Pressan - 12.11.1992, Síða 25

Pressan - 12.11.1992, Síða 25
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 12. NÓVEMBER 1992 25 STJÓRNMÁL Gjaldþrotaleiðirnar tvœr Forystumönnum sjávarútvegs og nokkrum stjórnmálamönnum hefur að undanförnu orðið tíðrætt um nokkuð sem þeir kalla gjald- þrotaleið. Þar er átt við þá megin- stefnu ríkisstjórnarinnar að ekki skuli bjarga öllum fyrirtækjum í sjávarútvegi frá gjaldþroti. Bæði Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson hafa margítrekað að ekki komi til greina að grípa til sömu gömlu og þreyttu úrræð- anna og dæla opinberu fé og sparifé landsmanna í fyrirtæki sem beijast í bökkum og eiga enga framtíð fyrir sér. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, er líklega með snjallari áróðursmeisturum sérhagsmuna- samtaka hér á landi og eins og snjöllum áróðursmeistara sæmir kallar hann þessa stefnu ríkis- stjórnarinnar gjaldþrotastefnu. Stjórnarandstæðingar hafa sungið undir og raunar ráðherra sjávar- útvegsmála einnig. Hér verður hvorki varið tíma né rúmi til að amast við þessari nafngift (enda ættu flestir að sjá í gegnum slag- orð af þessu tagi). En hafi Kristján Ragnarsson og samkór hans rétt fyrir sér í nafrigiftinni er einnig Ijóst að til er önnur gjaldþrota- stefna — gjaldþrotastefna Krist- jáns Ragnarssonar. Samkvæmt stefnu LÍÚ á stjóm- un íslenskra efnahagsmála að miðast við meðaltalsafkomu í sjávarútvegi. Þannig á gengi krón- unnar að miðast við verst settu fyrirtækin sem og þau bestu. Með þessu vilja útgerðarmenn tryggja rekstur útgerðarfyrirtækja, óháð því hvernig staðið er að rekstri þeirra eða fjármögnun eigenda. Með öðrum orðum: Efnahags- stefna okkar íslendinga á að mið- ast við meðalmennskuna. Gjaldþrotastefna Kristjáns Ragnarssonar er allt önnur en sú sem hann kennir við ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Ríkisstjórnin ætlar sér ekki að bjarga með sér- tækum aðgerðum vonlausum fyr- irtækjum í sjávarútvegi, sem þýðir að fynrtæki fara óhjákvæmilega á hausinn. Stefna Kristjáns Ragn- arssonar miðast hins vegar við að lengja í hengingarólinni og gera landið gjaldþrota innan einhverra ára. Spurningin er hvora leiðina kjósendur vilja fara. Vandinn sem við blasir í ís- lensku atvinnulífi verður ekki ein- göngu rakinn til lélegra aflabragða eða þess að gengi íslensku krón- unnar er of hátt skráð. Vandinn liggur miklu dýpra, í offjárfestingu (einkum í sjávarútvegi), lélegri nýtingu fjármuna, opinberum stuðningi við fyrirtæki og síðast en ekki síst í byggðastefnu undan- farinna ára. Við höfum lifað um efrii ffarn og því ekki í stakk búin til að takast á við vandamál sem við blasa. Hefði skynsemi ráðið í fjárfestingum í sjávarútvegi væru útgerðarfýrirtæki betur undir það búin að mæta aflasamdrætti og lægra verði á erlendum mörkuð- um en þau eru í raun. Hefði póli- tísk miðstýring í bankamálum verið afnumin væru vextir hér lægri og fyrirsjánlegt tap bank- anna (og þar með sparifjáreig- enda) minna vegna lánveitinga. Hefðu tekjur verið látnar ráða út- gjöldum ríkisins væru fyrirsjáan- legar skattahækkanir á launafólk líklega óþarfar. Og svo mætti lengi telja. Þótt deila megi um árangur rík- isstjórnar Davíðs Oddssonar má öllum vera ljóst að hún er á réttri leið. Framundan eru átök um Gjaldþrotastefna Kristjáns Ragnars- sonar er allt önnur en sú sem hann kennir við ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar. meginstefnu næstu ára og áratuga í efnahagsmálum. Hvort „gjald- þrotastefna" ríkisstjórnarinnar eða gjaldþrotastefna Kristjáns Ragnarssonar verður ofan á ræð- ur því hvort hér verður áffarn líf- vænlegt. Hötundur er tramkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins. STJÓRNMÁL Brennivínsmálin spurning um trúnað MÖRÐUR ÁRNASON „Þetta er sumsé allt ein- hverjum öðrum að kenna. Og vegna þess að hann skilur ekki um hvað þau snúast hefur Davíð bœttgráu oná svart í brennivínsmálunum. Semjjalla um traust og trúnað, en ekki um brennivín. “ Það er einsog það séu örlög sér- hverrar ríkisstjórnar í síðari tíð að burðast hver með sinn kross, sem ekki vill af herðunum hvað sem rnenn reyna. í síðustu ríkisstjórn má kalla að stirðleg þátttaka Sam- taka um jafnrétti og félagshyggju, og síðar aðild fylgis- og lánlauss Borgaraflokks, hafi verið slíkur fylgifiskur, og í stjórninni þar áður sundrung helstu leiðtoganna. f þessari stjórn eru það hinsvegar brennivínsmálin sem stjórnar- herrunum tekst ekki að losna undan. Og þykir Bakkusi karlin- um sennilega nokkuð vænn sinn hagur að sitja nú í sæti Stefáns Valgeirssonar við stjórnvölinn á þjóðarskútunni. Og kveður við raust. Það er rétt að vekja athygli á því strax í þessu skrifi að brennivíns- mál ríkisstjómarinnar snúast ekki um það hvort ríkisstjómin drekk- ur brennivín. Það er sem betur fer einkamál hvers og eins hvort hann drekkur og hvað hann drekkur mikið, alveg þangaðtil brennivínsdrykkja fer að trufla hann í að sinna þeim skyldum sem hann hefur tekist á herðar við umbjóðendur sína, — fjölskyldu, viðskiptamenn, vinnufélaga, kjós- endur. Og ég held að Jón Baldvin Hannibalsson hafi haft fullan stuðning almennings þegar hann bar af sér ruddalegar brennivíns- sakir Ólafs Þ. Þórðarsonar um daginn. Ólafur fór mjög rækilega yfir strikið með almennu skítkasti sem ekki verður séð að styðjist við nein rök. Jón hafði fulla ástæðu til að krefjast afskipta forseta alþing- is og afsökunarbeiðni af hálfu þingmannsins. Og skiptir þá ekki máli að í sporum Jóns Baldvins Hannibalssonar, ráðherra yfir sí- felldum niðurskurði í velferðar- og menningarmálum, hefði ég sjálfur ekki talið það tiltakanlega velheppnað péerr að standa í þétt- setinni drykkjukrá og veifa glasi fyrir framan blaðaljósmyndara á þýskíslenskri bjórhátíð. Davíð Oddsson hefur líka reynt að bera af sér sakir, sem hann tel- ur einberan rógburð pólitískra andstæðinga. En Davíð hefur far- ist verkið einkar brösulega úr hendi, kannski einmitt vegna þess að hann skilur ekki kjarna máls- ins, að brennivínsmálin snúast ekki um brennivín. Dæmi frá Bandaríkjunum, af því við erum rétt nýbúin að glápa úr okkur augun á pólitíska stór- viðburði vestra: í rauninni var Gary Hart eins- konar formáli að Bill Clinton, demókrati sem reif sig lausan frá hefðunnum flokksgildum og reyndi að móta nýja línu gegn re- aganismanum og skapa sér kjamafylgi hjá ffjálslyndum milli- stéttum. Alveg einsog Clinton þótti Hart þessi búa yfir kenn- edískum persónutöfrum, og það vissi enginn hvar það mundi enda þegar hann fór í forsetaffamboð fyrir kosningamar 1988. En núna vita allir um þá sjóferð. Clinton lenti líka í því í miðjum kosningaslag að það komst upp að hann hafði haldið ffamhjá kon- unni sinni í einhvetjum heimsku- legum gráum fiðringi. En hjá hon- um var skandallinn hjaðnaður eft- ir þijár vikur, og jafnvel þótt Bush og félagar reyndu og reyndu á lokaspretti kosninganna kom fyrir ekki að nudda honum uppúr þessari ffamhjáhaldsaffem. Clin- ton vissi sem var að ffamhjáhalds- málin voru ekki spurning um framhjáhaldið sjálft. Hann viður- kenndi strax á sig glæpinn, lýsti því yfir að um væri að ræða mis- tök af sinni hálfu, ekki sæmandi forsetaefni, bað konuna sína af- sökunar, og fór síðan fram á að málefnaafstaða og frammistaða í pólitík fengi að vera með í dómi kjósenda um persónu sína. Clin- ton verður forseti Bandaríkjanna núna eftir áramótin. Gary Hart er hinsvegar liðin tíð. Hann þrætti fyrir, festist í sínum eigin sagnavef og var að lokum tekinn með bux- urnar á hælunum í beinni útsend- ingu. Brennivínsmálin á fslandi em líka spurning um traust. Davíð Oddsson hefur í sjónvarpi gert að sérstöku umræðuefni ölvun sína á Keflavíkurflugvelli við heimkomu briddsliðsins góða. Davíð þrætti reyndar fyrir það upphaflega að hafa yfirhöfuð verið undir áhrif- um áfengis. f viðtali sem enn er til við rás tvö segist hann þvert á móti hafa verið þreyttur og undir áhrifum lyfja. Nú á Stöðinni um daginn er hann búinn að breyta sögunni, og segist hafa verið fullur í kokteilboðinu, en ekki þegar hann flutti ræðuna, hversu trúlegt sem það kann að hljóma. Hann hefur enn ekki skýrt út þetta mis- ræmi í eigin frásögum um þetta kvöld. Og það er athyglisvert að hann hefur ekki beðist afsökunar á því að hafa verið ölvaður opinberlega í starfserindum forsætisráðherra. Heldur hefur hann endurtekið ásakanir sínar á hendur hinum ágæta útvarpsmanni og KR-ingi Bjarna Felixsyni, sem á að hafa komið honum að óvörum með hljóðnema í höndunum og út- varpssendistöð uppúr vélapoka á bakinu, og hefur sjálfsagt farið framhjá forsætisráðherranum hver Bjami var og í hvaða erinda- gjörðum hann er yfirleitt við slík tækifæri. Síðan var Davíð búinn að bæta við þann lista af fólki sem á að skammast sín og biðjast af- sökunar á framferði Davíðs í Leifsstöð: Steingrímur Her- mannsson og Jónas Kristjánsson, þótt þjóðina reki enganveginn minni til þess að þeir hafi líka ver- ið fullir að drekka bermúdaskálir með briddslandsliðinu. Og kallað- ir til ábyrgðar eru eiginlega líka þeir Ólafur Thors og Hannes Haf- stein sem sjálfsagt hafa verið enn fyllri með briddslandsliðum síns tíma. Þetta er sumsé allt einhverjum öðrum að kenna. Og vegna þess að hann skilur ekki um hvað þau snúast hefur Davíð Oddsson bætt gráu oná svart í brennivínsmálun- um. Sem fjalla um traust og trún- að, en ekki um brennivín. Kjósendur hafa fyrr og síðar fyrirgefið stjórnmálamönnum sem viðurkenna mistök sín. Okk- ur er hinsvegar bölvanlega við ná- unga sem forðast að horfast í augu við sjálfa sig en reyna í staðinn að koma sínum stykkjum yfir á al- saklaust fólk. Hölundurer islenskutræáingur U N D I R Ö X I N N I Finnst ykkur ekki óeðlilegt að hækka gjöldin nú á hessum tím- um, Úlafur? „Það er ekki spuming um hvað okkurfinnst. Okkurberaðskila þessu til ríkissjóðs og við tökum ekki það sem ekki er tiL" Þið hafið ekki séð ykkur fært að hægræða til að ná þessari upp- hæð? „Á dætlun hjd okkur er hagrœðing upp d 175 milljónir, sem við erum ekki búnir að sjd hvemig við œtl- um að ndfram. Það er inni ípakk- anum líka." En getið þið ekki selt eignir til að ná þessu framlagi til ríkis- sjóðs? „Að sjdlfsögðu vœriþað hœgt. En það tnundi enginn hafa tekið eftir þessu ef við hefðum hœkkað þetta um tvöprósentyfir alla línuna. Þd hefði enginn sagt neitt." Af hvetju gerðuð þið það þá ekki? „ Vegna þess að við teljum þetta eðlilegra. Það er verið að hœkka þau gjöld sem voru ofldg ípóstin- um. Við teljum ekki rétt að jafna síntagjöldin, það snertir allan al- menning mun meira. En það sem flestir taka kannski eftir er að við erum hœttað vera með ofldgpóst- gjöld til Norðurlandanna. Við er- unt að taka upp sama póstburðar- gjald til Evrópu almennten ekki hafa gjaldið lœgra til Norðurland- anna." Eruð þið með þessu að reyna að afla framlaga til ríkissjóðs? „Jd, dsamtþvísamtímis að reyna að vera með eðlileggjöld þannig að það endurspegli eitthvað kostn- að. Annars mdttu ekkigleyma því að viðflytjum til dœmis PRESS- UNA útum sveitirfyrir að því er mig minnirfimm krónur." Er það ekki það verð sem kostar að flytja hana? „Þú getur rétt ímyndað þér." Nú, af hveiju látið þið okkur ekki borga rétt verð? „ Vegna þess að það er pólitisk dkvörðun. Það kostarþrjdtíu krónurað senda venjulegt bréf um allt land en það kostar í kringum fimm krónur að senda blöðin." Þú segir að þetta sé pólitísk ákvörðun, er þetta þá fast í lög- um? „Nei, þetta er hluti afgjald- skrdnni." En þið voruð að hækka gjald- skrána, getið þið ekki hækkað þessa liði eins og aðra? „Jú.jú, en hvað munduð þið þd segja?“ Við! Yrðum við ekki að taka þvi eins og aðrir? „Við vildum þaðgjarnan, en það mundi mœlast rnjög illa fyrir ef við hœkkuðum þennan þdtt. Olatur Tómasson póst- og simamdla- stjóri hefurdkveðið að hækka póst- burðargjöld um sjö prósent.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.