Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 30
30
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. MARS 1992
Veislugleði ríkisstjórna og ráðherra 1972 til 1990
Ríkisstjórnirnar sem sátu 1988 settu Islandsmet í risnukostnaði, eyddu 90 milljónum í áfengi, kaffi og gjafir. Ríkis-
stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks 1983 til 1987 tvöfaldaði risnuna á aðeins þremur árum. Rausnarleg-
asti ráðherra allra tíma var Matthías Á. Mathiesen. Ríkisendurskoðun vill að risnuhöldurum sé gert að greiða sama
verð og almenningur fyrir áfengi, til að efla kostnaðarvitund þeirra.
Á síðustu 20 áruin hafa ríkis-
stjómir íslands og aðalskrifstof-
ur ráðuneyta eytt einum milljarði
króna í risnu - í áfengi og annan
viðurgjöming vegna opinberra
heimsókna og veisluhalda fyrir
starfsfólk sitt og tilfallandi hópa.
Sé Alþingi, forsetaembættinu og
stofnunum A-hluta ríkissjóðs
bætt við fer upphæðin upp í vel á
þriðja milljarðinn. Upphæðina
má þó enn hækka í ljósi þeirrar
staðreyndar, að þessir aðilar fá
áfengi frá ÁTVR á kostnaðar-
verði, sem er ekki nema fimmt-
ungur af útsöluverði til almenn-
ings.
Fyrir 20 árum nam risnu-
kostnaður ríkisstjómarinnar og
aðalskrifstofa ráðherranna tæp-
um 30 milljónum króna á núver-
andi verðlagi. Þessi tala jókst
jafnt og þétt og náði hámarki ár-
ið 1988, þegar tæpum 90 millj-
ónum var eytt. Vægi ráðuneyta
er þó mismikið. Metárið áttu
utanríkis-, mennta- og fjármála-
ráðuneytið helming risnukostn-
aðarins.
Árið 1988 var rausnarlegt ís-
landsmet slegið. Þær tvær ríkis-
stjómir sem ríktu þetta ár eyddu
til samans 90 milljónum króna í
risnu. Þetta ár sat ríkisstjóm Þor-
steins Pálssonar þar til í septem-
ber að þessi stjóm „flosnaði upp
í beinni útsendingu" og ríkis-
stjóm Steingríms Hermannsson-
ar tók við. Sú ríkisstjóm sem
hins vegar tók stærstu stökkin í
valdatíð sinni er stjóm fram-
sóknar- og sjálfstæðismanna
1983 til 1987. Á þremur árum
jók sú stjóm risnuna úr tæpum
40 milljónum í rúmlega 80 millj-
ónir. Þíu léku stærsta hlutverkið
ráðherrar Sjálfstæðisflokksins
Matthías A. Mathiesen og Ragn-
hildur Helgadóttir.
MATTHÍAS Á. MATHIE-
SEN RISNUGLAÐASTI
RÁÐHERRANN
Risnuglaðasti ráðherrann telst
Matthías Á. Mathiesen. Hann á
metið í þremur ráðuneytum.
Sem utanríkisráðherra 1986
eyddi hann 16,4 milljónum í
risnu. Árið eftir ríkti hann í rúmt
hálft ár, en þá tók Steingrímur
Hermannsson við og þetta árið
fóru 22,1 milljón í risnu. Þetta
var kosningaár hjá Matthíasi og
ekki síst var þetta ár opnunar
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Ekkert ráðuneyti hefur fyrr eða
síðar verið svona rausnarlegt.
Árið 1988 var Matthías sam-
gönguráðherra í níu mánuði áður
en Steingrímur J. Sigfússon tók
við og árið 1985 var Matthías
viðskiptaráðherra í níu og hálfan
mánuð áður en Matthías Bjarna-
son tók við. I báðum tilfellum
voru fyrri risnumet slegin.
Á tímabilinu 1972 til 1990
eyddu ríkisstjómir og aðalskrif-
stofur einstakra ráðuneyta alls
um 940 milljónum króna í risnu
og milljarðinum var án efa náð á
síðasta ári. Árið 1972 hljóðaði
risnukostnaður ríkisstjómarinnar
og aðalskrifstofa einstakra ráðu-
neyta upp á 28,7 milljónir króna
á núverandi verðlagi, en metið
var slegið 1988 með 89,6 millj-
ónum króna. Munurinn þama á
milli er liðlega þrefaldur. Ríkis-
stjómin sem þá tók við og ríkti
fram að síðustu kosningum steig
léttilega á bremsumar og fór
með risnuna niður í um 74 millj-
ónir.
100 MILLJÓNA REIKN-
INGUR FRÁ VEITINGA-
HÚSUM OG ÁTVR1990
Risna felur í sér kostnað
vegna t.d. opinberra heimsókna,
veisluhalda fyrir starfsfólk ráðu-
neyta og stofnana, funda- og
námskeiðahalda, gjafa og fleira
þess háttar. Meginhlutinn er
vegna reikninga frá veitingahús-
um og ÁTVR. Og í raun er
risnukostnaður lægri en efni
standa til, því ráðuneytin fá
áfengið frá ÁTVR á kostnaðar-
verði, sem er ckki nema fimmt-
ungur af útsöluverði. Myndu
risnuupphæðir hækka um 20 til
30 prósent, þyrftu ráðherramir
að kaupa vi'nið í „ríkinu" eins og
almenningur. Ríkisendurskoðun
hefur lagt til að þessu verði
breytt, til að auka kostoaðarvit-
und þeirra sem standa fyrir risn-
unni.
Urn helmingur af alls 160
milljóna króna risnukostoaði A-
hluta ríkissjóðs 1990 var vegna
ríkisstjómarinnar og aðalskrif-
stofa ráðuneytanna. Af heildar-
kostnaðinum má nefna að yfir
100 milljónir vom vegna reikn-
inga frá veitingahúsum og
ÁTVR. Um 23 milljónir voru
vegna funda- og námskeiða-
kostnaðar og um 8 milljónir
vegna gjafa.
22 MILL.JÓNA RISNA
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIS-
INS 1987
Risnumetið í forsætisráðu-
neytinu var slegið 1973 og er
það langelsta metið. Þá var Olaf-
urJóhannesson forsætisráðherra
og risnan reyndist liðlega 9
milljónir króna. Þetta var ár
Vestmannaeyjagossins, 50
mílna landhelgisstríðsins, heim-
sóknar Nixons og Pompidou og
Margrétar Danadrottoingar. En
Ólafur á einnig heiðurinn af því
að hafa eytt forsætisráðherra
minnst í risnu, 965 þúsundum
árið 1979, og er munurinn milli
jressara tveggja ára því sem næst
tífaldur.
Metið í menntamálaráðu-
neytinu var slegið 1988 með 20
milljóna króna risnu. Meirihluta
ársins var Birgir Isleifur Gunn-
arsson ráðherra, en í september
tók Svavar Gestsson við. Risnu-
rýrasti menntamálaráðherrann
reyndist hins vegar Ragnar Arn-
alds árið 1979, en Vilmundur
Gylfason ríkti reyndar síðustu
tvo og hálfan mánuðinn. Þeir
eyddu samtals 4,1 milljón, sem
er tæplega fjórum sinnum minna
en met Birgis og Svavars.
Dýrastir utanríkisráðherra
reyndust sem íyrr segir Matthías
Á. Mathiesen og Steingrímur
Hermannsson, sem skiptu árinu
1987 bróðurlega á milli sín og
eyddu 22 milljónum. Einar Ag-
ústsson er hins vegar áberandi
ódýrasti utanríkisráðherrann, er í
öllum þremur neðstu sætunum.
Hann eyddi 5,6 milljónum í
risnu áriö 1976, sem erfjórfalt
minna en árið 1987.
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON
RAUSNARLEGASTURí
TVEIMUR RÁÐUNEYTUM
I risnukostnaði landbúnaðar-
ráðuneytisins var metið sett árið
1979 þegar Steingrímur Her-
mannsson ríkti í níu og hálfan
mánuð en Bragi Sigurjónsson
afganginn. Risnan reyndist 2,7
milljónir, en þar af átti Stein-
grímur 2,4 milljónir. Ódýrastur
I
A'
100.000 þúsundir króna á núverandi verðlagi
Ríkisstjórn
| Steingríms Hermannssonar
Rikisstjórn
Steingríms Hermannssonnr
80.000
60.000
40.000
20.000
Ríkisstjórn Ríkisstjórn
Geirs Hallgrimssonnr Benedikts Gröndals
/
'12 ’73 '74 '15 '16 '11 ’78 '19 ’80 ’81 ’82 ’83 ’84 ’85 ’86 ’87 ’88 ’89 ’90
Svona
'skiptist risnu-
kakan stóra 1988
milli ráðuneyta. Alls
fóru 89,6 milljónir
PRtSSAN/AM
. ioru 03,0 iiiuijuinr
oíyto' „Aiis#0 króna í risnu ráðherra
á þessu metári