Pressan - 12.11.1992, Page 21

Pressan - 12.11.1992, Page 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. NÓVEMBER 1992 21 Athugasemdfrá Esso Vegna rangrar fréttar sem birtist í PRESSUNNI 29. október sl. um að Olís hafi aukið markaðshlutdeild sína úr 24% í 28% á árinu 1986 til ársins 1991 finnst okkur ástæða til að eftirfarandi stað- reyndir verði birtar um markaðshlutdeild olíufélaganna í gasolíu, svartolíu, bíla- bensíni og þotueldsneyti á árunum 1986-1991. Esso jók markaðshlutdeild sína úr 43,63% 1986 í 44,30% 1991; Olís jók sína markaðshlutdeild úr 25,04% 1986 í 26,61% 1991; markaðshlutdeild Shell var 1986 31,33% en 29,09% 1991. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Virðingarlyllst fji. Olíufélagsins hf. Bjami Bjarnason. Gott í Borgarleikhúsi I PRESSUNNI í síðustu viku er klausa undir fyrirsögninni Misjafht gengi í leik- húsunum sen virðist eiga að upplýsa les- endur um það hve allt gangi vel í Þjóðleik- húsinu en illa í Borgarleikhúsinu. Eftir að sagt hefur verið að „sleitulaust“ hafi verið uppselt á allar sýningar Þjóð- leikhússins er eftirfarandi fullyrt um sýn- ingar Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleik- húsinu: 1) “Dunganon hefur gengið illa og eru aðeins tvær sýningar eftir.“ 2) “Aðsókn er líka dræm að Heima hjá ömmu...“ 3) “... og ekki virðist Platanov og Vanja frændi hafa náð að kveikja í leikhúsgest- um þrátt fýrir ágæta dóma gagnrýnenda." Skemmst er frá því að segja að ekkert af því sem hér er sagt á við rök að styðjast nema það að Platanov og Vanja frændi fengu „ágæta dóma gagnrýnenda" — meira að segja betri en aðrar sýningar sem boðið er upp á í bænum núna. Staðreyndirnar eru þessar: 1) Dunganon hefur nú verið sýnt 19 sinnum við ágæta aðsókn og þegar PRESSAN segir að aðeins séu „tvær sýn- ingar eftir“ eru að minnsta kosti fjórar sýningar effir. Á síðustu sýningu áður en PRESSAN birti klausuna voru 430 manns á 'sýningu og daginn eftir voru 400 manns á sýningunni, sem yfirleitt þykir ekki slæmt í leikhúsum af þessari stærð. 2) Helgina áður en PRESSAN segir að aðsóknin sé „dræm á Heima hjá ömmu“ var uppselt á tvær sýningar á leikritinu. Með öðrum orðum: Á annað þúsund manns komu að sjá sýninguna á tveimur dögum og þætti ekki dræm aðsókn í öðr- um leikhúsum. 3) Of snemmt er að spá um, meira að segja fyrir spámannlegan blaðamann PRESSUNNAR, hvernig Platanov og Vanja frændi muni spjara sig. En svo mikið er víst að um síðustu helgi sáu þessar sýningar hátt í 600 manns á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu og þætti stundum gott þegar slík verkefni eiga í hlut. Og sýningamar hafa svo sannarlega náð að „kveikja í leikhúsgestum“ — þeim sem séð hafa. En hver skyldi tilgangurinn vera með svona fréttaflutningi? Almennt er talið að fréttir, sannar eða lognar, um gengi leik- sýninga geti haft nokkur áhrif á það hvort fólk vill sjá þær. Það sést meðal annars á því hve leikhús leggja stundum mikið upp úr því að auglýsa „uppselt", með réttu eða röngu, til að koma því inn hjá fólki að sýning gangi vel. f ljósi þess og með tilliti til að frétt PRESSUNNAR var beinlínis röng, að minnsta kosti hvað varðar aðsókn í Borg- arleikhúsinu, vaknar sú spurning hvort blaðamaður PRESSUNNAR hafi sérstaka áðstæðu til að hampa Þjóðleikhúsinu á kostnað Leikfélags Reykjavíkur. Því um leið og fullyrt er, ranglega, að allt gangi illa í Borgarleikhúsinu er fullyrt, vonandi réttilega, að allt gangi vel í Þjóðleikhúsinu — ekki bara þau leikrit sem sýnd hafa verið heldur lflca Dýrin í Hálsaskógi sem ekki var byrjað að sýna þegar klausan birtist og My Fair Lady sem ekki á að frumsýna fyrr en um jól! Sigurður Karlsson, leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur GaiL Architektur-Keramik LESENDUR JKUMBAISAM Rlaok Lindsay Wagner: NÝ FEGURÐ ^VJSLYFT/a, meo PUNKTAÞRYST ÍNGÍ FJÓLVA A Varðveitið æskublómann. Haldið andlitinu heilbrigðu, húðinni sléttri og lifandi! Við stundum leikfími til að öðlast stæltan líkama, en gleymum andlitinu — undir húðinni er fjöldi smávöðva, sem þarfnast svolítillar umhyggju og örvunar blóðstreymis. PUNKTAÞRÝSTINGUR byggir á aldagamalli kínverskri hefð, nema fingurnuddi er beitt í stað nála. Nokkrar mínútur á dag og árangurinn er undraverður. Bókin er 140 bls. Fjöldi skýringarmynda og ráðlegginga, sem stuðla að geislandi útliti. Fæst í öllum bókabúðum, en menn geta pantað hana hjá forlaginu og fengið hana senda án póstkostnaðar. Fjölvaútgáfan, Njörvasund 15 A, 104 Rvk. Ég undirritaöur óska að fá bókina „Punktaþrýsting“ . senda í póstkröfu. Heildarverð er kr. 1980 Nafn Heimili I Staður, póstnr. L L*-l L.M LMLT LM LTLL! LML! J Vertu með draumurinn gæti orðið að veruleika ! MERKISMENNHF

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.