Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 17

Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR PRESSAN 27.ÁGÚST 1992 17 sr ing Félags ungra framsóknarmanna verður haldið á Egilsstöðum um helgina. Þar verður meðal annars tekin afstaða til umdeildrar ályktunar um jöfnun atkvæðis- réttar í landinu — mál sem sjaldan hefur átt upp á pallborðið meðal framsóknarmanna. Auk þess verður kosið um formanna SUF, en Siv Friðleifsdóttir hefur ákveðið að hætta. Sem fyrr eru fr amsóknarmenn lítið fyrir óvæntar uppákomur. Því er gert ráð fyrir að Sigurður Sigurðarson verði kosinn í embættið. Hann er ættaður úr Dölunum en starfar sem tæknifræðingur á Egilsstöðum. Það eina sem gæti raskað ró ftmdarmanna í stjómarkosningum er Hallur Magnússon, kennari á Bakka- firði, en sumir telja að hann gæti komið með óvænt framboð... ndanfarið hafa verið miklar vanga- veltur um hvað gerist á matvörumarkað- inum á næstunni í kjölfar óvænts sam- runa Hagkaups og Bónuss. Af kunnugum mönnum hefttr þvf verið haldið ffam að mikil samþjöppun sé framundan hjá heildsölum í kjölfarið þangað til tveir eða þrfr stórir verði eftir á markaðinum... M álafjöldinn hjá kærunefhd jafn- réttismála hefur aukist jafnt og þétt að undanfömu. Má til marks um það nefna að í einni og sömu vikunni í maí síðast- liðnum bámst fjórar kæmr inn til nefnd- arinnar. Það er nánast kæra á dag... 0 vænt endurkoma Guðna Þórðar- sonar í Flugferðum- Sólarflugi fram á sjónarsviðið í blaðagrein í Velvakanda í Morgunblaðinu í síð- ustu viku minnir á að enn er óvíst hvað kem- ur út úr rannsóknum á högum hans. Sem kunnugt er er Rann- sóknarlögregla ríkisins enn að skoða mál hans eftir að samgönguráðuneytið fór fram á rannsókn á lokun skrifstofunnar... u leið og Guðni Þórðarson geys- ist ffam á sjónarsviðið vekur athygli að enginn hefur orðið til þess að fara ffam á gjaldþrotaskipti á fyrirtæki hans. Það stefnir því í að Guðni komist. frá þessu ævintýri eins og ævintýrinn um Sunnu, sem aldrei varð formlega gjaldþrota, og varð Guðna tilefni til að hreykja sér síðar meir.... u^Íýlega afgreiddi bæjarráð Kópavogs umsóknir um vínveitingaleyfi. Lágu fyrir þrjár umsóknir og var ein þeirra frá Smára Hreiðarssýni vegna Smiðjukaff- is. Þar er sem kunnugt er matsala allar nætur og ef vínveitingaleyfið hefðí verið samþykkt væri þarna kominn vísir að næturldúbbi þar sem hægt væri að fá mat og drykk framundir morgun. Að fenginni umsögn áfengisvarnanefndar var um- sókninni hafnað, að þvf er sagt var vegna skorts á upplýsingum... HÚSEIGENDUR Nú er rétti tíminn til þess að gera kiárt fyrir veturinn. Notið góða veðrið til þess að skipta um rennur og klæða steypta kanta og endurnýja lofttúður. NÝJA BLIKKSMIÐJAN HF. gerir þér tilboð sem þú getur ekki hafnað. Vanti þig eitthvað af eftirfarandi. t.d.: □ Rennur og niðurföll. □ Blikkkanta á steypta veggi. □ Hettu á skorsteininn. □ Þakventla. □ Flashningar. □ Kjöljárn otj skotrennur. □ Þakglugga og þaklúgur. □ Útloftunartúður. □ Sparkplötu á hurðir eða stál á þrÖskuld. □ Útipóstkassa. □ Ruslarör. Taklu þá upp símtólið og hringdu í síma 681172. Við veitum fljóta og góða þjjónustu. Opið 7.30-17.15. Fax: 681207 Nýja Blikksmiöjan hf., Ármúla 30. mm ' \ Fjjjj ' VISA ■■■■■ IUMFERÐAR RÁÐ Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir fljótt stíflum Tuskur Feiti Lífræn efni Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Shell- og Esso -stöðvar og helstu byggingavöru-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.