Pressan - 12.11.1992, Side 19

Pressan - 12.11.1992, Side 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. NÓVEMBER 1992 19 E R L E N T Gyðingastújkan sem sveik fólkið sitt Stella Goldschlag snerist eins og ýmsir aðrir á sveif með nasistum í stríð- inu og kom upp um hundruð gyðinga. Bók sem nýverið kom út í Banda- ríkjunum hefur vakið mikla athygli, en í henni segir höfundurinn frá nú- lifandi fyrrum bekkjarsystur sinni og auvirðilegum starfa hennar í stríð- inu — ömurlegum kafla sögunnar, sem fram að þessu hefur verið hulinn myrkri. Stella 1957, að lokinni tíu ára fangelsisvist fyrir stríðsgíæpi sína. Gyðingastúlkan Stella Gold- schlag hafði alla tíð blygðast sín fyrir uppruna sinn og á óskiljan- legan hátt fyrirleit hún gyðinga. Ekkert í uppeldi stúlkunnar gat skýrt þessa afstöðu hennar, en foreldrar hennar voru báðir gyð- ingar og skömmuðust sín síður en svo fyrir það. Stella var að vísu ljóshærð og afar ólík öðrum gyð- ingum í útliti og það virtist gefa henni næga ástæðu til að ætla, að hún væri betri og talsvert merki- legri en þeir. Lagði hún sig fram um að skera sig úr hópnum og laug til um uppruna sinn. Eftir að Hider komst til valda í Þýskalandi og aðför nasista að gyðingum var hafin tók Gestapo- leynilögreglan að leita nýrra leiða til að hafa hendur í hári þeirra Ijöl- mörgu gyðinga sem voru í felum. Ein leiðin var að fá gyðinga sem teknir höfðu verið fastir til að hjálpa við að hafa uppi á fólki og héldu þeir lífi að launum, að minnsta kosti um tíma. Ein þeirra fjölmörgu sem þannig snerust á sveif með nasistum og unnu við að þefa uppi sitt eigið fólk var gyð- ingastúlkan Stella Goldschlag, en viðhorf hennar til gyðinga varð síður en svo til að draga úr henni við „veiðarnar". FORRÉTTINDI „SVIKARANNA" Stella er aðalpersónan í sam- nefndri bók eftir blaðamanninn Peter Wyden sem nýverið kom út í Bandaríkjunum og fjallar um ör- lög gyðinga í Berlín á stríðsárun- um. Wyden var í sama bekk og Stella í bamaskóla en tókst að flýja með fjölskyldu sinni til Bandaríkj- anna í tæka tíð áður en aðförin að gyðingum hófst. í tengslum við bókina talaði höfundurinn við íjöldann allan af gyðingum sem sluppu naumlega undan stúlk- unni miskunnarlausu og hafði jafhframt uppi á henni sjálffi, en hún býr enn í Þýskalandi og vill ekkert við voðaverk sitt kannast. Bók Peters Wyden hefur vakið feiknaathygli, enda hefur hann með henni svipt hulunni af at- burðum sem nær ekkert hefur verið skrifað um ff am að þessu. „Die Greifer", þ.e. „svikaramir" sem gengu til liðs við nasista, gerðu það fyrst og fremst til að reyna að bjarga eigin skinni, enda vonuðust þeir til að komast þann- ig hjá að lenda í útrýmingarbúð- um. „Svikararnir“ nutu ýmissa forréttinda; þurftu ekki að bera gyðingastjörnuna, báru byssu, höfðu yfir að ráða skilríkjum frá Gestapo og lifðu nánast jafneðli- legu lífi og aríar. Sumum var meira að segja launað með því að einn ættingi þeirra var strikaður út af aftökulista nasistanna fyrir hvern þann gyðing sem þefaður var uppi og þar fyrir utan fengu menn 200 þýsk mörk hveiju sinni. Síðast en ekki síst héldu svikar- arnir lífi, að minnsta kosti um sinn. LJÓSHÆRÐA EITURNAÐRAN Frá og með október 1941 var gyðingum bannað að yfirgefa Þýskaland og þeim gert skylt að bera gulu gyðingastjömuna utan- klæða, til að aðgreina þá ffá hrein- ræktaða kynstofninum. Stellu tókst ásamt fjölskyldu sinni að fela sig fyrir Gestapo í nokkur ár uns hún gekk í greipar þeirra í júlí vetna athygli fyrir útlit sitt enda bæði fjallmyndarleg og fengu fljótt viðurnefnið „fallega parið“. Það viðurnefni var þeim þó gefið í háði eins og svo mörg önnur, en Stella gekk oftast undir nafninu „ljóshærða eiturnaðran“ meðal gyðinga, sem forðuðust þau tvö eins og heitan eldinn. KOM UPP UM BESTU VINISÍNA Gestapo-starfsmennirnir Stella því að benda á felustaði þeirra sem hún þekkti hvað best og koma öllum sem hún gat í hendur Gestapo. Stella hafði breyst í við- bjóðslega skepnu og enginn kærði sig um að verða á vegi hennar. Hún sendi gamlar skólasystur og vinkonur sínar til Auschwitz og fagnaði því óspart í hvert sinn sem hún gat komið einhverjum fyrir kattarnef. í júní 1944, er bandamenn vom komnir að Normandí, fór að fær- ast ókyrrð yfir nasistana í Þýska- landi, enda stefndi allt í endalok yfirráða Hitlers. Þá fýrst gerði Stella sér grein fyrir því að senn kæmi að því að hún yrði að láta af samviskulausri iðju sinni og svara til saka fýrir afbrot sín. Hún varð sífellt hræddari um líf sitt, ekki síst vegna morðhótana frá ýmsum andspyrnuhreyfingum sem vildu hana feiga og þreyttust ekki á að ógna henni. I' HENDUR BANDAMÖNNUM Vorið 1945 hafði Stella búið sig undir að flýja hersveitir Rússa sem voru á leið inn í landið, en varð of sein eins og margir aðrir. Á skömmum tíma fylltist Berlín af rússneskum hermönnum sem „fullkomnuðu" sigurinn með því að nauðga öllum konum sem á vegi þeirra urðu. Skömmu síðar hófu bandamenn mikla leit að stríðsglæpamönnum, þar með tal- inni svikaranum Stellu Gold- schlag. Þótt hún væri slungin við að fela sig fannst hún um síðir og var færð í hendur bandamönnum. Stella neitaði þegar í upphafi að bera sök á gjörðum sínum, hún væri „fórnarlamb fasismans“ og heimtaði að fá skilríki þar að lút- andi og verða ffjáls ferða sinna. Ekki var lagður mikill trúnaður á frásögn stúlkunnar og eftir löng og ströng réttarhöld var hún fundin sek um að vera völd að fangavist og dauða hundraða gyð- inga og dæmd til tíu ára betrunar- vistar. Fyrirlitning Stellu á gyðing- Gyðingar á leið í útrýmingar- búðir nasista. 1943, þá rétt rúmlega tvítug að aldri. Vitað var að hún þekkti mann sem vann við að útvega gyðingum fölsuð skilríki og papp- íra og nú skyldi hún segja til hans. Stella var í fyrstu ófus til sam- starfs, en eftir að hafa mátt þola stöðugar yfirheyrslur og sætt miklum barsmíðum af hálfu Ge- stapo lét hún tilleiðast að slást í hóp svikaranna, enda var henni lofað að með því móti mundi hún halda lífi og forða foreldrum sín- um ffá útrýmingarbúðunum í Au- schwitz. Stella gekk til liðs við ungan gyðing, Rolf Isaaksohn, og urðu þau nánast órjúfanleg, jafht í starfi sem einkalífi. Þau vöktu hvar- og Rolf voru stöðugt á ferð um Berlínarborg og gátu gyðingar hvergi verið óhultir fyrir þeim. Sátu þau einkum fyrir þeim í bíó- og kaffihúsum og haiidtóku menn þar sem þeir sátu í mestu makind- um og áttu sér einskis ills von. Mjög vinsælt var að liggja í leyni í kirkjugörðum og ráðast að fólki eftir jarðarfarir, en gyðingar sem giftir voru aríum glötuðu „sér- stöðu" sinni við fráfall maka og voru því auðveld bráð fýrir sendi- boða Gestapo. Ekki síst vakti Stella mikinn óhug meðal gyðinga í Berlín, en hún var óskiljanlega miskunnar- laus og vægði engum, ekki einu sinni vinum sínum, og lék sér að "Fallega parið", Stella og Rolf, sem héldu gyðingum í Berlín í heljar- greipum, uns bandamenn bunduendaá voðaverk þeirra. Stella Goldschlag á stríðsárunum, er hún sam- viskulaust kom upp upp hundruð gyðinga sem voru í felum fyrir Gestapo. Ekki einu sinni vinum var vægt. um reyndist ekki hafa minnkað í gegnum árin og hélt hún því blá- kalt fram að hún væri íyrst og fremst „fórnarlamb gyðinganna", sem ættu alla sök á því hvernig komið væri fyrir henni. Eftir að hún hafði tekið út refsingu sína hvarf Stella Goldschlag af sjónar- sviðinu og svo virtist sem hún væri gleymd og grafin, og skítug fortíð hennar með. HELDUR ENN FAST VIÐ SAK- LEYSISITT Einn maður hafði þó ekki gleymt henni, en það var höfund- ur bókarinnar Stellu, Peter Wy- den. Hann hafði fylgst grannt með réttarhöldunum yfir hinni gömlu bekkjarsystur sinni, þótt búsettur væri í Bandaríkjunum, og um leið og hún var laus úr fangelsi 1956 lét hann til skarar skríða. Skömmu síðar birtist auglýsing frá honum í blaði samtaka gyðinga í Berlín þar sem fram kom að Stella Gold- schlag, sem unnið hefði með Ge- stapo í stríðinu við að þefa uppi gyðinga, væri nú laus og óskað væri eftir því að þeir sem ein- hverja vitneskju hefðu um starf- semi hennar í stríðinu gæfu sig fram. Bréfum frá gyðingum bók- Rushdie biður um hjálp Rithöfundurinn Salman Rnshdie, sem farið hefur huldu höfðu frá því hann var settur var á dauðalista strangtrúaðra músl- íma fyrir bók sína Sálma Sat- ans, fyrir hartnær fjórum árum, var á dögunum á ferð um Evr- ópu til að vekja athygli á máli sínu ogleita hjálpar. Þegar músl- ímar felldu dauðadóminn yfir Rushdie fylltust margir með- aumkun með honum ogleiðtog- ar vestrænna ríkja hétu fullum stuðningi við hann, m.a. með viðskiptaþvingunum gagnvart íran. Núna, fjórum árurn síðar, virðist hins vegar sem allir séu búnir að gleyma Rushdie og við- skiptasambönd írans og ýmissa vesturlandaþjóða hafa aldrei verið í meiri blóma. Þrátt fyrir ýmsar hættur ákvað Rushdie að takast á hendur ferð um Evrópu staflega rigndi yfir Wyden úr öll- um áttum og var fólk meira en viljugt að hjálpa honum við gagnaöflun fyrir bókina sem hann vann að. Höfðu menn afar ljótar sögur að segja af svikaranum Stellu sem snerist á sveif með Ge- stapo. Eftir langa leit og mikla fyrir- höfn tókst Wyden svo loks að hafa uppi á Stellu sjálfri, sem býr ein- angruð í stórborg í Þýskalandi. Hann skrifaði henni og skýrði frá bókinni sem væri í fæðingu og mætti skömmu síðar fyrir utan heimili hennar í Þýskalandi. Gamla bekkjarsystirin mundi effir Wyden og tók vingjarnlega á móti honum, en kvaðst þó ekkert hafa um málið að segja utan það að hún héldi fast við fýrri staðhæf- ingar sínar um að hún bæri enga sök á því sem hún aðhafðist í stríðinu. Hún væri saklaust fórn- arlamb fasismans. Rushdie berst gegn því að gleymast og biður leiðtoga vesturlanda að hnekkja dauðadómi Khomeinis. til að vekja athygli á afleitri stöðu sinni, en af öryggisástæðum var ekkert látið uppi um ferðaáætl- unina. Rushdie hyggst reyna að knýja á um að leiðtogar vest- rænna ríkja taki höndum saman og fái hnekkt dauðadómi Kho- meinis. Hann hóf ferð sína í Bonn en mætti þar litlum skiln- ingi og sýndi þýska ríkisstjómin málinu aðeins takmarkaðan áhuga. Sama dag og hann fór frá Þýskalandi lýsti sendiherra írans í Bonn því yfir í útvarpsviðtali að dauðadómurinn yfir Salman Rushdie væri enn í fullu gildi og ekkert fengi því breytt.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.