Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. NÓVEMBER 1992 15 meðan hann hefði verið að reyna að láta renna af sér inni á salerni staðarins hefðu fyrr- nefndir menn veist að sér. Húsinu var lokað og hann benti á nokkra menn sem hann taldi sökudólga. Hann lýsti framvindu mála mjög ít- arlega fyrir eigendum staðar- ins er létu málið í hendur lög- reglu. Skýrsla um málið finnst ekki hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og eigendur voru ekki kallaðir til vitnis þegar at- burðurinn varð. Má ætla að annaðhvort hafi kæra aldrei verið lögð fram eða fallið hafi verið frá henni. Þolandinn kom oft eftir þetta á skemmtistaðinn og talaði sig út um málið. NAUÐGUNAR- MÁL í NES- KAUPSTAÐ Um vor 1985 var kærð nauðgunartilraun til lögregl- unnar í Neskaupstað. Taldi þolandi að sér hefði verið þröngvað til kynferðismaka eftir dansleik. Sagðist hann hafa verið ofurölvi er ákærði reif utan af honum utanyfir- buxur og dró þær niður á læri en hann kveðst hafa streist á móti allan tímann. Segir þol- andi ákærða hafa sætt lagi að koma fram vilja sínum þegar hann beygði sig fram til að hysja upp um sig. Ákærði neitar ekki sakargiftum en gat ekki skýrt nánar frá at- burði þessum vegna ölvunar. Hann vildi taka fram að til þessa hefði hann eingöngu borið áhuga til kvenna. Þetta mál er sérstakt að því leyti að þolandi er þroska- heftur en ákærði heyrnar- skertur. Læknir staðfestir þó fulla sakhæfi hans og ekkert komi fram sem bendi til ann- ars. Sannað þótti að ákærði hefði gerst sekur um hátt- semi þá sem honum var gefin að sök og var hæfileg refsing ákveðin þrír mánuðir skil- orðsbundið. TILRAUN TIL MANNDRÁPS OG STÓR- FELLDRAR LÍKAMS- ÁRÁSAR Snemma á þessu ári varð sá atburður í íbúð i Reykjavík að maður stakk annan með hnífi í bringuna og segir kyn- ferðislega tilburði þolandans hafa orðið til þess að hann veitti áverkann. Hafði þoland- inn tekið manninn upp í bíl umrædda nótt og farið með hann heim þarsem tekið var til við að horfa á klámmynd. Ekki ber mönnunum tveimur saman um hvaða háttalag þeir sýndu hvor öðrum, en ákærði segir þolandann hafa leitað á sig gegn vilja sínum og segirtilganginn með hníf- stungunni hafa verið að stöðva kynferðislega áreitni mannsins. Þolandi segir sög- una aðra og dósmvaldið kemst að þeirri niðurstöðu að auðvelt hafi verið fyrir ákærða að komast burt frá manninum og því ekki tilefni til hnífstungunnar sem hefði getað verið lífshættuleg. Alls ósannað þykir um kynferðis- lega áreitni þolanda. Engar refsilækkandi ástæðureru fyrir hendi. Þriggja ára fanga- vist þótti hæfilegur dómur, þar sem ekki fór verr, og tekið er tillit til ungs aldurs ákærða. MANNDRÁPÁ VÍÐIMEL Um haust árið 1981 varð ungur Reykvíkingur manni að bana með eggvopnum. Ber hann því við að hafa verið gróflega áreittur kynferðis- lega og sagði það jafnframt tilefni árásar sinnar. Málsatvik voru þau að ákærði hitti mann á dansleik og fór með honum heim. Þegar þangað kom drukku mennirniráfengi og reyktu marijuana, en ákærði sagðist ekki hafa haft kynni af fíkniefnum fyrr. Hús- ráðandi bauð ákærða gist- ingu, sem hann þáði, en sagðist hafa vaknað við að maðurinn hafi verið allsnak- inn ofan á sér og reynt að hafa við sig mök. Ákærði lagði til hans með skærum og hníf með fyrrgreindum afleið- ingum. Játaði ákærði brot sitt strax við handtöku. Áverkar voru ekki sýnilegir á ákærða en í úrskurði geð- læknis segir að viðbrögð hans geti verið heiftarleg og allt að því tilviljunarkennd undir miklu álagi í Ijósi skertra persónuleikaþátta, en hann virðist samt sem áður hafa haft nægan styrk á þann hátt að hann brotnaði ekki niður. Hann taldist því fylli- lega sakhæfur og hlaut átta ára fangelsisvist. Til refsiþyngingar horfir, að ásetningur ákærða var styrk- ur og einbeittur og aðferð hans við verknaðinn hrotta- leg en neyðarvarnarsjónar- mið koma ekki til greina. Til refsilækkunar varð að telja að ákærði varð fyrir alvarlegu samskipta hafi komið, en sá síðarnefndi kvað manninn hafa leitað á sig umfram það sem hann sjálfur kærði sig um. Lagði hann því til hans með hnífi sem hann hafði tekið úr eldhúsinu, en sagði tilganginn eingöngu hafa verið þann að stela hnífnum og hafa með sér á brott úr húsinu. í ályktun um geðheilbrigði ákærða segir að hann greinist með persónuleikatruflanir og hafi misnotað áfengi og neytt fíkniefna um margra ára bil. Hann er álitinn nánast tvíkyn- hneigður og talið að hann hafi ef til vill vakið of miklar væntingar hjá þolanda áður en honum snerist hugur. Nánasta orsök virðist að lík- indum liggja í innri togstreitu og skyndilegum missi sjálf- kynferðisbroti af hálfu manns þess, er hann svipti lífi. HNÍFSTUNGA í REYKJAVÍK Árið 1989 var maður stung- inn með hníf í íbúð sinni en særðist ekki lífshættulega. Sá er verknaðinn framdi sagði kynferðislega tilburði manns- ins hafa orðið til að valda svo heiftarlegum viðbrögðum af sinni hálfu. Höfðu mennirnir tveir hist árla morguns í Aust- urstræti og báðir verið undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna. Settust þeir að spjalli þegar heim kom en gengu síðan saman til rekkju. Ber á milli vitnis og ákærða um hvorttil kynferðislegra PRESSAN Jim Smart stjómar ákærða undir áhrif- um áfengis og ffkniefna. Raunveruleikamat hans og dómgreind eru þó með þeim hætti að hann telst sakhæfur. Engar refsilækkandi ástæð- ur koma til greina hjá ákærða og hlýtur hann sex ára fang- elsisvist. MEINT HÓP- NAUÐGUNÁ VEITINGASTAÐ í mars 1984 kom karlmaður að máli við eigendur skemmtistaðar í Reykjavík og sagði að sér hefði verið nauðgað. Tveir hefðu haldið sér meðan sá þriðji kom fram vilja sínum. Fullyrti hann að á

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.