Pressan


Pressan - 12.11.1992, Qupperneq 23

Pressan - 12.11.1992, Qupperneq 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. NÓVEMBER 1992 23 Skáldverk Þórarins Eldjárns Kvæði 1974 ★ ★★★ Þórarinn Eldjárn geystist inn í ís- lenskan skáldskaparheim með Ijóðabók sem gneistar af hag- mælsku, hugmyndaríki og glað- beittri kímni. Disneyrímur 1978 ★★★★ Meistaraverk Þórarins. Þessi furðu- lega frumlega tilraun til að slá Disney af í rímnaformi vakti verð- skuldaða hrifningu meirihluta þjóðarinnar. Erindi 1979 ★★★ Margir gagnrýnendur kvörtuðu undan því að skáldið virtist eiga of auðvelt með að vera skemmtilegt og fyndið. Réttmæt gagnrýni ef menn ætlast til að finna Kristján Fjallaskáld í Ijóðabók eftir Þórarin Eldjárn. Ofsögum sagt 1981 ★★ Fyrsta smásagnasafn Þórarins stát- ar af mörgum af hans bestu sög- um: Lífheimur borðtuskunnar, Töskumálin. Síðasta rannsóknaræf- ingin og Tilbury. Kyrr kjör 1983 ★★ Fyrsta skáldsaga Þórarins fjallar um rímnaskáldið Guðmund Bergþórs- son. Haganlega samansett en skrif- uð í köldum hlutleysisstíl sem skapar tilfinningalega fjarlægð milli lesanda og söguefnis. Persónu- sköpun er í daufara lagi. Ydd 1984 ★★★ Skáldið vék frá sér rímhefðinni og bætti nýrri vídd við skáldskap sinn. Alvaran og tilfinningin fengu meira rúm en í fyrri verkum. Margsaga 1985 ★★ Eins og önnur smásagnasöfn Þór- arins líður þetta nokkuð fyrir það hversu misgóðar sögurnar eru. Lík- lega er hér þó komið jafnbesta smásagnasafn hans. Besta sagan, Maðurinn er það sem hann væri, er í hópi snjallari smásagna hans. Skuggabox 1988 ★★★★ Sagan var svo djörf, hugmyndarík og frumleg að hún sló gagnrýn- endur gjörsamlega út af laginu. Gífurlega vanmetið verk á sínum tíma en ýmislegt bendir til að unga kynslóðin í bókmenntaheim- inum muni hefja hana til þeirrar virðingar sem hún á skilið. Upp- hafskaflinn og skýlukaflinn um- deildi eru glæsilegustu hlutar verksins. Hin háfleyga moldvarpa 1990 ★★ Skáldið á góða spretti í Ijóðabók sem einkennist af heimspekilegum vangaveltum og orðaleikjum. Ort 1991 ★★ Fyrsta Ijóðabók Þórarins í tólf ár þar sem hann notar hefðbundið form. Bestu kvæðin góð, en fátt um nýjar hugmyndir. Einhvern veginn hafði maður búist við meiru. Óðfluga 1991 ★★★★ Vísnabók fyrir börn, full af gáska- fullri kímni og óvæntum hugdett- um. Býr auk þess yfir umtalsverð- um sjarma. Ómissandi í bókasafn barnanna. $ SUZUKI SUZUKI UMBODID HF SKÚTAHRAUN 15, SlMI: 651725. Happamanuöur i Bilaþingi Heklu! Einn heppinn kaupandi fœr bílinn gefins! kaup Þeir sem kaupa notaðan bíl í Bílaþingi Heklu gera undantekningarlaust hagstæð kaup. Allir notaðir bílar Heklu eru yfirfarnir af fagmönnum og á nýjum vetrardekkjum, verðið er gott og greiðsluskilmálar afar sveigjanlegir. I nóvember bjóðast einum bílakaupanda í Bílaþingi Heklu sérstök vildarkjör sem ekki eiga sinn líka: Hann fær bílinn frítt og skiptir verð hans engu máli! 1. desember verður dregið úr nöfnum kaupenda nóvembermánabar, hinn heppni fær greitt til baka þab sem hann hefur borgað í bílnum og hann beðinn um að gleyma eftirstöðvunum! Ókeypis vetrardekk fylgja öllum bílum! OPIÐ ALLAR HELGAP í NÓVEMBEP Laugardaga 10 -16 Sunnudaga 12 -16 Virka daga 9 -18 BÍLAÞING HEKLU B í L A R Bílaþing Heklu • Laugavegi 1 74 • Sími 69 56 60 • Fax 69 56 62

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.