Pressan


Pressan - 12.11.1992, Qupperneq 26

Pressan - 12.11.1992, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. NÓVEMBER 1992 Skoðanakönnun SkáÍs fyrir PRESSUNA EINKUNNABÆKUR STJÓRNMÁLAMANNA Hvaða einkunnir gefur almenningur ráðherrunum og FORYSTUMÖNNUM STJÓRNARANDSTÖÐUNNAR FYRIR FRAMMISTÖÐUNA? Þátttakendur í könnuninni voru beðnir að gefa ráðherr- um ríkisstjórnarinnar og tveimur fulltrúum frá hverj- um stjórnarandstöðuflokki einkunn fyrir frammistöðu sína á undanförnum mánuð- um. Niðurstöðurnar leiða í ljós að þrátt fyrir misjafnar einkunnir einstakra manna er enginn munur á samanlagðri meðaleinkunn ríkisstjórnar- innar og stjórnarandstöðunn- ar. Bæði fyrirbrigðin rétt falla á prófinu; fá 4,9 í meðalein- kunn. En lítum í einkunnabækur einstakra stjórnmálamanna. JÓHANNA SIGURÐAR- DÓTTIR 5,8 Þrátt fyrir að Jóhanna Sigurð- ardóttir fái hæsta meðaleinkunn eru niðurstöður þessarar könn- unar ef til vill ekki svo ýkja góð tíðindi fyrir hana. Hún er búin að vera svo lengi hæst ráðherranna að hún hlýtur að vera hætt að keppa við þá og farin að miða árangurinn við sjálfa sig. Og sú viðmiðun er ekki góð. I maí í fyrra fékk hún 7,1 í meðaleinkunn eða 1,3 meiraennú. Jóhanna er því á niðurleið þótt hún eigi enn langt í land með að falla niður til hinna ráðherranna í ríkisstjórninni. Sem fyrr fær Jóhanna mun meira af háum einkunnum en hinir ráðherrarnir. 58 þáttakend- ur gefa henni 9 eða 10 í einkunn. Næsti ráðherra fær slíkar ein- kunnir frá 39 þátttakendum. Það sem dregur Jóhönnu niður núna Dúxarnir ÞESSI FENGU MEiRA EN 5,0 í MEÐALEINKUNN I.Jóhanna Sigurðardóttir 5,8 2. Halldór Ásgrímsson 5,7 3-4. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 5,6 Þorsteinn Pálsson 5,6 5. Friðrik Sophusson 5,5 6. Steingrímur Hermannsson 5,4 7. Jón Sigurðsson 5,2 8. Jón Baldvin Hannibalsson 5,0 er að hún fær meira af lágum ein- kunnum en hún á að venjast. Nú gefa 28 prósent þátttakenda henni falleinkunn; 4 eða minna. I maí fékk hún falleinkunn aðeins frá 10 prósentum þátttakenda. Eftir maíkönnunina kölluðum við hana heilaga Jóhönnu. Nú er hún bara rétt aðeins skárri en hin- ir ráðherrarnir. TOSSABEKKURINN — Frammistaða ráðamanna þjóðarinnar og leiðtoga stjórnarandstöðunnar er ekki beysin samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar Skáís fyrir PRESSUNA. Meðaleinkunnin — jafnt hjá stjórnarliðinu sem stjórnarandstöðunni — er aðeins 4,9 eða undir falleinkunn. Það getur heldur vart talist glæsilegur árangur að „dúxinn“ er einungis með 5,8. málamanna sem hafa sest í hann en það virðist ekki ætla að gerast hjá Friðriki. Þrátt fyrir að hann fái ekki ýkja mikið af hæstu einkunnum og tíl- tölulega mikið af núllum bætir Friðrik það upp með því að fá fleiri meðaleinkunnir fyrir ofan miðju en neðan hana. Með öðrum orðum þá eru þeir sem stendur nánast á sama um Friðrik frekar vinsamlegir í hans garð. Það fær til dæmis enginn jafnoft 7 og Frið- rik. STEINGRÍMUR HERMANNSSON 5,4 Gamli refurinn Steingrímur Hermannsson sannar í þessari könnun að enginn stjórnmála- maður á jafnstóran hóp af blind- um stuðningsmönnum. 39 þátt- takenda gefa honum 10 í einkunn. Þeir sjá ekki að hann gæti gert nokkurn skapaðan hlut betur. Enginn annar fær vitnisburð um óaðfinnanlega framgöngu hjá jafnstórum hópi. Öfugt við Davíð Oddsson, sem kemur næstur á eftir Steingrími með Qölda hæstu einkunna, þá er ekki svo mörgum í nöp við Stein- grím. Hann er aðeins hálfdrætt- HALLDOR ÁSGRÍMSSON 5,7 Halldór Ásgrímsson kemur best út af þeim forystumönnum stjórnarandstöðunnar sem þátt- takendur fengu að gefa einkunn. Hann vantar aðeins herslumun- inn til að fella Jóhönnu af stalli sínum. Halldór fær ekki svo oft 10 í einkunn. Hann bætir það hins vegar upp með fáum núllum og mörgum einkunnum fyrir ofan meðallag. Með öðrum orðum: Þótt enginn sé yfir sig hrifinn af Halldóri er fáum í nöp við hann og flestum nokkuð hlýtt til hans. Þessi seigla í Halldóri hífir hann upp fyrir formanninn; Steingrím Hermannsson. Öfugt við HaUdór eru margir yfir sig hrifnir af Stein- grími og að sama skapi mörgum í nöp við hann. ingibjörg SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR 5,6 Það virðist gott ráð fyrir stjórn- málamann í leit að trausti hjá al- menningi að koma skyndilega upp með skoðun sem gengur þvert á flokkssamþykktir og fá síðan flokkinn til að leggja blessun sína yfir það. Að minnsta kosti kemur Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir mjög vel út úr þessari könnun, þótt aðrir en stjórnmálamenn yrðu sjálfsagt ekki hrifnir af ein- kunninni. Ingibjörg fær 9 og 10 frá mjög stórum hluta þátttakenda og alls ekki svo mikið af núllum — öfugt við Kristínu Einarsdóttur, félaga hennar úr Kvennalistanum, sem hreint og beint sópaði til sín núll- unum. Þrátt fyrir afleita útkomu Krist- ínar tryggir Ingibjörg Sólrún kon- um mjög góða útkomu með frammistöðu sinni. Af fjórum hæstu stjórnmálamönnunum voru tvær konur. ÞORSTEINN PÁLSSON 5,6 Eins og í síðustu könnun er Þorsteinn næstduglegasti ráðherr- ann á eftir Jóhönnu. En eins og hún þarf hann nú að þola lægri einkunnir. f maí fékk hann 6,0. Nú fær hann 5,6. Það er akkúrat jafnmikil lækkun og lækkun á meðaleinkunn rfkisstjórnarinnar. Þorsteinn fær slatta af 10 í ein- kunn. Hann fær hins vegar óvenjusjaldan 9 og er því rétt í meðallagi ráðherranna þegar hæstu einkunnirnar, 9 og 10, eru skoðaðar. Enginn ráðherra fær hins vegar sjaldnar núll en Þor- steinn og hann er einnig sá ráð- herra sem fær minnst af fallein- kunnum. Aðeins fjórðungur gefur ingur hvað varðar núllin. Þetta tvennt, mörg 10 og fá núll, hefðu gefið Steingrími mjög háa meðal- einkunn ef ekki kæmi til að hann fær óvenjuoft 4 í einkunn eða 128 sinnum. Það er helmingi oftar en næsti maður. Og þessi mikli fjöldi sem gefur Steingrími 4 dregur að sjálfsögðu niður háar einkunnir hins trygga aðdáendahóps. JÓN SIGURÐSSON 5,2 Jón Sigurðsson er meðalmaður í þessari könnun. Hann fær fá núll og enn færri gefa honum 10. Flest- ir gefa honum 5. Það sem tryggir honum dágóða meðaleinkunn er að fleiri gefa honum 6 en 4 og fleiri láta hann fá 7 en 3. Þeim sem er nokk sama um Jón er því yfir- leitt frekar vel við hann en illa. Þjóðin virðist hafa fastmótaðri skoðanir á Jóni Sigurðssyni en flestum öðrum stjómmálamönn- um. Hann fékk 5,1 í einkunn í janúar síðastliðnum, 5,1 í maí og nú fær hann 5,2. Með sama áframhaldi nær hann 10 árið 2032. Það er athyglisvert að Jón fær hærri einkunn en fóstbróðir hans, Jón Baidvin. Jón Baldvin er því í honum 4 eða minna og verður það að teljast sérdeilis gott af stjórnmálamanni. Enginn stjórn- arandstöðuleiðtoganna getur stát- að af jafnlítilli óvild. Þorsteinn fær að sjálfsögðu hærri meðaleinkunn en hans forni fjandi, Davíð Oddsson, þótt Davíð fái oftar 10. FRIÐRIK SOPHUSSON 5,5 Það er hreint með ólíkindum hvað þjóðin er hrifin af Friðriki Sophussyni miðað við ráðherra- embættið sem hann gegnir. Fjár- málaráðherrastóllinn var vendi- punktur í ferli Jóns Baldvins, Ólafs Ragnars og flestra annarra stjóm- Fúxarnir ÞESSI FENGU MINNA EN 5,0 í MEÐALEINKUNN 1—2. Kristín Einarsdóttir 4,0 Sighvatur Björgvinsson 4,0 3. SvavarGestsson 4,1 4. Ólafur G. Einarsson 4,2 5. Halldór Blöndal 4,4 6. Eiður Guðnason 4,5 7. Ólafur Ragnar Grímsson 4,7 ^ 8. Davíð Oddsson 4,9 ^

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.