Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 21

Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. MARS 1992 21 Stjómar- skrámar I Pressunni 12. mars er fjallað um stjómarskrámar frá 1874 og 1944 og hvað orðið hafi af frumeintökunum. Stjómarskráin frá 1874 var undirrit- uð 5. janúar og „konungleg auglýsing til Islendinga um það að út sé komin stjómarskrá um hin sérstaklegu mál- efni íslands" var undirrituð í Amalíu- borg 14. febrúar 1874 og birt. Kristján konungur IX steig á land í Reykjavík 30. júlí eða um hálfu ári eft- ir að stjómarskráin hafði verið undirrit- uð og auglýsing birt um það. Undirrit- að eintak stjómarskrárinnar er sjálfsagt meðal ríkisráðsskjala í Kaupmanna- höfn frá þessum tíma. En ekki er lík- legt að konungur hafi komið með hálfsársgamla, Iöngu birta stjómarskrá til íslands til afhendingar með viðhöfn. Og hverjum átti hann að afhenda slíkt skjal? Æðsti maður landsins, búsettur hér, var þá Hilmar Finsen, er verið hafði konungsfulltrúi. Hefði konungur átt að afhenda undirmanni sínum þennan póst? Eða hefði hann átt að af- henda Alþingi skjalið? Hugsanlega. En líklegast er að konungur hafi enga stjómarskrá haft meðferðis þótt hann heimsækti ísland fyrstur ríkjandi kon- unga í sambandi við afmæli þúsund ára byggðar í landinu og að stjómar- skránni útgefinni fyrir mörgum mán- uðum. Stjórnarskráin frá 1944 sem Birgir Thorlacius fann í Pjóðskjalasafn- inu í gögnum frá forsætisráðuneyt- inu. Af hverju ekki aka af landí brott meb Norrænu ? Sigling með Norrænu er ævintýri, sem allir ættu að láta eftir sér, og frekar fyrr en síðar ! Hvers vegna ekki að láta nú drauminn rætast og drífa sig með Norrænu í sumar ? Norræna siglir frá Seyðisfirði vikulega 4/6-1/9 nágrannalanda okkar, Færeyja, Danmerkur, Hjaltlands og Noregs. Og nú bætist einn áfangastaður við, Skotland, með gamla góða Smyrli, sem siglir frá Seyðisfirði til Aberdeen og til baka frá Scrabster á norðurströnd Skotlands. Norræna getur flutt 1050 farþega og 300 bfla.. Öll Að því er varðar lýðveldisstjómar- skrána, þá ákvað Alþingi að hún skyldi öðlast gildi 17. júní 1944, þegar forseti sameinaðs Alþingis lýsti því yfir á þingfundi. Sú yfirlýsinga var gefin á fundi Alþingis á Þingvelli við Öxará 17. júní. Stjórnarskráin hafði verið samþykkt á Alþingi 8. mars 1944, en áður en henni yrði gefið gildi með ffamangreindum hætti skyldi fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um niðurfell- ingu dansk-íslenska sambandslaga- samningsins frá 1918. Fór sú atkvæða- greiðsla fram 20.-23. maí og jafhframt atkvæðagreiðsla um stjómarskrá lýð- veldisins. Alþingi sendi forsætisráðuneytinu lýðveldisstjórnarskrána, er Alþingi hafði samþykkt hana, og er hún undir- rituð af forseta neðri deildar Alþingis, Jörundi Brynjólfssyni, og Sveinbimi Högnasyni, skrifara deildarinnar. Send vom fjögur eintök undirrituð og em þau með innsigli Alþingis. Eintök þessi eru í skjalasafni forsætisráðu- neytisins, sem nú er geymt í Þjóð- skjalasafni. Styttan af Kristjáni konungi IX fyrir framan stjórnarráðshúsið, þar sem hann réttir fram skjalavöndul, „ífelsis- skrá í föðurhendi", er táknmynd og þarf ekki að styðjast við neina raun- vemlega afhendingu, en hefur senni- lega mótað hugmyndir manna síðar um að afhending hafi farið ffam. Birgir Thorlacius, fyrrverandi ráðuneytisstjóri. aðstaða um borð er eins og best verður á kosið. Lúxusklefar með tvöföldu rúmi, tveggja manna klefar, fjögurra manna klefar eða svefnpokapláss. Leikherbergi fyrir bömin, sólbaðsþilfar - og verslanir með mikið úrval af tollfrjálsum vamingi. Fyrsta flokks veitingastaður og ágætur skyndibitastaður. Notalegur bar og næturklúbbur með lifandi tónlist fyrir nátthrafna. Sigling meb Norrænu - ævintýralegt sumarfrí. N0RRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN Öll almenn farseblasala Laugavegi 3, Reykjavík, sími 91-626362 og Fjarðargötu 8, Seyðisfirði, sími 97-21111 NÝR DAGUR AUGL ÝSINGASTOFA

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.