Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 33

Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19.MARS 1992 33 E R L E N T Gela erfðavísindin lært af Churchill? Var Winston Churchill ofur- menni? Það virðist vera skoðun Steve Humphries, sem er bresk- ur hjartasérfræðingur og erfða- fræðingur. Humphries leitar nú ásamt hópi rannsóknarmanna að „Churchill- geninu", erfðaefni sem hann telur að hljóti að vera góð vöm gegn hjartasjúkdóm- um. Humphries og félagar hans telja nefnilega að Churchill hljóti að hafa haft í sér eitthvert erfða- efni sem tryggði honum mikið langlífi, þrátt fyrir að hann hafi alla tíð stundað ákaflega óhollt lífemi. Churchill andaðist í hárri «lli,90ára. Ahættuþættirnir í lífi þessa mikla stjómmálaforingja voru svosem æmir: Hann var smá- vaxinn, feitur, skapstór og oft uppstökkur. Hann gegndi stór- um embættum sem hljóta að hafa valdið mikilli streitu. Hann átti erfitt með svefn og er sagt að hann hafi í svefnherberginu haft tvö rúm sem hann eigraði á milli í andvökunum. Alveg fram undir það síðasta reykti hann eins og strompur, stóra og feita vindla sem urðu Winston Churchill: Feitur, stressaður, drakk og reykti, en varö þó níræður. eins konar einkennismerki hans. Það var varla hægt að hafa tölu á því hversu marga vindla hann reykti á dag. Og hann drakk eins og svamp- ur, kampavín, viskí og þó allra- helst koníak. Það hefur verið áætlað að á hverjum degi hafi hann innbyrt um það bil 180 grömm af hreinum vínanda. Hins vegar má vel vera að það sé ástæðulaust fyrir bresku vís- indamennina að leggja út í þessa eftirgrennslan. Churchill sjálfur var nefnilega eitt sinn spurður að því hvers vegna hann væri svona gamail, hvert væri leyndarmálið. Hann svaraði á sinn lakóníska hátt: „Engar íþróttir.“ Irland: Leynifélag prest ar aðstoða við fóstureyðingar Leynilegur félagsskapur kat- ólskra presta á írlandi hefur und- anfarin ár aðstoðað fjölda írskra kvenna við að fara yfir sundið til Englands til að fara í fóstureyð- ingu. Blátt bann er lagt við fóst- ureyðingum í írsku stjómar- skránni. Samkvæmt frétt breska blaðsins The Independent hafa margar fóstureyðingarstofur og félagsráðgjafar á Englandi skrá yfir írska presta, sem em reiðu- búnir að aðstoða konur við að koma fóstureyðingu í kring. Þeir eru ennfremur tilbúnir til að veita konum syndaaflausn og huggun eftir fóstureyðingu, en samkvæmt kenningu kirkjunnar er enginn eðlismunur á fóstur- eyðingu og því að myrða eigið bam að fæðingu lokinni. Talið er að árlega fari um 7.000 írskar konur yfir Irlands- haf til að láta eyða fóstri á Eng- landi. Fóstureyðingar hafa verið í brennipunkti á Iralandi undan- famar vikur vegna máls tánings- stúlku, sem hafði verið nauðgað, og var um hríð sett í farbann svo hún kæmist ekki til Englands í fóstureyðingu. Hæstiréttur aflétti farbanninu áður en yfir lauk. Sergei Kríkalev fyrir brott- förina út í geim: Sovéskur borgari og handhafi flokks- skírteinis. EKKIKOMA NHHJRr „Ekki koma niður!“ Þetta er í stuttu máli inntak bréfs sem Val- erí Plojakov, einn af forstöðu- mönnum rússnesku geimvís- indastofnunarinnar, sendi Sergej Kríkalev geimfara fyrir fáeinum dögum. Kríkalev átti reyndar að vera kominn niður fyrir löngu; hann hefur hringsólað um á geimskipinu Mír síðan 17. maí 1990. Ætlunin var að hann sneri aftur í ágúst á síðasta ári. En þá reyndust ekki til neinir peningar til að kosta heimferðina. Kríka- lev hálfpartinn gleymdist úti í geimnum. En nú hafa Þjóðverjar ákveðið að hlaupa undir bagga og hjálpa Kríkalev. Þeim gengur reyndar ekki náungakærleikurinn einn til með því að borga brúsann. Þýsk- ur geimfari fær að sitja með í geimfarinu Sojuz, sem fer út fyrir gufuhvolfið þeirra erinda að ná í Kríkalev og félaga hans Alexander Volkov, en hann hefur líka dvalið þar langa hríð — þó ekki jafnlengi og Kríkalev. Kríkalev er semsagt væntan- legur til jarðar 23. mars. Hann virðist ekki ætla að taka neitt mark á vini sínum Plojakov, sem segir að hér niðri bíði hans ekkert nema upplausn, blankheit — og enginn skilningur á þörf- um geimfara. „Þetta er mikil friöarsinna-mynd og ég held aö hún hafi afstýrt blóöugri borg- arastyrjöld Ted Turner sjónvarpsfursti héltþví fram í TIME aö ákvöröun hans um aö sýna Á hverfanda hveli í rússneskum kvikmynda- húsum í fyrra hafi skipt sköpum um niöur- stööu valdaránstilraunarinnar í ágúst. Ars longa vita brevis Joe di Bella græðir nú á tá og fingri við að selja marglit vaxlitaafþrykk af legsteini listamannsins Andys War- hol á 1.500 dali stykkiö.Fulltrúum dánarbúsins stendur á sama og segja þetta í anda listamannsins. Er magnafsláttur mögulegur? Frakki nokkur stefndi lækni sínum fyrir að hafa fyrir mistök boriö sýru á getnaðarlim sinn með þeim afleiö- ingum að hann gagnaðist ekki konu sinni í einn og hálfan mánuö. Dóm- arinn komst að þeirri niöurstöðu aö læknirinn væri skaðabótaskyldur, að hverjar samfarir væru 300 franka virði (jafnvirði ríflega 3.000 íslenskra króna) og að meðal-Frakkinn geröi það einu sinni í viku. Hringa vitleysa er þetta Glöggur sjónvarpsáhorfandi í Bandaríkjunum veitti því athygli aö í upphafi fjölda sjónvarpsþátta er Móðir jörð sýnd svífandi í myrkum geimi. Hann var reyndar ekki sá fyrsti, sem tók eftir því, en hann varð fyrstur til aö gera athugasemdir við snúning hennar. [ mörgum þáttanna snerist hún nefnilega öfugt en ekki frá vestri til austurs eins og vera ber. ERLENT SJÓNARHORN JEANE KIRKPATRICK Skerandi þögn um utanríkismálaáform Bush Flestir eru á einu máli um að George Bush hafi víðtæka reynslu, þekkingu og áhuga á utanríkismálum. Og gott betur, því að í Flóastríðinu veitti hann þá forystu, sem til þurfti. Samt sem áður á forsetinn í miklum vanda í utanríkismálum og það er sami vandi og stjóm hans þarf að glíma við í öðmm mál- um - honum tekst ekki að gera grein fyrir stefnu sinni með óyggjandi hætti. Það gerist aðeins endmm og eins að forsetinn útskýri hvaða almannaheill er verið að vemda með stefnu hans í ýmsum mál- um. Hann hefur til dæmis ekki útskýrt hvaða hagsmunum er verið að þjóna með því að halda hlífiskildi yfir Kína, sem enn er á bestukjaralista Bandaríkjanna þrátt fyrir yfirgengileg mann- réttindabrot stjómarinnar í Pek- ing. Hann útskýrir ekki heldur hvaða þjóðamauðsyn býður honum að beita neitunarvaldi sínu gegn frumvarpi um teng- ingu mannréttinda og viðskipta eða hvers vegna hann skarst úr fylkingu vestrænna lýðræðis- ríkja innan Sameinuðu þjóð- anna, sem sameinast höfðu um tillögu gegn hemámi Kínveija í Tíbet. Vissulega kunna þung rök að hníga í þessa átt. Henry Jackson öldungadeildarþingmaður og Richard Nixon, fyrrum forseti - báðir þungavigtarmenn í utan- ríkismálum - töldu afar ríka hagsmuni mæla með því að vin- samlegum samskiptum væri haldið við ríkisstjóm Kína. En það á dögum Kalda stríðsins, þegar kínverska trompið skipti sköpum í stórveldapókemum. Þessar spilareglur lögðust af um leið og Kalda stríðið. Við viljum ekki að Kínverjar selji hátæknivopn til þriðja- heimsríkja og auki þannig enn hörmungar þeirra. Við viljum ekki verðlauna þrælavinnu með vinsamlegri utanríkisverslunar- stefnu. Hins vegar væri okkur ljúft að verðlauna stjómmála- umbætur og hvetja til lýðræðis- „Sœkist Bush eftir stuðningi við utanríkisstefnu sína (sem verður að teljast líklegt á kosningaári) þarf hann að gera hreint fyrirsínum dyrum... fyrr en seinna. “ þróunar í þessu víðfeðma landi - bæði vegna þess að öryggi og frelsi Kínverja rnyndi batna verulega en líka vegna þess að líkur á friði og stöðugleika í Suðaustur-Asíu allri myndu aukast. Lýðræðisríki heyja ekki árásarstríð eða styðja glæpa- samtök á borð við Rauðu khmerana. Stefna Bandaríkjanna gagn- vart Kína ætti vitaskuld að taka mið af þessu. Sé eitthvert æðra markmið til staðar er sky lda for- setans að skýra þegnum sínum frá því og hvemig það þjónar al- mannaheill. Svipað mál kom upp vegna afstöðu stjómarinnar til ástands- ins í Júgóslavíu. Að Kalda stríð- inu loknu ógna Sovétríkin ekki lengur sjálfstæði Júgóslavíu og þar getur ekki lengur kviknað neisti Evrópuófriðar. Hvaða þjóðarhagsmunir Bandaríkj- anna buðu að þau viðurkenndu ekki Króatíu og Slóveníu, löngu eftir að öll Evrópuríki höfðu gert það? Bandaríkjamenn hafa engan hag af því að halda einræðis- herrunum í Peking eða Serbun- um í Júgóslavíu í sessi. A hinn bóginn hafa þeir mikinn hag af því að hvetja til þess að mann- réttindi séu virt og deilur þjóða og þjóðabrota leystar með frið- samlegum hætti. Við höfum hag af lýðræði. En snýst þessi vandi forset- ans aðeins um kynningu á stefnu hans - eins og hann er sagður telja sjálfur - eða er sjálf stefnan vandinn? Eg er þeirrar skoðunar að sá vandi, sem okk- ur er á höndum í utanríkismál- um, sé sá, að forsetann skortir grundvallarstefnu: Að það sé með ríkustu þjóðarhagsmunum Bandaríkjanna að lýðræði sé eflt og útbreitt. Og sömu sögu er að segja í öðrum utanríkismálum. Að- gerðaleysi í Rússlandi kann að reynast öllum heiminum skeinuhætt, því ef lýðræðið bregst þar hvað verður þá um önnur nýfrjáls ríki? Og hvað um Miðausturlönd, þar sem Banda- ríkjastjóm leggst á sveif með Sýrlendingum, leppstjóm þeirra í Líbanon og Frelsissamtökum Palestínu (PLO) og þegir yfir ofbeldisverkum þeirra og virð- ingarleysi gagnvart mannrétt- indum? Bush og James Baker, utan- ríkisráðherra hans, virðast ekki láta sig neinu skipta í hvers kon- ar félagsskap þeir em og fyrir vikið eru pólitísk markmið stjómarinnar í litlum tengslum við almennan skilning Banda- ríkjamanna á því á hverju sam- skipti við önnur ríki skulu grundvallast. Utanríkisstefna verður að stjómast af almannaheill en ekki persónulegum skoðunum. Bandaríkjamenn munu styðja stefnu forseta síns ef þeir skilja forsendur hennar. Þeir munu ekki styðja stefnu, sem þeir botna ekki í. Sækist Bush eftir stuðningi við stefnu sína (sem verður að teljast lfklegt á kosningaári) þaif hann að gera hreint fyrir sínum dymm... fyrr en seinna. Hötundur er lyrrverandi sendiherra Bandarikjanna hjá Sameinuöu þjóö'unum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.