Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 34

Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. ÁGÚST 1992 Barir Eitt er það einkenni á ís- lenskum börum, sem fær drykkjumann PRESSUNN- AR til að brynna músum reglulega, en það er verðlagningin á ódáinsveigunum. Að vissu leyti er við hið opinbera að sakast í þessum efn- um, því það hefur kosið þessa dul- búnu skattheimtu til að mismuna þegnum ríkisins eftir áhugamálum þeirra. Vestur í Bandaríkjunum fær maður vodkaflöskuna á 500 krónur eða þar um bil, en hér heima fær maður ekki vodka fyrir minna en 2.000 krónur — fjórum sinnum hærra verð! Þetta er náttúrulega skandall út af fyrir sig. En það er ekki við ríkið eitt að sakast, því þegar maður fer á barinn til þess að súpa á er verðið hækkað um helming eins og ekkert sé. Og það þýðir að maður borgar sama verð á barnum og þeg- ar keypt er á svörtum! Við þetta bæt- ist svo að staðirnir hafa flestir verið ódeigir við að rukka inn fyrir blandið, eins og oft og iðulega hefur komið fram í neytendakönnunum. Annað trix, sem þessir kallar nota, er að selja freyðivín á kampavínsverði, ekki síst ef böbblíið er borið fram í glasavís. Sumir staðir eru meira að segja svo ósvífnir að selja manni sítrónusneið- arnar út í G&T. Ef þeir fengju að ráða mundu þeir vafalaust selja ísmolana í stykkjatali. Undirstaða allrar þessarar vitleysu er vitaskuld einokunarfyrir- komulagið sem er á áfengisverslun öllum til armæðu. Nýlega ákvað Höskuldur í ríkinu til dæmis að Beck's-bjór væri búinn að vera vin- sælasti bjór landsmanna nógu lengi og ákvað að gera Holsten að vinsæl- asta bjórnum næstu mánuði. Hvað næst?! Kommisararnir hjá ÁTVR segja réttilega að þeir geti ekki keypt inn allar tegundir. En slíkt er ekki vís- bending um að ríkið eigi að velja og hafna fyrir hönd okkar fávfsra, sem þurfum bara að punga út fyrir og drekka áfengið. Það bendir einfald- lega til þess að ÁTVR valdi ekki hlut- verki sínu frekar en nokkurt eitt fyrir- tæki annað. Þetta hlutverk getur hinn frjálsi markaður einn annast. Niður með ríkið! Poppið HIIHIf.ITlTn a# VIN-K heldur tónleika á veitingahúsinu 22 stundvís- lega klukkan 23.00. Sveitina skipa Michael D. Pollock, Gunnþór Sigurðsson, Gunnar Erlingsson og Ágúst GAK. Hér er á ferðinni alheim- snútíma-rockn'roll og sjónhverfingar gegn engu gjaldi. • Magnús og Jóhann eru með út- gáfutónleika á Púlsinum í kvöld í til- efni af 20 ára starfsafmæli sínu og út- komu nýs geisladisks sem inniheldur margar af gömlum perlum þeirra fé- laga. Tónleikunum er útvarpað beint á Bylgjunni milli klukkan 22.00 og 24.00. • Sniglabandið leikur undir hjá Magnúsi og Jóhanni á Púlsinum og aðstoðar þá við að skapa rólega og afslappandi stemmningu, sem hefur verið vörumerki Magnúsar og Jó- hanns í gegnum árin. Auk þess spilar Sniglabandið eitt og sér sín eigin lög. Hvort það verður rólegt og afslapp- að skal ekki fullyrt um hér. • Óskar Einarsson trúbador spilar fyrir alla þá sem leggja leið sína á Ca- fé Amsterdam í kvöld. • Haraldur Reynisson trúbador spilar á Fógetanum í kvöld. Þessi reykvíski trúbador hefur getið sér gott orð fyrir skemmtilegt lagaval og alveg hreint stórgóðan flutning. • Tveir Logar frá Vestmannaeyjum eru þeir Hermann Ingi, söngvari og gítaristi, og Guðlaugur á hljómborð, en þeir voru í gömlu, góðu Logun- um. Þeir halda uppi fjörinu á Rauða Ijóninu í kvöld og syngja meðal ann- ars gömul Eyjalög. • Anna Vilhjálms og Hilmar Sverris sjá um sveifluna á Dansbarn- um. • Sirkus Babalú á Hressó. Ung og fjöruq sveit, með svolitlum mennta- skólabragi. • Sálin hans Jóns míns er komin í höfuðstaðinn eftir landshornaflakk í sumar. Þeir sem hafa gaman af Sál- inni ættu að skvera sér á Tvo vini í kvöld því þar verður hún og ekki seinna vænna því sveitin fer fljótlega í frí, ef frí skyldi kalla, til að taka upp nýja hljómplötu. Jólin fara nefnilega að nálgast og tími til kominn að taka uppjólaplötuna. • Lizt spilar á Apríl í kvöld og er það í annað sinn sem hljómsveitin rokkar og sólar opinberlega. Liðsmenn sveitarinnar eru ættaðir úr Tónskrött- um og Berum að ofan, þeir Guð- mundur Pálsson á raddbönd, Rík- harður Arnar á hljómborð, Róbert Þórhallsson á bassa, Gunnar Þór Jónsson á gítar og Tómas Jóhannes- son á trommur. Strákarnir sækja sér orku frá ekki verri sveitum en Cult, Queen og Living Colour. • Sýn eru þeir Guðmundur og Kiddi, sem spila á hljómborð og gítar á Dansbarnum í kvöld. Hér er gott tækifæri til að minna á að sú ný- breytni hefur verið tekin upp á Dans- barnum að hafa opið öll kvöld vik- unnar með í karaoke fyrripart viku. • Galileo leikur á Gauknum í kvöld. Hljómsveitina skipa þeir Sævar söngvari, Jósep á hljómborð, Einar Bragi á saxófón og flautu, örn á gítar, Rafn á trommur og Birgir á bassa. • Hermann Ingi heldur að öllum líkindum uppi rífandi stemmningu á Feita dvergnum í kvöld. • EXIZT spilar á Púlsinum í kvöld, en þar tróðu þeir upp síðast á útgáfu- tónleikum snemma í ágúst. Þeir hafa víst æft af kappi síðan þá og bætt við sig fjölda laga sem þeir sækja til Led Zeppelin, Iron Maiden, Nazaret, ACDC og fleiri að ógleymdum nokkr- um góðum blúsurum. Guðlaugur Falk spilar á gítar, Eiður örn syngur, Jón Guðjóns plokkar bassann og Sig- urður Reynis ber trommurnar. Eiríkur Sigurðsson gítarleikari er nýjasti hlekkurinn í sveitinni, en hann kemur úr Vírus sem, fyrir þá sem ekki vita það nú þegar, er þungarokkssveit. • Jötunuxar hafa gaman af Grjót- inu og Grjótið af þeim. Mikið var það gott því uxarnir rokka þar í kvöld. • Rokkvalsinn er þriggja manna sveit sem sérhæfir sig í svokölluðum pöbba-lögum og ætlar einmitt að spila slík lög á Café Amsterdam í kvöld. í sveitinni er hann Jakob Ingi sem spilar á rafmagnsharmonikku og mun hún vera sú eina sinnar teg- undará landinu. • Haraldur Reynisson trúbador heldur áfram að spila á Fógetanum. • Tveir Logar halda uppi krár- og Eyjastemmningu í Rauða Ijóninu eins og í gærkvöldi. • Klang og kompaní eru tveir hressir kraftajötnar á nærbuxum sem spila bókstaflega allt milli himins og jarðar á Nilla-Bar í Hafnarfirði í kvöld. Eruð þið búin að sjá plakatið? LAUGARDAGUR • Megas á Hressó. Tónlistarvið- burður, langt siðan heyrst hefur í Megasi. • Lizt er aftur í kvöld á Apríl og heldur áfram að spila í anda Cult, Li- ving Colour og Queen. í kvöld koma þeir fram í þriðja sinn opinberlega. • Jötunuxar enn í Grjótinu. Og það í allt kvöld. • Loðin rotta rokkar á Tveimur vin- um. Þarna fer að margra mati ein af betri rokksveitum landsins og ekki við öðru að búast en Rotturnar standi undir þeirri nafnbót í kvöld. • Hermann Ingi spilar aftur á Feita dvergnum. • Cuba Libre spilar á Púlsinum í kvöld en Sigurður Sigurðsson, blús- söngvari og munnhörpuleikari Tregasveitarinnar, verður heiðurs- gestur kvöldsins. Cuba Libre er skip- uð þeim Tryggva Hubner gítarleik- ara,.Jóni Ingólfs á bassa og bróður hans Trausta á trommur. Þeir bræður voru áður í Stuðkompaníinu. • Sýn aftur á Dansbarnum í kvöld. • Klang og kompaní aftur á Nilla- Bar í kvöld með synthesizerinn og bassann. Þeir eru vel líklegir til að lauma inn nokkrum reggae-lögum. • Rokkvalsinn er enn á Café Amst- erdam með sinn Jakob Inga og sína rafmagnsharmonikku. • Haraldur Reynisson trúbador treður upp þriðja kvöldið í röð á Fóg- etanum. • Tveir Logar eru enn á Rauða Ijóninu. SUNNUDAGUR • Megas á Hressó. Tónlistarvið- burður. • Guðmundur Rúnar Lúðvíksson trúbador tekur við af Haraldi á Fóget- anum. • Loðin rotta flytur sig yfir á Gauk- inn í kvöld og heldur áfram að rokka og trylla og þar frameftir götunum. • Sýn er enn á Dansbarnum, en hljómsveitin er skipuð þeim Guð- mundi og Kidda sem spila á hljóm- borð og gítar. • Karaoke á Tveimur vinum eins og alltaf á sunnudagskvöldum. Nú er hægt að velja úr hvorki meira né minna en 430 lögum þannig að þeir sem eiga í basli með að læra dægur- lagatexta hljóta að finna lag sem þeir kunna, þó ekki væri nema aðeins eitt. • Tveir Logar eru úthaldsgóðir mjög og troða upp fjórða kvöldið í röð þessa helgi á Rauða Ijóninu. Sveitaböll Ýdölum Aðaldal, Gal- ileo. Miðgarður Skagafirði, 'Geirmundur á Framsóknarballi. Dansk Hreðavatnsskáli, Gammel HEF SKOÐANIR Hjalti Rögnvaldsson, leikarinn góðkunni sem sagði skilið við fs- land í fussi, er nú kominn hingað til að leika stórt hlutverk í nýju leikriti eítir Björn Th. Björnsson, Dunganon, sem frumsýnt verður 18. september. Árið 1988 lék hann einnig hér á landi og þá í Heim- komunni í Gamla bíói. Flestum er enn í fersku minni er Hjalti jós úr skálum reiði sinnar fýrir fáeinum árum í tímaritsvið- tali og flúði land, nánar tiltekið til Noregs, þar sem hann var fastráð- inn leikari í Stafangri um tíma. Ástæðan fyrir brottför hans voru kjör leikara hér á landi, sem hann telur bágborin, og hversu erfitt er að eignast hér húsnæði. En er Hjalti ennþá reiður út í íslenskt þjóðfélag? „Ég er hinn hugprúðasti og geðþekkasti maður, en ég hef skoðanir. Ég er bara enn með lífs- marki! Ef fólk vill kalla það reiði þá má það gera það, en ef fólk vill kalla það einhverjum öðrum nöfnum, eins og til dæmis ban- ana, þá er það líka í lagi,“ segir Hjalti í gamansömum tón. Ertu kominn til landsins til að vera? ' „Nei, ég hef ekki hug á að vera hér lengi en þó er ekkert ákveðið með ffamhaldið enn. Það stendur jafnvel til að ég leiki í stóru leik- húsi í Osló á næstunni." Langar þig til að flytjast aftur til íslands? „Jú, ég mundi gjarnan vilja flytjast til Islands aftur en það hef- ur bara ekkert breyst. Hér klæðast yfirvöld enn sama Al Capone- búningnum. Stjórnvöldum virðist takast enn betur nú en áður að sjarmera fólkið upp úr skónum, því ekkert heyrist í leikurum þrátt fyrir bág kjör. Og það er erfitt að undirbúa byltingu meðal leikara, því byltingar eru oftast gerðar að kvöldi til og leikarar eru alltaf að vinna á kvöldin.“ Hjalti Rögnvaldsson, sem leikur stórt hlutverk í leikriti Björns Th. Björnssonar í vetur, segir íslensk yfirvöld enn klæðast sama Al Capone-búningnum. HAL5BONDIN KOMIN AFTUR háls. Vantar bara næluna fremst. Trommarinn í Kolrössu krók- ríðandi mætti sleppa lafinu. Ekkert er nýtt undir sólunni. Nú eru þau komin aftur hertu hálsbönd- in sem mæður þessara ungu stúlkna báru snemma á áttunda áratugnum, — stundum nefnd mellubönd. Þau eru af ýmsum toga eins og sjá má. Solla með Sumarþoraþó ekki svartband enn að sleppa laf- strekkt upp í inuogeruað hengslast með of stórastrekktaklúta um hálsinn. Þróun- in tekur alltaf tíma. Bestu hálsbanda- lausnirnar eru ein- faldastar. Einna sniðugast er að ná sér í gamlan svartan nælonsokk (hann má svosem vera nýr) og klippa í eina hálsbreidd, skella sér svo í töluboxið hjá mömmu og fmna gamla létthallærislega en trendí tölu og festa hana fyrir miðju á sokkinn. Þetta skal svo binda um hálsinn og útkoman er stórkostleg; einföld, ódýr en frábær. Þá er hægt að skella sér í næstu vefnaðarvöruversl- un þar sem komast má yfir hin skraut- legustu bönd í metratali og fr anski rennilásinn kemur alltaf að góðum notum. Kata á Stöð 2 og trommar- inn í Jet Black Joe tóku sveiflu í Sjall- anum á dög- unumog eru í stíl með bönd- in um hálsinn (hanstelstvart melluband). Fatahönnuðin- um Filippíu vampírista hlýt- urað vera kunn- ungt um háls- bandatískuna.Á hennar bandi eru litlar svartar glanskúlur. VAXINN UR GRA Það hefur varla farið framhjá neinum sem ekur um Kringlumýrarbraut — inn í Kópavoginn eða út úr honum — að drengjagosbrunnurinn fyrir framan Nesti hefur heldur betur tekið vaxtarkipp. í stað litla snáðans sem þar hefur ætíð staðið er nú kominn myndarlegasti piltur. Ef áfram verður haldið á sömu braut má búast við því að innan fárra ára verði þar kominn fulltíða maður og að öld liðinnlmá ímynda sér að þar standi veðraður öldungur. Við mælum með sunnudagsbíltúr og skoðunarferð. STEMMNINGARBJÓR — EXÓTÍSKUR BJÓR Það er óumdeilanleg full- yrðing að bjór er ekki það sama og bjór. Grolsch er til að mynda ekki það sama og Kor- ona þótt í báðum tilfellum sé um bjór að ræða. Það má hins vegar tína til sameiginlega eiginleika bjórs og bjórs og er þá ekki að- eins átt við efnafræði- lega samsetningu drykkjarins. Þannig má benda á að hinn hollenskættaði Grolsch (reyndu við framburðinn á frum- málinu) á það sam- merkt með hinum mexíkóska Korona að báðir mega þeir teljast vinsælir og að sama skapi töluvert dýrir. Þeir eru líka í tísku og skiptir fólk því ef til vill engu máli hvað það borgar fyrir þá. I Hard Rock fer það að minnsta kosti ekki framhjá neinum að ásókn er í veigarnar. Þeir segja það líka sem drekka þessar tegundir að þær séu betri en aðrar. Svo má velta því fyrir sér hvort fólk tekur Grolschinn fram- yfir annan af því flaskan er svo flott eða hvort það vill Korona út af Lime- sneiðinni sem er sett ofan í stútinn... og tequila-snafsinum sem gjarnan er drukk- inn með. Það má svo fylgja að jafnvel þótt Korona sé dýr alls staðar á Vest- urlöndum er hann einn sá ódýrasti í heimalandinu. Það var hins vegarsnjall Am- eríkani frá Kalíforníu sem fékk einkaumboð fyrir hann til dreifing- ar í hinum vestræna heimiog tókstað markaðssetja hann þannig að fólki líkaði hann. Bingó. Bjórinn komst í tísku og seldist upp frá því á toppprís.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.