Pressan - 27.08.1992, Síða 12

Pressan - 27.08.1992, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 27.ÁGÚST 1992 Olaftir Björnsson byggingarmeistari í Ósi er sérkennileg tegund af huldumanni. Honum var sem kunnugt er bannað að byggja hús í Reykjavík, en þó gerði hann nýlega heyrinkunnugt að hann hygðist byggja hús á rústum gamla Klúbbsins. Og Reykjavíkurborg, sem bannaði honum að byggja fleiri hús, segir að þetta sé alveg rétt og ekkert við því að gera, ef hann bara passi sig að koma hvergi nálægt því á pappírunum. Ól- afur er þannig orðinn opinber huldumaður - með uppáskrift yfirvalda - til að gera það sem þau hafa bannað honum og segjast í leiðinni ekkert vilja af vita. Það vildu ábyggilega fleiri komast á svona samning. En annar huldumaður í kerfinu er Sigurður Þórðarson ríkisendurskoð- andi, sem getur sagt sömu sög- una í fjölmiðlum ár eftir ár án þess að koma nokkurn tíma fram sjálfúr. Hann gaf út skýrslu í síðustu viku sem ætl- ar að reynast fjölmiðlum nægt fóður í nokkurra daga umfjöll- un og voru þó stærstu bitarnir gamlar lummur um Siglósfld, Þormóð ramma, flugstöðina og aðra álíka þekkta minnis- varða um vel Iukkuð störf stjórnmálamanna. Þeir þurfa svo að endurtaka skýringarnar sínar, sem verða því ósenni- legri sem þær eru oftar bornar fram, en Sigurði tekst að fá betri pressu en nokkrum öðr- um andlitslausum embættis- manni hefúr tekist. Kannski hann komi úr felum þegar hann er hættur, eins og Hannes Jónsson sendiherra. Þeir voru teljandi á fíngrum annarrar handar utan Framsóknar- flokksins sem vissu hver Hannes var áður en Jón Bald- vin rak hann úr sendiherra- djobbinu. Nú þekkja hann allir sem fyrrverandi sendiherrann sem hefur tekið að sér að bjarga okkur undan EES-fár- inu. Hann hefúr lfklega ekki skilið að í utanríkisráðuneyt- inu eiga menn að bera respekt fýrir útlendingum og enga óþarfa umhyggju fyrir landan- um. Samkvæmt því ættum við að vona að Hannes verði at- vinnulaus sem lengst - það eru ekki mörg svona eintök eftir. í Alþýðubandalaginu er líka huldumaður. Það er Jóhann Ársælsson, sem hefúr verið þingmaður í heilt ár án þess að neinn þekki hann nema af Lincoln-skegginu. En það er ekki vegna skeggsins sem Ólaf- ur Ragnar vill gera hann að þingflokksformanni, heldur til þess að Svavar Gestsson eða Ragnar Arnalds fái ekki djobb- ið. Frá þeim liggur nefnÚega lóðrétt lína til Sovétára Al- þýðubandalagsins, þegar kommar héldu, öfúgt við Hannes Jónsson, að maður ætti einmitt að taka ofan fyrir útlendingum. Nú er þeim sagt annað, tuttugu árum of seint, og fyrir það missa þeir líka af draumadjobbinu. Kannski Óli Björns geti ráðið þá í bygging- arvinnu. Óli Þ. Guðb Ingimund E úrstöðu d son skeiðji vegna gruns fjárdrátt sem átti e við neínrökað styðj; Forstöðumaður I reiðaprófanámske BROTTJ REKSTU Rr MINNS1 1,5 Mll Óli Þ. Guðbjartsson, þáverandi dómsmálaráðherra, vék Ingi- mundi Eymundssyni úr starfi deildarstjóra bifreiðaprófanám- skeiða árið 1990 meðan rannsókn stóð yfir á fjárreiðum námskeið- anna. Rannsóknin beindist að upp- gjörsmáta þeim er Ingimundur beitti, en gjöld vegna prófanna voru lögð inn á reikning í Lands- bankanum. Þegar gjöldunum var skilað var vaxtatekjum ekki skilað heldur voru þær notaðar í þágu embættisins á ýmsan hátt. Ingi- mundur var framkvæmdastjóri prófanna frá 1984 og gerði upp á nákvæmlega sama hátt og forveri hans hafði gert. Aldrei komu ffam neinar athugasemdir, frá yfir- mönnum Ingimundar í dóms- málaráðuneytinu eða ríkisendur- skoðun, um hvernig að uppgjöri var staðið. Þessi háttur hafði enda verið hafður á um árabil og gerði Ingimundur ekkert annað en fylgja dæmi forvera síns. Þann 25. janúar árið 1990 tók Guðjón Andrésson við sem for- stöðumaður bifreiðaprófanna og fljótlega vakti hann athygli rflds- endurskoðunar á því að ekki væri rétt staðið að uppgjöri vegna próf- anna; vaxtatekjum væri ekki skil- að inn. Rannsókn var þá hafin á málinu og beindist hún að meint- um fjárdrætti Ingimundar og Guðna Karlssonar, er áður var forstöðumaður. Þeir voru grunað- ir um að hafa stungið vaxtatekj- unum í eigin vasa. I rannsókninni kom ekkert fram sem benti til þess að ásakanirnar á hendur þeim ættu við nein rök að styðjast og taldi ríkissaksóknari enga ástæðu til að hefja málsókn og vís- aði málinu frá. Gunnar Jóhann Birgisson, lög- maður Ingimundar, sagði í sam- tali við PRESSUNA að ljóst væri að ekki hefði verið rétt staðið að uppgjörinu en það hefði verið fyr- ir mistök. Mistök sem hefðu verið látin óátalin um árabil og því hefðu Ingimundur og forveri hans talið sig vera að gera rétt. Gunnar Jóhann sagði að Ingimundur hefði skrifað fjármálaráðuneytinu bréf árið 1988 þar sem hann útskýrði uppgjörsfærslu sína, afrit af því bréfi hefði verið sent Biffeiðaeftir- litinu en engar athugasemdir hefðu þá komið ffarn. „Þarna áttu sér stað áralöng mistök og þau hefði auðvitað bara átt að leið- rétta,“ sagði Gunnar Jóhann. Á þessu tímabili var Borgara- flokksmaðurinn Óli Þ. Guðbjarts- son dómsmálaráðherra en Guð- jón Andrésson var flokksbróðir hans. Sama dag og uppsögn Ingi- mundar tók gildi, 23. mars 1990, réð Guðjón son sinn í stöðu Ingi- mundar. Uppsögn Ingimundar var dæmd ómerk og ríkisvaldið hefur nú fallist á að greiða það sem á vantaði að Ingimundur nyti fúllra launa ffá þeim tíma er hann var leystur ffá störfum og til þess tíma er bifreiðaprófin voru lögð niður í þáverandi mynd og auk þess biðlaun í sex mánuði sökum þess að starf hans var lagt niður, samtals um eina og hálfa milljón króna. Ríkisvaldið á enn eftir að taka afstöðu til þess hvort Ingimundi verða greiddar einhverjar bætur vegna útlagðs kostnaðar hans. Forsvarsmenn Hitt 96 Kærðir til Rannsóknar- lögreglu vegna ábyrgð- artalsana Eigendur útvarpsstöðvarinnar Hitt 96, sem hætti útsendingum fýrir skömmu eftir stuttan tíma í loftinu, hafa verið kærðir til Rannsóknarlögreglu ríkisins (RLR) vegna gruns um að þeir hafi falsað nöfn ábyrgðarmanna á víxla og skuldabréf. Eigendur stöðvarinnar eru Heimir Ársælsson, Jóhann Jó- hannsson og Ingimar Andrésson. Ingimar var jafnframt útvarps- stjóri stöðvarinnar. PRESSAN fékk það staðfest hjá RLR að kæra hefði borist vegna gruns um að forsvarsmenn stöðvarinnar hefðu falsað nöfn ábyrgðarmanna á við- skiptapappíra. Kæra sú sem þegar hefur borist lýtur samkvæmt heimildum blaðsins að trygginga- víxli er Ingimar lagði fram hjá Kreditkortum hf. Atli örn Jóns- son, aðstoðarframkvæmdastjóri Kreditkorta, sagði í samtali við PRESSUNA að einn þeirra sem skráðir eru sem ábyrgðarmenn á víxilinn hefði haft samband við Kreditkort og sagt undirskrift sína falsaða. Sá hefði jafnframt tilkynnt fýrirtækinu að hann hygðist kæra málið til RLR. Eftir því sem heimildir blaðsins herma eru fleiri kærur væntanleg- ar, en talið er að samanlögð Ijár- hæð pappíranna sé um þrjár milljónir króna. Ingimar Andrésson, fýrrum út- varpsstjóri Hitt 96, sagðist í sam- tali við blaðið ekki kannast við að kæra hefði verið lögð fram hjá RLR vegna falsana af neinu tagi. Sér væri kunnugt um eina kæru á hendur stjórnendum útvarps- stöðvarinnar hjá RLR, en hún væri minniháttar mál og fölsun- um alls óviðkomandi. Ingimar Andrésson, fyrrverandi útvarpsstjóri Hitt 96. Grunur leikur á að hann og aðrir eig- endur stöðvarinnar hafi falsað nöfn ábyrgðarmanna á við- skiptapappíra sem notaðir voru til að fjármagna rekstur stöðv- arinnar.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.