Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. MARS 1992 M E N N * Fiskverkunin Hildur á Olafsvík Gísli Alfreðsson nýráðinn skólastjóri Leiklistarskólans Hvað á að gera viö þjóðleikhússtjóra sem er fyrrverandi AF SKULDUM Greiðslustöðvun Fiskverkun- arinnar Hildar hf. á Ólafsvík rennur út 4. apríl, en þá hefur fyr- irtækið notið greiðslustöðvunar í fjóra mánuði. Að sögn Tryggva Agnarsson- ar, lögmanns Hildar hf., hefur verið ákveðið að leita nauða- samninga fyrir félagið. Verður þeim kröfuhöfum, sem eiga ótryggðar kröfur á félagið, boðin 10 prósenta greiðsla. Er verið að ganga frá bréfi til kröfuhafa vegna þessa. Að sögn Tryggva munu eigendur félagsins útvega þá fjármuni sem þarf til að greiða þessi 10 prósent. En félagið er fjárvana og allar eignir þess yfirveðsettar. Litlir möguleikar eru á áffamhaldandi rekstri þrátt fyrir samþykkt nauðasamnings. Meðal eigenda slíkra ótryggðra krafna er fjöldi trillu- karla, sem Iögðu upp afla sinn hjá Fiskverkuninni Hildi síðasta sumar en hafa enn ekki fengið greitt. Eftir því sem komist verð- ur næst eru þeir á milli 15 og 20 trillukarlarnir sem þama eiga inni peninga - sumir allt upp í tvær milljónir króna. Síðasta haust fóru lögmaður Landssambands smábátaeigenda og framkvæmdastjóri félagsins, Öm Pálsson, vestur til að reyna að semja um þessar kröfur sem vom á milli 15 og 17 milljónir króna. Var gerð dómsátt um að greiða upphæðina með þremur afborgunum. Þegar kom að fyrstu afborguninni fór fyrirtæk- ið hins vegar fram á greiðslu- stöðvun sem enn varir. BORGUÐU LAUNATENGD GJÖLD EN ENGIN LAUN Meðal trillusjómanna ríkir mikil reiði vegna þessa máls: „Ætli þetta séu ekki um 1.300.000 krónur sem þeir skulda mér. Þeir lofuðu og lof- uðu að greiða þetta en ekkert gerðist," sagði Svavar Borgars- son, trillusjómaður í Njarðvík, sem lagði afla sinn upp á Ólafs- vík síðasta sumar. Svavar segist hreinlega efast um að nokkum tímann hafi verið ætlunin að borga. „Þá vekur grunsemdir að þeir pössuðu sig á því að borga öll launatengd gjöld á meðan þeir gátu ekki greitt nein laun. I lok tímabilsins fengum við meira að segja kvittun fyrir því að þeir hefðu greitt til Aflamiðlunar- sjóðs af aflanum sem þeir höfðu þó ekki borgað okkur fyrir.“ Forstjóri fyrirtækisins, Her- mann Hjartarson, vildi lítið tjá sig um málið, en eftir því sem komist verður næst eru skuldir Fiskverkunarinnar Hildar um 60 milljónir króna. Eina eign fyrir- tækisins er fiskverkunarhús, sem áður var í eigu Stakkholts hf„ en það var fiskverkunarfyrirtæki í eigu sömu aðila. Um er að ræða 2.000 fermetra húsnæði sem á hvíla mikil veðbönd - aðallega vegna skulda við Landsbankann. Ef nauðasamningar verða samþykktir má gera ráð fyrir að eigendum krafna upp á um 35 milljónir króna verði boðin 10 prósent, sem er lágmarksupphæð ef til nauðasamninga er gengið. Eigendumir ætla því að greiða út 3,5 milljónir króna til að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti. Greiðslustöðvun Fiskverkun- arinnar Hildar á Ólafsvík rennur út í aprílbyrjun og hefur verið ákveðið að reyna nauðasamn- inga. Það eru nú meiri ósköpin sem þessi þjóð þarf að burðast með vegna Þjóðleikhússins. I sjálfu sér er engin ástæða til að kvarta yfn því þótt eitt og eitt stykki falli eða þótt maður eigi bágt með að halda sér vakandi á sýningum. Það er heldur engin ástæða til að tuða þótt það kosti einn eða tvo milljarða að laga húsið sjálft til svo starfsfólkið sé „Og þótt þjóðin þurfi að éta ofan í sig nokkur hundruð milljóna taprekstur á hverju ári, þá er það ekki tilefni til að leggjast í sút. Hún hefur séð það verra. Það er hins vegar þetta með þjóðleikhús- stjórana sem er alvarlegt.“ ánægt. Og þótt þjóðin þurfi að éta ofan í sig nokkur hundruð milljóna taprekstur á hveiju ári, þá er það ekki tilefni til að leggj- ast í sút. Hún hefur séð það verra. Það er hins vegar þetta með þjóðleikhússtjórana sem er al- varlegt. Ég held að fólk hafi áttað sig á því þegar Sveinn Einarsson hætti. Þá kom allt í einu í ljós að þjóðin skuldaði honum eitthvað. Þar sem hún hafði gert hann að þjóðlelkhússtjóra varð hún jafh- framt að tryggja honum virðu- legt ffamhald á ferlinum eftir að hann hætti. Síðan þá hefur Sveinn verið með æviráðningu í listinni. Grip- ið þar inn í sem hann helst kýs, - sjálfsagt fáum öðrum til gleði og yndisauka en honum sjálfum. Og svo þeim sem bera ábyrgð á því að fyrrverandi þjóðleikhús- stjóri leggist ekki í eitthvert hark. Ekki tók betra við þegar Gísli Alfreðsson hætti. Þá lá beinast við að hann hyrfi aftur til fyrri starfa og færi á A-samning leik- ara hjá Þjóðleikhúsinu. En Ólaf- ur G. Einarsson sá að það mátti ekki gerast. Eftir þá stuttu reynslu sem Ólafur G. hafði af Stefáni Baldurssyni og afstöðu hans til starfsfólks Þjóðleikhúss- ins sá hann í hendi sér að Stefán mundi troða Gísla greyinu í öll hlálegustu hlutverk leikbók- menntanna. Gísli þyrfti að bregða sér í hlutverk bakara- drengsins og syngja piparköku- vísumar kvöld eftir kvöld. Stef- áni væri jafnvel trúandi til að auglýsa það sérstaklega að fyrr- verandi þjóðleikhússtjóri yrði látinn leika afturendann á ljóninu í Kardimommubænum. Það mátti ekki verða. Það er ómögulegt framhald á ferli þess sem einu sinni hefur verið þjóð- leikhússtjóri. Þess vegna tók 01- afur G. Gísla til sín í ráðuneytið og geymdi hann, þar til einhver betri lausn íyndist. Og nú er hún fundin. Samkvæmt nákvæmum mælingum ráðgjafa Ólafs G. mun það ekki vera sérstaklega stórt skref niður á við fyrir þjóð- leikhússtjóra að verða skólastjóri Leiklistarskóla íslands. Það má lifa við það. Hvort Gísli getur kennt leik- araefnunum eitthvað eða hvort hann er góður skólastjóri skiptir engu. Aðalmálið er að enn einu sinni hefur tekist að bjarga þjóð- leikhússtjóra frá því að pompa niður virðingarstigann. Hvað dettur þeim í hug þegar Stefán hættir? ts Blað hf. áfrýjar dómi borgardóms Úlfar Þormóðsson og Gallerí Borg fengu dæmdar háar bætur í borgardómi. Blað lrf„ útgáfufélag PRESS- UNNAR, hefur áfrýjað dómi Bæjarþings Reykjavíkur í máli Gallerís Borgar og Úlfars Þór- móðssomr gegn Blaði hf, Krist- jáni Þorvaldssyni, fyrrverandi ritstjóra PRESSUNNAR, og Þóru Kristínu Asgeirsdóttur, fyrrverandi blaðamanni blaðs- ins. Eggert Óskarsson borgar- dómari dæmdi þau Kristján og Þóru Kristínu í 25 þúsund króna sekt hvort vegna um- mæla sem birtust í frétt PRESSUNNAR um málefni Gallerí Borgar í desember 1990. Þá voru þau og Blað hf. dæmd til að greiða Ulfari Þor- móðssyni 80 þúsund krónur í miskabætur, Galleríi Borg 300 þúsund krónur í skaðabætur og auk þess 150 þúsund krónur til að standa straum af birtingu dómsins í fjölmiðlum. Þá voru ummæli í fréttinni dæmd dauð og ómerk. Það er álit Blaðs hf. að með þessum dómi sé vegið að prentfrelsi og málfrelsi í land- inu. Hann hefur því áhrif langt umfram þau ummæli sem hann dæmir dauð og ómerk. Blað hf. telur því að ekki sé hægt að una dómnum og skiptir þá engu þótt hann falli á fyrrum starfsmenn Blaðs hf. og eig- endaskipti hafi orðið á fyrir- tækinu síðan umrædd grein birtist. 80 prósent Islendinga undir 35 ára aldri tilbúin að flýja land Samkvæmt skoðanakönnun sem Skáís gerði fyrir PRESSUNA er ótrúlega stór hluti yngra fólks tilbúinn að flýja land ef efnahags- ástandið versnar enn. Samkvæmt skoðanakönnun Skáís gætu 57 prósent Islend- inga hugsað sér að flýja land ef efnahagsástandið versnar enn. Það jafhgildir því að 148 þúsund landsmanna yfirgæfu landið. 112 þúsund manns yrðu eftir. Þessar niðurstöður, sem PRESSAN birti í síðustu viku, eru sláandi. Og þegar þær eru skoðaðar nánar kemur í ljós að ungt fólk hugsar sér frekar til hreyfings en eldra. Af þeim sem voru 35 ára og yngri og tóku þátt í könnuninni sögðust 80 prósent geta hugsað sér að flytja af landi brott. Hjá þeim sem vom eldri en 50 ára sögðust 35 prósent geta hugsað sér að flýja. Ef til vill kemur það ekki á óvart að yngra fólk er frekar til- búið en það eldra að rífa sig upp og flytja af landi brott. Það er hins vegar athyglisvert hversu stórt hlutfall yngra fólks er tilbú- ið til þess. Lítill sem enginn marktækur munur var á afstöðu fólks til brottflutnings eftir landsvæðum. Hlutfallið var það sama í Reykjavík og á landsbyggðinni. Reyknesingar virtust hins vegar tregari til að kveðja landið en aðrir landsmenn. Karlar voru frekar á því að flytja til útlanda en konur. 60 prósent karlanna sögðust vilja flytja en 54 prósent kvennanna. Þegar þessar niðurstöður eru skoðaðar með hliðsjón af stjóm- málaskoðunum fólks kemur í ljós að framsóknarmenn vilja síst flýja land. 48 prósent þeirra sögðust þó tilbúin til þess. 53 prósent kratanna sögðust geta Skipting eftir aldurhópum 80-r-,------- 70---- hugsað sér að flytja til útlanda og 57 prósent bæði sjálfstæðis- manna og allaballa voru sömu skoðunar. Hins vegar voru fylgj- endur Kvennalistans æstastir allra í að yftrgefa landið. 78 pró- sent þeirra sögðust geta hugsað sér að flýja land ef efnahags- ástandið héldi áfram að versna. Það er álíka hátt hlutfall og þeir sem sögðust ekki ætla að kjósa til Alþingis.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.