Pressan - 03.09.1992, Síða 36

Pressan - 03.09.1992, Síða 36
; :■ Guðtui Bergssytti hefur gengið upp osoÉinhjá Tot- teitfiam. fíann er orðirtn óþreyju- fullurog vill koinast til megin- lamhins, ítalía er efst á óskalistan- utn eti Guðni seg- ir afar erfitt að kahiast þangað. FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. SEPTEMBER 1992 Islands "reiðar að ast út af „Loksins voru aðstæður mér mjög hagstæðar, vind- urinn blés úr réttri átt, en það hefur ekki gerst síðustu fjögur árin.“ Þetta sagði Einar Vilhjálmsson í viðtali við DV eftir að hann setti nýtt íslandsmet í spjót- kasti á Laugardalsvellin- um 24. ágúst. Einar kast- aði 86,70 metra og setti glæsilegt met. Á sunnudaginn var bætti hann svo íslandsmet- ið um tíu sentimetra á Laugar- dalsvellinum. Einar minnist á vindinn og kveður hann hafa hjálpað sér. Er það kannski þannig að vind- urinn á íslandi eigi fslandsmet- in í kastgreinunum? Það er að minnsta kosti staðreynd að nú- verandi fslandsmet í sleggju- kasti, kringlukasti, kúluvarpi og spjótkasti hafa öll verið sett hér á landi. Ekkert þeirra hefur litið dagsins ljós á erlendum mótum, hvorki stórum né smáum. Guðmundur Karlsson á metið í sleggju- kasti, 64,42 metrar, sett í Laugardalnum 18. maí 1991. Vésteinn Hafsteinsson er handhafi íslandsmets- ins í kringlukasti, 67,64 metrar, sett á Selfossi 31. maí 1989. íslandsmetið í kúluvarpi er 21,26 metrar. Það á Pét- ur Guðmundsson en hann setti það í Mosfellsbæ 10. nóv- ember 1990. Og loks er það metið hans Einars. fslandsmetin sýna að kastararnir okkar geta kastað langt og lengra en margir erlendir kastarar. Okkar menn virðast bara ekki geta kastað langt nema á fslandi. Þar er ef til vill um að kenna íslenska rokinu og það er erfitt að hafa það með á stórmótin í útlöndum. Einari Vilhjálmssyni hefur gengið illa — eins og öðrum köstur- um okkar — að setja metin erlendis. íslenska vindinn vantar. Árin i kringum 1 980 var mikill áhugi á hjól- reiðum á íslandi. Haldnar voru veglegar keppnir í greininni og mikið bar á hjólreiða- mönnum við æfingar á götum Reykjavíkur. En áhugi almennings er hverfull og hin síðustu ár hefur heldur lítið borið á að menn legðu hjól- reiðar á svokölluðum keppnishjólum fyrir sig sem keppnisgrein, enda að litlu að stefna þar sem engar keppnir hafa verið haldnar í langan tima. Þó finnst ennþá lítill hópur fólks sem hittist reglulega til þessarar iðkun- ar. Flestir sem enn rembast við að hjóla í óvin- veittri veðráttu og hæðóttri höfuðborginni fengu bakteríuna er þeir bjuggu erlendis og hafa enn ekki ráðið niðurlögum hennar, þrátt fyrir heldur nöturlegar aðstæður. Einn þeirra sem enn stunda hjólreiðar afkappi er Einar Jóhannsson i Markinu. Hann hefuri seinni tíð snúið sér að þríþraut, en hjólreiðar eru einn þáttur hennarauksunds og maraþon- hlaups. Einarseg- ir að enda þótt að- stæður hérséu ef til vill ekki góðar fyrir hjólreiða- menn sé rétt að hvetja fólk til að hjóla, því hjól- reiðar séu ein heilsusam- legasta hreyfing sem völ erá. „Það þarf dálltla þolinmæði“ Nú þegar nokkuð er um liðið frá Ólympíuleik- unum í Barcelona eru sömu leikar fatlaðra og þroskaheftra í þá mund að hefjast. Þessir Ólymp- íuleikar verða einnig haldnir á Spáni, fatlaðir íþróttamenn keppa í ólympíuborginni Barcel- ona en þroskaheftir í Madrid, höfuðborg lands- ins. Leikar hinna fyrr- nefndu hefjast þriðja þessa mánaðar og lýkur þann fjórtánda, Ólympíu- leikar þroskaheftra hefjast aftur á móti þrettánda september og standa í rúma viku. Það verður stór hópur íslenskra íþróttamanna sem fer á hvoratveggju leikana og búast má við að þeir setji svip á þá, því íslendingar eiga fjölda ólympíu- og heimsmeta í íþróttum fatlaðra ogþroskaheftra. Einn íslensku keppendanna, Spenna í torfærunni Á laugardaginn klukkan tvö verður torfæruíceppni björgunar- sveitarinnar Stakks í Keflavík haldin í Grindavík — hvernig sem það nú kemur heim og saman. Keppnin um fslandsmeistara- titilinn er gríðarlega spennandi, bæði í sérútbúna flokknum og götubílaflokknum. Magnús Bergsson er efstur í þeim sérút- búna með 41 stig, þá kemur Stef- án Sigurðsson með 34 stig og í þriðja sæti er Ámi Kópsson með 24 stig. Árni kemst væntanlega ekki ofar því hann segist vera hættur, en hann er óútreiknanleg- ur maður og því aldrei að vita nema hann birtist. f götubílaflokknum er Ragnar Skúlason efstur með 50 stig, Guð- mundur Sigvaldason er með 46 stig og þriðji er Þorsteinn Einars- son með 32 stig. Þótt nokkuð mörg stig skilji á milli manna segir það ekki alla söguna, því fyrsta sætið í hverri keppni gefur heil 20 stig, annað sætið 15 og það þriðja 12 stig, en tíu efstu sætin gefa stig. Keppnirnar til íslandsmeistara eru fimm en fjórar bestu hjá hverjum keppanda gilda. Keppnin á laugardaginn er sú næstsíðasta þannig að línur skýrast þá kannski töluvert. Ragnar Skúlason er efstur í flokki götubíla. Hann er búinn að vera í sportinu í tvö ár og segist staðráðinn í að sigra í ár. Svíarnir Fredrick Olsen og Henry Vesa komu með grindurnar sínar til landsins í fyrra og tóku þátt í torfæru- keppnihérog urðuí fyrsta og þriðja sæti. Nú eru Svíarnir vænt- anlegir aftur og keppa á tveggja daga tor- færumóti í Jósefsdal dagana 19. ti!20. sept- ember. Islenskir öku- þórar eru ekki búnir að gleyma útreiðinni sem þeir fengu hjá Sví- unum í fyrra og hafa heitið því að verði tólf keppendur í sérútbúna flokknum muni Sví- arnir verða í 11. og 12. sæti. Enda óþolandi að tapa alltaffyrir þessum Svíum — sama hvað greinin heitir. „Ég hef sett mér það markmið að bæta Islandsmet mitt í 100 metra bringusundi um allt að einni sekúndu." Svanur fngvarssorí sundmaður, hefur bæði keppt í grein sinni sem fatlaður og ófatlaður íþróttamað- ur. Svanur æfði sund frá níu ára aldri og þar til stuttu áður en hann lamaðist fyrir neðan mitti í vinnu- slysi árið 1990. Frá því að Svanur hóf aftur keppni hefur hann sett fimm íslandsmet, er enn standa, og tekið þátt í fjölda móta erlend- is. PRESSAN náði tali af Svani, sem býr á Selfossi, og spurði hann hvort mikill munur væri á að keppa í sundi eftir fötlunina. Svanur kvað breytinguna eðlilega vera mikla. Bæði væri hraðabreyt- ingin mikil, þar sem hann gæti ekki stungið sér frá bakkanum, og álagið á hendur og axlir væri meira enda fæturnir máttvana. Er ekki mikið átak fyrir jafn- alvarlega slasaðan mann að vera kominn í fremstu röð fatlaðra sundmanna eftir svona skamman tíma? „Jú, má vera, en það var eðlilegt framhald á endurhæfmgu minni að byrja að æfa sund reglulega. Golfarinn Nick Faldo var áhorfendum þakk- látur fyrir stuðninginn eftir að hann sigraði á opna breska mótinu á Muirfield-vellinum. Hann sagðist skulda öllum áhorfendunum drykk og hafði á orði . að réttast væri að senda eins og eina flösku afJohnny Wal- ker-viskíi á hvern pöbb í Skotlandi handa fólki að gera sér gott af. ISkotlandi eru hvorki meira né minna en 5.695 pöb- bar og það hefði kost- að Faldo tæpar sex milljónir að kaupa flösku á hvern og einn, þannig að ekki varð úr því. En þeir áhorfend- ur sem voru á Muirfi- eld geta engu að síður fengið drykkinn sinn. Þeir þurfa bara að senda Johnny Walker- fyrirtækinu einhverja staðfestingu á þvi að þeir hafi verið á vellin- um og fyrirtækið send- ir eina litla flösku, með einum tvöföldum, um hæl. Þegar ég hafði komist yfir verstu hindranirnar í fötlun minni komu forráðamenn ÍF (íþróttasam- bands fatlaðra) að máli við mig og hvöttu mig til að ganga skrefi lengra og byrja að keppa.“ Hvaða gildi hefur íþróttaiðkun fyrir fatlað fólk? „Gríðarlega. Persónulega veitir sundið mér mikla lífsfyllingu og eflir sjálfstraustið. Þó sakna ég þess dálítið að geta ekki beitt mér að fullu eins og fyrrum. Eins þarf dálitla þolinmæði til að standa í þessu til að byrja með.“ Hvernig líst þér á komandi keppni? „Mjög vel. Reyndar á ég ekki von á að verða á meðal fremstu manna, þó að það fari nokkuð eft- ir því í hvaða flokki ég lendi. Hins vegar hef ég sett mér það mark- mið að bæta lslandsmet mitt í 100 metra bringusundi um allt að einni sekúndu.“

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.