Pressan - 03.09.1992, Side 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. SEPTEMBER 1992
11
Lamaður maður sakar fyrrum samstarfsmann um svik
SKÁLDABI
Víxillinn umdeildi.
Hann var undirritað-
ur, en án útgáfudag-
setningar og upp-
hæðar. Þessu var
bætt inn með ritvél.
12 MILLJONA SKIILD
OG FÉKK GO MILLJONA
HÚSÁUPPB
Jóhannes Vil-
hjálmsson, lamað-
ur steypuhellu-
framleiðandi, hefur
beðið um opinbera
rannsókn vegna
meintra umboðs-
svika Eyjólfs Matt-
híassonar og sakar
hann um að hafa
misnotað víxil-
eyðublað til að búa
til tilhæfulausa 12
milljóna króna
skuld. Eyjólfur sak-
ar Jóhannes á móti
um að hafa svikið
sig í samstarfi
þeirra eftir að hafa
lagt fram gífurlega
vinnu og kostnað.
Jóhannes Vilhjálmsson í Hellu-
og steinsteypunni hefur óskað eft-
ir því að ríkissaksóknari hlutist til
um opinbera rannsókn á meint-
um umboðssvikum Eyjólfs Matt-
híassonar múrara og eiginkonu
hans Steinunnar Káradóttur. Jó-
hannes heldur því fram að þau
hafi búið til 12 milljóna króna
skuld með því að íylla út í heim-
ildarleysi og án sýnilegs kröfurétt-
ar undirritað en að öðru leyti óút-
fyllt víxileyðublað, sem sam-
komulag hafði verið um að nota
til framlengingar á öðrum víxli
upp á nokkur hundruð þúsund
króna.
BUÐU 36 MILLJÓNIR í 60
MILLJÓNA KRÓNA EIGN
OG FENGU
Þrátt fyrir mótmæli öðlaðist
víxillinn gildi með dómi og í sam-
ræmi við fullnustuaðgerðir í kjöl-
farið munu hjónin að óbreyttu
komast yfir fasteignina Vagn-
höfða 17 í eigu Jóhannesar og fyr-
irtækis. Brunabótamat fasteignar-
innar er tæplega 60 milljónir
króna. Hjónin knúðu fram upp-
boð á fasteigninni og reyndust
hæstbjóðendur upp á 36 milljónir
og sömuleiðis knúðu þau fram
uppboð á íbúðareign Jóhannesar
og fyrrum sambýliskonu hans í
Fannafold 186.
Samkvæmt áðurnefndri beiðni
um opinbera rannsókn er talin
ástæða til að kanna hvort þau Eyj-
ólfur og Steinunn hafi misnotað
óútfylltan en undirritaðan víxil
sem Jóhannes segir hafa verið
ffamlengingarvíxil vegna óskyldra
mála ffá því í febrúar 1991, en nú
sé búið að vélrita inn á hann út-
gáfudag í febrúar 1990 og gjald-
daga 1. janúar 1991 með ofan-
greindri upphæð.
Eyjólfur heldur því hins vegar
fram að víxillinn sé ff á því í febrú-
ar 1990 og hafi verið til tryggingar
á vinnu hans og kostnaði vegna
samstarfsverkefnis þeirra. Jó-
hannes hafi fallið frá þessu sam-
starfi og að baki víxilupphæðinni
sé mikil vinna og útlagður kostn-
aður, sem tekinn hafi verið saman
af endurskoðanda í samræmi við
gögn.
VINNUFRAMLAGIÐ ÁTTI
AÐ VERA STOFNFRAMLAG
í HLUTAFÉLAGI
Aðdragandi þessa máls er sá að
Eyjólfur leitaði síðari hluta árs
1988 til Jóhannesar um samstarf
um framleiðslu á byggingarein-
ingum úr frauðplasti. Samskipti
þeirra leiddu til stofnunar hlutafé-
lagsins Argisol-byggingarkerfa hf.
um ári síðar, en þar sem Eyjólfur
var gjaldþrota var Steinunn kona
hans skráð fyrir hlutafé og öðru.
Hlutafé Eyjólfs skyldi greitt með
vinnuframlagi hans og sannan-
lega útlögðum kostnaði. Upp úr
þessu samstarfi slitnaði í árslok
1990. Þá hafði Jóhannes lagt ffam
fjármagn vegna vélakaupa og
undirbúningsvinnu, lagt til hús-
næði og mannafla vegna vélaupp-
setningar og tilraunaframleiðslu.
Vinnuframlag Eyjólfs á móti var
að mati Jóhannesar hverfandi,
einna helst snúningar vegna þess
að Jóhannes var bundinn hjóla-
stól, og einhver útlagður kostnað-
ur vegna ferða til Sviss. Bent er í
þessu sambandi á að slíkt ffamlag
hafi átt að vera stofnframlag
vegna hlutafélagsins, þar sem
báðir tóku gagnkvæma áhættu og
ábyrgð.
ÞÁÐIGREIÐANN OG FÉKK í
STAÐINN HEIMSÓKN FÓG-
ETA
Jóhannes seldi nokkra víxla til
öflunar á rekstrarfé fyrir félagið
árið 1990 og á einum slíkum víxli
frá því í ágúst 1990, upp á eina
milljón króna, var Steinunn Kára-
dóttir ábekingur. Víxill þessi lenti
þrátt fyrir innborganir í vanskil-
um, en að sögn Jóhannesar samd-
ist um framlengingu í febrúar
1991. Samstarfi þeirra félaga var
þá lokið, en Jóhannes vildi gera
sitt til að losa Steinunni undan
ábyrgðum. Þar sem Jóhannes var
bundinn hjólastól þáði hann boð
Eyjólfs um að sjá um framleng-
inguna. Eyjólfur fékk að sögn Jó-
hannesar tvo víxla í hendur til að
nota vegna framlengingarinnar.
Báðir voru þeir „blanco“ eða óút-
fylltir hvað dagsetningu og upp-
hæð snertir. Annar víxillinn var
notaður til framlengingar eins og
umsamið var, en þann síðari átti
að nota til fr ekari framlengingar ef
illa færi.
1 apríl birtist Eyjólfur að sögn
Jóhannesar skyndilega með Stein-
grítni Þormóðssyni, lögfræðingi
sínum, og svo fulltrúa fógeta. TU-
gangur heimsóknarinnar var lög-
haldsaðgerð og tilefnið seinni víx-
illinn, sem nú hafði verið útfylltur
með upphæðinni 12 milljónum
króna.
„YFIR MIG GÁTTAÐUR Á
RÉTT ARKERFINU"
Þrátt fyrir mótmæli Jóhannesar
náði löghaldsaðgerðin fram að
ganga. Eftir yfirheyrslur taldi RLR
sig ekki hafa fundið sannanir um
refsiverðan verknað og í kjölfarið
fýlgdi bæjarþingsdómur sem
staðfesti gildi víxilsins, sem og
nauðungaruppboðssölur á Vagn-
höfða 17 og Fannafold 186. Á
þessum tíma önnuðust hags-
munagæslu fyrir Jóhannes þeir
Jóhannes Vilhjálmsson fyrir framan Hellu- og steinsteypuna á Vagnhöfða 17. Málið snýst um samstarf
þeirra Eyjólfs Matthíassonar um framleiðslu á steypumótum úr Argisol- frauðplasti.
bræður Skúli lögff æðingur og Sig-
finnur endurskoðandi Sigurðs-
synir.
í samtali við PRESSUNA sagði
Jóhannes að það væri með ólík-
indum hversu Eyjólfur hefði kom-
ist langt með þetta mál með ekki
betri málstað. „Það eru stóru mis-
tökin í þessu máli. Mín Wið mál-
anna var ekki tekin til greina í að-
gerðunum og í dómnum sem á
eftir fylgdi og er ég yfir mig gáttað-
ur á réttarkerfinu. Ég hef aldrei
farið í grafgötur með að Eyjólfur
ætti eitthvað inni, en þessi upp-
hæð er alveg út í hött. Helst var að
hann sinnti einhverjum snúning-
um, tvo til þrjá tíma kannski ann-
an hvern dag í nokkra mánuði.
Hann múraði fjögurra fermetra
herbergi, málaði loft í sal og vann
við standsetningu framleiðsluvél-
arinnar. Þá kostaði hann tvær
utanlandsferðir fyrir sig og frúna.
Þetta er ígildi aðeins brots afþess-
ari upphæð. Ég hef á hinn bóginn
lagt fram gífurlegar upphæðir
vegna þessara mála, vegna hús-
næðis og stækkunar þess, vegna
vélakaupa og undirbúningsvinnu,
vegna launaútgjalda, vegna til-
raunaframleiðslu og annarra
hluta,“ sagði Jóhannes.
SEGIR GÍFURLEGA VINNU
OG KOSTNAÐ AÐ BAKI
VÍXLINUM
Eyjólfur Matthíasson er erlend-
is um þessar mundir, en af gögn-
um málsins má ráða að hann telji
Jóhannes hafa svikið sig. Hann
hafi í samstarfinu verið sá eini
sem hafði yfirsýn yfir vélabúnað
og framleiðslutækni vegna Argis-
ol, yfir verklag við framkvæmdir
með vöruna og þekkingu á viðeig-
andi múrefhum. Hann hafi lagt á
sig gífurlega vinnu í sambandi við
framleiðsluna, unnið baki brotnu
við að koma vélunum fyrir, tengja
þær saman og afla ýmissa hluta í
þær. Hann hafi í þessu sambandi
unnið kauplaust í hálft annað ár.
Þá kemur fram það sjónarmið
Eyjólfs að hann hafi allt frá ára-
mótum 1989/’90 þrýst á Jóhannes
um að hlutafélagið Argisol hæfi
sjálfstæðan reikningslegan rekstur
og algerlega væri skilið á milli þess
fyrirtækis og Hellu- og steinsteyp-
unnar. Jóhannes hafi verið ófáan-
legur til þess. Eyjólfur dró afþessu
þá ályktun að Jóhannes hefði
aldrei hugsað sér að Argisol hf.
yrði framleiðsluaðilinn og hefði
allan tímann einungis verið að
plata sig. Hann hefði því hætt að
vinna að framleiðslunni um ára-
mótin 1990/’91.
Eyjólfur heldur því nú ffarn að
viðkomandi víxill hafi verið trygg-
ing fýrir sínum kostnaði, sem
hann hafi fengið í febrúar 1990,
útgefinn og samþykktan, en óút-
fylltan að öðru leyti. Þegar komið
hafi endanlega í ljós að Jóhannes
ætlaði aldrei að hafa sig með í
starfseminni hafi víxillinn verið
útfylltur í því gervi sem hann er
nú og í samræmi við þá fjárkröfu
sem hann taldi sig eiga á hendur
Jóhannesi. Vísar hann í því sam-
bandi til samantektar endurskoð-
anda síns.
GRÓF UMBOÐSSVIK EÐA
EINFALT SKULDAMÁL?
Jónatan Sveinsson, lögmaður
Jóhannesar, sagði aðspurður að
fr amvinda þessara mála væri ærið
tortryggileg. „Mér sýnist á öllu að
þarna hafi hugsanlega verið fram-
ið dæmigert umboðssvikabrot og
þá á sérlega grófan hátt. Þeir Jó-
hannes og Eyjólfur áttu vissulega í
samstarfi og stofnuðu hlutafélag.
Ef allt hefði verið með felldu og
Eyjólfur talið sig eiga fé inni hjá fé-
laginu eða Jóhannesi, þá hefði
eðlileg leið fyrir hann verið sú að
gera skuldakröfu, styðja kröfurétt-
inn með gögnum og beina
greiðsluáskorun að hlutafélaginu,
en ekki Jóhannesi. Það var ekki
gert, heldur var hugsanlegri
skuldakröfu breytt á þennan til-
tekna hátt í víxilkröfu og um leið
var Jóhannes sviptur öllum vörn-
um í málinu. Þrátt fýrir mótmæli
og rannsóknarbeiðni fékkst dóm-
ur fyrir gildi víxilsins. Dómkröf-
unni var síðan fýlgt fast eftir með
löghalds- og fjárnámsaðgerðum,
sem náðu ffarn að ganga og end-
uðu með því að Eyjólfur var hæst-
bjóðandi í fasteignina Vagnhöfða
17 og næsthæstbjóðandi í fast-
eignina Fannafold 186,“ sagði
Jónatan.
Steingrímur Þormóðsson, lög-
maður Eyjólfs, vildi ekki tjá sig
um málið að skjólstæðingi sínum
fjarstöddum, en sagði að hér væri
frá sínum sjónarhóli um einfalt
skuldamál að ræða. Rannsóknar-
lögregla ríkisins hefði ekki fundið
neitt saknæmt í rannsókn sinni og
gildi víxilsins hefði verið staðfest
með sérstökum bæjarþingsdómi.
friðrik ÞóiGuomundsson