Pressan - 12.11.1992, Page 22
22
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. NÓVEMBER 1992
K R í T I K
Húmoristi með
Umfjöllun Kolbrúnar Bergþórsdóttur um Þórarin
Eldjárn; nýju bókina hans og ferilinn allan.
Þórarinn Eldjárn var hálfþrí-
tugur þegar hann kvað sig inn í
þjóðarsálina með fyrstu ljóðabók
sinni og má mikið vera ef þar var
ekki komið frumlegasta og
skemmtilegasta byrjandaverk átt-
unda áratugarins. Kvæði nefndist
bókin og frá þeim tíma hefur
þjóðin raulað Möwekvæði og
Sveinbjörn Egilsson. I kjölfarið
fylgdu meistaraverkið Disneyrím-
ur og Erindi, skemmtileg og hug-
myndarík ljóðabók sem gaf fyrri
verkunum lítt eftir.
En þótt Þórarinn hlyti óskabyr í
upphafi ferils síns má segja að
hann hafi síðar þurft að réttlæta
þessar vinsældir sínar og sanna að
hann ætti brýnt erindi í skálda-
hóp. Hann hefur af mörgum verið
talinn fyndnastur þeirra höfunda
sem kenndir hafa verið við svo-
kallaða fyndnu kynslóð en hefur
af öðrum verið ávítaður fyrir
skáldskaparlega léttúð. í ritdóm-
um áttu gagnrýnendur til að
senda honum skilaboð þess efnis
að hann ætti að leyna betur
skemmtanagildi verka sinna. Hér
eru valin dæmi:
„... Nú má vel vera að Þórar-
inn Eldjárn hafi aldrei ætlað sér að
vera annað en hagyrðingur/ Ef til
vill hefur hann engan hug á að
snúa sér að skáldskap í alvöru/
Sjálfgert er þess vegna að setja út á
það að Þórarinn Eldjárn skuli ekki
sjáanlega setja sér miklu hærra
markmið hér en það að skemmta
lesendum sínum og færa þeim
enn eina saman dægrastyttinguna
upp í hendumar/ Þetta er fyrst og
fremst skop og skemmtilegheit og
ágædega gert sem slíkt.“
Gagnrýnisorðin em mjög í takt
við þá tilhneigingu að telja áber-
andi skemmtanagildi verks bein-
línis draga úr listmæti þess. Þarna
er einnig á ferðinni sú hugmynd,
samofin þeirri fyrri, að áreynslan
verði að sjást, annars sé ekki
mögulegt að taka skáldskapinn al-
varlega. Þeim sem finnst lítið
koma til verka Péturs Gunnars-
sonar og Einars Kárasonar gagn-
rýna þá á svipuðum forsendum.
Enginn þessara höfunda skrifar
rembingsstíl og bestu verk þeirra
eru glansandi bókmenntir. Remb-
ingssjónarmiðinu hefur Þórarinn
hæðst að í einu ljóða sinna:
Meira torf í textann
telja má þaðgleggstan
vott um visku ogdýpt.
Baraaðþarséþýft
þá er líft.
Þórarinn Eldjám (Ort)
Það voru athugasemdir gagn-
rýnenda um innihaldsleysi sem
gerðu það að verkum að Þórarni
barst liðveisla úr óvæntri átt þegar
Matthías Viðar Sæmundsson,
snarpur gagnrýnandi og áberandi
lítið gefinn fyrir óbreytt skaup og
spé í skáldskap, sagði í ritdómi
um Ydd árið 1984 að þeir sem
teldu verk Þórarins líða fyrir er-
indisleysi og innihaldslausan
húmor rýndu ekki nægilega í
skáldskap hans. Matthías hrósaði
Þórarni fyrir að taka áhættu með
því að skora ný form á hólm og
sagði Ijóð hans einkennast af til-
raunum til að fella saman „frum-
legt myndmál og hefðbundinn
brag“. Þannig hefði Þórarinn
reynt „að turna klisjubornum
hugmyndum og varpa nýju ljósi á
menningararfmn". Matthías Við-
ar sagði Þórarin um leið vera „...
frábrugðinn brandarasmiðunum
sem látið hafa fullmikið að sér
kveða á undanfömum árum“.
Jóhann Hjálmarsson virðist
einnig hafa gert sér grein fyrir að
Þórarinn væri meira en brandara-
smiður og nefndi hann í ritdómi
orðhagan þjóðfélagsgagnrýnanda.
Sé skyggnst eftir innihaídi kem-
ur fljótlega í ljós að Þórarinn á æði
oft brýnt erindi við lesendur.
Hann hefur aldrei látið af gagn-
rýni á yfirborðsmennsku og yfir-
læti. Margar smásögur hans fjalla
einmitt um fall manna sem taka
sig of hátíðlega eða starfsstéttir og
sérhagsmunahópa sem þykjast
hafa höndlað algildan sannleika.
Þar er Þórarinn mjög hæðinn og
kann að stinga svo undan svíði.
Hann veit fullvel að lánlegasta að-
ferðin til að fletta ofan af ríkjandi
vitleysisgangi er að hæða hann.
Róttækar stjórnmálaskoðanir
settu í upphafi mark á skáldskap
Þórarins. Innan um hnyttin,
næsta sakleysisleg kvæði í fyrstu
ljóðabókinni mátti frnna kvæðið
um fasismann sem ríður í hlað í
líki velgreidds manns í jakkaföt-
um með morgunblað í vasanum.
Það kvæði olli nokkru fjaðrafoki,
ekki síst vegna morgunblaðsins
sem virtist saklaus fylgihlutur þar
til menn tóku að breyta rithættin-
um og skrifa Morgunblaðið með
stórum staf og gáfu í skyn að þann
rithátt hefði undirmeðvitund
skáldsins viljað en kurteisin ein
hamlað framkvæmdum.
„Þórarinn er mjög
hœðinn og kann að
stinga svo undan
svíði. Hann veit
fullvel að lán-
legasta aðferðin
til aðfletta ofan af
ríkjandi vitleysis-
gangi er að hœða
hann.“
Það var engin pólitísk logn-
molla í Disneyrímum. Hefði Þór-
arinn birt rímurnar í Kaliforníu
hefði hann orðið hataðasti maður
þar um slóðir í langan tíma. Gott
og vel, rímurnar voru hatrammar
í garð kapítalistans Disneys og af-
greiðslan langt frá því að vera
sanngjörn, eða svo finnst okkur
sem sáum Bamba sjö ára. En það
skiptir í rauninni litlu máli; þetta
er feiknakröftugur og vel gerður
skáldskapur. Einstaka rödd varð
til að mótmæla og í kjallaragrein í
Vísi birtist grein um rímurnar og
höfundur var þungorður:
„Kverið Disnyerímur er ekki
aðeins fullt af svívirðilegu níði um
listamanninn, heldur sýnilega
hnoðað saman til að fullnægja
hatursórum í þágu þess sem hatar
allt sem á upptök sín í Bandaríkj-
unum. Það örlar hvergi á tilhneig-
ingu til skáldskapar né heillar
hugsunar, aðeins hatur og níð. Ef
skáldskapur er réttnefni á Disney-
rímum er vandséð hvar menn-
ingu íslendinga er komið.“
Þetta var hjáróma rödd innan
um hrifningarraddir almennings,
en þegar höfð er í huga sú trausta
staða sem Disneyrímur njóta nú
innan íslenskrar ljóðagerðar þá
veldur nokkurri furðu hversu hflc-
andi gagnrýnendur voru við að
kveða upp afdráttarlausa dóma
um gæði verksins. Þeir virtust
hræddir við að veðja á rangan hest
og slógu úr og í. Arni Bergmann
var þar undantekning og leyfði sér
að hrífast. Mörgum árum síðar
sýndi hann þó áberandi fálæti yfir
mjög svo frumlegri skáldsögu
Þórarins.
Skuggabox var skrifuð af
dirfsku og leikgleði og einkennist
af miklum frumleika. Gagnrýn-
endur leituðu í örvæntingu að
samfelldum söguþræði sem þeir
fundu ekki. Það var því líkast að
enginn þeirra hefði heyrt minnst á
módernisma eða ef svo var gátu
þeir ekki ímyndað sér tengsl milli
hans og Þórarins. Niðurstaða
þeirra varð því sú að Þórarinn
hefði flækst á annarlegar slóðir.
Nær allir fettu fingur út í fimmtán
blaðsíðna kafla um skýlurann-
sóknir í sundlaugum Reykjavíkur.
Hann var skrifaður í stíl félags-
fræðinga og táknfræðinga, unaðs-
lega fyndinn þykir þeim sem hafa
dulítið glannalegan húmor.
í Tímariti Máls og menningar
sýndi Árni Siguijónsson þá djörf-
ung að ganga á skjön við þá dóma
sem birst höfðu opinberlega á
prenti. Hann kallaði skýlukaflann
„dýrlegt skop um uppskrúfað
fimbulfamb“ og tók afdráttarlausa
afstöðu þegar hann nefndi verkið
hápunkt á ferli skáldsins.
Bókin kom á prent fyrir fjórum
árum og aðdáendur hennar bíða
þess að skáldið færi þeim aðra
skáldsögu, jafn hugmyndaríka og
skemmtilega. Þar birtust mörg
bestu einkenni skáldsins. í því
verki eins og bestu verkum Þórar-
ins skipti engu hvort hann kaus að
opinbera hégómaskap samtíma
síns, kanna þol tungumálsins með
snjöllum orðaleikjum eða taka hið
smáa og dæmigerða og varpa á
það nýju ljósi. Hann gerði það allt
í stíl sem einkennist af orðfimi
sem helst má líkja við leikni hins
tæknilega fullkomna fimleika-
manns. Frá listrænu sjónarmiði er
vinnslan á bestu verkum Þórarins
gallalaus og slíkt skiptir megin-
máli í skáldskap. f smásagna- og
ljóðasöfnum bregðast einstaka
sögur og ljóð vegna þess að höf-
undur hefur heillast af hugmynd,
hlaðið undir hana, en í lokin hryn-
ur viðkomandi ljóð/saga vegna
þess að hugmyndin var ekki til-
raunarinnar virði. Og þótt þessi
veikleiki fái togað smásagna- og
ljóðasöfn Þórarins niður í gæðum
hefur hann aldrei eyðilagt fyrir
honum bók — sem merkir ein-
faldlega að Þórarinn Eldjárn hefur
aldrei skrifað vonda bók.
Skáld ber að meta samkvæmt
því sem þau hafa best gert. Þórar-
inn Eldjárn hefur á ferli sínum
skilað af sér nokkrum glæsilegum
verkum og þau tryggja honum
traust sæti í íslenskum skálda-
heimi.
Kolbrún Bergþórsdúnlr
Þórarinn um kímnina
Stendur hann við það sem einu sinni
var eftir honum haft að hann skrifaði til
þess eins að vera fyndinn?
Hann segir:
„Reyndar er ég ekkert mikið fyrir að
skilgreina það sem ég er að gera. Mér
finnst heldur leiðinlegt að þurfa þess. Ef
ég hefeinhvern tíma sagt að ég væri
bara að reyna að vera fyndinn þá hefég
þar valið auðvelda skilgreiningu. En ég
heflíka sagt að það að vera fyndinn geti
verið mjög alvarlegt mál. Mér fínnst
húmor vera mjög merkileg aðferð við að
nálgast hlutina. Með húmor er oft hægt
að komast að kjarna málsins á allt ann-
an hátt en eftir öðrum leiðum. Þetta er
viss afstaða og aðferð sem hefur alltaf
verið mjög ríkur þáttur í skrifum mínum.
Ég get tekið dæmi úr nýjustu bók minni.
Sagan Opinskánandi er satírísk saga
sem tekur fyrir ákveðið fyrirbæri sem við
sjáum öll í samtímanum. Efhún byggð-
ist ekki á húmor heidur á geðvonsku þá
mundi hún missa algjörlega marks."
En hvað um þá gagnrýni sem oft heyr-
istþess efnis að íslenskir rithöfundar
leggi ofsterka áherslu á húmor í verkum
sínum? Getur rithöfundur verið of
skemmtilegur?
„Efmenn þurfa að svara til saka fyrir
að vera húmoristar þá lít ég á það sem
vandamál þeirra sem fyrirslíkum réttar-
höldum standa. Þetta minnir mig á sögu
sem ég heyrði og gerðist í Svíþjóð. Rit-
höfundur sendi útgáfufyrirtæki handrit
og þar fjallaði um það yfírlesari og bók-
inni var hafnað á grundvelli úrskurðar
sem hann gafog hljóðaði svona:„Góð
en skemmtileg." Þetta er nákvæmlega
það viðhorfsem margir hafa í raun og
veru. Þá finnst fólki að skemmtileg verk
geti ekki haft dýpt, dýpt þurfí að vera
grafalvarleg og helst dálítið leiðinleg og
virðuleg. Sjáist skemmtilegheit eða
sprell þá virkarþað á fjölda manns eins
og aðvörunarbjöllur sem klingja:„Ekki
merkilegt, ekki merkilegt." Mér finnst
þetta fráleitt en hefsvo sem engar
áhyggjur afþessu. Þetta er bara vanda-
mál hjá sumum og þeir verða að búa við
það."
En hvað um þær kröfur sem sífellt er
verið að gera þess efnis að rithöfundur
eigi að endurnýja sig og helst með
hverju nýju verki?
„Ég er ekki sáttur við kröfu um endur-
nýjun endurnýjunarinnar einnar vegna.
Annars held ég að það sé mjög gott að
rithöfundurprófi ýmislegt. Mér finnst til
dæmis mjög gott að hafa þessa varía-
sjón milli Ijóða- og sagnagerðar. Og í
sambandi við endurnýjun þá hefég þá
trú að efmönnum er einhver alvara með
því sem þeir eru að gera þá fínnstþarna
einhver samfella frá einni bók til annarr-
ar. Sumir eru alltafað skrifa það sama
en endurnýja sig þó."
Góð skemmtun
ÞÓRARINN ELDJÁRN
Ó FYRIR FRAMAN
FORLAGIÐ1992
★★
Sá sem tækist á hendur það
þarfa verk að taka saman í sýnis-
bók fyndnustu smásögur sem
skrifaðar hafa verið hér á landi
gæti ekki skilað verkinu full-
unnu án þess að hafa þar dágóð-
an skammt af sögum Þórarins
Eldjárns. Þórarinn er einfaldlega
svo góður þegar hann er bestur
að mjög fáir íslenskir smásagna-
höfundar fá slegið honum við í
skemmtflegheitum.
Þórarinn er alla jafna hug-
myndaríkur smásagnahöfund-
ur, en á sína slæmu daga eins og
flestir kollegar hans, og glatar þá
styrk sínum. Á þeim stundum
verða til sögur sem eru æði létt-
vægar einmitt vegna þess að
hugmyndin sem að baki þeim
bjó var í upphafi ekki sérlega
góð.
í þriðja smásagnasafni Þórar-
ins, Ó fyrir framan, eru fjórtán
sögur, mjög misjafnar að gæð-
um. Slök hugmynd verður
nokkrum sinnum til að fella
annars ágætlega skrifaðar sögur.
Besta dæmið er að mínu mati
sagan í draumi sérhvers manns.
Hugmyndin er einfaldlega of
ódýr og ekki sögunnar virði. Eft-
ir lestur hennar finnst lesandan-
um að honum hafi verið sagður
slappur brandari og getur ein-
ungis yppt öxlum í hálfgerðu
áhugaleysi.
Sjaldgæfara er að góðri hug-
mynd sé ekki fýlgt eftir af nægi-
legum þrótti en það kemur þó
fyrir í einstaka sögu. Þar er eins
og höfundur hafi komist í þrot
og valið þægilega leið til að setja
við þær punkt. Ágætt dæmi um
þetta er sagan Klámhundurinn
þar sem gæfur heimilishundur
breytist í klámhund sem fer í
hvers manns klof. Hugmyndin
er bráðsnjöll og sagan er veru-
lega fyndin, allt þar tfl líða fer að
sögulokum en þá er eins og höf-
undur gefist upp og sjái enga
aðra leið en skella á hana vand-
ræðalegum farsakenndum endi.
En þótt pota megi í einstaka
sögu verður ekki hróflað við
þeim bestu.
Sagan Dundi er dæmi um það
hversu góður sögumaður Þórar-
inn er þegar honum tekst vel
upp. í sögunni er stígandi
spenna og lesandinn skynjar að
höfundur ætlar sér að fullkomna
söguna í lokin með alls óvænt-
um endi en fær engan veginn
áttað sig á hvernig það megi
verða. Valdahlutföllin miUi
þeirra tveggja aðila sem þar
mætast virðast svo skýr að ekk-
ert virðist geta komið á óvart.
Þetta er ein af hinum tragíkóm-
ísku smásögum sem Þórarinn á
svo létt með að semja. Þær rugla
lesandann ætíð örlítið í ríminu
og gera að verkum að hann
skammast sín örlítið fyrir að
skella upp úr.
Það sama má segja um sög-
una Áhrínið. Við lestur hennar
fer lesandinn alvarlega að velta
því fyrir sér hvort sá möguleiki
sé fyrir hendi að hann sé Ula inn-
rættur svo mjög skammast hann
sín fyrir að veltast um af hlátri
yfir hinni mjög svo tilviljana-
kenndu koUsteypu sem verður á
lífi hins litlausa en hégómlega ís-
lenskukennara Þórðar.
Þórarinn Eldjárn er afar
glöggskyggn á misfeUur í samfé-
laginu og honum tekst venjulega
best upp þegar hann er að stinga
á meinunum. f sögunni Opin-
skánandi fer hann beinlínis á
kostum. Ámi Bergmann skrifaði
á sínum tíma ágæta grein um
hin opinskáu glanstímaritsviðtöl
þar sem fjölmiðlafólk vitnaði há-
stöfum um einkalíf sitt ffarnmi
fyrir alþjóð. Nú hefur Þórarinn
afgreitt þessi mál í eitt skipti fýrir
öll. Svo háðsleg og beitt er af-
greiðslan að það liggur við að
maður renni samúðaraugum til
þokkagyðju fjölmiðlaheimsins
sem fyrir helst til neyðarlega tfl-
viljun er nýkomin úr einu opin-
skáu.
Þórarinn lokar safni sínu með
sögu sem virðist meir í ætt við
prósaljóð en smásögu. Það er
fallegur kafli sem tengist æsku-
minningu og er með því besta í
bókinni.
Sögurnar í þessu nýja smá-
sagnasafni Þórarins eru misjafn-
ar að gæðum og þær slökustu
draga heildarverkið niður. En
þegar litið er á það sem best er
gert þá sannast hér enn einu
sinni að þegar Þórarni Eldjárn
tekst best upp þá er hann óborg-
anlega fyndlnn.
Steingrímur Eyfjörð Krist-
mundsson gerði myndir í bók-
ina og hannaði kápu. Hann hef-
ur mjög persónulegan stíl og
hvort sem menn hafa smekk fyr-
ir vinnu hans eða ekki þá fær
enginn neitað því að verk hans
eru ætíð athyglisverð. Ég hef ver-
ið fremur gjöm á að hrósa hon-
um og sé ekki ástæðu til að
bregða út af því nú.