Pressan - 12.11.1992, Page 18

Pressan - 12.11.1992, Page 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. NÓVEMBER 1992 E R L E N T JS^Iaður vikunnar Repúblikanar í Bandaríkjunum tóku ósigri sínum með reisn. Dan Quayle varaforseti hughreysti vonsvikna stuðningsmenn sína með eftir- farandi ummælum: „Ef Clinton á eftir að takast að stýra bandarísku þjöðinni jafn vel og kosningabaráttu sinni fer allt að óskum.“ Breyting af þessu tagi á valdastjórnun í lýðræðisþjóðfélagi er ein ánægjulega hliðin á slíku stjórnarfari. Það sást ljóslega á fagnaðarlátum Saddams Hussein vegna kosninga- úrslitanna hversu margar þjóðir rangtúlka grundvallarreglur lýðræðis- ins. íraski einræðisherrann kýs að líta á ósigur erkióvinar síns, Georges Bush forseta, sem algjöra niðurlægingu. Lýðræðið felur ekki í sér yfir- drottnun eins ákveðins manns eða stjómmálaflokks, heldur lýðræðislegt stjórnarfar, í eiginlegri merkingu þess orðs. Rétt eins og George Bush er Bill Clinton kjörinn fulltrúi þessa stjórnarfars, sem helst óbreytt þrátt fyrir að völdin færist í hendur nýrra manna. Rauðirfánar og sigð á lofti — öreig- ar í Biharfagna „landtöku“. aðgerðalausir, en í ránsherferðum þeirra til þessa hefur þeim tekist að „ræna“ tæplega sex þúsund hektara lands í eigu ríkis og einka- aðila, og færa í hendur öreigun- um. ÓTTINNVIÐAÐ KÆRA Fyrir skemmstu fundust lík 37 bænda á hrísgrjónaakri skammt frá þorpinu Bara og höfðu þeir verið limlestir á óhugnanlegan hátt með sigðum. Enginn þorir að kæra glæpalýðinn sem farið hefúr um landið eins og eldur í sinu. Til þess er hann of hættulegur og svo virðist sem yfirvöld fái ekkert að gert. Á dögunum handtók lög- regla sextán öfgasinnaða vinstri- menn sem liggja undir grun um að hafa myrt bændurna, en engin leið er að fá fólk til að bera vitnis- burð í málinu af hræðslu við hefnd. í fljótu bragði virðist engin leið vera út úr ógöngunum sem Bihar er komið í og h'ta siðmennt- aðri menn með hryllingi til þeirrar skálmaldar sem ríkir í þessu kon- ungsríki glæpanna. Læknar segja að Honecker sé nógu hress fyrir réttarhöldin þrátt fyrir krabbameinið. Erich Honecker Hann hefur haft það ansi náðugt hann Erich Honecker frá þvf hann var færður þýsk- um yfirvöldum í hendur og sloppið furðuvel við óþægileg- ar yfirheyrslur, enda skákað í skjóli hárrar elli og mikillar vanheilsu. En nú hafa læknar staðfest að þrátt fyrir krabba- meinið sé Honecker bærilega hress og í dag, fimmtudag, hefjast réttarhöldin yfir honum í Berlín; réttarhöld sem margir hafa beðið eftir með mikilli óþreyju og eiga sér ekki for- dæmi í sögu þýsks réttarfars. Fanga númer 2955/92 er gefið að sök að bera ábyrgð á dauða fjölda Þjóðverja, sem féllu fyrir hendi landamæravarða er þeir freistuðu þess að flýja harðræði Honeckers í fýrrum Austur- Þýskalandi. Mikil spenna ríkir í kringum þetta mál, enda eng- inn venjulegur maður sem í dag sest á ákærubekkinn. Um sjötíu fréttamönnum og jafn- mörgum áheyrendum verður leyft að fylgjast með réttarhöld- unum, sem verða án nokkurs vafa söguleg. Fyllsta öryggis verður þó gætt og verður við- stöddum aðeins leyft að hafa með sér „litlar handtöskur úr mjúku efni“ inn í réttarsalinn, enda svo sem aldrei að vita upp á hverju menn taka í hita leiksins. Af sömu ástæðu munu dómverðir geta krafist þess að menn skilji skóna sína eftir ffammi í fatahengi. Dóm- arinn í máli Erichs Honeckers hefúr margsinnis lýst því yfir að hann hafi litla samúð með hinum ákærða, enda þótt að hann sé veikur af krabbameini, og vill afgreiða málið sem fýrst. Líkast til mun þó reyna á þol- inmæði hans, en sökum van- heilsu Honeckers verður að- eins hægt að yfirheyra hann tvo daga í viku, í þrjár klukku- stundir í senn. Stjórnleysið í ríkinu Bihar á Indlandi er algjört, þar sem íjölmennur hópur eignalausra öfgasinnaðra marxista heldur þjóðinni í heljargreipum. Byltingarsinnarnir fara ránshendi um sveitir landsins, yfirtaka jarðir stóreignamanna og myrða hvern þann sem á vegi þeirra verður. Ástandið í Bihar er skelfilegt, en barist er í borgum og sveitum landsins nótt sem dag og svo virð- ist sem hörmungamar ætli engan endi að taka. Átökin í Bihar, sem eru afleiðing aldagamallar þjóðfé- lagsskipunar, standa á milli tveggja stétta; eignalausra öfga- sinna sem gera tilkall til landar- eigna og tiltölulega fárra stóijarð- eigenda sem reyna allt til að hindra yfirgang skrælingjanna. Af 870 milljónum íbúa Indlands búa nær þrír fjórðu í sveitum og flestir við mjög mikla fátækt, þar sem þeir eiga sér vart viðreisnar von. Er ástandið einkum slæmt á Norður-Indlandi, þar sem fólks- fjöldinn er langmestur og vanda- málin að sama skapi stærst. „HELVÍTr INDLANDS Bihar er annað stærsta ríki Ind- Iands en þar búa um 86 milljónir manna. Orðsporið sem fer af þessum landshluta er síður en svo gott og þeir sem geta forðast hann eins og heitan eldinn, enda vart óhætt að ferðast þar um nema í fýlgd með vopnaðri sveit manna. Álgjör ringulreið ríkir í þessu „helvíti" Indlands þar sem spill- ingin er í hámarki og glæpatíðnin hærri en í nokkru öðru ríki lands- ins. Það segir sig sjálft að mennt- un er ekki upp á marga fiska í slíku landi en rúmlega 60 prósent íbúa þess eru ólæs og óskrifandi og eru hvergi fleiri á öllu Indlandi. Lítill hluti íbúa Bihar á einhverjar eignir og helmingur landsmanna telst undir fátæktarmörkum. Ástandið í Bihar hefúr eðlilega orðið til að vekja áhyggjur margra og í nýlegri grein sem birtist í blaðinu Times of India var Bihar kallað „konungsríki glæpanna". Spillingin í þessu illræmda glæparíki nær ekki aðeins til þeirra fátæku og þurfandi, því af hinum 325 þingmönnum sem starfandi eru í höfuðborginni Patna eru um 40 yfiriýstir glæpa- menn, sem víla það ekki fyrir sér að ræna og myrða blásaklaust fólk. I Bihar sitja guðfeður stór- glæpamannanna á valdastóli; inn- an stjómmálaflokka, dómstóla og stéttarfélaga. KOMMÚNISMINN LÍFSEIGUR í Austur-Evrópu hrundi kommúnisminn með þvílíku braki og brestum að það fór ekki framhjá neinum. Nema ef til vill skrælingjunum í Bihar, sem enn aðhyllast marxisma og hafa orð Leníns og Maós að leiðarljósi. „Lenín lifir enn í Bihar“ er eitt af slagorðum þessara sjálfskipuðu fulltrúa öreiganna í landinu, sem bera rauðan sigurfána og hafa hvarvetna hátt. Þeir eru staðráðn- ir í að bæta hag sinn og vinna nú hörðum höndum að því að ná fram byltingu í Iandinu. I því skyni fara þeir í flokkum um sveitir landins rupl- andi og rænandi og myrða hvern þann sem reynir að standa vegi þeirra. Sem fýrsta sláefið í átt til umbreytinga miða þeir allt að því að út- vega þeim sem ekk- ert eiga land, þ.e. flytja eignirnar frá þeim ríku til þeirra fátæku. Víst er að ekki hafa þeir setið Fórnarlömb skrœl- ingjanna; 37 bœnd- ur sem myrtir voru á hroðalegan hátt. 1« -Stanóncó Lýðrœðið rangtúlkað Öhö... ekki henda þeeeu væna mín. Pað er beet að éq taki þetta með márá nýja etaðinn... Skálmöld I Blhar

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.