Pressan - 27.08.1992, Side 15

Pressan - 27.08.1992, Side 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 27.ÁGÚST 1992 15 STAKK AF UNDAN SKATTINUM Algengt er að þeir sem standa fyrir innflutningi og dreifingu séu í öðrum viðskiptum sem notuð eru sem „frontur“. Það átti til dæmis við um einstakling sem flutti til íslands frá Bandaríkjun- um í fyrra eftir langa dvöl þar og greint var frá í tímaritsviðtali skömmu seinna. Hann hóf við- skipti með smávarning eftir heim- komuna, en fór aftur af landi brott um síðustu jól, að sögn þegar skattyfirvöld tóku hann til rann- sóknar. Hann býr nú í San Franc- isco. Rokktónleikar eru önnur teg- und viðskipta sem virðast notuð til að hylja innflutning og dreif- ingu á kókaíni. f fyrra kom kókaín falið í tækjabúnaði erlendrar hljómsveitar sem hélt hér tón- leika, að sögn um fimmtán til tutt- ugu kíló. Samkvæmt upplýsing- um blaðsins fór um helmingur þess efnis í dreifingu víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu, fjórðungur fór til hóps á Suðurnesjum og fjórðungur norður í land. Fullyrt er að þetta hafi gerst í tengslum við fleiri tónleika, en blaðinu tókst ekki að fá fleiri nafngreind dæmi. f umræðu um fíkniefnamál er oft talað um þekkta kaupsýslu- menn sem fjármagni innflutning. Viðmælendur blaðsins báru þau nöfn til baka, öll nema eitt, nafn manns sem er stórtækur í ýmiss konar viðskiptum. Hann þarf þó varla að Ieggja fram mikið fé á næstunni. Töluvert virðist vera eftir af stóru sendingunni og við- skipti hafa legið niðri síðan mál Steins Ármanns kom upp. Miðað við titringinn sem PRESSAN varð vör við má búast við að svo verði enn um sinn. fjörutíu manns á höfuðborgar- svæðinu væru ánetjaðir og notuðu lyfið að staðaldri. Dæmin eru úr „betri“ stéttum á borð við lög- fræðinga, lækna, endurskoðend- ur, bílasala, jafnvel tollverði. Aðrir hafa eitt milljónaarfi í kókaín- neyslu á stuttum tíma. Minni neytendur eru þokkalega efnað ungt fólk sem notar kókaín um helgar og svo dópsölumenn, sem hafa nógu mikla peninga á milli handanna til að geta notað efnið stöku sinnum. Enginn treysti sér þó til að giska á hversu stór markaðurinn er í magni. Miðað við 5-10 prósent regluna, sem oft er notuð, þ.e. að lögreglan nái þeim hluta af heild- armagni í umferð, gæti hann verið allt frá tíu og upp í þrjátíu kíló á ári. Það er þó ekkert annað en ágiskun. Vitað er að kókaín er selt ásamt öðrum efnum að staðaldri á að minnsta kosti fimmtán stöðum á höfuðborgarsvæðinu, en „klíkur“ sem standa í skipulegum innflutn- ingi eru líklega fimm eða sex. Á vegum hverrar um sig er 10-20 manna hópur sem heldur utan um söluna, en af þeim eru fáeinir sem gegna stærra hlutverki í dreif- ingu meðal sölumanna, menn á borð við Stein Ár- mann. Töluvert er um að ein- staklingar flytji inn efni til eigin neyslu og á það sér- staklega við urn hassið, þar sem neytendur eru margir. Ýmislegt bendir þó til þess að fíkniefna- markaðurinn hér á landi sé í höndum tiltölulega fárra aðila. Það hefur ítrekað gerst síðustu miss- eri að skrúfað hefur verið fyrir hassffamboð á mark- aðnum, en á sama tíma er til nóg af amfetamíni. Þetta, ásamt nákvæmum skilaboðum um hvenær hassið verði aftur fáanlegt, telja viðmælendur blaðs- ins benda til þess að til- tölulega fáir hafi fíkni- efnainnflutninginn á sín- um höndum og vilji þeir frekar selja „hraðann", sem meiri ágóðavon er í. „Steini kækur“ var aðeins sendill á vegum klíku sem kennd er við Hafnarfjörð, að sögn viðmælenda blaðsins í fíkniefnaheiminum. DV-mynd S. KarlTh. Birgisson

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.