Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 29

Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. MARS 1992 29 KONUR Nú telur Linton Whitaker, banda- rískur sérfræðingur, að sér hafi tekist að skilgreina hinar fullkomnu varir. Ara- löng reynsla hans á sviði fegrunarað- gerða hefur gert honum kleift að hjálpa konum að breyta munnsvip og stærð með lítilli aðgerð. Fullkomnar varir eru átta til tíu sentimetrar á breidd, írekar þykkar og endamir vísa upp. LcLccccyy ccfvc s Sú var tíðin að konur settust í róleg- heitum fyrir fram spegilinn sinn, sem var þeim kostum búinn að hafa takka þar sem velja mátti á milli dags-, kvöld- og skrifstofuljóss, allt eftir því hvert förinni var heitið. í dag hafa kon- ur ekki tíma iyrir þessi flottheit heldur mála sig á hlaupum, í bflnum, strætó eða jafnvel vinnunni. I henni Ameríku hefur bflspegillinn verið nefndur eitt mikilvægasta snyrtihjálpartæki í nú- tímasögunni. *ce,cvc cvcescccpscccx' Rannsóknir hafa sýnt fram á að síg- arettureykur og bflamengun gera lítið gott fyrir húðina, heldur er fyrir vikið von á hrukkum og öðmm einkennum aldurs fyrr. Til eru vísindamenn sem halda því fram að A-, C- og E-vítamín komi að gagni í baráttunni við áhrif mikillar mengunar. Nú hafa snyrtivöru- framleiðendur ekki undan að framleiða vörur sem eiga allar að vinna gegn áhrifum mengunar á húðina. Það eru svo aftur skiptar skoðanir um hversu áhrifarík nýju kremin eru og benda margir á vatnið sem bestu lausnina... cLo'í) £*ccc) kcccccccccccv Bandaríkjamenn hafa löngum verið átaldir fyrir að vera delluþjóð mikil. A meðan stór hluti þjóðarinnar þjáist af offitu keppast aðrir við að missa og missa kíló, telja hvert grammið og vigta ofan í sig matinn. Ein 45% af læknisfræðilega of grönnum bandarísk- um konum trúa því að þær séu of feitar. I fyrra eyddu Ameríkanar 33 billjónum dollara í viðleitni sinni við að grennast, en 75% af fólki á aldrinum 18 til 35 trúir að það sé of feitt. Samkvæmt læknisfræðilegum niðurstöðum eiga aðeins 25% þessa hóps við offituvanda e,cccLcc*c c Þá em það ráð fyrir þær sem leiðast allir þessir burstar og svampar sem fylgja þeim aragrúa af snyrtivömm sem við sönkum að okkur. Hafið þið prófað að sleppa burstunum og svömpunum? Hafið þið prófað að nota bara hendum- ar? Þetta á víst að vera mjög einfalt, eins og gefur að skilja. Fyrst er það varaliturinn sem þið breiðið úr með fingrinum. Þá er að gera augnskuggann örlítið rakari áður en hann er notaður. Næst er það farðinn, en einhverra hluta vegna er best að nota „giftingarhrings- fingurinn" til að breiða úr honum. Þrýstið síðan lófum á kinnar, en hiti sem við það myndast gerir endanlega áferð fallegri. Þá er gott að strjúka höndum í gegnum hárið, því olía á fingmm gefur hárinu gljáa. L

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.