Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 19

Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 19
vis/ aisnH vi|ah FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. MARS 1992 19 J[^.eykjavíkurborg hefur sam- þykkt sérstaka fjárveitingu til tölvu- væðingar í grunnskólunum og er undirbúningur hafinn. Æfingaskól- inn stendur þó, einn allra skóla i borginni, fyrir utan þessa fram- kvæmd. Ástæðan er sú að skólinn er rekinn af ríkinu, en til eru sérstök lög þar að lútandi. Aðrir hverfisskól- ar eru reknir af Reykjavíkurborg hvað varðar uppbygingu, húsnæði og búnað. Á þessu stigi hefur ekki verið rætt um annað en að vinna að þeim skólum sem tilheyra borginni, en Árni Sigfússon, formaður skólamálaráðs, telur í raun fráleitt að eitthvert fyrirkomulag geti haml- að eðlilegum framgangi skóla sem á að vera í fararbroddi. Hann segir að reynt verði að finna flöt á málinu svo tryggja megi öllum reykvískum börnum góða aðstöðu . . . NautagúUas, kg Kindabjúgu, kg Lambaskinka, kg Heilhvettiformbrauð, Perur, f erskar, kg a jyx KAUPSTAÐUR AHKLIG4RDUR ÍMJÓDD ALLAR BÚÐIR Tilboðið gildir fró nk. föstudegi til sunnudags. Samvinnuháskólinn -rekstrarfræði Rekstrarfræðadeild Samvinnuháskólapróf í rekstrarfræöum miöar aö því aö rekstrarfræðingar séu undirbúnir til forystu-, ábyrgðar- og stjómunarstarfa i atvinnulífinu. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða viðskipta- brautum eða iokapróf í firumgreinum við Samvinnuháskólann eða annað sambærilegt nám. Viðfangsefni: Öll helstu svið rekstrar, viðskipta og stjómunar, s.s. markaðsfræði, fjármálastjóm, starfsmannastjóm, stefnu- mótun, lögfræði, félagsmál, samvinnumál o.fl. Námstími: Tveir vetur, frá september til maí. Frumgreinadeild til undirbúnings rekstrarfræöanámi. Inntökuskilyröi: Þríggja ára nám á framhaldsskólastigi án til- lits til námsbrautar. Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræöi, tölvugreinar, enska, ís- lenska, stærðfræði, lögfræði og félagsmálafræði. Einn vetur. Aðstaða: Nemendavist og fjölskyldubústaðir á Bifröst í Borg- arfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.fl. Bama- heimili og grunnskóli nærri. Kostnaður: Fæöi, húsnæði og fræðsla áætluð um 38.000 kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir: Með bréfi til rektors Samvinnuháskólans á Bifröst. Umsókn á að sýna persónuupplýsingar, upplýsingar um fyrri skólagöngu með afriti skírteina og um fyrri störf. Tvenn skrifleg meðmæli fylgi. Veitt er innganga umsækjendum af öllu land- inu. Þeir umsækjendur ganga fyrir, sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu. Námið hentar jafnt konum sem körlum. Umsóknir verða afgreiddar 25. apríl og síðan eftir þv( sem skólarými leyfir. Samvinnuháskólanám er lánshæft. Samvinnuháskólinn á Bifröst, 311 Borgarnesi - sími 93-50000.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.