Pressan - 27.08.1992, Síða 36
36
FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. ÁGÚST 1992
L í F I Ð
EFTIR VINNU
Klassíkin
FOSTUDAGUR
• Blokkflauta og orgel.
iGuðrún Skarphéðinsdóttir
|er íslensk, vinkona hennar
Nina Haugen norsk, en
saman hafa þær stundað
nám við tónlistarskóla í Sviss. Guðrún
spilar á blokkflautu, Nina á orgel, og á
efnisskránni er ensk barokktónlist frá
17. og 18. öld. Það eru meðal annars
verk eftir Purcell, Andrew Pachan,
Hándel og Corelli. Nokkuð hátignar-
legt. Kristskirkja á Landakoti kl. 20.30.
I :■
• Galgopar og Diddú. Einu sinni fór
Diddú um landið með Sumargleðinni,
núna glímir hún við þjóðveginn með
sönghópnum Galgopum. Hann skipa
eintómir strákar: Óskar Pétursson
Skagfirðingur og tenór, Stefán Birgis-
son tenór, Atli Guðlaugsson barítón,
Vilberg Jónsson bassi og Þorsteinn
Jósefsson bassi. Á efnisskránni eru ís-
lensk sönglög og erlend — í léttari
kantinum, eins og vænta mátti. Mið-
garður, Skagafirði kt.21.
Sýningar
• Það var svo geggjað.
Árbæjarsafn er löngu hætt
að snúast bara um moldar-
kofa og gömul hús, heldur
líka um fólk, sumt í ekki alltof fjarlægri
fortíð. Til dæmis hippasýningin sem
ber með sér andblæ áranna
1968-1972, þegar herbergi unglinga
önguðu af reykelsi, allir gengu í útvíð-
um buxum og karlmenn voru hæst-
ánægðir með að skvetta á sig Old
Spice-rakspíra. Opið frá 10-18.
• Húsavernd á fslandi. Aðalstræti
er sorglegt dæmi um þegar menn
vilja hvort tveggja halda og sleppa,
vernda og rífa. Vissir hlutar Akureyrar
eru á hinn bóginn fagurt dæmi um
skynsamlega húsavernd. í Bogasal
Þjóðminjasafns stendur yfir sýning þar
sem er rakin saga húsaverndar á fs-
landi .Opiðkl. 11-16.
• Höfnin f Reykjavík er mikið
mannvirki og það voru stórhuga
menn sem réðust í að byggja hana i
kringum 1915. Nefnum Jón Þorláks-
son. Sýning í Hafnarhúsinu rekur sögu
hafnarinnar, í tilefni af 75 ára afmæli
hennar .Opiðkl. 11-17.
• Höndlað í höfuðstað er sýning á
vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur
og Borgarskjalasafns. Þar eru raktir
þættir úr sögu verslunar í Reykjavík.
Hún var einna blómlegust um alda-
mótin, eða þá voru að minnsta kosti
mjög flottar búðir.
Ókeypis
• í Mosfellssveitinni
getur manni liðið eins
og maður sé kominn til
útlanda, svona augna-
blik, svo hverfur til-
finningin aftur. Þetta svífur á
mann fyrir utan Álafosshúsið,
niðri í dalverpinu austan við
Vesturlandsveginn. Þarna sem
áin rennur í gegn er nefnilega
umhorfs eins og í bresku verk-
smiðjuþorpi, ekki svo ýkja
löngu eftir iðnbyltingu. Maður
gengur upp hólinn og þar verð-
ur fyrir einbýlishús verksmiðju-
stjórans og aftur er eins og
maður sé kominn til útlanda;
Don Corleone hefði stoltur get-
að sest þarna að. í verksmiðju-
húsinu sýna listamenn, en það
kemur þessu máli ekki við. Trjá-
lundur ögn ofar í byggðinni
minnir hins vegar á Noreg.
• Besti bíltúrinn þessa dagana er
þvert yfir Mosfellsheiðina, eftir
veginum austur á Nesjavelli, nýr
vegur, fáfarin leið, fögur og
hrjóstrug náttúra til allra átta.
Bíllinn stritar upp norðurenda
Hvirfils, og síðan þarf maður að
hafa sig allan við að renna ekki á
harðaspani alla leið niður í Þing-
vallavatn. Á heimleiðinni er nauð-
synlegt að skoða kirkjuna á Úl-
fljótsvatni, hún stendur þarna
langleiðina úti í vatninu, og á
Ljósafossi er einhver exklúsívasta
sjoppa í landinu. Þangað kemur
sjaldan nokkur.
Málþing
B
LAUGARDAGUR
Henrik Ibsen er ein-
hver svívirðilegasti snill-
ingur sem Norðurlönd
hafa alið, eða réttar sagt
Noregur. f tilefni af nýrri
heildarútgáfu a verkum Ibsens á veg-
um Den norske Bokklubben eru
komnir hingað þrír Norðmenn, fram-
kvæmdastjóri klúbbsins sem kynnir
útgáfuna, Ludvig Eikas, listamaður
sem hefur sérhæft sig í að túlka per-
sónur Ibsens, og ritstjóri sem kann
deili á þessum listamanni.
Myndlist
Samsýning á Kjarvals-
stöðum. Þarna leggja í púkk
ungir listamenn (sem
reyndar eru smátt og smétt
að færast á miðjan aldur);
Kristján Steingrímur, (ris Friðriksdóttir,
Ragnar Stefánsson og Ólafur Gíslason.
Til sýnis I húsinu eru líka teikningar
eftir Alfreð Flóka og afstrakt högg-
myndir eftir Ásmund Sveinsson. Opið
kl. 10-18.
• Japönsk ieirkeragerð á sér langa
hefð, Á þessari farandsýningu i Nor-
ræna húsinu má sjá verk eftir 56 leir-
kerasmiði, flest eru þau í hefðbundn-
umstll .Opiðfrdkl. 14-19.
• Halldóra Emilsdóttir heldur mál-
verkasýningu í Gallerí Úmbru sem er í
Bernhöftstorfunni .Opiðki. 12-18.
• Myndhöggvarafélagið heldur
upp á tuttugu ára afmæli sitt með
minningarsýningu í Nýlistasafninu um
einn dyggasta félagsmann sinn, Ragn-
ar Kjartansson myndhöggvara, sem
lést fyrir nokkrum árum. Merkileg og
að mörgu leyti hjartnæm sýning. Opið
kl. 14-18.
• Elías Halldórsson sýnir í Hafnar-
borg, hinni ágætu menningarmiðstöð
Hafnfirðinga. Þar hefur Elías hengt
upp málverk og grafíkmyndir. ( kaffi-
stofunni sýna hjónin Einar Már Guð-
varðarson og Susanne Christiansen
höggmyndir úr ítölskum marmara,
grásteini og móbergi. Opið kl. 12-18.
• Gísli Sigurðsson, sem annars er
ritstjóri Lesbókar Moggans, hefur mál-
að röð olíumynda þar sem er lagt út
af hinum fornu Sólarljóðum. Myndirn-
ar sýnir Gísli á Hólum í Hjaltadal I
Skagafirði.
• Gunnlaugur Scheving málaði
fyrirferðarmikil verk sem fjalla um lífs-
baráttu sjómanna. Svoleiðis hlemmar
hljóta að fara vel á hráum veggjunum
í nýja gallerfinu niðri í Hafnarhúsi. Op-
iökl. 14-18.
• Donald Judd, einn frægasti lista-
maður sem nú er á dögum, sýnir
nokkur verk eftir sig í sýningarsalnum
Annarri hæð, sem er á Laugavegi 37.
Opið miðvikudaga kl. 14-18 eða eftir
samkomulagi.
• Katrín Elvarsdóttir er ungur Ijós-
myndari sem undanfarið hefur stund-
að nám ( Ameríku. Hún heldur einka-
sýningu í Gallerí 15 á Skólavörðustíg.
Opið á verslunartíma.
• Islensk málverk hanga uppi i
Listasafni (slands, úr eigu safnsins. Á
kannski betur við þennan túristamán-
uð en jórdönsku kjólarnir. (sölunum á
neðri hæð gamla íshússins eru verk
eftir frumherja íslenskrar málaralistar, á
efri hæðinni nýrri verk, auk nokkurra
verka frá útlöndum. Opiðkl. 12-18.
• Æskuteikningar Sigurjóns
minna okkur á að enginn er fæddur
listamaður, þótt sumir hafi jú meiri
hæfileika en aðrir. Elstu myndirnar á
sýningunni í Safni Sigurjóns Ólafsson-
ar eru frá æskuárum hans á Eyrar-
bakka, en flestar frá árunum
1924-1927 þegar hann stundaði nám
í Iðnskólanum. Skemmtileg sýning og
svo er alltaf gaman að koma í safnið á
fallega staðnum í Laugarnesinu, út við
Sundin blá. Opið frá kl. 14-17
• Hótel Búðir er paradís á jörð í aug-
um margra. Þar heldur Örn Karlsson,
einn heimamanna, sýningu í sumar, í
gamla þvottahúsinu sem hefur verið
breytt I gallerí. Hann sýnir klippimynd-
ir og vatnslitamyndir.
• Jón K.B. og Kristmundur eru Sig-
fússon og Gíslason og sýna myndverk
austur á Laugarvatni, í Húsmæðraskól-
anum og Menntaskólanum, þar sem
eru rekin Edduhótel á sumrin. Krist-
mundur sýnir akrílmyndir, en Jón
náttúrumyndir sem hann hefur gert
með pastellitum, bleki og tússi.
Gústi skrækur, Óli losti, Pró-
fessorinn, Bjössi túpa, Hesturinn,
Púkaló, Skölli. Þetta eru ekki nöfh
á teiknimyndasöguhetjum sem
sprella, berjast, þeysast, frekjast
og bugast. Nei, þetta eru nöfn á
Sniglum sem þeysa á mótorhjól-
um eftir götum borgarinnar, —
riddarar götunnar.
Það er hin besta skemmtun að
komast í bif-blíu Bifhjólasamtaka
lýðveldisins, eða símabók Snigl-
anna, því að baki þessum furðu-
nöfnum eru oftar en ekki
skemmtilegar sögur, sumar örlítið
kvikindislegar, enda menn oft
ungir og lausbeislaðir þegar þeir
ganga til liðs við samtökin.
Nokkrum árum síðar vilja sumir
hverjir síður gefa upp af hverju
þeir ganga undir þess-
um nöfnum.
Einn hinna ungu
Snigla ber nafnið Ut-
sölusnigillinn. Ástæð-
an er að hann er Snig-
ill númer 499, —
semsagt á útsöluprís.
Gústi skrækur heitir í
raun og veru Ágústa.
Viðurnefni hennar
kom til af því hvað
hún var stráksleg þeg-
ar hún byrjaði í sam- Hermann heilalausi eða Hemmi Steel. Nú
tökunum og miðað hefur sannast á kappann að hann hefur heila,
við strákslegt útlit því hann fékk heilahristing þegar hann lenti í
hafði hún fremur árekstri á dögunum.
skræka rödd. Nú hef-
ur hún tekið út vöxtinn og er hin
blómlegasta en losnar ekki við
viðumefhið. Óli losti á mörg börn
með jafnmörgum konum og er að
auki alltaf að fikta í rafmagni.
Bjarni er Prófessorinn vegna þess
hve hann er mikill grúskari. Hest-
urinn, hann Einar Rúnarsson,
keyrði einhvern tíma niður hest
og fortíðin eltir hann. Bjössi túpa
er alltaf í röndóttum leðurfötum,
ekki ólíkt Signal-tannkreminu.
Tveir Hirtir innan samtakanna
bera nafnið Hjörtur líklegur og
H j ö r t u r
ólíklegur, sá
fyrrnefndi
fékk viðurnefh-
ið vegna þess
hve hann taldi
marga hluti líklega
og sá síðarnefndi,
sem gekk á eftir honum
í bifhjólasamtökin, hlaut
því að vera ólíklegur. Guð-
mundur Magnússon ber viður-
nefnið Skölli því þegar hann bros-
ir segja menn hann líkjast skötu-
sel, hann sé ekki með 32 tennur
eins og flestir heldur 60. Sköllína
er hans ffú. Jeppinn hennar Bryn-
dísar er Hlöðver H. Gunnarsson.
Skýringin er einföld; kona hans
heitir Bryndís. Stykkið, eða María
Garðarsdóttir, fékk viðurnefnið
þegar hún afklæddist leðurgallan-
um einhvern tíma á einhverri úti-
hátíð fyrir norðan. Kom þá í ljós
að það var heljarinnar stykki fyrir
innan klæðin. Karl Gunnlaugsson
fékk viðurnefnið Tá-G
Racing eftir að hann tók
þátt í mótorhjólakeppni
á Bretlandi sem bar nafnið
K-G Racing. Skömmu síðar varð
hann fyrir því að missa tvær tær.
Því sómdi nafnið sér Tá-G betur
og menn bráðöfunda hann af því
að af honum er 20% minni tálýla
en öðrum. Sonja Schwantz heitir
síðara nafninu í höfuðið á heims-
þekktum mótorhjólakappa, því
þótt hún sé aðeins á 20 kílómetra
hraða á hjólinu er alltaf eins og
hún sé á yfir 100 kílómetra hraða
þar sem hún liggur flöt fram á
hjólið. Og síðast en ekki síst verð-
ur að nefna Hermann heilalausa,
eða Hemma Steel eins og hann er
einnig oft nefndur. Miklar deilur
hafa staðið um hvort hann hafi
heila eður ei, en það þykir nú af-
sannað að hann sé án heila, því
hann lenti í árekstri fyrir skömmu
og fékk þá heilahristing!
HIN
Í5LENS
BIF-B
Sniglar númer 499; Útsölusnigillinn, öðru nafni t
Vésteinn, og 561; Psycho, Guðmundur, sem
segist einhverra hluta vegna hafa hlotið þett
viðurnefni frá vini sínum Vésteini.
HELST
VILÉO
SLÖNCU,
FROSK
EÐA
SKJALD-
BÖKU
Ferfætt, skríðandi, tvífætt eða
fljúgandi gæludýr er að finna víða
á heimilum landsmanna. Algeng-
ast er að fólk hafi hjá sér ketti,
hunda, fiska eða smáfugla en það
er ekki endilega það sem flestir
vilja. „Slöngur, ffoskar og skjald-
bökur eru það sem fólk vill
helst,“ segir Rúnar Halldórsson
í Gullfiskabúðinni. Slík kvik-
indi má I
flytja inn
og sætta sig því al-
mennt flestir við
hefðbundnari teg-
undir. Rúnar segir að
meðhöndlun gæludýra
sé í raun vinna alla daga
og ekkert þýði að demba
sér út í þetta nema hafa bæði
tíma og áhuga.
Hundaeign færist stöðugt í
aukana og er tegundaflóran
orðin fjölbreyttari eftir að al-
mennileg sóttkví kom til
sögunnar. Að sama skapi
hefur hættan á skyld-
Kóngulær eru ekki
algeng heimilisdýr
en vissulega „öðru-
vísi".
leikaræktun minnkað til muna og
því er mikill uppgangur í hunda-
rækt á íslandi. Áhugi á sýningar-
hundum hefur aukist verulega og
hefðbundið hlutverk íslenska
hundsins sem smaladýrs virðist á
undanhaldi. Það er fjarstæða og of
langt mál að telja upp allar þær
tegundir sem til eru hérlendis og
bent er á sérfróða til frekari upp-
lýsingar. Þó má geta þess að hér
fyrirfmnast nokkrir dúlluhundar
sem þykja hæfa hefðardömum
Parísarborgar, einn Great
Dane spígsporar hér
um, eins og al-
kunna er,
o g
húsbóndahollir Pug-hundar þykja
skemmtilegir félagar þótt sumir
skilji nú hvorki upp né niður í
þeirri speki.
Það má hins vegar ekki hætta
umræðunni um gæludýr án þess
að minnast á fiska. Það er víst allt-
af sama brjálaða eftirspurnin eftir
þeim, en það ku stafa af því að
þeir hafa róandi áhrif á eigendur
sína og aðra sem á þá horfa. Það
er örugglega þess vegna sem mað-
ur kemur ekki inn á tannlækna-
stofu núorðið án
þess að rekast á
fiskabúr og mælt
er með einu slíku
fyrir stressbolta
og aðra tauga-
trekkta.
Hvað skyldi
eðla leggja sér
til munns?
Talandi páfagaukar eru
skemmtilegir fyrir þá sem eru í
náðinni hjá þeim. Hinir mega
forða sér.
Marga hryllir við slöngum en
það er samt mikið spurt um
þær. Innflutningur er hins vegar
bannaður.
Loksins eru fslendingar farnir að
líta á hunda sem eitthvað ann-
að en smaladýr og útiganga.