Pressan - 03.09.1992, Side 34

Pressan - 03.09.1992, Side 34
34 FIMMTUDAGUR PRMSSAN 3. SEPTEMBER 1992 ... á séryfirleitt enga stoð íraunveruleikanum þótt mörgum hafi kannski einhvern tíma fundist það. Raunveruleikinn getur hins vegar breyst í martröð án þess að við nokkuð verði ráðið. Getur það verið að martröðin nálgist einhvern tímann veruleikann og veruleikinn nálgist drauminn eða erum við bara að gera okkur rellu að óþörfu? Katrín Ingvadóttir útsendingarstj ór i Ekkert blað og enginn mættur „Ég hef fengið martraðir og þá er fer ég inn í stúdíó án blaðs og enginn er mættur. Það versta sem raunverulega gæti komið fyrir er að fréttamenn láti ekki sjá sig eða að þeir séu ekki tilbúnir með það efni sem á að vera í fréttatíman- um. Þá þyrfti að grípa til skiltisins „afsakið hlé“ eða eitthvað í þeim dúr. Þetta hefur sem betur fer aldrei gerst en það er oft mikið að gera og þá þarf stundum að breyta uppröðun fréttanna, sem skapar ákveðna streitu. Það kemur fyrir að ekki gengur allt snurðulaust fyrir sig en það er þá oftast eitt- hvað smávægilegt. Það getur til dæmis komið fyrir að fréttamenn lesi vitlausan inngang eða að vit- laus tími er á fréttinni þegar farið er í svart, eins og kallað er. Það hefur líka komið fyrir að fréttin er allt í einu búin eða þá að klippt er á hana i' miðjum klíðum. Oft er tíminn líka naumur þegar frétt- irnar eru í vinnslu og verið að klippa. Þær geta til dæmis verið tíu á lista, klukkan orðin korter í átta og fjórar eru ekki að fullu til- búnar. Það er alger martröð að hugsa til þess að það þurfi ef til vill að klára fréttatímann of snemma. En einhvern veginn sleppur þetta alltaf. Ég verð þó alltaf voðalega pirruð þegar eitthvað fer úrskeiðis og tek það mjög nærri mér. Það virðist líka vera þannig að ekkert gerist vikum saman en svo byijar eitthvað og það heldur áfram dag eftir dag.“ Tekur allt klúður ákaflega nærri sér. Vill helstfara niður úr jörðinni þegar boltinn fer í gegnum klof- ið. Bjarni Sigurðsson, markvörður Vals Verst að f á boltann gegnum klofið „Það versta er að fá boltann í gegnum klofið í bikarúrslitaleik og tapa leiknum á því. Það er talið mjög neyðarlegt að fá boltann í gegnum klofið, hvernig svo sem á því stendur. Þetta hefur ekki kom- ið fyrir mig í bikarúrslitaleik eða öðrum leikjum (sjö, níu, þrettán), en það hefur gerst á æfingu og er alltaf leiðinlegt. Það versta sem komið hefur fyrir er þegar við vor- um að leika deildarleik á móti Stjörnunni ’89 eða ’90, ég fékk þá skot beint á mig og missti boltann inn. Hann fór nánast í gegnum klofið! Þá vill maður helst bara fara niður úr jörðinni og finnst maður vera algerlega einn í heim- inum.“ Hlynur Óskarsson, framkvæmdastjóri við kvikmyndagerð Smáatriði geta orðið risavaxin „Það eru svo margir þættir sem hafa valdið streitustundum í starf- inu og ýmislegt sem getur orðið til þess að áætlun fer úr skorðum. Fjölmörgum þáttum þarf að huga að, hvort sem verkefnin eru stór eða lítil, en streitunni veldur oft ákveðin fortíðarhræðsla sem maður upplifir aftur og aftur án Martraðir verða til þess að menn eru vakandi og reyna að hafa vaðið fyrir neðan sig. þess í raun að hafa nokkra ástæðu til þess... og setur jafnvel í verk sem verið er að vinna að. Þess vegna er maður oft ekki rólegur þegar filmur eru sendar út til framköllunar, af því að einhvern tímann hefur heyrst að eitthvað hafi einhvers staðar farið úrskeið- is. Veður getur líka sett allt úr lagi og skil, svokallað „deadline“, geta þanið taugarnar. Svo þegar upp er staðið gengur allt upp eins og til hefur staðið allan tímann og áhyggjurnar voru til einskis! A hinn bóginn má segja að jafnvel þótt þetta sé á margan hátt óþægi- legt veldur það því að menn eru vakandi fyrir hlutunum og reyna að hafa vaðið fyrir neðan sig. Þeg- ar verið er að vinna að kvikmynd er ábyrgð meiri en við minni verk og það kemur stundum fyrir að maður vaknar upp á nóttunni og man allt í einu að gleymst hefur að bjarga einhverju sem á að vera til staðar. Slíkt getur eyðilagt heilan tökudag, sem er mjög alvarlegt mál. Það er enginn til að muna hlutina með manni. Það eru svo margir þættir sem þarfað skipu- leggja vel, og smáatriði sem gleymast geta orðið risavaxin þeg- ar til kastanna kemur. Martrað- irnar verða hins vegar til þess að hugsun fer af stað, misfellurnar koma í ljós og allt fer á besta veg.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor Aö vera grip- inn við vit- leysu „Ég held að það versta sem komið getur fyrir sé að vera grip- inn við að segja einhverja vitleysu upp við töflu. Það væru þá vitleys- ur í þeim dúr að menn væru að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Ef menn þykjast vita meira en þeir gera og eru staðnir að því hlýtur það að vera martröð eða í öllu falli það sem mönnum þykir óþægi- legast. Ég hef sjálfur ekki lent í þessu en þetta er aðstaða sem ég myndi síst af öllu vilja upplifa. Ég er hins vegar mjög ánægður í þau örfáu skipti sem nemendum tekst að benda á galla í rökstuðningi mínum... sem sýnir að þeir eru nokkuð góðir.“ Hlýtur að vera martröð að vera staðinn að því að þykjast vita meira en maður veit. Raunveruleikinn kemur manni oft gjörsamlega á óvart. Ámundi Sigurðsson, grafískur hönnuður Raunveru- leikinn slær oft allt út „Maður er svo mikið í nútíð- inni og það gengur allt svo hratt fyrir sig að það gefst ekki tími til að velta því mikið fýrir sér hvort eitthvað geti komið upp á. Fyrir mér hefur raunveruleikinn oft verið martröð og komið manni gjörsamlega á óvart. Ég man eftir tveimur atvikum sem hafa lamað mig fullkomlega. I annað skiptið hafði ég skipulagt blaðamanna- fund ásamt öðrum og við vildum vera mjög stórhuga. Við leigðum krana og æduðum að láta hljóm- sveit svífa niður úr loftinu á skýi. Þennan dag fór hins vegar allt úr- skeiðis sem úrskeiðis gat farið og þetta var einn versti dagur sem ég hef lifað. Kraninn, sem átti að koma á óvart, kom allt of seint og fannst ekki fyrir hann stæði, þannig að það vissu allir um hann löngu áður en nokkuð var farið að gerast. Þegar „skýið“ var látið síga niður festist hluti þess í þaki húss. Karlakór, sem þama átti að mæta, lét ekki sjá sig og telpnakór, sem átti að syngja aríur, söng „Krummi krunkar úti“. Það er ekki hægt að segja annað en þetta hafi verið ákveðin lífsreynsla. Hitt skiptið var ég að gera blaðaauglýs- ingu fyrir skemmtun sem átti að halda í Broadway og allt gekk á afturfótunum. Það byrjaði á því að setningartölvan bilaði og komst ekki í lag fýrr en tveimur tímum eftir að auglýsingin átti að vera komin í prentsmiðju. Ég las hana því ekki yfir, h'mdi hana bara upp og sendi af stað. Ég taldi átján prentvillur þegar hún birtist dag- inn eftir og var ekki mjög upplits- djarfur! Raunveruleikinn slær oft allt út, en í starfi er reynt að bjarga hverri stund fýrir sig. Ef það er svo eitthvert ímyndunarafl eftir er það notað í eitthvað allt annað.“ Ragna Sæmundsdótt- ir, fyrrum fyrirsæta Upplifun ein- staklings- bundin „Það er margt sem getur komið á daginn, en upplifun í starfinu er mjög einstaklingsbundin. Allir kannast við martröð fýrirsætunn- ar um aukakíló og bólur en það er ekki þar með sagt að allar stelp- urnar velti þessu mikið fyrir sér. Nú þegar ég hef fjarlægst þetta starf er margt sem ég lít allt öðr- um augum. Hlutir sem mér fannst ákaflega alvarlegir, eins og að mæta of seint, finnst mér einfald- lega mannlegir í dag. Þetta starf kallar á ungar og ferskar stelpur og á nýjum stöðum vefjast tungu- málið og aðstæður oft fýrir þeim, sem getur skapað ákveðin vanda- mál. I því sambandi man ég eftir veru minni í Japan, því þar var allt mjög nákvæmt og allt fór í hönk af minnsta tilefni. Ef fýrirsæta kom of seint gat hún þurft að borga öll- um laun þann tíma sem beðið var Hlutir sem voru alvarlegir áður eru einfaldlega mannlegir í dag

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.