Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. ÁGÚST 1992
Kókaínmálið
Kókaínmarkaðurinn hefur ekki hrevfst frá því Steinn Ármann Stefánsson var handtekinn í síðustu viku. Efnið var hluti af mun stærri
sendingu og stærstur hluti hennar er enn óseldur. Rannsókn málsins verður tekin úr höndum fíkniefnadeildar lögreglunnar.
PRESSAN hefur staðfestar
heimildir fyrir því að þau 1,2 kúó
af kókaíni sem fundust í bflnum
hjá Steini Ármanni Stefánssyni í
síðustu viku voru aðeins hluti af
mun stærri sendingu sem kom til
landsins fyrir nokkrum vikum. Þá
kom skyndilega mikið kókaín á
markaðinn og smásölumönnum
var boðið geysilegt magn til sölu,
helst í hundrað gramma skömmt-
um ef þeir gætu tekið við því.
Samkvæmt heimildum blaðsins
var ekki búið að koma nema hluta
efnisins í lóg; hitt liggur óhreyft í
einkahúsum, enda hefur ekki
hreyfst kókaín á markaðnum síð-
an Steinn Ármann var handtek-
inn.
Viðmælendum blaðsins ber
ekki saman um hversu stór send-
ingin var í heild, en nefndar voru
tölur allt ífá þremur og upp í átta
kfló. Efnið, sem Steinn var með,
var mjög hreint og er talið að
drýgja megi það ríflega. Ef það er
blandað niður í 30 prósent hreint
efni er söluverðmæti þess sem
fannst hjá Steini að lágmarki 43
milljónir króna, miðað við tólf
þúsund króna söluverð á gramm-
inu. Heildarsending upp á fimm
kfló væri samkvæmt sömu reikni-
aðferð að söluverðmæti 180 millj-
ónir.
MÁLIÐ ÚR HÖNDUM
FÍKNÓ
Síðast þegar fréttist í gær voru
yfirheyrslur ekki hafnar yfir Steini
Ármanni. Tveir voru handteknir
úti í bæ eftir atvikið í Mosfellsbæ
og var annar dæmdur í vikulangt
gæsluvarðhald. Viðmælendur í
fíkniefnaheiminum segja hann
ekkert tengjast þessu máli, enda
var honum sleppt í gær. Þriðja
manninum var sleppt fljótlega eft-
ir handtökuna og samkvæmt
upplýsingum blaðsins var það sá
sem fíkniefnalögreglan notaði til
að komast í beint samband við
Stein Ármann.
Hlutverk fíkniefnadeildarinnar
í aðdraganda málsins hefur verið
mjög til umræðu og hún talin ein-
hvers staðar á mörkum þess sem
löglegt er. Samkvæmt dómum er
leyfilegt að nota „beitu“ til að
góma fíkniefhasala, ef sýnt er að
sú aðferð og hegðun „beitunnar"
breyti í engu áformum og fyrirætl-
an þess sem ætlunin er að taka, í
þessu tilfelli að Steinn Ármann
hafi ætlað að selja efhið hérlendis
hvort eð var.
Komið hefúr til tals að færa
rannsókn málsins til Rannsóknar-
lögreglu rfldns, á þeim forsendum
að fíkniefnadeildin tengist málinu
of náið til að geta verið sjálfstæður
rannsóknaraðili. Þeir Böðvar
Bragason lögreglustjóri og Hall-
varður Einvarðsson áttu með sér
fund í gær og í kjölfar þess ákvað
Hallvarður að rannsóloi málsins
yrði tekin úr höndum fíkniefna-
lögreglunnar.
Fíkniefnadeildin vísaði öllum
fyrirspurnum til Björns Halldórs-
sonar yfirmanns, sem neitaði að
ræða við PRESSUNA, að sögn
vegna fyrri skrifa blaðsins um
deildina og hann persónulega.
STEINNÚR
HAFNARFJARÐARKLÍKU
Samtöl við mikinn fjölda fólks,
sem tengist fíkniefnaheiminum
beint, benda til þess að nokkrir
hópar hafi tekið sig saman um
þessa stóru sendingu, en fyrir ut-
an kókaínið barst einnig töluvert
magn af kannabisefnum. Send-
ingin kom í nokkrum skömmtum
og eftir fleiri en einni leið, en sam-
kvæmt upplýsingum blaðsins var
Steinn Ármann einn „sendlanna".
Einn viðmælenda fullyrti að hann
hefði flutt efnið með sér til lands-
ins í ferðatösku.
Steinn Ármann var á vegum
eins þessara hópa og var að dreifa
efninu til sölumanna þegar hann
var gripinn. Efnið hafði verið í
geymslu hjá öðrum, ótengdum
aðilum, en Steinn sótti það
skömmu áður en fikniefnadeildin
lét til skarar skríða. Hópurinn,
sem Steinn vann innan, er kennd-
ur við Hafnarfjörð (þótt fólkið sé
alls ekki allt þaðan), en sam-
kvæmt heimildum blaðsins reka
forkólfar hans fyrirtæki í Hafnar-
firði og Kópavogi. Þeir hafa sumir
komið við sögu í PRESSUNNI
vegna annars konar misferlis.
Nokkur fjöldi fólks hefur verið
kallaður inn til lögreglunnar
vegna málsins og þau nöfn, sem
blaðið heyrði í því sambandi,
benda til að flestir hafi verið úr
þessum hópi.
Heimildarmenn blaðsins í
fíkniefnaheiminum fullyrða að
einn þeirra, sem „Hafnarfjarðar-
hópnum“ tengjast, hafi í þessu til-
felli verið í hlutverki „squealers,“
uppljóstrara sem gaf fíkniefna-
deild lögreglunnar vísbendingu
um Stein Ármann. Sá var tekinn
fyrir fíkniefnamisferli fyrr á árinu,
en veitti upplýsingar gegn vægari
meðferð f)rir þau brot. Tveir aðrir
eru sagðir í vitorði með honum,
en hvorugur er sá sem ffkniefna-
deildin notaði seinna til að ná til
Steins Ármanns. Þessi sami
„söngfugl" mun hafa lekið svip-
uðum upplýsingum í stóra kóka-
ínmálinu sem upp kom fyrir fá-
einum árum.
Blaðamanni barst til eyrna
önnur skýring á málinu, sem ekki
var hægt að staðfesta. Hún fólst í
því að Steinn Ármann hafi átt að
koma kókaíninu beint í hendur á
mönnum í Kaupmannahöfn. Þeg-
ar þangað kom hafi hann ekki
fundið viðtakendurna og tekið þá
efnið með sér til íslands þar sem
hann hafi falið það í nokkra mán-
uði án þess að opna pakkann.
Þetta kann að vera sú skýring sem
verjandi hans mun nota, enda
verður saksóknari að sanna að
Steinn Ármann hafi ætlað selja
efnið hérlendis jafnvel þótt „beit-
an“ hefði ekld verið notuð.
ALLT AÐ ÞRJÁTÍU KÍLÓ Á
ÁRI — í FÁUM HÖNDUM
Viðmælendur PRESSUNNAR
útilokuðu ekki að eitthvað af stóru
sendingunni hefði átt að fara
áfram til Evrópu, en þeir töldu
kókaínmarkaðinn á fslandi líka
stórlega vanmetinn í opinberri
umræðu. Kókaín er ekki á hvers
manns borðum vegna verðlags-
ins, en almennt var talið að um
„Þarf að auka þjálfun fíkniefnalögreglu“
segir Grímur Th. Vilhelmsson
„Það er sorglegt að það skuli
þurfa stórslys á lögreglumanni til
að fólk vakni til vitundar um
hversu alvarlegur fíkniefnavand-
inn er hér á landi,“ sagði Grímur
Th. Vilhelmsson cand. mag. í
samtali við PRESSUNA. Hann
hefur sérmenntað sig á ýmsum
sviðum sem tengjast ávana- og
fíkniefnamálum og hefur meðal
annars háskólagráður frá Banda-
ríkjunum í lyfjafræði og taugasál-
fræði. Hann vinnur nú að dokt-
orsritgerð í taugasálfræði með
sérstaka áherslu á afbrotahegðun
og starfar að ráðgjöf fyrir fólk
sem á við fíkniefnavanda að etja.
Hann hlaut þjálfun í bandarísk-
um lögregluskóla og starfaði hjá
lögreglunni í Michigan og Illinois
samhliða námi. Þar tók hann að
sér að vera „beita“ lögreglunnar í
fíkniefnakaupum, þ.e. keypti efni
í þeim tilgangi að lögreglan gæti í
kjölfarið handtekið fíkniefnasal-
ana. Hann sat líka í bandarísku
fangelsi til að kynna sér aðstæður
af eigin raun.
Grímur segir að fíkniefnavand-
inn hér sé í eðli sínu ekkert frá-
brugðinn því sem gerist í Banda-
ríkjunum. Hins vegar þurfi að
auka verulega fræðslu lögreglu-
manna og fjármagn*sem veitt er
til fíkniefnamála, auk þess sem
starfsaðferðir fíkniefnalögregl-
unnar þurfi að breytast.
„Það er ekki til hér sú sérþjálf-
un sem nauðsynleg er til að lög-
reglan geti unnið starf sitt eins og
vera þarf. Með því er ég ekki að
gagnrýna fíkniefnadeildina, en
kostur hennar og allar aðstæður
eru ekki fullnægjandi. Ég held að
Björn Halldórsson sé mjög fær í
starfi og forvarnardeild lögregl-
unnar hefur unnið ágætt starf.
Það þarf hins vegar að þjálfa lög-
reglumenn mun betur í að fást
við fíkniefnaheiminn, að þekkja
hverjir það eru sem eru á lyfjum,
hvernig þeir starfa og hvernig
þessi viðskipti eiga sér stað.
Það þarf líka að taka hér upp
aðferðir sem notaðar eru annars
staðar með góðum árangri, að
láta lögreglumenn samlagast
fíkniefnaheiminum betur, láta þá
lifa og hrærast í honum og kom-
ast þannig í samband við fólk. Nú
er gangur mála yfirleitt sá að það
er unnið út frá tilteknu máli, þeg-
ar minniháttar menn eru teknir,
en með því móti er ekki hægt að
taka á þeim sem að baki standa."
Sjálfur segist Grímur hafa unn-
ið þannig í Bandaríkjunum og
verið útsendari lögreglunnar
meðal fíkniefnasala. Hann þurfti
að fara frá Michigan „þegar
hringurinn var farinn að þrengj-
ast um mig“ og flutti sig þá um
set til Springfield í lllinois.
Grímur hefur boðið fíkniefna-
deild lögreglunnar starfskrafta
sína, en hún hefur ekki þekkst
boðið og borið við fjárskorti. Frá
því hann kom til íslands hefur
Grímur veitt ráðgjöf fólki sem á
við fíkniefnavanda að etja, að
mestu leyti í sjálfboðavinnu. Vel á
þriðja tug fólks hefur leitað til
hans og um þriðjungur þeirra
hefur verið í kókaínneyslu.
„Fíkniefnaviðskiptin eru ekkert
öðruvísi hér en í Bandaríkjun-
um," segir Grímur Th. Vilhelms-
son.