Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 39

Pressan - 30.07.1992, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30.JÚLf 1992 39 LESENDUR Stor numer haar þreknar konur sem vilja vel út Exell Laugavegi55 S 21414 Leiðrétting í síðustu PRESSU var ranghermt að Hrafn Gunnlaugsson sé formaður Sam- taka kvikmyndaleikstjóra. Hrafn er í stjórn félagsins, en formaður er Friðrik Þór Friðriksson. Þá lét Þráinn Bertelsson af störfum sem formaður í Félagi kvik- myndastjóra þegar hann tók við sem for- maður Rithöfundasambandsins. For- maður þess félags er Sigurbjörn Aðal- steinsson. Hlutaðeigandi eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Ritstj. f ^ .. 4 Bfv , • Kontór Alþýðuflokksins J.J|§ Undirritaður hefur séð sig tilneyddan til þess að bera til baka þann rógburð og þær rangfærslur sem ffam koma á blað- síðu 2 í PRESSUNNI fimmtudaginn 23. júlí sl. undir fyrirsögninni „Hreinsanir á kontór Alþýðuflokksins". Þar er þvf ranglega haldið fram að starfsmanni flokksins hafi verið sagt upp störfum vegna samstarfsörðugleika við undirritaðann og það án alls samráðs við ffamkvæmdastjóm flokksins. Hið rétta er að umræddur starfsmaður sagði sjálfur upp störfum og hlýtur að hafa fullan rétt á því án þess að framkvæmdastjóm leggi blessun sína yfir uppsögnina. Það var því gengið frá starfslokum umrædds starfs- manns, sem PRESSAN reyndar nafn- greinir, með fullkomlega eðlilegum hætti. Mannaskipti hafa ekki verið tíðari á skrifstofu Alþýðuflokksins en gengur og gerist hérlendis. Það vekur því furðu að ritstjóra PRESSUNNAR þyki það frétt- næmt að skrifstofumanneskja láti af störf- um eftir fimm ára starf á flokksskrifstofu. í það minnsta hefur Alþýðublaðinu (eða öðrum fjölmiðlum) ekki ftindist ástæða til að tíunda uppsagnir skrifstofufólks á PRESSUNNI á undanfömum misserum. Það er undirrituðum hulin ráðgáta hvað vakir fyrir ristjóra PRESSUNNAR með umræddum skrifum. f þessum stutta pistli ægir saman staðhæfulausum full- yrðingum þar sem reynt er að sverta nafh undirritaðs. Ritstjóm PRESS- UNNAR ætti því að sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar á þessum skrifum. Ef ritstjórinn og/eða heimildarmaður hans hafa áhuga á að fræðast um starfsmanna- mál Alþýðuflokksins og vinnutilhögun á ritstjóm Alþýðublaðsins er þeim velkom- ið að leita eftir þeim hjá undirrituðum á skrifstofu Alþýðuflokksins. Sigurður Tómas Björgvinsson framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins og ritstjóri Alþýðublaðsins. Athuga- semd ritstjóra Það er rétt að Dóm Hafsteinsdóttur, starfs- manni á skrifstofu Al- þýðuflokksins var ekki sagt upp. Hins vegar hefur PRESSAN áreiðanlegar heim- ildir fyrir því að hún hafi ekki hætt af eðli- legum ástæðum. Hún hafi neyðst til að hætta vegna ósamkomulags við fram- kvæmdastjóra Alþýðuflokksins. PRESS- AN stendur að öðru leyti við frétt sína, enda gerir Sigurður engar aðrar athuga- semdir um efni hennar. Ritstj. Athugasemd vegna kvikmyndafram- leiðenda Vegna fféttar um inntökugjöld í Sam- bandi íslenskra kvikmyndaframeiðenda (200 þúsund krónur) sem birtist í síðasta mánuði vill PRESSAN taka fram að kvik- myndin Ingaló hefur ekki skilað inn tekj- um til sambandsins. Fullyrðing þess efnis slæddist inn í fréttina og eru lesendur beðnir velvirðingar á því. Ritstj. Ertu ibílahugleiðingum? SPORT er ódýrasti alvöru jeppinn á markaðinum og hefur 10 ára reynslu að baki við þærmarg- breytilegu aðstæður, sem islensk náttúra og vegakerfi búayfir. Veldu þann kost, sem kostar minna! Opið kl. 9-18 Laugard. kl. 10-14 Btfreióar og landbúnaóarvéíar hf. Ármúla 13, Sími 31236 Suðurlandsbraut 14. Sími 681200 í133 dr hefur HEINZ merkiö veriö tryggingfyrir úrvals matvöru. / Heinz- vörunum eru aöeins ndttúruleg hráefni og engum auka hragö- eöa litarefnum er hœtt í þœr. Notaöu HEINZ alltaf þegar þú vilt hetri mat. Oteinz - og maturinn bragðast betur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.