Pressan - 12.12.1991, Síða 48

Pressan - 12.12.1991, Síða 48
48 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991 lífj ejjtisi UppÁÍHAlds VÍNÍð Guövaröur Gíslason veitingamaður „Mitt uppáhaldshvilvin er Sancerre og uppáhaldsraud- uinið mitt er ódýrt en gott uín sem heitir Chianti Classico Riserua Ducale. Ég bíð spenntur eftir að fá 1991-ár- gerðina af Beaujolais Nou- ueau, en það uín er að koma til landsins þessa dagana. Það er alltafsérstök stemmn- ing að drekka það." Ástaratlot heitir ný fræðslu- og skemmtibók eftir helsta kynlífsfraeð- ing Breta, andrew stan- way, sem Forlagið gefur út fyrir jólin. í bókarkynn- ingu segir að bókin svipti meðal annars hulunni af gömlum feimnismálum, miðli þekkingu og auki skilning á listinni að elska, takmörkunum hennar og tækni. Siðast en ekki síst prýðir bókina fjöldi Ijós- mynda á þeim tæpu tvö hundruð blaðsíðum sem bókin spannar. Mér hefur reynst best að kíkja á almenningshlutafélögin. Það eru mátulega stórir vinnustaðir til að fólk skipti sér af manni þó að það kannist ekki við mann. Þar er líka meiri séns á að hitta góða konu. Ef maður ætlar að bjarga sér frá að- fangadagskvöldi í Slysa- varnafélagshúsinu þarf maður að fara að krækja í eina, — og þá helst um helgina. Það tekur að lág- marki tíu daga að tala sig inn á þær svo þær leyfi manni að vera um jólin. l'M YOUR FAN The Songs of Leonard Cohen AðdáendurCohens eru kannski hlutfalls- lega flestir á íslandi og i Noregi en tón- elskir, og sérstaklega í yngri fylkingunni, eru lika dyggir „fanar". I'm Your Fan er gerð til heiðurs gamla skáld- inu (sem jafnframt ætlar að gefa út nýja plötu á næsta ári sem að öllum líkindum fær nafnið Before Real). Listamenn á borð við Pixies, R.E.M., James, Nick Cave, House of Love, lan McCullock og John Cale flytja hér 18 lög ásamt minni spámönnum. Þetta er indæl plata þótt flutningi Cohens sjálfs verði ekki slegið við. Með betri safn- plötum og fær 7 af 10. gott ballband en i henni eru Vignir Daðason söngvari og munnhörpuleikari, Ari Daní- elsson saxófónleikari, Ari Ein- arsson gítarleikari, var áður í íslandsvinum, Hafsteinn Val- garðsson, áður í Rokkabilly- bandi Reykjavíkur, Jón B. Lofts- son trommari íslandsvina og Valgeir Margeirsson hljóm- borðs- og trompetleikari. Á sunnudagskvöldiö skemmtir hinn Ijúfi og geöþekki trúba- dor og myndlistarmaöur Guð- mundur Rúnar Lúðvíksson. Tveir vinir hafa tekið i notkun 120 tommu myndvarpa þar Geimsteinn hefur gefið út hljómdiskinn „Skáld á nýjum skóm", sem hefur að geyma 13 lög og eftir kristjAn hreinsson. Kristján er betur þekktur sem skáld; hann hefur gefið út sex Ijóðabækur og kom sú síðasta út fyrir fáeinum dögum. Á hljómdiskinum nýtur Kristján aðstoðar pálma GUNNARSSONAR Og MAGN- ÚSAR ÞÓRS SIGMUNDSSON- ar við bakraddirnár á plötunni en tryggvi HÚBNER og PÉTUR HJALTE- sted leika með honum á hljóðfærin. Á menningarkvöldi Hressó í kvöld les árni tryggvason leikari úr bók sinni og ingólfs mar- geirssonar, „Lífróðri", él- ÍSABET JÖKULSDÖTTIR leS Úr nýrri bók sinni, „Rúm eru hættuleg" og þórarinn eldjárn kemur og les úr tveimur Ijóðabókum sín- um sem koma út fyrir jól- in, „Ort" og „Hinni há- fleygu moldvörpu". Eftir lesturinn kemur fram nýr leikhópur sem nefnist „Leikkonukrílin" og flytur stutta gamanþætti. Krílin eru bAra lyngdal magnús- dóttir og tvíburarnir ásta og harpa arnardætur. Guðlaugur Bjarnason Innísetning í cinn einn ,,Á sýnirtgunni ueröur fjöldi Ijósmynda af mjög huers- dagslegum hlutum. Þelta eru myndir frá Európu og Reykja- uík, af sandhrúgum, götu- eda byggingarframkuœmd- um, stillönsum og þess hátt- ar,“ segir Guðlaugur Bjarnason myndlistarmad- ur, sem nú er ad opna sýn- ingu í gallerí Einn einn á Skólauördustíg. „Innísetning" er íslenskt orð yfir installation. „Ég ætlaði upphaflega að sýna skúlptúra sem ég gerði í Edinborg, en þegar ég kom á staðinn og sá salinn fannst mér spennandi að hann var á byggingarstigi og þá ákvað ég að notfæra mér það ástand. Ég safnaði því saman öllu sem varð afgangs við endurbygginguna; gömlum rörbútum, hurðum, einangr- un, timbri og öðru slíku, og raðaði því upp á skipulegan hátt í salnum. Inni var opinn veggur sem eftir var að ganga frá og að lokinni sýn- ingu kom ég fyrir í veggnum, áður en honum var lokað, ýmsu dóti sem verið hafði hluti af sýningunni." En nú ertu með Ijósmyndir. Ekki getur það talist innísetn- ing? „Ekki beint, en ég tengi sýninguna frá í febrúar við sýninguna núna með þeim hætti að þegar ég kom síðast þá tók ég mikinn fjölda ljós- mynda af þakinu á húsinu sem sýna viðgerðirnar á því. Þessar myndir hengi ég á vegginn í salnum sem geymir inni í sér ýmsa muni sem voru hluti af sýningunni síð- ast. Að öðru leyti eru á sýn- ingunni þessi mótíf sem ég talaði um áðan.“ © do Klara Ægisdóttir er tvítug og starfar í Pennanum á dag inn en á kvöldin er hún í Skrifstofu- og ritaraskólan- um. Klara er tvíburi, hún er trúlofuð og í sambúð. Hvað borðarðu í morgun- mat? „Ekki neitt, ég borða aldrei morgunmat. Kanntu að elda? „Já já, ég kann að elda allt sem nöfnum tjáir að nefna." Hvar vildirðu helst búa ef þú ættir þess ekki kost að búa á íslandi? „í Austurríki, þá gæti ég farið á skíði." Hvernig strákar eru mest kynæsandi? „Háir, vel vaxnir og Ijóshærðir." Hugsarðu mikið um í hverju þú ert? „Já, ég reyni að vera þokkalega til fara." Gætirðu hugsaö þér að reykja hass? „Nei, alls ekki." Hvaða ilmvatn notarðu? „Ysatis." Ferðu ein í bíó? „Nei, ég hef aldrei farið ein í bíó og langar ekki til að reyna það." Við hvað ertu hræddust? „Ógeðsleg skorkvikindi. Ég er kannski ekki beint hrædd við þau, en þau eru viðbjóðsleg." Hvað mundirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? „Reyna að kaupa mér ibúð." Hefurðu verið til vandræða drukkin? „Já, einu sinni, og ég vil ekki endurlifa það." Er ungt fólk meðvitað um eyðnihættuna? „Já, ég held að það sé að aukast. Umræð- an hefur aukist mjög í kjölfar játningar Magic Johnson og dauða Freddy Mercury." Trúirðu á ást við fyrstu sýn? „Já, hún er til." Gætirðu hugsað þér að vinna í fiski? „Ég hef unnið í fiski en ég gæti samt ekki hugsað mér að gera það til frambúðar." Hvaða orð lýsir þér best? „Ákveðin." Áttu þér eitthvert mottó í lífinu? „Að lifa fyrir daginn í dag." dUute/i Bjartmar Gudlaugsson tónlistarmaður PRESSAN bað Bjartmar að stilla upp ímynduðu kvöld- verðarboði þessa vikuna. Var honum að sjálfsögðu heimilt að bjóða hverjum sem er. Þetta eru gestir Bjart- mars: Davíð Oddsson til að sjá um að menn gleymi ekki að skála. Hannes Hólmsteinn Gissur- arson til að sjá um að Davíð gleymi ekki að tala. Jóhanna Siguröardóttir vegna þess að hún er ekki strákur. Sighvatur Björgvinsson til að segja veislugestum hvernig á að laekna sjúka með hugarorku. Eiöur Guönason til að flokka ruslið eftir mat- inn. Jón Baldvin Hannibalsson hann gæti talið veislugestum trú um að langhalinn, sem fram verður borinn, sé humar. Friðrik Sophusson til að dobla út úr honum Bún- aðarbankann og til að borga veistuföngin. Óli kommi til að halda hátiðarræðuna. sem er ætlunin að sýna í fram- tíðinni tónlistarmyndbönd, stuttmyndir og beinar útsend- ingar frá kappleikjum. Hljómsveitin Blautir dropar leikur á Staðið á öndinni bæði föstudags- og laugardags- kvöld. Það verður ekkert sleg- ið af í fjörinu segir Búðdæling- urinn Jóhann Þór Kjærnested söngvari dropanna. Aðrir í sveitinni eryu Brynjar Reynis- son bassaleikari, Stefán H. Henrýsson á hljómborð, Gunn- ar Þór Eggertsson gítarleikari og Haraldur Ó. Leonardsson á trommur. Sálin hans Jóns míns leikur á Gauk á stöng í kvöld en Glaumar föstudags- og laugar- dagskvöld. í Glaumum eru meðal annarra Jakob, Jósep og Eggert sem voru í Skriðjökl- unum sálugu. Jakob var auk þess í Góðkunningjum lögregl- unnar. Glaumar eru þrusu helgarband sem leikur lögin sem öll þjóðin þekkir, rútu- bíla- og skátasöngva, enda slógu þeir eftirminnilega í gegn á afmæli Gauksins í nóv- ember síðastliðnum. Á sunnu- dagskvöldið verður hið þræl- skemmtilega Sniglaband á Gauknum. VEITINGAHÚSIN Eitt það versta sem getur komið fyrir nokkurn mann er fara á veitingahús til að njóta Ijúfrar máltíðar í góðum fé- lagsskap og vera rétt byrjaður á súpunni þegar leifarnar af jólaglöggs-partíi Sambands- ins hellast inn og yfirtaka næsta borð meö hópsöng, rifr- ildum, þukli undir borðum og hrópum á þjónustuliðið. (Það skal strax tekið fram að þetta er ekki bundið við starfsfólk Sambandsins. Það er sama hvaða fólk er tekið og látið drekka lystauka í fimm klukkustundir, — það verður óhæft til kvöldverðar og enn verra ef lystaukinn er soðið rauðvín með rúsinum og kláravini út í.) Eina ráðið viö þessu er aö fara ekki út aö borða með elskunni sinni í desember. Annað sem mætti reyna er að drekka líka lyst- auka í fimm klukkustundir áð- ur en haldið er út á lífið. í því ástandi er fátt sem pirrar mann. LÁRÉTT: 1 fingralöng 6 ládeyða 11 athyglin 12 fjúka 13 kvendýrið 15 steintegund 17 askur 18 vefjarlóð 20 viður 21 stórstraumsíjara 23 svefn 24 fæðingu 25 afturgöngu 27 fornskáld 28 götuheiti 29 ausa 32 kirtill 36 kramur 37 kverk 39 krika 40 tré 41 ákafur 43 kjaftur 44 vann 46 þefaði 48 rykkornið 49 skip 50 þáttur 51 fylgismaðurinn. LÓÐRÉTT: 1 þrengsli 2 hræðsluna 3 þögulu 4 málmur 5 gildi 6 glyrna 7 púðrar 8 þakskegg 9 skógarmur 10 bersýnilegs 14 bruðlir 16 smásilungur 19 stálma 22 skvettir 24 hvammurinn 26 spök 27 slæða 29 feiti 30 stefna 31 áburðardýr 33 prúði 34 eytt 35 trjónan 37 kæki 38 fylgihnöttur 41 hugarfarið 42 vinur 45 fugl 47 seyði.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.