Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 9

Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. MARS 1992 9 Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar HVAR3S MULJONIM Nú er ljóst að Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar verður að afskrifa ríflega 35 milljónir króna vegna láns til KRÖN. Lánið var veitt haustið 1989 og var liður í þeim björg- unaraðgerðum sem Þröstur Ólafsson stóð fyrir hjá KRON. Þröstur var þáverandi framkvæmdastjóri KRON en hafði áð- ur gegnt starfi framkvæmdastjóra Dagsbrúnar. Lífeyrissjóð- urinn fékk veð í Þönglabakka 1 en eftir nauðungaruppboð á eigninni er ljóst að það veð er ónýtt. Um er að ræða stærsta einstaka tapið í sögu lífeyrissjóðsins. VEGNAUNSaM ÞRDSTW FEKK FYORKBONI Halldor G. Björnsson: „Ég treysti auövitað þessum mönnum sem þarna voru í stjórn, en þar á meðal var Pröstur Ólafsson, sem verið hafði framkvæmdastjóri okkar.“ Nauðungaruppboð var haldið á eigninni Þönglabakka 1 í lok janúar síðastliðins. Vakti athygli hve stíft lögmaður lífeyrissjóðs Dagsbrúnar, Magnús Norðdahl héraðsdómslögmaður, bauð í eignina. Hann teygði sig upp í 314 milljónir króna en réð ekki við tilboð frá lögmanni Lands- bankans sem bauð 315 milljónir. Var Landsbankanum slegin eignin en kröfur bankans voru fyrst og ffemst tilkomnar vegna lánveitinga Veðdeildar Sam- vinnubankans. Ljóst er að þetta tilboð lög- manns lífeyrissjóðsins var fyrst og fremst örvæntingarfull tilraun til að veija veðkröfu sjóðsins. Nú liggur hins vegar fyrir að hún er töpuð og er þetta stærsta tap líf- eyrissjóðsins í sögu hans. Um er að ræða skuldabréf upp á 22 milljónir að nafnverði en lánið var veitt í september 1989. Þetta er síðasta veðið sem þinglýst er inn á eignina og við nauðungar- uppboðið stóð lánið í 35 milljón- um króna. Lánið var veitt Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis (KRON) og var liður í þeim björgunaraðgerðum sem Þröstur Olafsson, þáverandi fram- kvæmdastjóri KRON og núver- andi aðstoðarmaður utanríkis- ráðherra, stóð fyrir. Á sama tíma var Atli Gíslason hæstaréttar- lögmaður formaður stjómar KRON, en lögmannsstofa hans og Magnúsar sá um öll lögfræði- störf fyrir lífeyrissjóðinn og Dagsbrún. „ÉG TREYSTIÞESSUM MÖNNUM“ „Þetta lán er glatað, ég held að það liggi alveg ljóst fyrir. Eg tek fulla ábyrgð á því vegna þess að ég stuðlaði að því að lánið var veitt. Það liggur alveg ljóst fyrir að við vorum að lána þama í fyr- irtæki sem var bara ekki allt í lagi með. Hvort sem manni líkar bet- ur eða verr þá tók maður ranga ákvörðun," sagði Halldór G. Björnsson, formaður stjómar Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar, þegar hann var spurður um þessa lánveitingu. Halldór, sem jafnframt er vara- formaður Dagsbrúnar, sagði að þetta væri fyrsta lánið sem sjóð- urinn tapaði með þessum hætti því vanalega hefði hann trygg fasteignaveð á bak við lánveit- ingar sínar. „Ég treysti auðvitað þeim mönnum sem vom þama í stjóm og ráku fyrirtækið, en þar á með- al var Þröstur Ólafsson sem verið hafði framkvæmdastjóri okkar. Þá var Atli Gíslason, lög- Pröstur Olafsson: Samband- ið sveik loforð um að verja veð Samvinnulífeyrissjóös- ins. fræðingur okkar, formaður stjómar og þetta hefur auðvitað áhrif á fólk þegar það tekur ákvarðanir," sagði Halldór. Hann sagðist ekkert geta sagt til um áhrif málsins á stöðu sína hjá lífeyrissjóðnum. „Stjóm félags- ins verður bara að taka ákvörðun um það hvort ég er fær um að sitja þama lengur eða ekki.“ Lífeyrissjóðurinn mun setja þessa skuld á afskriftarreikning sinn sem tapað fé. Þar sem eigið fé lífeyrissjóðsins er um 7 millj- arðar ætti hann að þola þetta áfall. I íyrra greiddi sjóðurinn út 220 milljónir króna í lífeyri. ÞRÖSTUR SEGIR SÍS HAFA BRUGÐIST Að sögn Þrastar Ólafssonar var leitað til margra sjóða á sín- um tíma vegna KRON og lífeyr- issjóður Dagsbrúnar hafi bara verið einn af mörgum. Dags- brúnarsjóðurinn virðist hins veg- ar samkvæmt veðbókarvottorði hafa verið sá eini sem svaraði kallinu. Þröstur sagðist hafa talið að þama hefði verið um mjög ör- uggt veð að ræða til handa Dags- brún, meðal annars vegna þess að brunabótamat eignarinnar var ríflega 700 milljónir króna. Einnig hefði verið talin frekari trygging í því að SÍS, annar af stærstu eigendum Þönglabakka, átti veð fyrir aftan veð Dags- brúnar. Sagði Þröstur að alltaf hefði verið gengið út frá því að Sambandið og Samvinnulífeyr- issjóðurinn myndu tryggja sinn veðrétt. „Síðan gerist það að Sam- bandið í raun og vem losar sig undan þessu með því að afskrifa skuldina. Það var mjög bagalegt að Sambandið skyldi gera það á þennan hátt, og reyndar nokkuð sem enginn hafði ímyndað sér að myndi gerast," sagði Þröstur. Hann sagði að aldrei hefði verið gert neitt skriflegt sam- komulag um að Sambandið tryggði veðið. „Það var hins veg- ar alltaf gengið út frá því þegar við vomm að ræða þetta. Sam- bandið, sem er einn stærsti aðil- inn í Þönglabakka, gaf það alltaf upp að þeir yrðu að verja þetta veð þar sem um var að ræða eig- in lífeyrissjóð sem þeir höfðu veitt úr fé til eigin fyrirtækis, Þönglabakka. Þeir höfðu alltaf talað um að jteir myndu auðvitað verja þctta. Síðan vom mennim- ir, sem höfðu með þetta að gera, horfnir af sjónarsviðinu þegar ákvörðun var tekin um að af- skrifa eignina," sagði Þröstur. VORU REGLUR SJÓÐSINS BROTNAR? Lífeyrissjóðir hafa yfirleitt strangar reglur um hvemig þeir megi ávaxta fjármagn sitt. Á sín- um tíma vom uppi miklar efa- semdir um þessa lánveitingu innan stjómar lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar. Staðfesti Halldór það. Þar sem lán lífeyrissjóðsins fór inn á 20. veðrétt og á eftir stórum lánardrottnum em uppi miklar efasemdir um réttmæti þess. Menn virðast hafa látið blekkjast af háu bmnabótamati eignarinnar og er það ekki í fyrsta skipti sem slíkt hefur hent með eignir KRON. Lífeyrissjóð- ir setja yfirleitt mjög strangar reglur um að vera fyrir innan 50% af bmnabótamati og átti til dæmis Lífeyrissjóður verslunar- manna sín veð mun framar. Þá vekur einnig furðu að Dagsbrún skuli hafa lánað fyrir- tæki eins og KRON, en Þröstur svarar því til að alltaf hafi verið tengsl á milli þessara félaga. Þönglabakki 1 hf. var stofnað 1988 til að klára byggingu versl- unarhúsnæðisins í Mjóddinni og um leið útvega KRÓN hentugt húsnæði. Um var að ræða eign- arhaldsfélag sem SÍS og ýmis fyrirtæki því tengd stóðu að. Frá upphafi var eignin yfirveðsett og mun til dæmis Sambandið fljót- lega hafa afskrifað lán sín sem vom á milli 250 og 270 milljónir króna. Þar sem eina eign hlutafélags- ins er nú komin í hendur lánar- drottna virðist nánast formsatriði að senda fyriitækið í gjaldþrota- meðferð. Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.