Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 23

Pressan - 19.03.1992, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. MARS 1992 23 Magga Thatcher á fiskimiðunum STJÓRNMÁL Undarleg þjóð VIÐSKIPTI MORÐUR ARNASON Um daginn var það staðfest opinber- lega að útlend fyrirtæki eiga nokkum hlut í ýmsum sterkustu sjávarútvegsíyrirtækj- um á Islandi. Kristján Ragnarsson sagði í blaði að þetta væri hið versta mál og svo bað Þorsteinn Pálsson ríkisrekna lög- fræðistofu að tékka betur á þessu. En var einhver ástæða til að þessar upp- lýsingar vektu athygli og umræðu? Nú er erlend þátttaka í allskyns rekstri hérlendis ekkert einsdæmi og ekkert tiltökumál lengur, nema vegna þess að hér miðast opinbert eftirlit og almennar leikreglur í viðskiptum við kunningjasamfélagið, reyndar einkum kunningjasamfélag fjöl- skyldnanna íjórtán. Ef við gengjum tryggilega írá leikregl- „ fslensk fiskimið eru að komast á alþjóð- legt uppboð. Þetta er Thatcherisminn í fisk- veiðimálum. “ um og eftirliti - meðal annars með því að tryggja raunverulegt ríkisfang rekstrarins hér - meðal annars með því að allur fiskur sé boðinn á íslenskum markaði - þá ætti út af fýrir sig ekki að þurfa að amast frek- ar við erlendri aðild að sjávarútvegsfyrir- tækjum en að fiskeldi eða olíuverslun eða fjármagnsfyrirtækjum. Það er reyndar miklu hreinlegra en að búa við núverandi dulrænu kringum erlend tengsl gámavina ýmissa og siglenda. Samt er þetta hneyksli. Það er vegna þess að á síðasta áratug skipti samstjóm Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins afnotarétti af fiski- miðunum á milli þáverandi útgerðarfyrir- tækja og leyfði síðan óhefta verslun með kvótann. Smám saman hefúr þetta kerfi orðið til þess að fiskimiðin, sameign þjóð- arinnar samkvæmt 1. grein laga um fisk- veiðistjómun, hafa verið færð fámennum hópi manna að gjöf. Þátttaka útlendinga í sjávarútvegi - þó óbein sé enn um stundir - jafngildir þessvegna ekki því að við sé- um að flytja inn áhættufjármagn, heldur em erlend fyrirtæki að fá fyrir harla lítið hlut í sjálfúm höfuðstól þjóðarinnar, auð- lindinni í sjónum, sem kostaði okkur þorskastríð eftir þorskastríð. Hannes Hólmsteinn - hugmyndafræð- ingur Davíðs Oddssonar - hefur lengi predikað einkavæðingu fiskimiðanna. Samkvæmt bókstafstrúnni á að skipta miðunum upp í mátulega parta og af- henda athafhamönnum til ævarandi eign- ar og fijálsrar ráðstöfunar. Menn hafa mótmælt Hannesi í orði, en á borði er stefna hans að verða svo rótföst að íslensk fiskimið eru að komast á alþjóðlegt upp- boð. Hið fræga ákvæði um sameign þjóð- arinnar í fyrstu greininni er bara brandari. Þetta erThatcherisminn í fiskveiðimálum. Honum fylgja hægrimenn í pólitík, og auðvitað margir þeirra sem fengu ókeypis kvóta á síðasta áratug, svokallaðir sægrei- far. Og bæði Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokkur, þeir flokkar sem upphófu kvóta- kerfið og einkavæðingu hafsins á síðasta áratug. Gegn Thatcherismanum er að myndast talsverð fylking um veiðileyfagjald eða kvótaleigu. Fyrir utan mikilvæg efnahags- leg rök er. veiðileyfagjald í einhveiju formi eina leiðin til að tryggja raunveru- lega sameign auðlindarinnar, - og veiði- leyfagjald er einnig rétta svarið við þeirri stöðu sem nú hefur verið gerð opinber, að útlendingar eiga hlut í sjávarútvegsfyrir- tækjunum, og þar með ókeypis hlut í auð- lindinni. Hugmyndunum um veiðileyfagjald vex fylgi. Af pólitískum samtökum urðu Birtingarmenn fyrstir til að lýsa stuðningi við þær hugmyndir, og síðan gerðu Al- þýðuflokksmenn veiðileyfagjald að kosn- ingaloforði fyrir síðustu kosningar. Al- þýðubandalagið hefur í heild verið að fær- ast smám saman í átt að þessari skipan, nú síðast með miðstjómarályktun sem túlkuð er sem stuðningur við veiðileyfagjald. Skynsemismenn á Morgunblaðinu hafa einnig haldið uppi öflugu andófi gegn nú- verandi Thatcherisma í fiskveiðimálum. Upplýsingamar um erlenda eignaraðild í útgerðarfyrirtækjunum eru nýjar rök- semdir gegn Thatcherismanum á fiski- miðunum. Þótt þær nái sjálfsagt ekki máli í Nefndinni-með-höfuðin-tvö sem kratar létu stofna til að svæfa í kosningaloforðið sitt. TIL HAMINGJU ÚLFAR Hér lauk þessum pistli. En það er engúi leið að hætta án þess að minnast á frétt mánaðarins, fréttina um Úlfar Þormóðs- son sem vann fyrir borgardómi mál sitt gegn Pressunni vegna æmmeiðingar. En sem kunnugt er þarf til slíks verknaðar bæði frumlag og andlag, þann sem meiðir og það sem meitt er. Og hefur Borgardómarinn í Reykjavík þarmeð drýgt þá dáð að engum datt áður í hug: að finna æmna í Úlfari Þormóðssyni. Munu fáir eftir leika. Hölundur er íslenskufræðingur ÓLI BJÖRN KÁRASON Við íslendingar emm undarleg þjóð í samskiptum við aðrar þjóðir. Við þjáumst bæði af minnimáttarkennd og stór- mennsku. Við hikum ekki við að reyna að kenna öðmm þjóðum hvemig stjóma eigi peningamálum. Og við teljum sjálfsagt að það gildi alveg sérstakar reglur um okkur, líkt og fótboltalið, sem krefst þess að leik- mennimir megi hlaupa um víðan völl með boltann í höndunum, vegna þess að and- stæðingamirem stærri og sterkari. Við er- um þjóð sem telur ekki nauðsynlegt að vera sjálfrí sér samkvæm, eins og dæmin sanna. Þegar harðnar á dalnum hér á landi og nokkurt atvinnuleysi gerir vart við sig byrjum við Islendingar að ræða um nauð- „Er ekki kominn tími til að við íslendingar lítum í eigin barm og spyrjum okkur að því hvernig komið vœri fyrir okkur efhelstu viðskiptaþjóðir okkar höguðu sér með sama hœtti gagnvart okkur og við gerum gagnvart þeim? “ syn þess að vísa þeim erlendu verka- mönnum sem hér em í vinnu úr landi. Við segjum það ótækt að hafa útlendinga í vinnu (yfirleitt vinnu sem við höfum ekki litið við sjálfir), á sama tíma og íslending- ar ganga atvinnulausir um götumar. En um leið teljum við rétt og sjálfsagt að landar okkar eigi fúllan aðgang að vinnu- markaði annarra landa. I okkar huga gilda aðrar reglur um Islendinga í vinnu erlend- is en útlendinga í vinnu hér á landi. Þetta er ekki eina dæmið sem hægt er að nefna. Við teljum fráleitt að leyfa útlending- um að fjárfesta hér á landi, eiga og reka fyrirtæki í samkeppni við okkur heima- menn, hvað þá að heimila útlendingum að eignast hlut í íslenskum sjávarútvegsfyrir- tækjum. Við teljum betra að fjármagna fyrirtækin með erlendum lánum en er- lendu áhættufjármagni. Á sama tíma sjáum við ekkert athuga- vert við það að íslensk fyrirtæki, og þá einkum sjávarútvegsfyrirtæki, fjárfesti, eigi og reki fyrirtæki í öðmm löndum, s.s. í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Portúgal, svo nokkur lönd séu nefnd. Samband íslenskra fiskframleiðenda telur það hina mestu fimr að leyfa öðmm en þeim að flytja út saltfisk. Fram- kvæmdastjóri SIF sagðist í fféttum Stöðv- ar 2 síðastliðið mánudagskvöld ekkert hafa á móti samkeppni í innflutningi, en telur nauðsynlegt að SIF sitji eitt að því að selja útlendingum saltfisk. Rökin em ein- fold og gamalkunn. Samkeppni í innflutn- ingi tryggir lægra verð og einokun í út- flutningi tryggir hærra verð. Þannig fá Is- lendingar meira fýrir sinn snúð í viðskipt- um við útlendinga, sem væntanlega bera þá skarðan hlut ffá borði í viðskiptunum. Eg vildi að lífið væri svona einfalt, því þá gætu allar þjóðir heims hagað sér með sama hætti og allir grætt á tá og fingri. Eða gildir ekki það sama um erlendar þjóðir og um okkur íslendinga? Við Islendingar vitum auðvitað miklu betur en útlendingar við hverja þeir mega eiga viðskipti og af hveijum þeir eiga að kaupa vömr hér á landi. Auðvitað geta og eiga íslensk fýrirtæki að leita til margra ffamleiðenda erlendis eftir hagstæðasta verðinu og mestu gæðunum. En það er út í hött að erlend fýrirtæki geti komið hing- að og leitað eftir bestu kjömnum og mestu gæðunum. Samkeppni um útflutning er af hinu vonda, því þá gætum við þurft að taka upp á því að hagræða og framleiða ódýrar og, það sem verst væri, einhver út- flytjandi gæti dottið niður á nýjan markað, sem enginn þekkir. Hagffæðiþekking okkar íslendinga er góð, eins og sagan kennir, enda reyndi Steingrímur Hermannsson að flytja hana út til Grænhöfðaeyja þegar hann var for- sætisráðherra og verðbólga með því hæsta sem þekktist og stjóm peningamála fór fram í prentsmiðju. Útflutningur á hag- fræðiþekkingu gæti orðið atvinnugrein, enda yrði passað upp á að aðeins þeir sem hafa til þess leyfi, eins og Steingrímur, fengju að flytja hana út. Hagfræðiþekking okkar á lítið skylt við lögmál hagfræðinn- ar, hvort eð er. Er ekki kominn tími til að við íslend- ingar lítum í eigin barm og spyrjum okkur að því hvemig komið væri fyrir okkur ef helstu viðskiptaþjóðir okkar höguðu sér með sama hætti gagnvart okkur og við gerum gagnvart þeim? Hölundur er framkvæmdastjóri Álmenna bókafélagsins. „Ég veit að vin- konur mínar eru mér sammála um að jafnréttis- baráttan er ekki síður í þágu karla en kvenna og að það er okkur öllum jafn mikið keppikefli að um síðir verði hœgt að segja um íslenska karlmenn að þar ríði bjartur riddari í sínum reynsluheimi. “ Guömundur Ólafsson hagfræöingur h&4*\Árc „Kjötið er gott, en nautin eru hægvaxta, skapill og óhagkvæm í framleiðslu." Sveinn Runólfsson landgræöslustjóri P rvcl h.Lý’tu.'t, tvt) ve-ccv „Það er margt prumpið sem búnaðarforystan hefur gert.“ Gunnar Bjarnason ræktunarmaöur XDatr-tt rtíöíöi rv«e4, ttt) /icrtþí cv yo Ci tóíVf't cv 'í „Hins vegar ætla ég að vona að ég standi ekki frammi fyrir því aftur að skilja ekki með nokkru móti hvað gerst hefur í atkvæðagreiðslu." Ólafur P. Póröarson alþingismaöur e-cwicvcýt: cÉ^jcvcý'vcvL-tbct'c en fce.L(-r-ci>tt, tc-t „Það eru ákveðin hreystimerki hjá Þórami Viðari að lýsa þessu yfir, en persónulega er ég allt annar- rar skoðunar en hann.“ Einar Oddur Kristjánsson bjargvættur FJÖLMIÐLAR Tölvunefnd hefur vit fyrir fólki Á skömmum tíma hefúr tölvunefnd hafhað fjórum spumingum sem PRESSAN hefúr ætlað að sputja um í skoðanakönnunum sem Skáfs framkvæmir fýrir blaðið. Fyrst hafnaði nefndin tveimur spumingum um mál Eðvalds Hinrikssonar. Sú fyrri var: Telur þú líklegt eða ólíklegt að eitthvað sé hæft í ásökunum Wiesenthal-stofn- unarinnar á hendur Eðvaldi Hinrikssyni? I hinni síðari átti að biðja þátttakendur í könn- uninni að segja til um hvað þeir teldu eðlileg viðbrögð stjómvalda við þessum ásök- unum; hvort framselja ætti Eðvald til Israels, leggja mál- ið fyrir dómstóla hér heima eða kanna það með öðrum hætti, hvort stjómvöld ættu að leiða málið hja sér, mótmæla þessum ásökunum formlega eða grípa til einhverra annarra aðgerða sem þátttakendur teldu réttmætar. Rökstuðning- ur nefndarinnar fyrir því að hafna þessum spumingum var sá, að ekki væri rétt að leyfa skoðanakönnun um „persónu- málefni" Eðvalds Hinriksson- ar. Nú snýr mál Eðvalds Hin- rikssonar að sjálfsögðu að honum og er því persónumál- efni í þeim skilningi. Þetta mál beinist hins vegar jafn- framt að íslensku þjóðinni. Wiesenthal-stofnunin ásakar hana um að hafa skotið skjóls- húsi yfir stríðsglæpamann. Og samkvæmt skilningi Núm- berg-réttarhaldanna kemur þetta mál öllu mannkyninu við. Þar var þátttaka í helför nasista gegn gyðingum flokk- uð sem glæpur gagnvart mannkyninu. Nefndarmenn í tölvunefnd em því líkast til þeir fyrstu í heiminum sem flokka ásak- anir um stríðsglæpi sem „persónumálefni" þeirra sem ásakanimar beinast gegn. Ef til vill hefði mátt haga spum- ingum þeim sem PRESSAN vildi leggja fyrir þátttakendur í skoðanakönnuninni öðru- vísi. Það er hins vegar óskil- janlegt af nefndinni að hafna því algjörlega að spurt sé um þetta málefni. Nú síðast vildi PRESSAN spurja þátttakendur í skoðana- könnun Skáís hver væri að þeirra dómi skemmtilegsti þingmaðurinn og hver leiðin- legasti. Jafnframt hver væri sá heiðarlegasti, óheiðarlegasti, gáfaðasti og vitgrennsti. Tölvunefnd fannst í lagi að spurja um þann skemmtileg- asta, gáfaðasta og heiðar- legasta. Hins vegar hafnaði hún því algjörlega að fólk mætti tjá sig um hver væri sá leiðinlegasti, óheiðarlegasti eða vitgrennsti - þótt ætla mætti að heiðarleiki og gáfna- far þingmanna skiptu þjóðina meira máli en skemmtilegheit þeirra. Og sömuleiðis mætti ætla að fyrst heimilt var að spurja um jafn mikilvægan þátt í fari þingmanna og skemmtilegheit þeirra kæmi ekki að sök þótt spurt væri í leiðinni um leið- indin. Þar sem svar tölvunefndar barst seint hafði Skáís þegar spurt þátttakendur allra sex spuminganna um þingmenni- na. Við framkvæmd könnun- arinnar kom í ljós að enginn þátttakenda fann nokkuð at- hugavert við að flokka þing- mennina sína með þessum hætti. Enginn sat hjá. En vegna afstöðu tölvunefndar var ekki unnið úr svörum um þann vitgrennsta og óheiðar- legasta. I þeim lið skoðanakönnun- arinnar er eina niðurstaðan að af 600 manna úrtaki var eng- inn sammála tölvunefnd um að ótilhlýðilegt væri að þjóðin segði skoðun sína á óheiðar- leika þingmanna sinna og heimsku. Gunnar Smári Egilsson (jj)e,Liví , „Eftir 31 árs hjónaband fer ég nú fram á skilnað vegna þess að mér líður alltaf svo illa.“ Tammy Faye Bakker, eiginkona sjónvarpspredlkara TÉfcrtt c\- 2/ CV'C) i e-/ötbL vý crtL ccVccvt „Ég er vanur fánaburði frá Þingvöllum." Helmir Stelnsson et^ýtctw ftcjcVcCtci o-cý y^cvtóttci c tvC-L „Það geta öllum orðið á mis- tök og mér finnst þetta mál ekki þess eðlis að það þurfi að fjalla um það í fjölmiðlum, því málið hefur verið leyst.“ Höröur Þórleifsson, formaöur Tannlæknafélags Noröurlands

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.