlegur vinningur en við erum ekki að tapa neinu. Það getur vel verið að lífskjörin verði þau sömu eftir eitt eða tvö ár og þau eru núna ef verð á fiski heldur áfram að hækka. Því held ég að kvíði, ótti og angist margra íslendinga sé á mis- skilningi byggður. En vafa- laust er mikið kreppuhljóð í mörgum og okkur veitir ekk- ert af að rifa seglin. En ég held að íslendingar tali um að þeir séu hamingjusamir en séu óhamingjusamir. Það er Hannes Hólmsteinn: Kvíði, ótti og angist margra á mis- skilningi byggður. ins. Ég vildi fara með vísu í þessu sambandi: Náttúran er uor milda módir sem dýrar gjafir gaf oss. Ríkiö er vor stóri bróðir sem tók þœr allar af oss. Þetta er eftir Piet Hein í þýðingu Kristjáns Eldjárn og mætti gjarnan komast inn í þjóðarsálina," sagði Hannes Hólmsteinn Gissurarson. LÆTUR ILLA AÐ STJÓRN „Ég held að þessi þjóðarsál geti ráðið líðan sinni og dreg- ið jákvæðar ályktanir af nei- kvæðri reynslu. Við megum ekki láta deigan síga og ég hef mikla trú á ákveðnum kjarna þessarar þjóðar," sagði Steingrímur St.Th. Sigurds- son listmálari. „Það sem bagar þessa þjóð er uppeldisleysi. Ef þjóðin hefði prinsipp, ég tala nú ekki um stjórnmálamennina sem gefa vissan tón, væri ástandið betra. Davíð stóð sig sig frá- bærlega í viðtali á Bylgjunni um daginn. Hann hélt sig við staðreyndir og varðveitti sjálfsvirðinguna og kímni- kenndina. Eftir því sem fréttamaðurinn spurði hann ógeðslegar þeim mun þokka- fyllri urðu svörin. Ég bind vonir við ákveðna leiðtoga okkar og vona og bið til Guðs að þetta fari allt á betri veg. íslendingar þurfa að fá vitið aftur og það er ekki hægt nema þjóðin fari að lifa öðru- ríkt í íslendingum að bera sig vel en það eru mjög margir hér sem ekki eru í jafnvægi og ósáttir við persónuleika sinn,“ sagði Hannes Hóm- steinn. „Ef stjórnvöld fara nú ekki út í það að bjarga bágstödd- um fyrirtækjum, heldur leyfa fólki sem nýtir fjármagn sitt illa að hætta starfsemi í friði, þá knýr þetta atvinnulífið til hæfilegrar endurskipulagn- ingar og hagræðingar. Ég vara við því að hrófla við sjálfsleiðréttingu markaðar- Indriði: Tómt helvítis rugl eins og önnur vísindi á ís- landi. vísi. Hún gleymir þvi að mestu verðmætin í lífinu eru ókeypis. Við eigum besta land í heimi, besta loftslagið, fallegustu tunguna og bestu fornbókmenntirnar. En það er kannski mesti sjarminn við þjóðina hvað hún lætur illa að stjórn," sagði Steingrímur. DELLUKENNT ÞUNGLYNDI „Þjóðarsálin hefur verið sjúkdómsgreind og ég held að sú greining komi frá Sig- urði Pálssyni skáldi. Hann segir að þjóðin sé unglingur sem haldinn er dellukenndu þunglyndi. Enda erum við heltekin tækjadellu á mörg- um sviðum og eigum víst met í fjölda myndbandstækja og farsíma á íbúa. Svo ekki sé minnst á bílaeignina. Fólk með venjuleg laun ekur hér um á dollaragrínum meðan íbúar nágrannalandanna aka á venjulegum bílum og leggja fyrir peninga til sumarleyfis- ferða,“ sagði Steinunn Sigurð- ardóttir rithöfundur. „Ég hef hins vegar mestar áhyggjur af því hvernig börn- unum líður. Þau er vanrækt í þjóðfélagi þar sem skóladag- ur er stuttur en báðir foreldr- ar vinna úti. Það eru líka hóp- ar sem maður veit lítið um, eins og margt venjulegt fólk sem berst í bökkum án þess að nokkuð sérstakt ami að annað en það að það neyðist til að lifa eymdarlífi vegna lágra launa. Líf barna úr svona fátækum fjölskyldum hlýtur að vera erfitt og ég er mjög hrædd um að það sé lit- ið á þau, eða þau líti á sig, sem annars flokks. Hér geng- ur nefnilega allt út á peninga. En ég held að lífið víða úti á landi sé heilbrigðara og meiri andleg vellíðan þar en hér í Reykjavík þar sem er sífelld- ur hasar og læti kringum ekki neitt. Að mörgu leyti er Reykjavík orðin ieiðinleg borg. Vinir hittast ekki, fólk talar ekki saman og allir eru alltaf að flýta sér. Það er eins og lífið hér sé svo flókið og stressandi. Við íslendingar gerum allt of lítið af því að reyna að skilgreina okkur og athuga hver við erum og þar með hvernig þjóðarsálinni líður,“ sagði Steinunn Sigurð- ardóttir. Sæmundur Gudvinsson Steinunn: Hef mestar áhyggj- ur af liðan barnanna.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.