Pressan - 12.12.1991, Qupperneq 49
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991
49
La Bohcmc
í Borgar-
lcikhúsinu
„Það er auðvitað mjög
glæfralegt af okkur að ráðast
í þessa uppfærslu, því hún er
fokdýr í uppsetningu og ís-
lenski áheyrendahópurinn
er, til þess að gera, ekki stór,
en við erum nú að safna á
fullu þessa dagana," segir
Margrét Pálmadóttir, söng-
kona og einn af aðstandend-
um Óperusmiðjunnar, sem er
um þessar mundir að ráðast í
stærsta verkefni sitt til þessa,
óperuna La Boheme eftir
Puccini.
Uppfærslan er samstarfs-
verkefni Óperusmiðjunnar
og Leikfélags Reykjavíkur og
Margrét Pálmadóttir
verður óperan frumsýnd 28.
mars á næsta ári á stóra svið-
inu í Borgarleikhúsinu.
Um 80 manns taka þátt í
sýningunni sem Bríet Héðins-
dóttir leikstýrir og er ætlunin
að hafa tvöfalt sett söngvara í
stærstu hlutverkunum nema
í hlutverki tenórsins Rodolfo,
það verður í höndum Þor-
geirs Andréssonar, sem nú
syngur Tamínó í Töfraflaut-
unni.
„Við stefnum mjög stíft á að
geta boðið til landsins ís-
lenskum tenórum sem starfa
erlendis til að syngja tenór-
hlutverkið á nokkrum sýn-
ingum. Kristján Jóhannsson
kemur væntanlega, Olafur
Bjarnason og Guðbjörn Guð-
björnsson, sem báðir starfa í
Þýskalandi, og Kolbeinn Ket-
ilsson vonandi líka."
fe&kin
RICHARD NIXON
IN THE ARENA
Tricky Dick er einn
skrautlegasti stjórn-
málamaður sögunnar.
Hann féll með bauki
og bramli og síðan
hefur hann helgað ævi
sína eigin endurreisn.
Þó ekki væri fyrir ann-
að en Watergate þá er
ástæða til að glugga í
bókina, sem hefur ver-
ið til sem pappírskilja
síðan í apríl. Sjálfsævi-
sögur stjórnmála-
manna eru varasamar
í eðli sínu og segja
stundum meira með
því sem þær geta
ekki. Það kemur til
dæmis ekki fram í
þessari bók að Nixon
hætti til að svindla í
keilul Bókin er 450 bls.
og kostar 838 krónur
og fæst í Eymunds-
son. í pólitíska flokkn-
um fær hún
7 af 10.
KLASSÍKIN
Jóla- og fjölskyldutónleikar
Sinfóníuhljómsveitarinnar í
kvöld. Sænski söngvarinn og
gítarleikarinn Jan-Olaf And-
ersson í Norræna húsinu á
laugardag. Eigin vísur og lög,
sænskar vísur eftir Bellmann
og Taube og enskir söngvar frá
barokktímabilinu, en í Kirkju-
hvoli EPTA-tónleikar Nínu
Margrétar Grímsdóttur. Kvöld-
iokkur Blásarakvintetts
Reykjavíkur og felaga í Krists-
kirkju á laugardag.
Á sunnudag jólatónleikar
kammersveitarinnar í Ás-
kirkju. Verk erftir Vivaldi og
Missa Brevis á aðventutón-
leikum Söngsveitarinnar Fíl-
harmóníu í Kristskirkju. Ein-
söngvarar Sigrún Hjálmtýs-
dóttir og fleiri.
MYNDLIST
Listakonan Rúrí opnar sýn-
ingu á teikningum og borð-
skúlptúrum og Hannu Siren
frá Finnlandi á gólfskúlptúrum
í Nýlistasafninu á laugardag-
inn.
í Nýhöfn hanga Reykjavíkur-
myndir, teikningar, vatnslita-
myndir og olíumálverk Jóns
Helgasonar biskups frá alda-
mótunum síðustu. Kristinn G.
Jóhannsson og Brynhildur
Kristinsdóttir sýna í FÍM og
Guðlaugur Bjarnason sýnir
innísetningu i Einn einn.
LEIKHUSIN
Það er himneskt að lifa í Þjóð-
leikhúsinu í kvöld. Á föstu-
dagskvöld Mister Butterfly og
Jelena. Búkolla, Himneskt er að
lifa og Jelena á laugardag og
Búkolla, M. Butterfly og Jelena
á sunnudag.
í Borgarleikhúsinu veröur Ljón
í síðbuxum og Þétting á föstu-
dag og laugardag og Þétting á
sunnudag.
SJÓNVARP
I gíslingu, kanadisk sjónvarps-
mynd byggð á sönnum at-
burðum í Sjónvarpinu á föstu-
dagskvöld. Á Stöð 2 sjálfsævi-
saga gamanleikarans Richards
Pryor. Síðan ævintýramyndin
Banaráð.
BÍÓIN
BÍÓBORGIN: Harley Davidson
og Marlboro-maðurinn* Aldr-
ei án dóttur minnar, Hvað með
Bob?*** Lífshlaupið** Bl'Ó-
HÖLUN: Doc Holjywood* Blik-
ur á lofti** Úlfhundurinn*
Fífldjarfur flótti0 Frumskógar-
hiti*** HÁSKÓLABÍÓ: Tvöfalt
líf Veróniku*** Skíðaskólinn0
Hvíti víkingurinn** Otto III*
The Commitments***
Ókunn dufl** LAUGARÁSBÍÓ:
Freddy er dauður** Hringur-
inn*** Brot*** REGNBOGINN:
Vegur vonar** Homo Fa-
ber*** Kraftaverk óskast*
Ungir harðjaxlar* Of falleg
fyrir þig* Án vægðar0 Fugla-
stríðið** Henry: Nærmynd af
fjöldamorðingja* SÖGUBÍÓ:
Thelma og Louise*** Góða
löggan** STJÖRNUBÍÓ: Svik
og prettir* Banvænir þank-
ar** Tortímandinn 2*** Börn
náttúrunnar**.
(Fyrst heyrist þýð rödd símastúlkunnar.)
„Þetta símanúmer er lokað.
Þetta símanúmer er lokað."
(Siðan heyrist önnur rödd.)
,,Nei, nei, nei, bíddu nú
aðeins hæg. Sko það er nú
einum of mikið að segja
kannski að það sé lokað þó
maður sé ekki heima. En það
er hægt að setja inn skilaboð
eftir að hljóðmerkið heyrist."
Moulin
Rouge
hvad annad?
BIOIN
Ó, CARMELA REGNBOGINN
Mynd handa mörgum íslenskum aðdáendum hins ofmetna Carlos Saura. Hún
er þokkaleg og síst verri en fyrri myndir hans. **
LÍFSHLAUPIÐ Judgement City BÍÓBORGINNI
Barasta fyndin gamanmynd. Væmin, en vel leikin og með Ijúfum húmor. Fær
góða einkunn í sínum flokki. ***
Þungavikt á Hrcssó
„Ég skírði fyrirbærið Kíló
vegna þess að ég er búinn að
ganga með nafnið í magan-
um í langan tíma, ég vissi
bara ekki á hvað ég ætti að
setja það. Ég var að hugsa um
að stofna hljómsveit útan um
það en svo kom leikhópurinn
inn í myndina og þá smellti
ég nafninu á hann,“ segir leik-
arinn Steinn Armann Magn-
ússon, sem ásamt öðrum
leikara, Stefáni Jónssyni,
skemmtir áhorfendum á
menningarkvöldum Hress-
ingarskálans á fimmtudags-
kvöldum.
Á menningarkvöldunum,
sem standa fram að jólum,
koma fram rithöfundar og
lesa úr nýútkomnum bókum
sínum og eftir lesturinn kem-
ur fram leikhópurinn Kíló.
Leikhópurinn Ttefur komið
fram tvisvar á Hressó og var
fullt út úr dyrum í bæði skipt-
in:
„Við erum nýbyrjaðir á
þessu og erum því ekki búnir
að fullmóta dagskrána enn-
þá, en til þessa höfum við til
dæmis tekið fyrir bakaraat-
riðið í Dýrunum í Hálsaskógi
eftir Thorbjörn Egner og túlk-
að það á okkar hátt með
mjög skemmtilegum hætti, ef
marka má viðbrögð áhorf-
enda. Við erum með í sigtinu
ýmis atriði úr verkum ann-
arra leikskálda, svo sem
Shakespeares og Holbergs,
og við búum sennilega til at-
riði úr Góða dátanum Svejk.
Milli atriðanna segjum við
brandara."
Einar og jólavínið
„Mér finnst Chateau Bata-
illey frá Medoc, árgangur
1985, best með rjúpunni
vegna þess að það er kraft-
mikið og passar vel með villi-
bráð,“ sagði læknirinn, mót-
orhjólakappinn og vín-
smakkarinn Einar Thor-
oddsen þegar PRESSAN bað
hann að gefa góð ráð varð-
andi val á víni með jólasteik-
inni. Það er ekki víst að allir
viti hvaða vín er heppilegast
til að renna henni niður með.
Hvaða vín er best með gœs-
inni?
„Þá mæli ég eindregið með
Chateau La Fleur Bonnet frá
1986. Bonnet kemur frá St.
Émilion-héraðinu og er mjög
gott með gæs. En með svína-
hamborgarhryggnum, sem
ég hygg að flestir íslendingar
borði á jólunum, mæii ég
með Chateau des Jacques frá
þorpinu Moulin a Vent. Það
er rosalega gott og ávaxta-
bragðið í víninu vegur upp á
móti reykingunni í kjötinu.
En það má líka velja eitthvert
Rínarvínanna."
En með gamla góða
lambahryggnum, sem mörg-
um finnst alltaf bestur?
„Þá er gott að drekka Ris-
erva Ducale frá Ruffino eða
Torres gran Coronas. Þau eru
einkar Ijúffeng og henta vel
með því kryddi sem notað er
í lambakjöt. Þau eru heldur
ekki of ágeng þessi vín.
Á undanförnum árum hef-
Einar
ur kalkúnn orðið æ vinsælli
jólamatur á aðfangadags-
kvöld. Þá mælir Einar með
Pouilly Fuissé, hvítu kraft-
miklu víni með epla- og rista-
brauðsbragði. Þá ættu allir að
vita um hvað á að biðja þegar
kemur að jólainnkaupunum.
... færArthúr
Björgvin Bollason
fyrir skeggið, fötin
frá Sævari og
hörkuna að halda
líti Litrófi þrátt
fyrir endalaust pex
og níð.
ViAAJsi þú
... að ferðaskrifstofa í Rúss-
landi býður upp á Yeltsin-túr
um fæðingarborg hans,
Sverdlovsk. Túrinn kostar 5
rúblur eða um 9 krónur ís-
lenskar á eðlilegu gengi. Inni-
falin er ferð í tækniskólann þar
sem Boris lærði og þjálfaði
kvennalið skólans í blaki. Einn-
ig er farið í höfuðstöðvar
kommúnistaflokksins sem Boris
lét byggja.
. .. að á ári hverju eru seldar
„sjálfstyrkingar-kassettur” í
Ameríku fyrir 60 milliónir
dollara (3,6 milljarða íslenskra
króna). Á þessum spólum er
kennd hugleiðsla, slökun og
svo framvegis. Að mati sérfræð-
inga koma þær að notum í 2
prósentum tilfella.
Símsvarinn
Guðmundur Rafn
Bjarnason
viðskiptafræðingur og
innflytjandi Hunts
tómatsósunnar.
Léttur
þægilegur
matseðill
Pizzur
eins og þær
eiga að vera
RESTAURANT*BAR
Laugavegi 126, sími 16566
- tekurþér opnum örmum
Vinscsltistci
myndböndin
1. Christmas Vacation
2. LA Story
3. True Colors
4. Nothing But Trouble
5. Dansar við úlfa
6. Mr. Destiny
7. Desperate Hours
8. Problem Child
9. Kindergarten Cop
10. Highlander II