Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. MARS 1992
ELLERT B. SCHRAM. VIII aftur í pólitík. JÓNAS KRISTJÁNSSON.
Hestamaöur af Iffi og sál.
VERÐA RITSTJÓRA-
SKIPTI Á DV?
Samkvæmt heimildum
PRESSUNNAR er tvíeykið á
DV, þeir Sveinn R. Eyjólfsson
stjómarformaður og Hörður
Einarsson framkvæmdastjóri, að
skima í kringum sig eftir manni
eða mönnum, sem treystandi væri
til að leysa af hólmi annan rit-
stjóra blaðsins eða þá báða.
Astæðan kvað ekki vera sú að
þeir Ellert B. Schram og Jónas
Kristjánsson séu ekki starfi sínu
vaxnir. En þeir hafa báðir tíma-
frek áhugamál utan ritstjómar.
Ellert er formaður ÍSÍ og auk
þess mun hann langa aftur í pólit-
ík, enda líklegt að þar eigi hann
talsverðan meðbyr. Þegar sjálf-
stæðismenn leituðu að borgar-
stjóra í fyrra hafði Ellert áhuga á
embættinu og er ekki talið ffáleitt
að hann íhugi að bjóða sig fram
gegn Markúsi Erni Antonssyni
fyrir kosningamar 1994. Ef ekki
ætti Ellert að vera í lófa lagið að
fljúga aftur inn á þing.
Af þessum sökum er sennilegt
að samkomulag verði um að Ell-
ert láti af störfum hjá DV.
Nokkm öðm máli gegnir um
Jónas. DV er hugarfóstur hans
og hann á stóran hlut í blaðinu.
Upp á síðkastið hefur Jónas hins
vegar varið miklum tíma í
áhugamál sitt, hestamennsku og
skrif um hesta. Þó virðist öllu
ólíklegra að Jónas hætti en Ell-
ert, heldur gæti hann orðið eins
konar yfirritstjóri, en annar yrði
ráðinn við hlið hans til að sjá um
daglegt amstur.
Hitt er svo annað mál að rit-
stjórar á jafnstórt blað og DV
verða ekki tíndir upp af götunni.
Aðstoðarritstjórarnir Haukur
Helgason og Elías Snæland
Jónsson koma liklega ekki til
greina og því er eins víst að þeir
Sveinn og Hörður þurfi að leita
lengi.
ALLABALLAR
STJÓRNA LISTA-
HÁTÍÐ
Listahátíð í Reykjavík hefur
ráðið blaðafulltrúa fyrir hátíðina
sem verður í júní næstkomandi.
Það er Hávar Sigurjónsson leik-
húsmaður. Hann færsemsagt það
hlutverk að laða almenning að
listviðburðum á borð við Messí-
as, tónleika söngkonunnar Grace
Bumbry og flautuleikarans Jam-
es Galway.
Annars er það fulltrúi Al-
þýðubandalagsins sem nú
spreytir sig á að halda Listahátíð
í fyrsta sinn í ein tíu ár. Stjómar-
formaður, sem er nær einráður
um listræna stefnu, er skipaður á
víxl af borgarstjóra og mennta-
málaráðherra, en borg og ríki
halda hátíðina í sameiningu. Síð-
asta áratuginn hefur það alltaf
komið í hlut sjálfstæðismanna
að skipa formann, en fyrir þessa
hátíð komst Svavar Gestsson,
sem þá var menntamálaráðherra,
loks að og skipaði í embættið
Helgu Hjörvar, skólastjóra
Leiklistarskólans og einn helsta
menningarskriffmn Alþýðu-
bandalagsins.
INGI BJÖRN VILL
NÝJAN FORMANN
Glanstímaritin fara að verða
innanflokksvandamál hjá sjálf-
stæðismönnum. Fyrir stuttu fór
Matthías Bjarnason háðuleg-
um orðum um forystu flokksins í
Heimsmynd. Nú er röðin komin
að Inga Birni Albertssyni í
Mannlífi.
„Svona í kjölfar þeirra átaka
sem við höfum lent í, þá væri ég
að skrökva ef ég segði það,“ svar-
ar Ingi Bjöm þegar hann er
spurður hvort hann sé ánægður
með forystu Davíös Oddssonar.
Hann segist líka efast um að
F Y R S T
&
F R E M S T
EINMANA MAÐUR
I EINANGRUÐU
LANDI
í nýjasta tölublaði breska tímaritsins The Econ-
omist er fjallað um Island, og Jró ekki síst Davíð
Oddsson forsætisráðherra. Utsendari blaðsins
skrifar um ástæður þess hversu andsnúnir íslend-
ingar séu Evrópubandalaginu og upp til hópa Iíka
þeirri málamiðlun sem felst í EES-samningnum.
Hann sér fyrir sér að ísland verði ásamt Liechten-
stein eitt Vestur-Evrópuríkja utan EB og það
verður honum tilefni til orðaleiks í fyrirsögn, að
Island sé: „Odd man out under Oddsson."
Annars fer blaðið svofelldum orðum'um Dav-
íð, í lauslegri þýðingu:
„Það er ósennilegt að Hr. Oddsson verði frum-
kvöðull inngöngu í EB, enda er hann aðdáandi
Margaret Thatcher, mikils Evrópugagnrýn-
anda.
Hr. Oddsson er leikritaskáld og fyrrum út-
varpsgrínisti. Hann er með sítt hár, en í stjómmál-
um er hann til hægri við miðju. Hann stjómaði
Reykjavíkurborg með tilþrifum þar til hann felldi
foringja hins íhaldssama Sjálfstæðisflokks í mars
síðastliðnum. Mánuði síðar var hann kosinn á
þing og innan tíu daga var hann orðinn forsætis-
ráðherra. Síðan þá hefur hann mátt þola ýmislegt.
Samsteypustjóm hans og sósíaldemókrata hef-
ur tileinkað sér Thatcherisma af miklum ákafa.
Opinber útgjöld eru skorin niður, starfsfólk á
sjúkrahúsum er rekið í hundraðatali og ríkisfyrir-
tæki einkavædd. A síðasta ársfjórðungi hefúr Hr.
Oddsson komið verðbólgunni niður í núll, í landi
þar sem ríkti óðaverðbólga fyrir áratug. En það
***%$**&
I
':1§|
*SSs&
fer ekki mikið fyrir þakklæti. Þjóðarframleiðsla
virðist ætla að minnka um sex prósent á þessu ári,
opinberi geirinn veinar af sársauka, og á aðeins
níu mánuðum hefur Hr. Oddsson breyst úr vin-
sælasta borgarstjóra allra tíma í óvinsælasta for-
sætisráðherra allra tíma. Einmana maður í
einangruðu en þó ekki einmana
landi.“
Davíð sé framtíðarleiðtogi.
Hann þurfi að bæta ýmislegt t
samskiptum sínum við menn
innan flokksins til að vera það
sameiningartákn sem formaður
eigi að vera.
Ingi Bjöm fer semsagt ekki
dult með að flokkurinn eigi við
vandamál að stríða. Þar eigist
við tvær fylkingar, önnur bak
við Davíð og hin bak við Þor-
stein Pálsson. Hann ber Þor-
steini vel söguna, en segir að
hann verði varla formaður aftur.
Flokkurinn „þurfi fyrst og
fremst á þriðja aðilanum að
halda sem er óumdeildur“. En er
sá maður í sjónmáli?
„Nei, en hann verður að
koma. Ég tel stöðuna vera þann-
ig. Ég hef sjálfur óljósan grun
um hver sá aðili er án þess að ég
ætli að nefna hann,“ segir Ingi
Bjöm.
I viðtalinu kemur líka fram
hversu litlir kærleikar em með
þingmanninum og formannin-
um. Þeir heilsast varla síðan í
þyrlukaupamálinu, hvað þá að
þeir tali saman. Ingi Bjöm segir
að sér hafi verið nánast útskúfað
af flokksforystunni.
En hann á hauk í homi. Hann
segir ffá því að hulduherinn svo-
kallaði sé ennþá til: „Ég hef
fundið að megnið af þessu fólki
hefur verið tilbúið að standa við
bakið á mér ef ég óskaði eftir
því. En ég hef ekki talið þörf á
því enn sem komið er.“
Og auðvitað er Ingi Bjöm
spurður að því hvort faðir hans,
Albert Guðmundsson, sé á
leiðinni heim aftur í pólitík.
Hann telur jafnar líkur þar á. En,
eins og hann segir: „Mér sýnist
ekki vera vanþörf á því.“
JÓHANN G.
KAUPIR STRÆTÓ
AF GUNNARIJ.
Hagvagnar, strætisvagnafyrir-
tæki Jóhanns G. Bergþórsson-
ar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokks í Hafnarfirði og forstjóra
Hagvirkis, hefur keypt 15 stræt-
isvagna af Bílaumboðinu hf.
Einn aðaleigandi þess fyrirtækis
er Gunnar J. Birgisson, flokks-
bróðir Jóhanns og formaður bæj-
arráðs í Kópavogi. Ennfremur
kaupir Jóhann 10 vagna af
Strætisvögnum Kópavogs, sem
heyra beint undir stjómendur
Kópavogs, bæjarstjóra og for-
mann bæjarráðs.
Fyrirtækið mun fyrst hafa
reynt að kaupa Scania-vagna, en
síðan Volvo. Það gekk ekki eftir
vegna þess að ábyrgðir skorti.
Þrautalendingin var því Renault-
umboð Gunnars og félaga.
Hagvagnar fjármagna kaupin
með því að skipta við eignar-
leigufyrirtækið Lýsingu. Hag-
vagnar eiga að fá 216 milljónir
króna á ári fyrir samninginn við
Almenningsvagna, sem bjóða út
þennan rekstur. Renault-vagnana
kaupir fyrirtækið á 195 milljónir
og vagnana af SVK á 25 milljón-
ir, eða samtals 220 milljónir
króna. Samkvæmt útboðinu átti
akstur að heQast 1. mars. Því hef-
ur verið frestað til 1. júm, síðan til
15. ágúst eða 1. september - og
jafhvel til 1. október.
Gunnar J. Birgisson er stjóm-
arformaður Bilaumboðsins.
Hann á persónulega 16,7 prósent
í fyrirtækinu. Klæðning hf. á
önnur 16,7 prósent, en þar er
hann aðaleigandi.
MARKÚS ÖRN ANTONSSON. Stafar honum hætta af Ellert? INGI BJÖRN ALBERTSSON Davíö talar ekki viö hann. ALBERT GUÐMUNDSSON. Ingi Björn
segir ekki vanþörf á aö hann komi aftur í pólitíkina. JÓHANN G. BERGÞÓRSSON. Byrja Hagvagnar ekki aö keyra fyrr en í október? GUNNAR J. BIRGISSON.
Seldi Jóhanni Renaultstrætóa, en líka strætisvagna Kópavogsbæjar. HÁVAR SIGURJÓNSSON. Blaðafulltrúi á Listahátíö.
LÍTILRÆÐI
af fíknivörnum
„Hvenær gerið þið
rassíu í Ásaklúbbn-
um, Björn?“
,,Ég svara ekki
PRESSUNNI. “
Björn Halldórsson er yfirmaður
fíkniefnadeildar lögreglunnar sem í
síöustu viku réöst til inngöngu í
næturklúbb viö Lindargötu. Ása-
klúbburinn er spilaklúbbur sem
starfræktur hefur verið í fjölda ára í
húsi gegnt lögreglustöðinni við
Hverfisgötu.
„Engar fféttir em góðar frétt-
ir“ er oft sagt, en alveg eins
mætti segja að „góðar fréttir
væm engar fféttir".
Tíðindi þykja einfaldlega
ekki fréttnæm nema fréttimar
séu vondar; náttúruhamfarir,
pestir, plágur, styrjaldir, fjölda-
morð, fjármálaspilling, ffamhjá-
hald, ofbeldi, nauðganir og
kjarasamningar.
I þessari fréttaveröld válegra
tíðinda kemur þó stundum fyrir
að góðar fréttir slæðast inní fjöl-
miðla, einsog fyrir slys.
I vikunni rakst ég á eina slíka.
Gmnnskólar taka í gagnið
nýtt kynfræðsluefrii.
Þetta spánnýja kynfræðslu-
efni hefur það framyfir gamla
kynfræðsluefriið, sem hingaðtil
hefur verið uppistaðan í kyn-
ffæðslu í skólum, að það er þró-
að í Bandaríkjunum, en íslenska
tryggingamálaráðuneytið, heil-
brigðismálaráðuneytið og
menntamálaráðuneytið hafa lát-
ið þýða bandaríska kynfræðslu-
efriið yfir á íslensku og laga það
að íslenskum staðháttum og nú
hefur Námsgagnastofriun gefið
þetta „kynfræðsluefni" út til
dreifingar í gmnnskólum.
I blaðagrein um síðustu helgi
var frá því greint að þessu kyn-
ffæðsluefni sé beitt með svipuð-
um hætti og fíknivamarefninu
Lions Quest, sem líka er upp-
mnnið í Bandaríkjunum.
Kennarar, sál- og félagsvís-
indamenn hafa um langt árabil
haft þungar áhyggjur af fram-
vindu kynferðismála í landinu.
Og ekki nema von, því talið
er að fræðilegur möguleiki sé á
því að unglingar fari að gera do-
do án þess að hafa fengið lág-
marks bóklega tilsögn í grein-
inni hjá kennuram, hvaðþá
verklega.
Do-do að því er virðist án tak-
marks og tilgangs.
Þegar ég var krakki var engin
kynffæðsla í skólum, en samt er
mér nær að halda að maður hafi
verið orðinn doktor í uppáferð-
um strax sex ára í Grænuborg.
Alltaf þegar færi gafst voru
stelpumar með okkur strákana í
læknisleik einhverstaðar á af-
viknum stöðum og heilum ára-
tug áður en við gátum sannreynt
karlmennskuna vissum við uppá
hár að tippið var ekki bara til að
pissa með því.
Kynfræðslu í skólum kynntist
ég fyrst þegar sonur minn var í
sjöárabekk í Miðbæjarskólanum
og kom heim málþola af aðdáun
á besta vini sínum Gunna Gunn,
sem hann áleit mesta stórmenni
samanlagðrar Islands- og ver-
aldarsögunnar.
Kennarinn hóf semsagt að
kynna nemendum sjöárabekkjar
viðkvæm leyndarmál getnaðar-
ins með dæmisögum um það
hvemig flugumar, fuglamir,
fiskamir og dýr merkurinnar
ykju kyn sitt.
Þá hrópaði hinn sjö ára Gunni
Gunn úr sæti sínu:
- Á nú að fara að kenna
manni að ríða?
Síðan er víst liðinn aldarfjórð-
ungur og á þessum tíma skilst
manni að unglingar hafi týnt
niður hæfileikanum til að afla
sér sjálfsmenntunar í getnaðar-
og kynferðismálum.
Það er því mikill fengur að
þessu nýja bandaríska fíkni-
vamarefni sem (einsog segir í
fjölmiðlum) „getur, með því að
koma í veg fyrir ótímabæran
getnað, sparað þjóðfélaginu tugi
milljóna og forðað fólki frá
kvölum og ógæfu og bægt kyn-
lífskvíða frá“.
Eða eins og segir í vísunni
góðu:
Við langvarandi kynlífskvíða
í kynfrœðslunm höfum val.
Við byrjum á að banna að
ríða
en betur má ef duga skal.